Þjóðviljinn - 04.12.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.12.1973, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNj'Þriðjudagur 4. desember 1973. Þriöjudagur 4. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Jónas Kristjánsson ritstjóri: Lif i borg. Félagsfræðilegir þættir. Hilmir 1973 Jónas Kristjánsson segir i eftir- mála bókar sinnar um borgir, þróun þeirra og vandamál, að hann hafi sett hana saman sum- part sér til gamans, og sumpart til að fjölga islenskum ritum um félagsfræðileg efni. Hann viöur- kennir fúslega, að hann hafi ekki mikið annað fram að færa en almennan fróðleik, skoðaðan frá heldur ihaldssömu sjónarmiöi. Slóttugur maður Jónas: með þessum yfirlýsingum gefur hann ekki önnur fyrirheit en þau sem fremur aðvelt er að standa við. Og hvað vilja svo heimtufrekir lesendur upp á dekk? Félagsfræði er mjög skemmti- leg iðja og illt án hennar að vera nú á timum. Hitt er svo annað mál, að oft er hún notuð með þeim hætti, að manni finnst niðurstaða félagsfræðilegrar skoðunar af- skaplega rýr. Að i henni felist ekki annað en það, sem sæmilega skynugur maður gat sagt sér sjálfur — munurinn er helst sá, að niðurstaðan er sett fram á yfir- máta hátiðlegan og fræðalegan af þvi sem sagt er um þá ágætu stétt gleðikonur (sem Jónas telur . reyndar til „ófélagslegs fólks” af óútskýrðum ástæðum — mér er nær að halda að engar manneskjur séu meiri félags- verur en þær). Hann segir að þeim hafi farið fækkandi á undan- förnum árum og áratugum „lik- lega vegna þess að fólk lifir nú almennt fyllra og hamingju- rikara fjölskyldulifi en áður var”. Hætt er við að það yrði erfitt félagsíræðingum að festa á skýrslur þá hamingju sem beini sporum karlpenings frá vændis- konum — þeir mundu hinsvegar fleiri sem benda myndu á breyt- ingará félagslegum aðstæðum og stöðu kvenna frá gullöld hefð- bundins vændis á Viktoriutimum til vorra daga. Og þá einnig, að klofsala hefur sannarlega breytt um viðskiptaform siöan á hinum grófu dögum Viktoriu drottningar og Dickens — sem segir fátt um sjálfa veltuna eöa tölu þátt- takenda. Annað dæmi er reyndar miklu lakara. Höfundur segir: „Margt greindasta fólkið flytur úr sveit- unum i borgirnar...Hinir miður gefnu flytjast hins vegar siður til Jónas Kristjánsson. Hvaö er stórt og hvaö er smátt? hátt. Þetta er einmitt mikið ein- kenni á mörgum þáttum bókar Jónasar Kristjánssonar — hins- vegar skal honum sagt það til hróss, að hann færir mál sitt ekki i eins tyrfinn búning og mörgum hættir til sem i félagsfræði glugga. Setningar eru t.d. blessunarlega stuttar og auð- skildar, þótt orðafar sé stundum klúðurslegt: „Hjá þeim liggur lélagslega vandamálið ekki i neyslunni". En sem ságt: höfuð- ávirðing bókarinnar er sú, að þar er fátt sagt, þótt viða sé komið við. A einum stað segir: „Þvi meira fé sem menn hafa til um- ráða, þeim mun meiri likur eru á þvi að þeir búi rúmt". A öðrum: „Menn verða að lita á borgir sem umhverl'i er maðurinn hefur sjállur skapað”. Svo mætti lengi telja. Sem lyrr segir, ætlar höfundur að „þræða að verulegu leyti ihaldssamar brautir, þekkingar- atriði sem flestir eru sammála um að séu staðreyndir”. Það sem nú siðast var nefnt orkar mjög tvimælis. Útskýringar og alhæf- íngar Jónasar eru ekki nærri alltaf „sjálfsagður hlutur". Saklaust da>mi mætti taka t.d. borganna, þvi að þar er sam- keppnin of hörð fyrir þá. bannig er um að ræða straum greindar frá sveitum til borga, eins konar flótta andlegs atgervis”. Alhælingar af þessu tagi eru sérstaklega varhugaverðar. Hér er um margháttaðan ruglanda að ræða. 1 fyrsta lagi þá hjátrú borgarbúa, að greind sé i þvi fólgin að kunna á borgina (og þar hefur hann lorskot). I öðru lagi þann borgaralega fordóm, að það hljóti að vera greindarmerki að vilja troðast upp eftir öðrum að kjötkötlum auðs og valda, sem hljóta að vera stærstir i höfuð- borgum ( „samkeppnin er hörð”). I þriðja lagi er alveg horl't fram hjá þvi, að það þarf i raun og veru miklu margþættari „greind” til að leysa hin margþæltu verkefni sveitalifs en hin einhælu og sér- hæfðu störf borga. ()g eins og vænta mátti kemst ritstjóri Visis einna lengst frá þvi að bera fram það „sem flestir eru sammála um að séu staðreyndir" þegar hann fjallar um stétta- skiptingu. bar er flest mjög i lausu lofti. Hann getur þess að visu að „auður eignir og tekjur skipta að sjálfsögðu verulegu máli” i stéttaskiptingu. En staða manna gagnvart eignarréttinum er alls ekki tekin fram yfir ein- hver önnur atriði sem grund- völlur að stéttaskiptingu. öðru nær: öllu er ruglað saman, svo að hvergi greinir hvað er orsök og hvað afleiðing i mati þvi sem stéttir og félagshópar leggja hver á aöra. Enda er hin almenna for- múla um þá stéttaskiptingu „semnú ræður rikjum meðal iðn- þróaðra þjóða” eftir þvi: „Ilún á sér aöeins stoð i hugarheimi fólks og byggir á óáþreifanlegum siðum og venjum”.Satt að segja verður varla lengra komist i þeirri viðleitni að kippa á brott kjarnanum úr einhverjum veiga- mesta þætti pólitiskra viðfangs- efna.Gera þau marklaus, eða svo gott sem. Raða félagslegum á- hrifavöldum upp i eina samfellda röð, þar sem hvergi sér mun á stóru og smáu. En liklega fellur sllk viðleitni, hvort sem hún nú er meövituð eða ekki, einmitt ágæt- lega undir það sem höfundur bók- arinnar kallar „ihaldssamar brautir” i félagsfræði. Arni Bcrgmann. Orkumálafundur Fjórðungssamb. Norðlendinga: Varastöö, byggða- lína, Kröfluvirkjun Nærtækast er að ráöast i jarð- gufuvirkjun við Kröflu til að tryggja öryggi Norlendinga i orkumálum til frambúðar. En til bráðabirgða stendur til, að reisa litla varaaflsstöð á Akureyri meðan lögð er tengilina um byggðir milli Suður- og Norður- lands. Samtenging orkusvæða tryggir hagsmuni allra. Hag- kvæmni Kröfluvirkjunar af stæröinni 55 megavött er á borð við Dettifossvirkjun sein væri 3 svar sinnum stærri. Slik Kröflu- virkjun væri 50% aflmeiri en öll samtengd orkuver á Norðurlandi nú. Fundur um orkumál á Norður- landi haldinn á vegum Fjórð- ungssambands Norðlendinga á Akureyri þann 30. nóvember 1973. Fundarstörf hófust með þvi að formaður F.S.N. Haukur Harðar- sou, bæjarstjóri á Húsavik, setti fundinn og skipaði starfsmenn fundarins: Stefán Reykjalin, byggingarmeistara Akyreyri, fundarstjóra og Valdimar Braga- son, skrifstofustjóra, Dalvik fundarritara. Siðan var gengið til dagskrár. Mikla athygli vekja þær upp- lýsingar sem fram komu á fundinum um jafðgufuaflsstöðv- ar. en eins og kunnugt er. hefur til þessa aðeins verið reist ein slik stöð i landinu, við Námaskarð, tæp 3 megavött að stærð. Rann- sóknir sýna, að gufuvirkjun við Kröflu mundi framleiða ódýrari raforku en stærstu vatnsorkuver. bykir þetta benda til þess, að virkjanir gufuorku til rafmagns- framleiðslu séu á ýmsan hátt hentugri til að mæta vaxandi orkuþörf heldur en vatnsafls- stöðvar, þvi engu sé fórnað i orkuverði þótt slik stöð sé marg- falt minni en svarar til virkjunar einhvers af hinuin stóru fallvötn- um. Á orkumálafundinum flutti Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra framsöguræðu og sagði m.a. „Til að ráða strax bót á brýnasta orkuskorti Akureyringa er i undirbúningi að reisa 3—4 MW varaaflsstöð á Akureyri, sem síðar er hægt að stækka. Framhald á 14. siðu Ástandið er vægast sagt mjög alvarlegt sagði Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður í Grindavík — i Grindavík hygg ég að ástandið verði svo alvarlegt hvað vinnuaflsskorti viðkemur á kom- andi vetrarvertið, að það hafi aldrei fyrr veriö neitt likt þvi sein nú verður, sagði Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður i Grindavik er við hittum hann á þingi Liú sl. föstudag. — Ástandið var slæmt i fyrra, en þó bjargaðist þetta einhvern veginn, en nú fæ ég ekki séð að þessu verði bjargaö nema með samstilltu átaki allra sem viður- kenna, að fiskveiðar og fisk- vinnsla sé undirstöðu-atvinnu- vegur þjóðarinnar. Ástandið hefur breyst mjög til hins verra eftir að hin mikla loðnuveiði hófst. Nú sækja allir á loðnu bátana, enda kaup þar mjög hátt þegar vel veiðist. Hinir bátarnir, að stærð 150 tonn og minni, fá svo afturá móti engan mannskap. Og þetta eru bátar sem fyrir 5 til 6 árum þóttu mjög stórir og góö skip. Ástæðan fyrir manneklunni liggur auðvitað lika i hinni miklu þenslu á vinnumarkaðnum. bað er sama hvert litið er, allsstaðar blasir við meiri en nóg vinna sem menn geta haft eins mikið eða meira uppúr en með þvi að fara á sjóinn. Nú, og vilja ekki flestir vera i landi? bað er að minnsta- kosti þægilegri og hreinlegri vinna. —En hvernig verður þá ástandið i frystihúsunum á Grindavik? — bað verður ekki betra. bað eru ekki aðrir en börn og gamal- menni sem fást i dag tii að vinna i frystihúsi, enda kaup hvað lægst þar i almennri verkamanna- vinnu. —En að borga þá hærra kaup þar? -Ja, það er ef til vill lausnin, eða þá að fólk sem vinnur að vinnslu sjávarafla fái skattalvilnanir. Ég veit ekki hvort væri heppilegra, en eitthvað verður að gera. —Er hægt að fá færeyska sjó- menn á bátana? -bað dreg ég i efa, en mér finnst samt sjálfsagt að kanna það. Færeyingar eiga sjálfir orðið svo stór og góð skip að ég efast stór- lega um að þeir fengjust á minni bátana okkar. —Hvað er þá til ráða? —Sjálfsagterengin ein lausn til á þessu máli, en það eru nokkrar hugmyndir á lofti, svo sem að gefa fri úr skólum i marz og april, aðal vertiðarmánuðina. betta hefur sumsstaðar verið gert tima og tima þegar mest hefur gengið á og gefist vel. bá er og ástæða til að draga úr opinberum fram- kvæmdum þessa 2-3 mánuði sem vertiðin stendur og láta fiskiðnað- inum eftir það vinnuafl sem þar fengist. betta eru bara tvær hug- myndir sem fram hafa komið, kannski kemur fleira til, en alla vega verður eitthvað að gera ef ekki á illa að fara. —S.dór Hér vantar fólk í allar atvinnugreinar Ekkert frekar fiskiðnað en aðrar greinar, sagði Ólafur Gunnarsson í Neskaupstað —Okkur vantar alltaf fólk, ekki bara i fiskiðnað, heldur bara i allar atvinnugreinar. bað er ekki svo mjög breytilegt fra einum tima til annars, en undanfarin 2 til 3 ár hefur hér vantað vinnuafl. bað kæmi mér ekki á óvart þótt hér vantaði um 50 manns i vinnu, sem er mjög mikið i ekki stærri bæ, sagði Ólafur Gunnarsson framkvæmdastjóri Sildarvinnsl- unar á Neskaupstað. — Hér er heldur ekki nein vetrarvertið i þess orðs skilningi, hér er mést um togara sem veiða jafnt allt árið um kring. bað er þá helst loðnuvertiðin, en það hefur nú reynst litill vandi að fá fólk til starfa á henni. En kannski verður það eitthvaö erfiðara i vetur en verið hefur. —Hafið þið gert ráðstafanir til aö fá fólk til Neskaupstaðar? —Nei, það get ég ekki sagt, enda varla hægt þegar allsstaðar vantar vinnuafl á landinu. —Hvernig hefur ykkur gengið að manna bátana? —bað hefur gengið vel að manna togarana, en verr að manna minni bátana, nema þá sem fara á loönu. Minni bátarnir eru auð- vitað vandamál, enda er þar lægst kaupið. Ég fæ ekki séð að það mál leysist i bráð, þvi miður. -S.dór Forpokaöasta fyrir- bæri noröan Alpa Auðvitað er samt alger óþarfi að láta sér bregða i brún þótt aðalflokkur islensku borgara- stéttarinnar, forpokaðasta fyrirbæris i Evrópu norðan Alpa og efalaust þótt miklu viðar Sé leitað, tryllist þegar eitthvað smávegis vottar fyrir tilþrifum i þá átt að rjúfa þann for- heimskunarmúr, sem þetta á flestan hátt spaugilega ihald hefur áratugum saman stritast við með morgunblaðri sinu að hlaða umhverfis vitund is lensks almennings, i þeirri von að tryggja áframhaldandi völd sin og sérréttindi i islensku þjóðt'élagi. Eín af aðferðunum til þess að forða þeim múr frá hruni hefur verið svokallað hlutleysi útvarpsins, sem þýðir á máíi borgarastéttarinnar að ekki sé i þeim fjölmiðli vikið hársbreidd frá þeim viðhorfum i þjóðfélagsmálum, sem borg- arastéttin telur i samræmi við hagsmuni sina. Og hvenær sem eðlishvötin segir þeirri stétt að eitthvað sé vegið að hagsmun- um hennar. verða varnarvið- brögð hennar ofsaleg og sjúk- leg, sökum þess að jafnvel þetta fólk er ekki vitlausara en svo, að þvi er ljóstað forréttindi þess og stéttarvald byggist á ranglátri þjóðfélagsskipan, sem fyrr eða siðar syngur sitt siðasta vers. Afturhald gegn lýðræði bótt stórhlægileg „lesenda- bréf” Morgunblaðsins geti kannski að sumra áliti ekki tal- ist þess virði að vera tekin al- varlega, þá skyldu menn forðast þá léttúð. Viðbrögðin við barna- ævintýri, sem er i hópi þeirra sauðmeinlausustu af þvi tagi, og galdraofsóknirnar á hendur Olgu Guðrúnu i þvi sambandi eru ljós vottur þess, að innan þessa þjóðfélags er fyrir hendi miðaldalegt afturhald, fjand- samlegt lýðræði og tjáningar- frelsi og reiðubúið að beita hvers konar meðulum til skoð- anakúgunar, sem það treystir sérjCftir þvi hvernig landið ligg- ur hverju sinni. Hugarfarið, sem lýsir sér i skrifum mál- gagna afturhaldsins við tæki- færi sem þessi, felur i sér alvar- lega áminningu til lýðræðissinn- aðs fólks um að halda vöku sinni gagnvart hvers konar.tilræðum þess sama afturhalds gegn eðli- legum skoðanaskiptum i þjóðl'é- laginu, sem eru að visu hvergi nógu Irjáls eins og er. Ef við ekki höldum þeirri vöku, getur t'yrr en varið runnið upp sá dag- ur að ihaldið manni sig upp i að beita i baráttu sinni fyrir skoð- anakúgun hvassari vopnum en hysterisku kellingakjaftæði i þar til ætluðum dálkum áróð- ursmálgagna sinna. dþ. GÖMUL ÆVINTÝRI OG NÝ Einu sinni fyrir langalöngu áttu heima einhvers staðar úti i löndum (gott ef það hefur ekki verið i Sviþjóð, óvinalandi Morgunblaðsins númer eitt) hjón, sem áttu tvö börn, dreng og stúlku. ,Þau áttu við efna- hagsörðugleika að striða eins og gengur og til þess að draga úr kostnaði við heimilisreksturinn ákváðu þau að drepa börnin sín. bau höfðu þá aðferð að tæla þau með sér út i illfæran skóg og skilja þau þar eftir i þeirri von að þau vesluðust smám saman upp úr sulti, kulda og þreytu eða þá yrðu villidýrum að bráð. Tvi- vegis sáu börnin við brögðum foreldranna og skiluðu sér heim, en i þriðja skiptið lentu þau i staðinn heim til gamallar konu, sem bjó úti i skóginum. Þessi elskulega gamla matróna hefur efalaust liká átt við sina efnahagsörðugleika að etja, og til þcss að ráða fram úr þeim hafði hún tamið sér að leggja sér mannakjöt til munns, þegar ekki var önnur fæða fáanleg. En börnin voru engin lömb að leika við, og fóru svo leikar að þau sigruðust á gömlu konunni með þvi að brenna hana lifandi. Hér vantar sem sagt ekki mikið á að allir reyni að drepa alla, eins og þegar best gerist i morðreyfurunum. Þess háttar skemmtiefni er framleitt i tonnatali til þess að fróa mikl um fjölda fólks, sem hefur ó- þrjótandi þörf fyrir að lesa um manndráp og pyndingar og sjá þetta i bió, og sá höfundurinn þykir bestur i bransanum sem getur látið sér detta i hug ógeðs- legustu slátrunar- og pynding- araðferðirnar. Hins vegar mun það regla að láta börn „innan sextán ára” ekki komast i þess háttar skemmtiefni, eða að minnsta kosti er út frá þvi geng ið. Börn borin út — gömul kona brennd En þá bregður svo kynlega við að einmitt sagan, sem þetta greinarkorn hefst á, hefur kyn- slóð eftir kynslóð veríð prientuð alveg sérstaklega fyrir börn. Mann hlýtur að reka i rogastans yfir þvi ábyrgðarleysi og fúl- mennsku, sem þær manneskjur hafa verið haldnar sem upphaf- lega skálduðu upp þetta ævin- týri, létu það siðan berast mann fram af manni kynslóð eftir kynslóð, og bitu svo höfuðið af skömminni með þvi að prenta það og gefa það út æ ofan i æ. Hver kristilega þenkjandi og velvakandi manneskja hlýtur þó að sjá og skilja hver tilgang- urinn er með að læða slikum bókmenntum inn á saklaus börnin Hann er i fyrsta lagi sá að koma þvi inn hjá grunlausum sakleysingjunum að foreldrar séu kaldrifjaðar ófreskjur, sem hiklaust gripi til þeirra ráða að drepa af sér börnin sin til þess að bæta úr einhverjum tilfall- andi efnahagslegum þrenging- um, eins og þegar þau vantar fyrir næstu afborguninni af biln- um eð sjónvarpstækinu. Hér er lika svo ekki verður um villst verið að gefa i skyn að hollast sé fyrir börnin að varast gamlar konur, sem eru orðnar ljótar af ellisökum og búa einar þvi að þess háttar ömmur séu gjarnar á að éta litil börn. Og sögunni lýkur svo með hendur en ekki vigalegri byltingarhvatningu til barnanna: öruggasta ráðið til þess að bægja frá allri hættu af þessu viðsjárverða gamla kven- fólki sé að drepa það, og helst með sem kvalafyllstu móti, svo sem með þvi að brenna það lif- andi, enda eiga svoleiðis óféti auðvitað ekki betra skilið. Eða þannig má vel skilja móral ævintýrisins, sem hér um ræðir. E. Magnúsdætur og fulltrúi Nató Engu að siður nýtur ævintýrið um Hans og Grétu al mennrar viðurkenningar sem eitthvert hugljúfasta ævin týri heimsbókmennt anna, og það er eitt af þvi fyrsta sem börnum er sagt þeg- ar þau fara að hafa gaman af sögum. Og svo hefur verið um langan aldur og verður sjálfsagt lengi enn. Þó hefur þess ekki orðið vart að neinn hafi hneyksl- ast á ævintýri þessu eða ótal öðrum álika, sist af öllu E. Magnúsdætur Morgunblaðsins eða fulltrúi Nató i útvarpsráði. Hins vegar hefur nú brugðið svo við, eins og alþjóð veit, að þess- ar og aðrar álika eftirlegukind- ur nitjándu aldarinnar i is- lensku þjóðfélagi hafa gengið af göflunum út af nauðasaklausri barnasögu, sem um þessar mundir er lesin i hljóðvarpið á morgnana. Saga þessi mun koma eitt- hvað inn á þjóðfélagsmál, sem ættu varla að teljast nein tið- indi. Þess konar mál skipta jú meginmáli i lifi hverrar mann- eskju og annað óhugsandi en að þau komi við daglegt lif hennar á einn eða annan hátt. Það á vitaskuld ekki siður við um börn en annað fólk. Maður skyldi þvi ætla að hver manneskja með meðalgreind og þar yfir fagnaði af heilum hug barnabókmennt- um, sem fælu i sér tilraun til þess að gefa börnunum ein- hverja smávegis innsýn i jafn hversdaglega hluti og þjóðfé- lagsmál ýmiss konar, stéttabar- áttu, samskipti yngra fólks og eldra og þar fram eftir götun- um. Börnin koma hcim til sin að afloknu velheppnuðu morði og hafa með sér firnin öll af gjaldeyri, scm þau hafa rænt úr hibýlum hinnar myrtu. Foreldrarnir, sem áður höfðu þrásinnis rcynt að granda börnunum, taka þeim nú fagnandi. Er með þessu verið að gefa f skyn aö cölilegt sé að ást forcldra til barna vaxi I samræmi við það, hve dugleg þau eru að draga fjárinagn að heimilinu, en hitt skipti engu máli hvernig fjár- inagnið sé fengiö — Myndirnar eru úr gamalli útgáfu Bókavcrslunar Sigfúsar Eymundssonar á Hansi og Grétu og fleiri ævintýrum. Meðfylgjandi myndirgefa glögga hugmynd um þann siðferðisboöskap, sem einu hugljúfasta barnaævintýri allra tima virðist ætlað að innræta börnunum. — Hér eru foreldrar þeirra Hans og Grétu á leið meö þau út i skóg, staöráðin I að granda þeim til að bjarga sér úr blankheitum. Gamla konan hefur lokað Hans inni ibúri og ætlar að éta hann. Mvnd- listarmaðurinn hefur gömlu konuna sem Ijótasta og ógeðslegasta, svo sem til þess að innræta börnum ógeð og tortryggni gagnvart fólki á því aldursskeiði. Sýnikennsla fyrir börn í morði: Gréta hrindir gömlu konunni inn I ofn, þar sem eldur logar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.