Þjóðviljinn - 04.12.1973, Síða 14

Þjóðviljinn - 04.12.1973, Síða 14
i 14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 4. desember 1973. Viðar Framhald af bls. 11. leikur Vals i mótinu fyrir áramót. Þeir Gunnsteinn, Stefán, Olafur Jónsson og Agúst ögmundsson áttu bestan leik að þessu sinni. Jón K. og Gisli hafa oftast leikið betur. Þorbjörn átti góðan leik þann tima sem hann var inná, og er hann að verða ein besta skytta liðsins. Það var þáttur mark- varðanna, Ólafs Ben. Og ólafs Guðjónssonar góður. Hjá Haukum bar Stefán Jóns- son af, en þeir Arnór Guð- mundsson, ólafur ólafsson og Gunnar Einarsson áttu einnig ágætan leik. Hörður Sigmarsson náði sér aldrei á strik frekar en vant er, fái hann harða vörn á móti sér. Dómarar voru Björn Kristjáns- son og Óli Ólsen og dæmdu vel. Mörk Vals: Bergur 5, Gunn- steinn 3, Agúst 3, Ólafur 2, Stefán 2, Þorbjörn 2,Gisli 2, Hermann, Jón K. og Jóhann eitt mark hver. S.dór Kvenfélag Framhald af 5. siðu. Fundarstjóri var Hjálmar W. Hannesson, formaður P”ramfara- félags Breiðholts 3. Fyrsti almenni fundurinn verður haldinn miðvikud. 12. des. kl. 8.30 i húsi Breiðholts h/f við Norðurfell. Sýnikennsla verður i gerð jóla- skreytinga með greni, o.fl. (Frá Framfarafélagi Breiðholts 3) Varastöð Framhald af bls. 8. Þetta er einungis bráðabirgða- ráöstöfun meðan lögð er byggða- lina norður um land þ.e. lina sem liggur um Borgarfjörð, Húna- vatnssýslu, Skagafjörð og norður til Akureyrar. Jafnfram þessu yrði að virkja á Norðurlandi til að tryggja enn ör-, yggi landshlutans i orkumálum. Nærtækast er að ráðast i jarð- gufuvirkjun við Kröflu, en rann- sóknir hafa leitt i ljós, að sú virkj- un er hagkvæm og framleiddi ódýrari raforku en þrisvar sinn- um stærri vatnsaflsstöð (miðað viö 55 MW jafrðgufuvirkjun). Tæpast er þó að búast við, að þessi virkjun veröi tekin i notkun innan 4 ára. Siðar er hugsanlegt að reisa stórvirkjun t.d. við Detti- foss og leggja linu þaðan suður yfir hálendið og mynda þannig hringtengingu, sem skapa myndi fyllsta öryggi. Jafnhliða stórvirkjunum i Dettifoss eða Blöndu verður að huga að uppbyggingu stóriðju- vera til að hagnýta umframorku þeirra. Ennþá eru þessi mál á umræðustigi. Orkumál eru nú orðin forgangsmál, ekki eingöngu vegna erfiðleika er skapast hafa vegna deilna Araba og Israels- manna, heldur vegna þess að orkulindir i heiminum fara si- þverrandi. Þvi skuli Norðlending- ar snúa bökum saman og taka frumkvæðið i orkumálum i sinar hendur og mun þá ekki standa á rikisvaldinu að aðstoða þá. Samstaða heimamanna og rikisvalds leiðir til skjótra fram- kvæmda. Jakob Björnsson orkumála- stjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi rannsóknir Orku- stofnunar á virkjunarmöguleik- um norðanlands, varðandi sam- r i i M/s Esja fer frá Reykjavik þriðjudaginn 11. þ.m. vestur um land i hringferð. Vörumóttaka: fimmtudag og föstu- dag til viðkomuhafna allt i kringum land. tengingu Norðurlands viö aðra landshluta nú á næstunni og siðar varöandi varaaflsmál Norður- lands. Varðandi Dettifossvirkjun hafa áætlanir bent til þess, að hún geti orðið mjög hagkvæm. Stærð hennar yrði nálægt 165 MV og ár- leg orkuvinnslugeta 1200 GWh. Jarðgufuvirkjun við Námafjall eöa Kröflu: Aætlanir hafa verið gerðar um 8, 16, 24 og 55 MW virkjanir við Kröflu og benda niðurstöður þeirra til þess, að orkuverð frá 55 MW jafðgufustöð gæti verið sam- bærilegt við orkuverð frá hag- kvæmustu vatnsaflsvirkjunum, sem væru 3 sinnum stærri að afli. Þetta gæti bent til, að jarðgufu- aflstöðvar væri auðveldara að fella að vaxandi raforkuþörf en vatnsafsstöðvar, án þess að nokkru væri fórnað i orkuverði. Axel Framhald af bls. 11. spáð slikum stórsigri fyrir leik- inn. Areiðanlega eru þetta ein- hver óvæntustu úrslit leiks það sem af er þessu móti. FH-liðinu fer fram með hverj- um ieik. Þeir Gunnar Einarsson og Viðar Simonarson hafa aldrei verið betri og bera liðið uppi ásamt ,,gamla” manninum i markinu, Hjalta Einarssyni, sem ekkert hefur gefið eftir og varði að þessu sinni eins og hetja. Þá áttu þeir Ólafur Einarsson, Auð- unn og örn Sigurðsson allir góðan leik, og sá siðast nefndi er mjög vaxandi leikmaður. Þeir ólafur og Birgir meiddustu litillega i leiknum og urðu að yfirgefa leik- völlinn. Hjá Fram-liðinu stóð ekki steinn yfir steini, einkum i siðari hálfleik. Þeir Björgvin, Arnar og Sigurbergur komu einna skást frá leiknum, en allir leikmennirnir voru langt frá sinu besta. Leikinn dæmdu þeir Einar Hjartarson og Sigurður Hannes- son og dæmdu vægt sagt hroða- lega ilía. Skapsmunir Einars voru með þeim hætti að mönnum var varla óhætt að hósta án þess að eiga það á hættu að vera reknir útal', slikt gat verið eitthvert skens um dómarann, en Einar er allra dómara viðkvæmastur fyrir orðum leikmanna i hita leiksins, atriði sem leikreyndir menn i i- þróttum sem gerast dómarar láta oftast sem vind um eyrun þjóta, en hinir sem aldrei hafa iðkað flokkaiþróttir skilja ekki. Þá er það leiðinlegt að sjá jafn efnileg- an dómara og maður hélt að Sig- urður væri, ætla að eyðileggja sig á sifelldum smá- og aukaatriðis- dómum, en sleppa kannski alveg þvi sem meira er um vert. Mörk FH: Gunnar 8, Ólafur 5, Viðar 3, Auðunn-3, Þórarinn, 2, Arni, örn og Birgir 1 mark hver. Mörk Fram : Guðmundur Sv. 4, Björgvin 3, Pálmi 2, Sigurbergur 2, Arnar 2, Sveinn og Axel 1 mark hvor. — S.dór Ólafur Ólafsson Framhald af bls. 6. skyndihjálp t.d. að kippa i lið og lækna lungnabólgu. Fjöidi fólks fær þvi vart hjálp i viðlögum” þetta ástand i heilbrigðismálum likist iskyggilega heilbrigðis- þjónustu er vanþróaðar þjóðir þriöja heimsins búa við. Að visu má sjá sömu mynd meða) nágrannaþjóða vorra t.d. i Noröur-Noregi. Spor i rétta átt Ólafur kvað að auðveldara væri að fá lækna i héruð, þar sem sjúkrahús eða heilsugæslustöð eru fyrir. Yfirleitt væri vinnu- skilyrði lækna ekki viðunandi, nema þar sem þeir hefðu aðgang að sjúkrahúsi eða heilsugæslu- stöð, enda vinna þar yfirleitt 2 eða fleiri læknar saman ásamt hjúkrunarliði. Erfiðast væri að. fá lækna i svo kölluð einmennings- héruð, enda aðstaða og aðstoð litil og starfsdagur hans slikur, að naumast væri mannsæmandi enda búa þeir ekki við vökulög. Þessar niðurstöður gefa til kynna að rétt spor hafi verið stigið þegar ákveðið var að byggja heilsu- gæslustöðvar, en læknasamtökin hófu baráttu fyrir þvi máli á árunum 1966-1967. Ber að þakka fyrrverandi landlækni Sigurði Sigurðssyni, Eggert G. Þorsteinssyni fyrrv. heilbrigðis- málaráöherra og núverandi heil- brigðisráöherra fyrir góða fram- göngu i þvi máli. Heilsugæslustöð hefur verið starfrækt i Vest- mannaeyjum og i Húsavik i nokkur ár með góðum árangri Ein slik heilsugæslustöð er nú i byggingu á Egilsstöðum og langt komin, og i Borgarnesi er verið að reisa stöð, sem væntanlega verður tekin i notkun á næsta ári. Þá eru áætlanir um byggingu heilsugæslustöðvar á ísafirði, Höfn i Hornafirði og á Patreks- firði. Ýmis byggðarlög ættu það sameiginlegt, að allar leiðir i lofti og á landi lokast i lengri tima yfir vetrartimann. Nefndi hann i þvi sambandi Reykhóla, Þingeyri, Flateyri, Bolungarvik, Hólma- vik, Ólafsfjörð, Kópasker, Þirs- höfn, Raufarhöfn, Vopnfjörð, Seyðisfjörð og Djúpavog. Flestir væru þessir staðri fremur illa búnir tækjum og þjónustu eftir þvi, enda reynslan verið sú, að erfitt reyndist að fá lækna til starfa þar. Lagði landlæknir áherslu á, að brýn nauðsyn væri nú þegar á að bæta aðstöðuna á þessum stöðum, enda væri skýrt tekið fram I lögum um heil- brigðisþjónustu gr. 35, sem taka gildi 1/1 1974, að slikir staðir skyldu sitja i fyrirrúmi um byggingu heilsugæslustööva. 1 nokkrum þessara héraða hefur aðstaðan verið bætt á sl. ári m.t. til viðgerða á lækna- bústöðum og útvegun tækjakosts, i samráði við heilbrigðismálaráð- herra og ráðuneyti. Sveitarstjórnir ekki staðið við sitt Hins vegar minnti ölafur á, að úrbætur á þessu sviði væru fyrst og fremst háðar pólitiskri ákvöröun, eins og flest annað, er skiptir heilbrigðisþjónustuna. Það færi þvi eftir m .a. ákvörðun alþingismanna um m.a. fjár- veitingar, hvort byggðalög þessi efldust. Benda má á, að sveitar- stjórnir hafa margar ekki staðið við geröar skuldbindingar um viðhald húsa. Taldi hann mögu- legt að koma á verulegum úrbotum án mikils tilkostnaðar. Ölafur Ólafsson landlæknir ræddi siðan nokkuð um heilbrigðismál i þéttbýli. Hann sagði, að á fslandi væru fleiri læknar á hverja 100 þúsund ibúa en i flestum Evrópu- löndum og flestir læknar sætu á Faxaflóasvæðinu. Hins vegar væri skipting þeirra i greinar óhagstæð, þvi að það skorti mjög almenna lækna og heimilis- læknum færi fækkandi, vinnuálag þeirra væri mikið og þjónustan þvi ekki nógu góð. I Reykjavik eru margir heimilislæknar með yfir 4000 manns i samlagi (sjá i Kópavogi og Seltjarnarnesi meðtöldu), en erlendis er talið hæfilegt að sjúklingafjöldi hvers heimilislæknis sé um 2000-2500. Stundum berast kvartanir um að fólk biði lengri tima I heima- húsum eftir vaktlækni. Astæða biðtimans er mikið vinnuálag vatklækna og lélega skipulagt þjónustukerfi. Or þessu mætti bæta með þvi að fá vel hæfar hjúkrunarkonur til þess að gegna vöktum með læknum. Opnar þjónustudeildir Oft á tiðum koma vitjana- veiðnir frá t.d. áhyggjufullum mæðrum, sem eru órólegar vegna barns sem er vanheilt sökum t.d. umferðe pestar.Reynd hjúkrunarkona getur þá orðið að miklu liði með þvi að lita á barnið og i mörgum tilfellum nægir slik heimsókn til að leysa vanda- málið. Reynsla af starfi héraðs- hjúkrunarkvenna hefur fært okkur sannanir fyrir þvi að þessi staðhæfing er rétt. Annars er ólíklegt að þessi þjónusta verði viðunandi fyrr en stofnaðar verði fleiri „opnar” þjónustudeildir við sjúkrahús eða læknamiðstöðvar, sem fólk getur leitað til án tafar ef veikindi ber að höndum. Eins og skipulag t.d. kvöld og nætur- þjónustunnar er nú, þá fer mikill hluti starfstima kvölds og nætur- lækna i keyrslu milli sjúklinga og það getur ekki talist hagkvæm ráðstöfun. Langur / legutimi f Hérlendis væru hlutfallsWo fleiri almenn sjukrarúm en jatn- vel Sviar hefðu yfir að ráða, en þau væru eðlilega flest á þétt- býlissvæðinu. Hins vegar kvað hann okkur ekki nýta hin almennu sjúkrarúm nógu vel. Meðallegutimi sjúklinga almennra handlæknis- og lyflæknisrúma hér i Reykjavik, er verulega lengrien i nágranna- löndum. Sagði Ólafur að taka mætti flest sjúkrahús á Norður- löndum og Bretlandi til viðmiðunar, yfirleitt væri sjúkr- ardmanýting þar 25-35% betri en t. d, i Reykjavik. Þetta þýðir að nýta mætti fleiri tugi rúma sem þegar væru fyrir hendi á þétt- býlissvæði fyrir aðra sjúkdóma- hópa, t.d. geösjúkdóma, endur- hæfingu o.f.l. Samvinna milli sjúkrahúsa ekki nægilega mikil Megin - ástæðan fyrir betri nýtingu erlendra sjúkrarúma, væri að sjúkrahús þar réðu yfir betri rannsóknaraðstöðu fyrir sjúklinga áður en þeir væru lagðir inn og meöan þeir lægju inni. Þau byggju einnig við betri dag- heimila- og göngudeildaraðstöðu og hefðu hlutfallslega fleiri hjúkrunardeildir fyrir langvinna likams- og geðsjúkdóma. Viða væri sérmenntað aðstoðarfólk fleira en hér. Hér væri viða tak- mörkuð þjónusta m.a. vegna hús- næöisskorts fyrir röntgen- þjónustu, og ýmsar rannsóknir svo sem veiru-og sýklarannsóknir o-Ll,. en þess vegna vistuðust sjúklingar á sjúkrahúsum oft lengur en þörf væri á. S^m dæmi mætti nefna að greining veirufar- sótta sem eru algengir kvillar hér og valda flestum veikindadögum og vinnufrávikum er mjög tak- mörkuð. Prófessorinn i þeirri grein hefur nær enga starfs- aöstoð. Hafa ber og i huga að skipting sjúkrahúsþjónustu hér i bæ á 3 eða 4 sjúkrahús veldur þvi að rannsóknareiningar eru of litlar, svo að ekki er hægt að beita þeirri vinnuhagræðingu og sjálfvirkni sem nauðsynlegt er. Það þarf að viðurkenna stóru sjúkrahúsin hér I Reykjavik og t.d. á Akureyri sem kennslu- sjúkrahús og skapa þannig eðli- legt samstarf milli þeirra. Samvinna milli sjúkrahúsa er ekki nægilega mikil, það er brýn nauðsyn að sjúkrahúsin starfi undir sameiginlegri stjórn sem fjallar t.d. um skipulag á sjúk- lingafæði og skiptingu deilda milli sjúkrahúsanna.Að öðrum kosti er hætt við að sérdeildir nýtist illa, en slikt veldur lélegri þjónustu cg óhóflegum kostnaði. Taldi Ólafur raunhæfara að nýta betur þá aðstöðu er fyrir er áður en að byggð eru fleiri dýr sjúkrahús. Verulegur munur væri einnig á meðallegudagafjölda hérlendra sjúkrahúsa. Tók hann sem dæmi sjúkrahús A og sjúkra- hús B hér i Reykjavik árið 1972. Sjúkrahús A hefði haft yfir 20 færri rúmum að ráða en sjúkra- hús B, en engu að siður hefðu 300 fleiri sjúklingar verið útskrifaðir úr sjúkrahúsi A en sjúkrahúsi B. Að visu eru sjúklingahópar þessara sjúkr'ahúsa ekki fyllilega sambærilegir, en við sjúkrahús A var hjúkrunar- deildaraðstaða, og það gerði trú- lega gæfumuninn. Misjafn legukostnaður Ólafur sagði að ekki væri rétt að byggja almenn sjúkrarúm fyrir dreifbýlið á Faxaflóasvæðinu, svo að iðulega þyrfti að flytja sjúklinga til Reykjavikur til minni háttar aögerða — slikt stóryki allan kostnað, þvi að dagvistun sjúk- linga væri mun dýrari i Reykja- vik en út á landi og þar á ofan bættist flutningskostnaður við. Nefndi hann sem dæmi muninn á kostnaði við botnlangaskurð i Reykjavik og Húsavik. I Húsavik kostar legudagurinn 2400 kr., en rúmar 5000 kr. hér i Reykjavik. Kostnaðurinn við 100 botnlanga- skurði (ca 7 legudagar) i Húsavik væri þvi rúmlega helmingi minni en fyrir sams konar þjónustu i Reykjavik. Enginn dregur I efa að halda beri þeirri stefnu að byggja „sérdeildir” i Reykjavik og t.d. á Akureyri. t þvi sambandi vék landlæknir einnig þeirri venju, sem farið hefur i vöxt siðustu árin, að gamalt fólk, jafnt það, sem væri sæmilega rólfært og annað, sem þjáðist af likamlegri eða andlegri vanliðan, er flutt til vistunar á hælum eða stórum sjúkrahúsum Faxaflóasvæðisins. Astæðan fyrir þessum hreppaflutningi væri, að aðstöðu vantar i heimabyggð fyrir jafnvel einfalda sjúkdóms- greiningu og góða aðhlynningu eða að sú aðstaða, sem fyrir er heima er ekki nýtL Bæta ber aðstöðu sjúklinga utan af landi Það verður að bæta aðstöðuna fyrir fólk utan af landi. Vonir standa til, að út af þessari venju verði brugðið, þvi að ný lög um elliheimilisbyggingar voru sam- þykkt á siðasta þingi auk þess sem samkvæmt heilbrigðis- löggjöfinni nýju gr.26.2 er gert ráð fyrir , að i hverju læknishéraði (5 læknishéruð) skuli vera eitt sjúkrahús með almenna hand- læknisdeild, lyflæknis- og geð- sjúkdómadeild. Ef kannaðar eru ársskýrslur stóru sjúkrahúsanna á Reykja- vikursvæðinu má sjá að um 30% sjúklinganna á sumum almennum sjúkrahúsum eru úr dreifbýli (þ.e. utan Reykjavikur, Hafnarfj., Kópavogs, Gullbr. og Kjósarsýslu) og af eigin reynslu veit ég, að allt þetta fólk þarfnast ekki sérdeildarvistunar. A geðsjúkrahúsum er fjöldi sjúk- linga úr dreifbýli um 30% Sömu sögu er að segja frá mörgum elli- og hjúkrunar- heimilum en þar eru nú um 30- 35% vistmanna úr dreifbýli. Astæða er til að leiðrétta þann misskilning sem komið hefur fram i viðtölum við lækna og leika I fjölmiðlum, að rekstrar ksotnaður hjúkrunarheimila sé aðeins um 1/5 af kostnaði við rekstur vel búinna „akut sjúkra- húsa”. Hér á landi og t.d. i Skot- landi og Skandinaviu er rekstrar- kostnaður þessara heimila um 40- 50% af kostnaði venjulegra sjúkrahúsa. Það er verulegt áhyggjuefni að á Faxaflóasvæðinu standa auð nýbyggð hjúkrunarheimili og sérdeildir, vegna skorts á starfs- fólki þ.á.m. hjúkrunarkvenna. Um 40% útskrifaðra og starfs- hæfra hjúkrunarkvenna eru i fullri vinnu. Rétt væri að kanna ástæðu fyrir þessu ástandi. E.t.v. mætti bæta úr þessu með breyttu þjónustufyrirkomulagi, skatta- kerfi eða bættri barnaheimila- aðstoð. Lokaorð. — Þéttbýli. Við þurfum að nýta betur þá þjónustuaðstöðu sem við höfum fyrir, en til þess þarf að stórefla áætlanagerð, gæðamat og þar með skipulag heilbrigðisþjón- ustunnar. Við höfum bæði efni og mannafla til þess að framkvæma slik verkefni I dreifbýli. Hið sama má segja um þjónustu þar, en vfða skortir þó ennþá aðstöðu til þess að veita nauðsynlegustu skyndihjálp. Með gildistöku nýju heilbrigðislaganna og þar með stóreflingu áætlaunargerðar, fjölbreyttari menntun heil- brigðisstétta, góðum stuðningi Alþingis, og heilbrigðismálaráð- herra, er að vænta að þessi mál þróist i hagstæða átt fyrir lands- menn. Þökkum innilega samúö vegna andláts SÆMUNDAR HELGASONAR, Stýrimanns, Holtsgötu 23. Valný Bárðardóttir, Helgi Sæmundsson, Asdis Asmundsdóttir, Helgi E. Helgason, Asdis Stefánsdóttir, Óttar Helgason, Gisli Már Helgason, Gunnar Hans Helgason, Sigurður Helgason, Bárður Helgason, Guðlaug Pétursdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.