Þjóðviljinn - 05.12.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.12.1973, Blaðsíða 6
e SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. desember 197:!. UÚOVIUINN MALGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skóiav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Áskriftarverð kr. 360.00 á mánuði Lausasöluverð kr. 22.00 Prentun: Blaðaprent h.f. FISKIÐNAÐURINN ER OKKAR STÓRIÐJA í siðustu viku flutti Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegsráðherra, ræðu á aðalfundi Landssambands islenskra útvegsmanna. Þar ræddi Lúðvik meðal annars kaup hinna nýju skuttogara og rekstur þeirra. Lúðvik sagði: ,,Og þvi er ekki að neita, að jafnvel úr röðum útvegsmanna sjálfra hefir i um- ræðum um þessi mál stundum verið meir rætt um tapið á skuttogurum og um að slik skip hefðu engan rekstrargrundvöll, en að undirstrika réttlæti kaupanna og i raun- inni lifsnauðsyn okkar á þvi að eiga og geta rekið svona skip. Auðvitað er það rétt, að nýir skuttogar- ar eiga i vök að verjast rekstrarlega séð og að ekki reynist mögulegt að greiða af þeim strax i byrjun 20% af afla i vexti og afborganir. En má ég spyrja, er það eitt- hvað nýtt i útgerðarmálum okkar, að erf- ÓLÍKAR ATHAFNIR Meðan Sjálfstæðisflokkurinn sat að völdum á íslandi með dyggum stuðningi Alþýðuflokksins voru allar ráðagerðir um nýtingu innlendra orkugjafa svo sem fall- vatna og jarðhita i stórum stil við það miðaðar að selja erlendum stóriðjufyrir- tækjum orku fyrir spottpris. Dæmið um álverksmiðjuna verður eillf- ur minnisvarði um þessa stefnu, þar sem samið var um fast orkuverð til 25 ára, verð sem i dag er ekki nema örlitið brot af heimsmarkaðsverði á orku, en orkuverð stigur nú sem kunnugt er mjög ört og mun augljóslega halda áfram að hækka um ó- fyrirsjáanlega framtið. Það er ekki ama- legt fyrir auðhringinn i Straumsvik á slik- um timum að fá orku islenskra fallvatna samasem gefins i 25 ár vegna sérstakrar fyrirgreiðslu forkólfa Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins og þjónustulipurðar þeirra við erlent auðvald. Ef samið hefði verið á sama verði við ál- hringinn og Norðmenn gerðu á sinum tima, hefðum við fengið 7000 miljónum itt sé að láta ný skip standa undir öllum útgjöldum, eða 20% i vexti og afborganir? Og dettur nokkrum i hug, að gert sé ráð fyrir þvi i samningum um rekstrargrund- völl hraðfrystihúsa við verðákvörðun á fiski, að afborganir og vextir þeirra miðist við nýtt frystihús, sem kostar 2-300 milj. króna? Nýjum skipum og nýjum tækjum fylgir viss vandi, vandi sem erfitt getur verið að standa frammi fyrir, en þann vanda meg- um við ekki láta verða til þess að hrekja okkur frá að gera það, sem er rétt og óhjá- kvæmilegt. Þann vanda verður að leysa, en ekki á þann hátt að hrópa það niður, sem horfir til framfara. Fiskiðnaðurinn er okkar stóriðja. Það er á útgerð fiskiskipanna og i fiskvinnslunni i landi, sem við fyrst og fremst byggjum okkar þjóðarafkomu á. króna meira fyrir orkuna, og þætti auð- hringnum slikt þó hagkvæmt verð i dag. En það var fyrst við stjórnarskiptin, að sú stefna var mörkuð að nýta islenska orkugjafa i stórum stil til innlendra nota m.a. til húsahitunar. Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra hefur alveg sérstaklega beitt sér fyrir þeirri stefnu, að virkjunarframkvæmdir verði við þetta miðaðar, i stað þjónustu- semi við erlent auðvald. Sú orkukreppa, sem nú rikir i flestum nágrannalöndum okkar og setja mun svip á þróun mála um ófyrirsjáanlega framtið undirstrikar að sjálfsögðu ennfrekar rétt- mæti þeirrar stefnu, sem núverandi rikisstjórn hefur markað fyrir forgöngu Magnúsar Kjartanssonar. í áætlun um Sigölduvirkjun hefur verið reiknað með, að virkjunin geri kleift að taka upp stóraukna húsahitun með raf- magni, er nái til a.m.k. 25 — 30.000 manns til viðbótar. Nú hefur iðnaðarráðuneytið einnig sett Það er þvi furðulegt, að þeir sem ganga fram fyrir skjöldu og krefjast meiri al- mennra bygginga, meiri framkvæmda i skólamálum, meiri aðgerða i heilbrigðis- málum, meiri vegalagninga, meiri i- búðabygginga og meiri framkvæmda á öllum sviðum, tala um það að hættan á þjóðargjaldþroti stafi einkum af þvi, að keypt skuli ný fiskiskip og byggð ný frysti- hús. Hvernig hefði þjóðarbúskapur okkar staðið i dag, ef fiskiskipafloti okkar og frystihúsin hefðuverið látin ganga úr sér og úreldast á svipaðan hátt og togarafloti okkar var látinn gera? Ætli þá hefði ekki komið færri krónur i rikiskassann og i kassa sveitarfélaganna og orðið heldur litið úr framkvæmdum og framförum i landinu.” af stað alhliða könnun á þvi, hvernig unnt sé með sem skjótustum hætti að nýta inn- lenda orkugjafa i stað oliu til húsahitunar og annarra þarfa. í sviði hitaveitufram- kvæmda á könnunin m.a. að beinast að flýtingu framkvæmda i nágrannabyggð- um Reykjavikur, að lögn hitaveitu frá Svartsengi til þéttbýlisstaðanna á utan- verðu Reykjanesi og að lögn hitaveitu frá Deildartunguhver til Akraness og Borgar-k ness. Á sviði raforkuframkvæmda beinist könnunin að þvi, hvernig unnt sé að flýta áformum um notkun raforku til húsahit- unar, m.a. með samtengingu orkuveitu- svæða, þannig að næg raforka verði fáan- leg á sama heildsöluverði um land allt og unnt að nota hana til húsahitunar i þeim landshlutum og byggðarlögum þar sem nýtanlegur jarðhiti er ekki tiltækur. Ekki þarf að hafa orð um þjóðhagslega þýðingu slikra framkvæmda nú, en hvar hefðum við staðið, ef álverksmiðjurnar hefðu verið orðnar 20, eins og boðað var á viðreisnartimanum? Ástandið er mjög alvarlegt Rœtt við Le Van Ky fulltrúa Þjóð- frelsisfylkingar Suður- Vietnama ilér á landi er mi staddur I.e 'Van Ky. en lianii er fulllrúi Þjóft- frelsisfylkingar Suðu'r-Vietnani (ÞFF) og forstöftumaftur upplýsingaskrifstofu Bráfta- byltingarstjórnarinnar (BBS) i Osló. Hann ávarpafti sainkomu stúdenta á I. des. sl. og i kvöld heldur Vietnamnefndiii á islandi fund meft honum i Tjarnarbúð. Á mánudaginn leit I.c Van Ky við á Þjóftviljanum ásamt ritara sinum og túlki. kanadiskri stúlku. Judith Scliive aft nafni. Var þá eftirfarandi viðtal haft við haiiu: Fyrst var Le Van Ky spurður um vopnahlésbrot Bandarikja- manna og Saigonstjórnarinnar siðan vopnahléssamkomulagið um Vietnam var undirritað i janúar sl. — Astandið i landinu er mjög alvarlegt um þessar mundir. Hvað varðar brot Bandarikja- stjórnará vopnahléssamningnum má nefna, að hún hefur sent 650 þúsund tonn af hergögnum umfram ákvæði samningsins til Saigonhersins. 1 samningnum er að finna ákvæði um vissa endur- nýjun hergagna hans, en þetta eru ný hergögn. 24 þúsund ,,ráðgjafar" Þessi hergögn skiptast þannig að herflugvélar eru 500, 600 skrið- drekar, 600 fallbyssur, 200 vopnuð skip og bátar af ýmsum stærðum og 500 þúsund tonn af sprengjum, skotfærum og léttvopnum. Enn eru 24 þúsund bandariskir hermenn i landinu. dulbúnir sem ráðgjafar af ýmsum gráðum og tengdir hinum ýmsu deildum Saigonhersins. Það sem mark- verðast er við þessa hermenn er, að þeir eru dreifðir um allt landið og tengdir hernum á þann hátt að þeir mynda herfræðilega yfir- stjórn hans. Markmiðið með þessari dreifingu er að fylgjast með þvi að herinn starfi i sam- ræmi við þær áætlanir sem gerðar hafa verið fyrir hann i WaShington. Þessir 24 þúsund ráðgjafar lúta allir yfirstjórn Murrays hers- höfðingja sem er hernaðarfulltrúi bandariska sendiráðsins i Saigon. Le Van Ky og Judith Schive liann hefur nokkur þúsund manna starfslið i skrifstofu sinni og skrifstofum ræðismanna Bandarikjanna um alit land. Varðandi viðhorf Bandarikja- stjórnar til friðarsamkomu- lagsins um Vietnam vil ég minna á, að i október i fyrra þegar samningsdrögin voru birt, kom það skýrt i ljós að þeir aðilar sem andvigir voru undirritun hans voru Bandarikjastjórn og Saigon- stjórn. Og svo seint sem i janúar þegar Bandarikjamenn höfðu samþykkt að undirrita samninginn olli Saigonstjórnin enn vandræðum og neitaði fram á siðustu stund að skrifa undir. Þetta er ljóst dæmi um viðhorf Bandarikjastjórnar til ástandsins i Suður-Vietnam. Þeir reka enn fjandsamlega stefnu gegn aiþýðu Suður-Vietnam. Stef na Bandarikjastjórnar kemur fram i hernaðaraðgerðum Saigonhersins gegn frelsuðu svæðunum, A siðustu tveimur mánuðum hafa aðgerðir hans færst i aukana, bæði hvað varðar hörku þeirra og fjölda. Þær felast i skriðdrekaárásum og loft- árásum langt inn á frelsuðu svæðin. Eldmessa Thieus Sem dæmi um hlutdeild Banda- rikjamanna i gerð hernaðaráætl- ana fyrir Saigonherinn má nefna, að rétt áður en Saigonherinn gerði öflugar árásir á hásléttunni umhverfis Kontum, komu þeir Murray hershöfðingi og kollega hans, Kingston aö nafni sem fyrrum var yfirmaður banda- rikjahers i Suður-Vietnam, til Pleiku til að virða fyrir sér vig- stöðuna og gera lokaáætlanir. Einnig mætti Thieu forseti til leiks i Pleiku um sama leyti og árásirnar hófust. Hélt hann þar magnþrungna ræðu uin svo- kallaða „stigmögnun innrasa og Ihlutunar Viet Kong og Norður Vietnama" og að eina svarið við þvi væru ..fyrirbyggjandi aðgerðir". Þetta markaði upphaf harðra árása á frelsuðu svæðin, einkum Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.