Þjóðviljinn - 05.12.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.12.1973, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 5. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN ' SÍÐA 15 Æ UR | EINU I ANNAÐ f Maria Callas varð fimmtug 2. desember. Hún hefur nýlega haldið tvo konsetra i London við góðar viðtökur áheyrenda, en slæma hjá gagnrýnendum, sem segja að rödd hennar sé veik pg litlaus. Callas segir að enginn geti búist við að hún sé jafn góð og hún var fyrir 20 árum. Hún bjóst við að rödd sin batnaði með hverjum nýjum konsert en Callas hefur ekki komið fram sem einsöngvari i átta ár. Sovéska blaðið Trud skýrði nýlega frá þvi að kona i Ukraniu hafi vaknað um daginn eftir 21 árs svefn. Svefninn byrjaði að sækja á konuna árið 1952 þegar hún var nýstigin uppúr inflúensu, hún fékk ákafan höfuðverk og missti málið. f þessu ástandi gat hún ekki hreyft legg né lið, hafði enga sársaukatilfinningu, en innri liffærin störfuðu með eðli- legum hætti. Næringu fékk konan i gegnum æð. Blaðið skýrði ekki frá aldri konunnar né gaf neina skýringu á af hverju hún vaknaði. Nú getur konan talað og er að læra að ganga á ný. Willy Brandt, sem verður sextugur 18. desember hefur beiðið flokksmenn sina og vel- unnara að hætta við fyrirhugaða veislu honum til. heiðurs vegna ástandsins i orkumálum þjóðar- innar. Ráðgert hafði verið að SÍÐAN UMSJÓN: SJ bjóða 12 þúsund manns i veisluna. ()g vestur i Bandarikjunum klifraði 82ja ára gömul kona upp á stól til að setja 60 watta ljósa- peru i stað 100 watta peru sem var i ljósastæðinu. Þetta gerði konan fyrir orð Nixons forseta, sem hafði bent almenningi á þessa sparnaðarleið. Gamla konan datt af stólnum og lærbrotnaði. Hún krafðist þess fyrst að forsetinn greiddi sjúkrakostnaðinn, en féllst svo siðar á að hlifa forset- anum við þeim útgjöldum og láta sér nægja samúðarkveðjur frá honum. Ilenrique Mecking, brasiliski stórmeistarinn i skák, hefur beðið sænska stórmeistarann Ulf Anderson að vera sér til aðstoðar er hann mætir Kortsnoj frá Sovét- rikjunum i undirbúningskeppni fyrir HM i skák. Þéssir ungu skákmenn eru góðir kunningjar og Ufl hefur náð góðum árangri gegn Kortsnoj. Ulf hefur þekkst boðið og fer til Bandarikjanna þar sem keppnin verður haldin eftir að skákkeppni, sem nú stendur yfir i Madrid,er lokið. Þar keppa auk hans Panno, Garcia, Uhlmann.Calvo, Karpoff, Pomar, Ljubojevik, Túkmakoff Furmann, Planinc, Kaplan Portisch, Browne og Hort. ri n H ■PPlLvFcTB ' ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM o o KAUPFÉLAG SKAFT- FELLINGA, VÍK Verslunar- eigandinn séra Lárus Benediktsson Við leituðum ráða hjá lesendum blaðsins varð- andi verslunina sem sést hér á myndinni fyrir ofan. Við fengum eftirfarandi upplýsingar frá ónafn- greindum manni: „Þessa húseign og verslun á Laugavegi 10 í Reykjavík átti, þótt ótrúlegt virðist, séra Lárus Benediktsson, fasteignasali og veðlánari frá Selárdal árið 1908." Séra Láus var faðir Ólafs Lárussonar lög- fræðiprófessors og var talinn mjög efnaður maður á sinni tíð. Lengst af átti Jens Lange og Þuríður Lange þetta hús og siðan Thyra Loftsson og Pálmi Lofts- son. Þú kaupir ekki Volvo vegna útlitsins Volvo selst f.yrst og fremst vegna traustra eiginleika, jafnt í byggingu sem í akstri. Enda tala sölutölur í Volvo veröflokki sínu máli: BÍLAR í VOLVO VERÐFLOKKI 1972 SELDIR : 1. VOLVO 140 381 2. TOYOTA CORONA 161 3. FORD MERCURY 124 4. SAAB 99 79 5. OPEL REKORD 68 6. CITROEN DS 66 7. CITROEN GS 57 8. PEUGEOT 504 505 52 9. TOYOTA CROWN 47 10. CHEVROLET NOVA 35 Volvo öryggi er meðal annars: Innbyggður öryggisbiti í öll- um hurðum til varnar í hliðarárekstrum. Öryggispúði í miðju stýrinu. I árekstri gefur stýrisbúnaðurinn eftir á tveim stöðum, auk þess sem púðinn ver ökumanninn fyrir meiðslum. Stillanleg stólbök búin sérstökum öryggislokum, sem gefa eftir við mikinn þrýsting, t.d. ef ekið er aftan á bifreiðina. y Hemlakerfi, löngu heims- þekkt sem eitt hið örugg- asta, sem til er. Þrihyrningsvirkni tvöfalda kerfisins i Volvo heldur 80% hemlunargetu, þó að annað kerfið bili skyndilega. Farþegarými, sem er hannað innan í níðsterka öryggisgrind, til verndar ökumanni og farþegum. SUÐURLANDSBRAUT 16. SÍMI 35200 Við tökum notaða bíla upp i greiðslu á nýjum. Athugið lánakerfi Veltis h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.