Þjóðviljinn - 05.12.1973, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. desember 1973.
Miövikudagur 5. dcsembcr 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Viö
afgreiðslu
fjárhags-
áætlunar
Sigurjón Pétursson
Adda Bára
Steinunn Finnbogadóttir
Björgvin Guðmundsson
Kristján Benediktsson
Alfroð Þorsteinsson
Guömundur G. Þórarinsson
Þetta eru tillögur borgarfulltrúa vinstriflokkanna
A mogun, fimmtudag, fer fram
fyrri umræða um fjárhagsáætlun
Kcykjavikurborgar fyrir árið
1974. Við umræðuna munu borg-
arfulltrúar vinstri flokkanna
leggja fram allmargar ályktun-
artillögur og eru þær birtar I heild
hcr á siðunni.
Borgarfulltrúar vinslriflokk-
anna hafa á yfirstandandi kjör-
tiinabili borgarstjórnar haft mjög
gott samstarf um hin ýmsu mál-
efni borgarinnar, m.a. hafa þeir
jafnan liafl samstöðu um af-
greiðslu fjárhagsáætlunar. Svo er
einnig nú.
Borgarfulltrúar vinstri flokk-
anna eru:
Sigurjón Pétursson og Adda
Bára Sigfúsdótlir fyrir Alþýðu-
bandalagiö.
Bjiirgvin Guðmundsson fvrir
Alþýðuflokkinn.
Kristján Benediktsson, Guð-
inundiir G. Þorarinsson og Alfreð
Þorsteinsson fyrir Framsóknar-
flokkinn.
Sleinunn Finnbogadóttir fyrir
Samtök frjálslyndra.
Náttúruvernd
og umhverfismál
Á sviði náttúru- og umhverfis-
verndar er mikið verkefni óleyst
hjá Reykjavikurborg, enda hefur
þeim málum verið litill gaumur
gefinn fyrr en allra siðustu árin.
Telur borgarstjórnin að auka
þurfi tengsl fólks við náttúru
landsins og verði það m.a. gert
með þvi að hafa opin svæði á milli
byggðra svæða, þar sem jöfnum
höndum sé um að ræða ræktað
land og ósnortið náttúrulegt um-
hverfi.
Borgarstjórn ályktar:
1. Til viðbótar þeim friðunarað-
gerðum, sem þegar hafa verið
gerðar i borgarlandinu, komi
eftirfarandi:
a.
Ströndin frá Geldinganeseiði
að Korpuósum fái að haldast i
núverandi mynd sinni, enda
tæpast annað óspillt náttúru-
legt strandsvæði með fjöru eft-
ir i borgarlandinu.
b.
Efsti hluti Laugarássins verði
varðveittur, en þar eru m.a.
jökulrispaðar klappir, sem á-
stæða er til að forða frá eyði-
leggingu.
c.
Stefna ber að þvi, að Viðey
verði friðuð, vegna legu
hennar og sögu, á Reykjavik-
urborg að láta sig varða fram-
tið hennar.
d.
Grafarvogurinn verði ekki
fylltur, en fái að halda sinni
núverandi mynd.
2. Þar sem langur vetur og stutt-
ur árlegur skólatimi veldur
þvi, að erfitt er að fara með
skólabörn og skólaunglinga út i
náttúruna, ber að stefna að
þvi, að borgin komi upp nýjum
grasgarði (bótaniskum garði)
með ýmis konar landslags- og
gróðurlendisgerðum, svo og
vistfræðilegu náttúrugripa-
safni.
3. Meta þarf, hvaða kröfur ber að
gera varðandi hreinleika
sjávar meðfram ströndinni og
vinna siðan á skipulegan hátt
að þvi verkefni að koma frá-
rennslismálum borgarinnar i
viðunandi horf. Þá þarf að sjá
um, að tryggilega sé gengið frá
oliugeymum, sem staðsettir
eru i borginni, en olia er stór-
hættulegur mengunárvaldur,
svo sem kunnugt er.
Skipulagsmál
Vegna þess hve slælega hefur
verið staðið að skipulagsmálum
borgarinnar á undanförnum ár-
um og hversu mörg brýn mál
krefjast úrlausnar á þeim vett-
vangi, ályktar borgarstjórnin við
gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið
1974 eftirfarandi:
1. Algjör nauðsyn er að heildar-
endurskoðun Aðalskipulags
Reykjavikur frá 1962 fari fram
á næsta ári.
2. Við gerð skipulags skal jafnan
leita fleiri lausna en einnar og
siðan valið úr — eínnig skal
leita umsagnar annarra sér-
fræðinga en arkitekta og verk-
fræðingaj svo sem félagsfræð-
inga, sálfræðinga, hagfr. o.frv.
3. Áður en gengið er frá skipulagi,
skal hinum almenna borgara
gefinn kostur á að kynnast
þeim hugmyndum sem uppi
eru — þannig að þéir geti i tima
látið sitt álit i ljósi. Þá skal
kjörnum fulltrúum borgarinn-
ar svo og þeim embættismönn-
um, er um málið fjalla, kynnt
það á hinum ýmsu vinnslustig-
um þess.
4. Unnar verði heildartillögur að
framtiðargerð gamla miðbæj-
arins og endurskoðaðar verði
fyrri hugmyndir um uppbygg-
ingu eldri borgarhverfa. Verði
þar lagt til grundvallar m.a.:
Endurskoðun nýtingartekna
hinna ýmsu reita.
Betri nýting byggðar og al-
mennra stofnana s.s. skóla.
Fjölgun ibúða, endurskoðun
umlerðarkerfis og bilastæða-
þa rfa.
5. Brýnt er að tekin verði hið
fyrsta ákvörðun um friðun eldri
húsa, mannvirkja og borgar-
hluta, sérstaklega skal athugað
um endurbyggingu Grjóta-
þorps i sinni fyrri mynd. .
Hliðsjón skal höfð af þeim
rannsóknum og tillögum, sem
fyrir liggja. Eðlilegt verður að
teljast aö friðaðar byggingar
verði áfram i notkun og stuðli
þannig að umhverfismyndun i
borginni sjálfri, en séu aöeins i
sérstökum tilfellum fluttar i
Árbæjarsafn.
6. Athugaður verði möguleiki á
þvi að gera svæðið milli
Lækjargötu, Garðastrætis,
Vonarstrætis og Tryggvagötu
að samfelldu göngusvæði, sem
yrði þá gert i áföngum. Stefnt
verði að þvi að Laugavegur frá
Hlemmi að Lækjartorgi verði
lokaður einkabifreiöum. Jafn-
framt verði unnið að skipulegri
lausn á aukningu bilastæða ná-
lægt miðborginni.
7. Hraðbrautarkerfið um miðbæj-
arkjarnann verði endurskoðað.
Má i þvi sambandi nefna Suð-
urgötu um Grjótaþorp, breikk-
un Lækjargötu fram með tjörn
og Hljómskálagarði, breikkun
ytra og innra umferðarkerfis.
Bent er á nauðsyn umferðar-
talningar og umferðaspár við
endurskoðun hraðbrautarkerf-
isins og röðum framkvæmda.
8. t skipulagi i framtiðinni verði
ekki aðeins gert ráð fyrir þjón-
ustu mistöðvum i nýjum ibúð-
arhverfum, heldur einnig gert
ráð fyrir miðbæjarkjörnum,
sem verði staðsettir i samræmi
við þróunarstefnu borgarinnar.
Hinn fyrirhugaði miðbæjar-
kjarni við Kringlumýrarbraut
verði verslunar-, menningar-
og þjónustumiðstöð svo sem
ætlað var — en við bætist ibúð-
arbyggð, en hún er eðlileg for-
senda slikra miðbæjarkjarna.
9. Við skipulag nýrra ibúöar-
hverfa verði gert ráð fyrir létt-
um, hreinlegum iðnaði i hverf-
unum.
10. Gerð verði 10 ára áætlun um
framtiðarbyggingarsvæði bæði
til ibúðabygginga og iðnaðar.
Jafnframt veröi leitað til ná-
grannasveitafélaganna um
nánari samvinnu við skipu-
lagningu höfuðborgarsvæðisins
og ainnig leitað samvinnu um
landnýtingu og framkvæmdir
við ný byggingarsvæði.
Útivist
Borgarstjórn samþykkir að
láta fara fram sérstaka skipu-
lagningu á opnum svæðum í borg-
inni i þeim tilgagngi, að þau laði
að sér fólk á öllum aldri til úti-
vistar i rikari mæli en nú er. t
þessu skyni ber að leggja áheralu
á möguleikætil athafna og leikja.
Nýta þarf alla kosti, sem landslag
býður upp á. T.d. ber að gera hið
dýrmæta land i öskjuhliðinni að
betri útivistarstað fyrir borgar-
búa hið fyrsta með þvi að útbúa
þar leikvelli og koma upp hrein-
lætisaðstöðu.
Borgarstjórn felur leikvalla-
nefnd og fegrunarnefnd að hafa
umsjón með þessu skipulags-
starfi og beinir þvi jafnframt til
nefndanna, að þær gefi uppeldis-
fræðingum, skipulagsmönnum,
listamönnum og öðrum, sem á-
huga hafa, kost á þvi að vinna að
hönnun og útfærslu nýrra hug-
mynda um útivistarsvæði.
Við endurskipulagningu leik-
valla i borginni skal stefna að þvi,
að þróa hinn opna hluta þeirra i
átt að starfsvöllum. Miða skal
viö, að slik starfsvallaraðstaða
hafi skapast að minnsta kosti á
einum stað i hverju skólahverfi á
næstu fjórum árum.
Skólamál
Sú staðreynd blasir við i skóla-
málum Reykjavikur, að almennt
er tvisett og i sumum tilfellum
þrisett i skyldunámsskólunum á
sama tima og einsett er i skóla i
nágrannalöndum okkar.
Einsetning er höfuðforsenda
nauðsynlegra beytinga til úrbóta
á skólastarfinu, svo sem sam-
fellds starfstima og eðlilegs dag-
legs byrjunartima nemenda,
breyttra kennsluhátta og ráð-
gjafarstarfs vegna persónulegra
vandamála nemenda. Einnig gef-
ur hún aukna möguleika til mál-
tiða i skólum, frjáls félagsstarfs
og tómstundaiðju barna og ung-
linga.
Til þess að ná þvi marki, að
veita nemendum og kennurum
viðhlitandi starfsaðstöðu i skól-
unum, þarf að gera stórfellt átak i
nýbyggingu skóla samfara
endurbótum á eldra skólahúsnæði
með skynsamlega hagnýtingu
þess i huga.
Fyrir þvi samþykkir borgar-
stjórn að fela fræðsluræði að gera
stigskipta framkvæmdaáætlun,
sem miðar að einsettum skólum.
1 þesu sambandi leggur borgar-
stjórn áherslu á, að jafnan sé i
tæka tið hafist handa um skóla-
byggingar i nýjum ibúðahverfum
og þess gætt við hönnun skóla-
bygginga, að þar sé rými fyrir
alla þætti nútima skólastarfs.
Bæjarútgerð Reykja-
vikur
Borgarstjórn Reykjavikur telur
að stórefla þurfi Bæjarútgerð
Reykjavikur. Borgarstjórn sam-
þykkir þvi eftirfarandi:
1. Haldið verði áfram endurnýj-
un togaraflota BÚR og stefnt
að þvi að endurnýja alla tog-
ara útgerðarinnar. Gömlu tog-
ararnir verði seldir, er nýir
berast. Hafinn verði nú þegar
undirbúningur að kaupum á 4.
skuttogaranum fyrir BÚR, og
samin áætlun um frekari tog-
arakaup á næstu árum.
2. Athugað verði, hvort ekki er
hægkvæmt fyrir BÚR að eign-
ast fiskibáta af heppilegri
stærð.
3. Hafin verði nú þegar hönnun á
nýju frystihúsi fyrir BÚR og
fjármagns- og fjáröflunaráætl-
un gerð. Hið nýja frystihús
skal búið fullkomnustu vélum
og tækjum og við það miðað,
að það geti fullbúið unnið úr
um 200 tonnum af ferskum
fiski á dag. Borgarráð úthluti
BÚR þegar heppilegri lóð und-
ir hið nýja frystihús.
4. Keypt verði ný og fullkomin is-
framleiðslutæki fvrir BÚR
Heilsugæslustöðvar
Vegna erfiðleika á að halda
uppi fullnægjandi heimilislækna-
þjónustu i borginni telur borgar-
stjórn óhjákvæmilegt að bæta
starfsaðstöðu heimilislækna með
þvi að gefa þeim kost á að starfa
með aðstoðarfólki á heilsugæslu-
stöðvum.
Þar sem gagnger breyting á
skipulagi læknisþjónustu utan
sjúkrahúsa mun taka alllangan
tima, skal fyrst um sinn miða við,
að hver stöð þjóni ákveðnum
fjölda samlagsmanna fremur en
fastákveðnu svæði, og að sam-
lagsmenn geti áfram verið skráð-
ir hjá ákveðnum lækni, þótt hann
taki við störfum á heilsugæslu-
stöð.
Borgarstjórn felur heilbrigðis-
málaráði að kanna, hvaða hús-
næði komi helst til greina fyrir
heilsugæslustöðvar. Við val á
húsnæði skal eftir þvi sem unnt er
taka tillit til frambúðarskiptingu
borgarinnar i heilsugæsluhverfi.
Vinna ber að þvi, að koma hið
fyrsta upp deild fyrir þjónustu
heimilislækna i tengslum við
heilsuverndarstöðina og miða þá
við, að hún verði aðalheislugæslu-
stöð borgarinnar. Kanna ber,
hvort tiltækt væri að fá leigt hús-
næði i Domus Medica i þessu
skyni.
Borgarstjórn felur stjórn
Sjúkrasamlags Reykjavikur að
gangast fyrir þvi, að teknar verði
upp viðræður við lækna um störf á
heilsugæslustöðvum i samræmi
við 24. gr. laga um heilbrigðis-
þjónustu.
Húsnæðismál
Borgarstjórn Reykjavikur
samþykkir að fela borgarráði að
gera þriggja til fimm ára áætlun
um ibúðabyggingar. Aætlunin
miðist við, að byggðar séu árlega
100—150 ibúðir á vegum borgar-
innar. Miðað verði við, að bygg-
ingarframkvæmdir geti hafist á
árinu 1975.
A. Bygging leiguibúða
1. Byggðar verði litlar tveggja og
þriggja herbergja ibúðir, sem
eingöngu verði leigðar ungu
fólki, sem er að stofna heimili.
Leigutimi verði takmarkaður.
2. Byggðar verði tveggja, þriggja
og fjögurra herbergja ibúðir,
sem leigðar verði efnalitlu
fólki, sem er i húsnæðisvand-
ræðum.
3. Leitað verði samvinnu við
verkalýðshreyfinguna um
byggingu leiguibúða, sérstak-
lega ætluðum efnalitlum með-
limum verkalýðsfélaga.
4. Áætlaðir verði gerðar um bygg-
ingu ibúða fyrir aldraða, auk
þess sem hraðað verði bygg-
ingu þeirra ibúða, sem þegar
hafa verið ákveðnar við Furu-
gerði.
íbúðir samkvæmt töluliðum 1,2
og 4 verði eign Byggingarsjóðs
Reykjavikurborgar, en ibúðir
samkvæmt tölulið 3 eftir sam-
komulagi aðila.
B. Aðrar ibúðir.
1. Byggðar verði ibúðir sérstak-
lega ætlaðar öldruðum og ör-
yrkjum, einhleypingum og
hjónum. tbúðir þessar verði
sérstaklega ætlaðar þvi fólki,
sem nú býr i eigin húsnæði,
sem hentar þvi ekki lengur.
Reykjavikurborg hafi for-
kaupsrétt að ibúðunum við
endursölu.
2. Byggingarsjóður borgarinnar
veitiárlega eigi færri en 100 lán
út á ibúðarhúsnæði með sömu
kjörum og tiðkast hefur að
undanförnu. Lán þessi verði aö
upphæð kr. 200 þúsund og ein-
göngu veitt út á ibúðir, sem
falla undir lánareglur Bygg-
ingarsjóðs rikisins.
Þá leggur borgarstjórn áherslu
á að efla byggingu verkamanna-
bústaða, m.a. með þvi að hafa
jafnan fyrirliggjandi með nægum
fyrirvara hentugar lóðir.
Með hliðsjón af ofangreindri
byggingaáætlun samþykkir borg-
arstjórn að skora á Alþingi að
breyta ákvæöum laga um tekju-
stofna sveitarfélaga þannig, að
heimild til þess að innheimta að-
stöðugjöld verði miðuð við 65% af
þeirri upphæð, er áður var i lög-
um.
iþróttamál
A undanförnum árum hefur
iðkendum iþrótta farið fjölgandi,
bæði hvað varðar keppnisiþróttir
og almenningsiþróttir.
Borgarstjórn telur þaö megin-
hlutverk sitt við uppbyggingu
iþróttastarfsins að skapa aðstöðu
til iþróttaiðkana i einstökum
hverfum borgarinnar i samvinnu
við starfandi iþróttafélög, svo og
að byggja upp aðstöðu fyrir
keppnisiþróttir og almennings-
iþróttir. t þessu sambandi leggur
borgarstjórn sérstaka áherslu á,
að ekki dragist að skapa iþrótta-
aðstöðu i nýjum hverfum, jafn-
framt þvi sem iþróttafélög i eldri
borgarhlutum verði aöstoðuð við
að ljúka þeim mannvirkjum, sem
þau hafa unnið að.
Borgarstjórn telur miður, hvað
dregist hefur að byggja varan-
lega aðstöðu fyrir skautatólk, og
leggur á það áherslu að hafist
verði handa um byggingu skauta-
hallar á næsta ári. Þá telur borg-
arst jórn nauðsynlegt, að nú þegar
verði gerð áætlun um uppbygg-
ingu Bláfjallasvæðisins i samráði
við nágrannasveitarfélögin i þvi
skyni, að þar risi miðstöð vetrar-
iþrótta fyrir Reykjavik og ná-
grenni, jafnt fyrir almenning sem
keppnisfólk.
Fisksölumiðstöð.
Borgarstjórn Reykjavikur telur
nauðsynlegt, að fiskdreifingin i
borginni verði endurskipulögð.
Telur borgarstjórnin heppilegast
að komið verði á fót fisksölumið-
stöð, sem annist öflun lisks fyrir
smásöluverslanir, er selja beint
tilneytenda. Með þvi móti mundu
l'lutningar á neyslufiski til
Reykjavikur frá öðrum útgerðar-
bæjum verða á einni hendi.
Borgarstjórn felur Bæjarútgerð
Reykjavikur að undirbúa stofnun
slikrar fisksölumiðstöðvar.
Æskulýðsmál.
Æskulýðsstarf er þýðingarmik-
ill þáttur i borgarlifinu. Nauð-
synlegt er, að þessa verði jafnan
gætt, að æskulýðsstarfsemi sé i
öllum hverfum borgarinnar,
annað hvort á vegum Reykjavik-
urborgar sjálfrar eða félagasam-
taka.
Borgarstjórn Reykjavikur lýsir
yfir stuðningi sinum við alla þá
aðila, sem unnið hafa jákvætt
æskulýðsstarf i borginni, og vill i
þvi sambandi nefna iþrólta-
félögin, skátahreyfinguna, tafl-
félög, bindindisfélög, KFUM og
fleiri, sem unnið hafa ómetanlegt
starf á sviði æskulýðsmála.
Jafnframt leggur borgarstjórn
áherslu á, að byggja upp æsku-
lýðsstarfsemi, sem miðar að þvi,
að allir unglingar eigi þess kost
að stunda heilbrigða tómslunda-
iðju við sitt hæfi og telur nauðsyn-
legt, að þess sé jafnan gætt við
skipulagningu nýrra hverfa, að
gert sé ráð fyrir aðstööu til æsku-
lýðsstarfsemi og ekki þurfi að
koma til þess að gripa þurfti til
kostnaðarsamra bráðabirgðaráð-
stafana. Einnig verði kannaðir
möguleikar á húsakaupum i eldri
ibúðahverfum fyrir æskulýðs-
starfsemi.
Þá leggur borgarstjórn áherslu
á, að reykviskum unglingum
verði gefinn kostur á að kynna sér
helstu atvinnuvegi þjóðarinnar til
sjávar og sveitar með kynnis-
ferðum og þálttöku i atvinnulif-
inu.
Dagvistunarstofnanir
Stefna ber að þvi, að svo mynd-
arlega verði tekið á byggingum
dagvistunarstofnana svo og lyrir-
greiðslu við fóstrun á einkaheim-
iíum að unnt verði innan fárra
ára að fullnægja þörlinni fyrir
dagvistun barna. Fyrst i stað skal
þó lögð höfuðáhersla á að leysa
vanda þeirra,er við erfiðust kjör
búa.
Athuga ber, hvort ekki sé hag-
kvæmt að leysa dagvistunarþörf
vöggubarna sem mest i heima-
húsum, svo unnt sé að verja þvi
meiri fjármunum i byggingu dag-
vistunarstofnana fyrir eldri börn.
Borgarstjórn samþykkir að
stefna að þvi, að á ári hverju
verði stofnað i Reykjavik dag-
heimili fyrir 200-250 börn innan
skólaaldurs og á skólaaldri og
leikskólar fyrir 300-350 börn.
Tekin skal upp tvenns konar
greiðsla fyrir dagvistun á stofn-
unum Reykjavikurborgar og i
heimahúsum, þannig að niður-
greiðsla borgarinnar miðist við
hina efnaminni.
Stuðlað verði að aukinni fóstrun
i heimahúsum, ekki aðeins
vöggubarna, heldur einnig eldri
barna. Einnig skal borgin vinna
að þvi, að einkaaðilar setji á stofn
dagvistunarstofnanir, t.d. at-
vinnurckendur i grennd vinnu-
staða.
Borgin beiti sér fyrir þvi, að
gerðar verði ráðstafanir til þess
að fá fleira sérmenntað fólk við
dagvistunarstofnanir en nú er völ
á.
Borgarstjórn skorar á rikis-
stjórnina að tryggja fjárframlag
til dagvistunarstofnana i
samræmi viö hin nýju lög um
þátttöku rikisins i rekstri og
byggingu slikra stofnana.
Ávarp Rafaels Carrera á 1. des. fundi stúdenta á Háskólabíói
Við munum sigra!
Eftirfarandi er ávarp
chilenska stúdentaleið-
togans og útlagans
Rafaels Careros,, sem
hann f lutti í Háskólabíói
1. desember.
Kæru islensku vinir.
I nafni lýðræðissinna Chile
og sérstaklega i nafni chil-
enskra stúdenta, færi ég ykkur
vináttukveðjur og flyt ykkur
eftirfarandi ávarp.
I dag er Chile baðað blóði
verkamanna, bænda og stúd-
enta, karla, kvenna og sak-
lausra barna, sem myrt hafa
verið af fasistastjórninni. Tal-
ið er að u.þ.b. 30.000 manns
hafi verið myrt siðan 11.
september. Settir hafa verið
upp tugir fangabúða, þar sem
alþýðufólk er pint og drepið
dag hvern, l'angabúðir i stil við
þær sem tiðkuðust á verstu
timabilum Hitlers og Musso-
lini. Fáfræði og skepnuskapur
fasistanna lýsa sér best i árás
þeirra á menninguna. Heil
bókasöfn eru brennd á báli.
hvort sem um er að ræða há-
skólabókasöfn eða söfn ein-
staklinga, eins og bókasafn
skáldsins Pablo Neruda.
Fasistastjórnin á sök á þvi, að
tala atvinnuleysingja hefur
þrefaldast. 70% háskólastúd-
enta hafa verið reknir úr skóla
og þeim háskólum sem enn
eru starfræktir er stjórnað af
hermönnum. sem aldrei höfðu
i háskóla komið. Laun verka-
fólks hafa Verið fryst og verð á
nauðsynlegustu matvælum
hefur hækkað um allt að
1500%. Börnum Chileer refsað
fyrir að vera fátæk. með þvi
að taka af þeim þann hálfa
litra af mjólk sem þau fengu
daglega á timum alþýðu-
stjórnarinnar.
Abyrgð á þessum harmleik,
sem þjóð okkar upplifir nú,
ber herforingjaklika sem er
dvggur fulltrúi bandarisku
heimsvaldastefnunnar og inn-
lends auðvalds i Chile. Þessi
minnihluti, grár fyrir járnum,
reynir með glæpaverkum og
kúgunum að brjóta á bak aftur
þjóð, sem var öllum heiminum
fyrirmynd að pólitiskri vitund
og þroska. Chilenska þjóðin
sagði heiminum að unnt væri
að koma á sósialisma án þess
að til borgarastyrjaldar þyrfti
Rafael Carrera stúdenta-
leiötogi frá Chile ávarpaði
samkomuna.
að koma. Alþýðustjórnin er
tilraun, sem taka þarf til já-
kvæðrar athugunar, til þess að
fasistum gefist ekki tækifæri
til aö ná völdum þegar svipað-
ar tilraunir verða gerðar i öðr-
um löndum.
Alþýðustjórnin lifir i huga
sérhvers chilensks verka-
manns, vegna þess að það var
alþýðan sem stjórnaði Chile i
samræmi við hagsmuni sina.
Á þessu timabili þjóðnýttum
við koparinn, framkvæmdum
umbætur i landbúnaði og þjóð-
nýttum innlenda auðhringa.
Byggðar voru þrisvar sinnum
fleiri ibúðir á ári en i tið fyrri
stjórna. 97% barná á aldrinum
6—14 ára höfðu aðgang að
skólum, og hvert einasta bárn
átti rétt á hálfum litra af
mjólk á dag. Þetta timabil,
þegar alþýðan var við völd i
Chile, verður aldrei þurrkaö
út úr hugum fólksins. Þeir
geta myrt Salvador AUende,
en verk hans lifa. Þeir geta
skotið til bana 30.000 föður-
landsvini, en meira en 300.000
nýir menn munu risa til bar-
áttu. Þeir geta svelt alþýðuna,
en hatriö á fasistunum mun
aukast að sama skapi. Þeir
geta kúgað okkur núna, en
með þvi grafa þeir þá gröf,
sem þeir verða sjálfir jarðaðir
i fyrir fullt og allt.
Chilebúar þekkja þessa fas-
ista. Áður blekktu þeir heiðar-
legt fólk meö tali um lýðræði,
lög og frelsi. En nú trúir þeim
enginn lengur. Þeir standa
einir i Chile, þeim fylgir að-
eins hatrið og vopnin sem þeir
nota til að kúga fólkið.
Félagar. Þjáningar þjóðar
okkar og pólitiskur þroski
hennar skapa hlutlæg skilyrði
fyrir sameiningu yfirgnæfandi
meirihluta þjóðarinnar gegn
fasistunum. Fólk sem áður lét
blekkjast af áróðri heims-
valdasinna og var á móti al-
þýðustjórninni, sér nú
harmleik Chile og tekur þátt i
andspyrnuhreylingunni. Al-
þýða Chile sefur ekki, hún er
aðskipuleggja baráttuna, sem
mun enda með falli fasismans.
En til þess að steypa fasista-
klikunni af stóli þörfnumst við
alþjóðlegrar samstöðu. Við
þörlnumst þess að skorað sé á
rikisstjórnir að þær hætti að
láta herforingjunum i té hvers
kyns aðstoð. Við þörfnumst
þess, að samtök stúdenta og
verkamanna leggi hart að
rikisstjórnum sinum, Samein-
uðu þjóðunum, kaþólsku
kirkjunni og Rauða krossin-
um, til þess að þessir aðilar
láti til sin taka i Chile og krefj-
ist þess, að mannréttindi séu
þar i heiðri höfð. Við viljum að
um gjörvallan heim hljómi
raddir allra lýðræðissinna,
allra heiðarlegra, réttsýnna
manna, sem segja: Nú er nóg
komið af glæpum i Chile! Nóg
al fangabúðum'. Nóg af morð-
um! Þetta er sú aðstoð sem
við biðjum ykkur um.
Við verðum að einangra fas-
istastjórnina bæði innanlands
og á alþjóðavetlvangi. Það er
skylda allra þeirra, sem kalla
sig lýðræðissinna og unnendur
réttlætis.
Minnumst þess alltaf, að
sameinuð alþýða i Chile og al-
þjóðleg samstaða ykkar,
verða aldrei sigraðar.
Áfram, félagar! Megi stuðn-
ingur ykkar við baráttu okkar
berast núna, við megum eng-
an tima missa.
Fram til fullnaöarsigurs!
Við munum sigra!