Þjóðviljinn - 06.12.1973, Blaðsíða 5
Finimtudagur (>. dosember 1!)73. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
innlend
Kristján Oddson bankastjóri VÍ
Framhaldsaöalfundur
Verslunarbankans var haldinn
s.l. laugardag. Fyrir fundinum
lá að kjósa bankaráð og endur-
skoðendur, en á aðalfundi i april
var ákveðið að fjölga i banka-
ráði úr þremur i fimm. Formað-
ur skal kosinn sérstaklega.
i bankaráð voru kjörnir : Þor-
valdur Guðmundsson, forstjóri,
formaður bankaráðs til eins árs.
Aðalmenn voru kjörnir til eins
árs Vilhjálmur H. Vilhjálmsson,
stórkaupmaður, og Sveinn
Björnsson, stórkaupmaður.
Aðalmenn til tveggja ára voru
kjörnir Leifur tsleifsson, kaup-
maður, og Guðmundur H.
Garðarsson, viðskiptafr.
Hlutafé bankans hefur verið
aukið úr 30 millj. i 100 millj. kr.
Þá skýrði formaður banka-
ráðs frá þvi, að á 500, fundi
bankaráðs hinn 22. nóvember
s.l. hefði Kristján .Oddsson,
aðstoðarbankastjóri, verið ráð-
inn bankastjóri Verslunarbank-
ans frá 1. desember 1973.
Þorvaldur
Guðmundsson
18. bók Guðrúnar frá Lundi
Komið er út hjá Leiftri 4. bindi
skáldsögunnar Utan frá sjóeftir
Guðrúnu frá Lundi. Þetta er 18.
bókin sem Leiftur gefur út eftir
þessa vinsælu skáldkonu.
F'yrsta bók hennar, Þar sem
brimaldan brotnar.kom út árið
1955. Siðan hefur Guðrún skrifað
eina bók á ári hverju, og alltaf á
Guðrún stóran og þakklátan les-
endahóp.
Guðrún 2C>
Messías í síðasta sinn
Messias eftir Hándel var
fluttur á tónleikum Sinfóniu-
hljómsveitar tslands 29. nóvem-
ber og endurtekinn sunnudaginn
2. desember fyrir troðfullu húsi
áheyrenda. Stjórnandi var Ro-
bert A. Ottósson og flytjendur
með Sinfóniuhljómsveitinni
Söngsveitin Filharmónia og ein-
söngvararnir Hanna Bjarna-
dóttir, Ruth Magnússon, Krist-
inn llallsson og Siguröur
Björnsson.
Vegna mikillar eftirspurnar
verður Messias fluttur i þriöja
og siðasta sinn laugardaginn 8.
desember kl. 14 i Háskólabiói.
• •
Oldungur gaf
lækningatæki
Þann 15. ágúst s.l. afhenti Sig-
urbjörn Tryggvason frá Grófar-
gili Sjúkrahúsi Skagfirðinga
gjöf til minningar um konu sina,
Jónönnu Jónsdóttur. Gjöfin er
svæfingar- og deifingartæki og
er það valið i samráði við yfir-
lækni sjúkrahússins, rtlaf
Sveinsson. A myndinni er Sigur-
björn fyrir miðju, en einnig eru
á myndinni dætur hans Asta og
Hulda og Jóhann Salberg for-
maður sjúkrahússtjórnar og
Friðrik J. Friðriksson héraðs-
læknir.
Þriðjungur umferðarslysa vegna umferðarbrota
Athugun á orsökum umferðar-
slysa i Reykjavik hefur leitt i ljós,
að mjög mörg þeirra má rekja til
þess, að ökumaður hefur ekki virt
reglur um umferðarrétt á gatna-
mótum.
Samkvæmt umferðarlögum
gildir sú aðalregla, þegar tveir
ökumenn stefna svo, að leiðir
þeirra skerast, að sá á aö vikja,
sem hefur hinn á hægri hönd.
All margar götur i Reykjavik
njóta svokallaðs aðalbrautar-
réttar. Umferð um þærhefurfor-
gang gagnvart umferð frá hliðar-
bötum, er að þeim liggja. Þar
sem umferð kemur inn á aðal-
braut af hliðarvegi eru sett upp
sérstök merki. Ef þar. er
hiöskyldumerki skal sá sem
kemur af hliðarveginum
skilyrðislaust vikja fyrir umferð
þess vegar, sem hann ekur inn á
eða yfir. Sé þar hinsvegar
stöðvunarmerki bcr ökumanni
skilyrðislaust að nema alveg
staðar.
1 ársy firliti umferðardeildar
lögreglunnar i Reykjavik fyrir
áriö 1972 er talið að yfir þriðjung
umferðarslysa það ár megi rekja
til þess, að ökumaður hafi brotið
reglur um umferðarrétt. Helur
þvi verið reynt sérstaklega að
sporna við þessum umferðar-
brotum. Árangur hefur nokkur
orðið, en samt sýna yfiriits-
skýrslur siðustu mánaða að enn
er slysatala á gatnamótum mjög
há. Verður þvi að gera enn meira
átak til að hamla gegn slysunum.
Lögreglumönnum, bæði
einkennisklæddum og óein-
kenódum, mun á næstu mánuðum
verða falið að fylgjast sérstak-
lega með þvi, hvort ökumenn
virða umferðarreglur á gatna-
mótum, einkum þar sem flest slys
hafa orðið. Væntir lögreglan þess
að þurfa sem minnst afskipti að
hafa af vegfarendum. Kæru
verður ekki beitt nema um aug-
ljóst og alvarlegt brot sé að ræða.
Fertugt pöntunarfélag
Hinn 6. desember eru 40 ár
liðin frá stofnun Pöntunarfélags
Eskfirðinga. 1 tilefni þess hefur
Einar Bragi Sigurðsson skáld og
rithöfundur tekið saman sögu
félagsins og er hún kominn út i
hinum snotrasta frágangi. Þar
er rakin saga félagsins frá upp-
hafi til fertugs. Margar myndir
prýða ritið.
Mynd þessi er af fyrstu ritnefnd skólablaðs MK. I aftari röð f.v.:
Guðmundur Björnsson, Yngvi rtlafsson og Þorleifur Eirlksson. 1 fremri
röð: Sigurður Arniannsson og Sigrún Oddsdóttir.
Fyrsta skóla-
blað MK
Fyrsta skólablaöiö, sem
nemendur Mennlaskólans i Kópa-
vogi gela út, helur nú litið dagsins
Ijós. Blaðið er 4 siður að stærð,
offsetl jölritað.
1 þessu blaði eru 2 athyglis-
verðar greinar eftir Yngva
Olafsson, önnur með lyrir-
sögninni „Mál málanna” og
íjallar um átökin fyrir botni
Miðjarðarhals, fyrr og siðar.
Siðari grein Yngva fjallar um
dialektiska efnishyggju. Þá er i
blaðinu kynning á nokkrum
deildum Háskóla lslands,
skoðanakönnun meðal nemenda
um mætingareglur, Ijóð eltir
nemendur o.fl.
Allt þetta elni er samanþjappað
á tveim siðum þvi að einhverra
hluta vegna eru forsiða og bak-
siða þaktar myndum af limm ril-
nelndarmönnum.
I Mcnntaskóla Kópavogs eru nú
tveir árgangar, 1. og 2. bekkur.
Félagslif nemenda er óðum að
komast af stað, skólaiélag hefur
verið stofnað og einnig einstakar
tómstundadeildir, s.s. ljós-
myndaklúbbur.
Þannig er lifið smám saman að
mótast i þessum nýja mennta-
skóla. Kennarar og nemendur
virðast áhugasamir um félags-
málin og þetla nýútkomna skóla-
blað er eilt afmörgum ágætum
afkvæmum þess brautryðjenda-
slarls, sem l'ram fer innan
skólans nú i vetur.
gsp
F ramkvæmdahugur
í Grundarfirði
Frá fréttaritara Þjóð-
viljans, Sigurði I.árussyni.
Atvinna helur verið góð hér i
allt sumar og fram að þessu,
en hef'ur þó verið með minna
móti siðustu dagana, og er það
vegna ógæl'ta og litils afla.
Þrir bátar róa héðan með
þorskanet, einn er á skelfisk-
veiðum, en aðrir eru i slipp
eða hættir veiðum i bili.
Miklar byggingafram-
kvæmdir hala verið hér i
sumar. Byggingafélagið Sæ-
ból, sem stofnað var á siðast-
liðnu vori, hóf þá strax
byggingu á 6 raðhúsum sem
öll eru nú komin undir þak. Þá
er kaupfélagið með tvö hús i
smiðum. Oll þessi hús eru
þegar seld. Þá var einnig
byrjað á (i öðrum húsum sem
einstaklingar eiga.
Miklar framkvæmdir
slanda yfir hjá fiskvinnslu-
stöðvunum tveimur. önnur
þeirra er nú að byggja ný hús
en hin er að láta ganga frá
húsum sem byggð voru á
siðastliðnu ári.
A vegum hreppsins hafa
verið allmiklar íramkvæmdir.
Verið er að stækka barna-
skólann, unnið er að gatna- og
holræsagerð ásamt ýmsu
fleiru.
Brýnustu verkefni
B j arnaf lokksins
Flokkur Bjarna Guðnasonar,
Frjálslyndi Hnkluuiim, hefur scnt
frá sér stefnuskrá sína. Þar
keniur fram að flokkurinn telur
eftirtalin verkefni vera þau
brýnustu i þjóðfélaginu nú.
1. Að hefta óðaverðbólguna.
2. Að gerbreyta skattalögunum,
tekjulágu fólki i hag og koma á
staðgreiðslukerfi skatta.
3. Að tryggja islenska efnahags-
lögsögu að 200 milum.
4. Að vinna aö borttför hersins.
5. Að láta þjóðaratkvæðagreiðslu
skera úr um aðild að Atlantshafs-
bandalaginu.
6. Að stuðla að dreifingu valds
með^auknu sjálfræði landshlut-
anná.
7. Að koma upp sameiginlegum
verðtryggðum lifeyrissjóði fyrir
alla landsmenn.
8. Að beita félagslegum úrræðum
i húsnæðismálum.
9. Að vinna að sparnaöi og hag-
kvæmni i rikisrekstri.