Þjóðviljinn - 06.12.1973, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Kimmtudagur 6. desember 197J.
Atvinna
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Tvær stöður DEILDAR-
HJÚKRUNARKVENNA við
LANDSPÍTALANN eru lausar til
umsóknar nú þegar. Stöðurnar eru
við deild 3-D og Barnaspitala
Hringsins.
Nánari upplýsingar veitir for-
stöðukonan, simi 24160.
Tvær stöður MEINATÆKNA við
rannsóknadeild BLÓÐBANKANS
eru lausar til umsóknar nú þegar.
Nánari upplýsingar veitir yfir-
læknir, simi 21511.
Umsóknum er greini aldur, mennt-
un og fyrri störf ber að skila til
skrifstofu rikisspitalanna fyrir 10.
desember n.k.
Reykjavik, 3. desember 1973
SKRIFSTOFA
Rí KISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765
Aðstoðarlæknir
Staða aðstoðarlæknis við Endurhæfingadeild Borgar-
spítalans er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. janúar 1974 eða eftir samkomulagi.
Laun skv. kjarasamningi I.æknafélags Keykjavikur.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
skulu sendar yfirlækni deildarinnar, Grensásvegi 62, fyrir
31. des. n.k.
Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn.
Reykjavik, 5. dcsembcr 1973
lleilbrigðismálaráð Ileykjavikurborgar.
Raunvísindastofnum
Háskólans
óskar að ráða stúlku til simavörslu, vélrit-
unar o.fl. Laun skv. launakerfi opinberra
starfsmanna. Umsóknir með upplýsing-
um um menntun og starfsreynslu sendist
Raunvisindastofnun Háskólans fyrir 14.
des. n.k.
Laust embætti,
er forseti íslands veitir.
Prófessorsembætti i heimilislækningum við læknadeild
Háskóla tslands er laust til umáóknar. Prófessornum er
ætlað að veita forstöðu kennslu I heimilislækningum og
rannsóknum i þeirri grein samkvæmt reglugerð lækna-
deildar.
Um sóknarfrestur er til 5. janúar 1974.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu iáta
fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau,
er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og náms-
feril sinn og störf.
Menntamálaráðuneytið,
3. desember 1973.
Happdrœtti Þjóðviljans
Gerið skil fljótt og vel
Hrafn Baldursson:
Utvarp, sem
ekki varpar út
Undirritaður sendi útvarpsráði
bréf með fyrirspurn varðandi
æskilegt hlutfall kostnaðar viö
dreifingu og dagskrá rikisút-
varpsins og fékk þau svör, að ráð-
ið fjallaöi einvörðungu um dag-
skrá og svaraði þvi ekki spurn-
ingum um aðra starfsemi Ut-
varpsins.
Þerra svar er tilefni þess bréfs
er hér fer á eftir:
Þaö er rétt að byrja þessi skrif
á að þakka ykkur fyrir einkar
málefnaleg svör við bréfi minu
dagsettu 16. október siða'stliðinn.
Þar sem skoðanir ykkar á eigin
verksviði virðast stangast á við
lög þau, er ykkur mun ætlað að
vinna eftir, virðist ekki Ur vegi að
benda ykkur á greinar þær, er hér
munu viö eiga og þá fyrst sjöttu
grein, en þar segir orðrétt. ,,Ráð-
iðseturreglur eins og þurfa þykir
til gæslu þess, aö fylgt sé ákvæð-
um 3. greinarV Það vill svo til, að
þriðja grein endar á eftirfarandi
málsgrein: „Rikisútvarpið skal i
öllu starfi sinu halda I heiöri lýö-
ræðislegar grundvallarreglur.
Það skal viröa tjáningarfrelsi og
gæta fyllstu óhlutdrægni gagn-
vart öllum flokkum og stefnum i
opinberum málum, stofnunum,
félögum og einstaklingum.” Þaö
er þvi erfitt fyrir ykkur að neita
ábyrgö á vinnubrögðum Utvarps-
ins hvar og hvernig sem þau birt-
ast-, hinu getið þið svo v'elt fyrir
ykkur hvaö séu lýöræöislegar
grundvallarreglur.
Það verður ekki séð, að 8. grein
útvarpslaganna leysi Utvarpið
undan þvi að hugsa fyrir dreif-
ingu, þvi þar stendur: „Rikisút-
varpið og Landsimi Islands skulu
hafa náið samstarf til að tryggja,
aö Utvarps- og fjarskiptastarf-
semi verði i heild sem hagstæðust
fyrir þjóðina”. NU, það stendur
enn Rikisútvarpið i þessari grein,
og þó svo framhald greinarinnar
geri ráð fyrir, að útvarpsstjóra sé
heimilt að semja við Landsimann
um þá verklegu gjörð að setja upp
fyrir sig tæki og sú heimild hafi
verið notuð, er það enn verk Ut-
varpsins að fjármagna dreifingu
sina og ennfremur að krefja af-
notagjöld og þau eru ekki miöuð
við það, sem hlustendur hafa
möguleika á að fá Ur tækjum sin-
um, heldur hvað þiðhér haldiö, að
þið séuð að setja i þennan enda.
Þiö leggið heildardrög að dag-
skrá og þar af leiðandi vissan
fjárhagslegan ramma. Þessar
siðustu upplýsingar eru Ur sjöttu
grein Utvarpslaganna. Og nú vil
ég spyrja, hvort það séu lýðræðis-
leg vinnubrögð að sitja með pott-
inn milli hnjánna og éta upp Ur
honum bitana, en hella siöan soð-
inu yfir þá sem utar sitja, eins og
þið óneitanlega gerið með þvi að
ákveða dagskrá, sem tekur upp
allar tekjur Rikisútvarpsins? Þið
getið vissulega farið fram á fleiri
bita, en það er jafn vist, að þurs-
arnir geta endalaust etið,og með-
an ekki er ákveöið hve margir
bitar fylgi soðinu getur veislan
staðið áfram með liku sniði og
verið hefur.
Þið látiö ykkur kannski detta i
hug, aö þið þurfiö ekki að lesa
sjöttu greinina nema aftur að
fyrsta punkti, eða teljið ykkur
þess umkomna að gegna aðeins
2. bindi
af Púkunum
Komin er Ut bókin Púkarnir á
Patró II. en I. bindi kom Ut i
fyrra. Á bókarkápu segir að púk-
unum hafi nú vaxið fiskur um
hrygg, enda orðnir 11—13 ára
gamlir. „Sagan geristá þeim tima
þegar skólarnir voru ekki orðnir
að þeim hrollvekjandi fangabúð-
um sem þeir eru i dag...” Höfund-
ur er Kristján Halldórsson og Ut-
gefandi BókaUtgáfan Tálkni.
þvi, sem ykkur fellur hverju
sinni? Ef til vill haldið þið, að það
sé ekki starf Utvarps að Utvarpa.
Vitið þið, að það er hægt að Ut-
varpa án dagskrár, burðarbylgju
eða tóni. en með dagskrá er ekk-
ert farið án sendis af einhverju
tagi?
Við öllum þessum spurningum
væri fróðlegt að fá svör, svo og
þvi hvort einkaréttarákvæðið hef-
ur ekki áhrif á þessi mál að ykkar
mati.
Opið bréf
til
útvarps-
ráðs
Þar sem svar ykkar við bréfi
minu dagsettu 16. október var
svo einkar vel rökstutt og mál-
efnalegt, mér liggur við að segja
lýðræðislegt, vonast ég eftir enn
fyllra svari viö þessu bréfkorni,
sem ég leyfi mér að fá sett
svart á hvitt i einu af mál-
gögnum stjórnar, sem eins og
meiri hluti ykkar á núverandi
stjórnarstörf sin að þakka póli-
tiskum hreyfingum, er skreyta
sig með slagorðum hnyttum orð-
um eins og lýðræði, jafnrétti og
byggðastefna. Úr þvi ég nefni hér
byggðastefnu, er rétt að vara
ykkur við að skjóta ykkur á bak
við þá ósmekklegu dagskrárgerð,
sem Utvarpið hefur hingað til
tiðkað i sambandi við stöku
byggðarlög, þar sem eitt og eitt
byggðarlag er dregið i einskonar
kró og gerð úttekt á andlegri
stærð þess, með hverri fylgir eins
og i loftinu sú ósk, að flytjendum
sé fyrirgefið vegna þess að þeir
séu þaðan eður héðan.
Það væri trúlega mun betra
fyrir þessa staði, að þeim væru
bætt skilyrði til hlustunar útvarps
og myndgæði sjónvarps og
tryggðar færri bilanir, heldur en
að eitthvert Urtak ibúanna sé
dregið fyrir hljóðnema á 10 ára
fresti, sem einskonar auglýsing
fyrir tilvist þeirra. Og það er
kannski ekki svo galið að benda á,
að ibUum dreifbýlisins kæmi það
betur.að hafa kvöldfréttatima út-
varpsins á þeim tima, sem þeir
eru ekki við vinnu og þaö langan
að innlendar fréttir falli ekki svo
til niður.
Þó svo breytingar þær er
geröar voru á fréttatima Utvarps-
ins, lýsi ekki miklum skilningi á
hugtakinu hlustandi, meðal ykkar
útvarpsráðsmanna, er vonandi
hægt að vekja hann áður en skipt
verður um ráð, og vonandi svarið
þið skrifum þessum rökstutt og
málefnalega og samkvæmt lýð-
ræöislegum grundvallarreglum
áður en þið þurfið næst að hafa á-
hyggjur af lýðræði annarra
heimshluta.
Reykjavik 26. nóvember 1973,
Virðingarfyllst,
Hrafn Baldursson
Frá Sjúkrasamlagi
Reykjavikur
Læknarnir Geir H. Þorsteinsson og Leifur
Dungal hætta störfum sem heimilislæknar
frá næstu árarnótum. Þeir samlagsmenn
sem hafa þá sem heimilislækna snúi sér til
afgreiðslu samlagsins með skirteini sin og
velji sér nýja lækna.
SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR
1 x 2 — 1 x 2
15. leikvika — leikir 1. des. 1973.
Úrslitaröðin:
XXI — 1X2 — 1X1 — 112
1. vinningur: 11 réttir — kr. 148.500.00:
376 7525 38330
2. vinningur: 10 réttir — kr. 8.300.00:
2963 17740 23622 35306 39287 41273 41645
3376 18197 35124 36584 39329 41282 41761 +
8303 21868 + 35144 + 39284 41128 41596 41998
3278 23069 + nafnlaus
Kærufrestur er til 24. des. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar-. Kærueyðublöö fást hjá umboösmönnum og aðai-
skrifstofunni. Vinningsupphæöir geta lækkað, ef kærur
verða teknar til greina. Vinningar fyrir 15. leikviku verða
póstlagðir eftir 27. des.
Ilandhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða
senda stofninn og fullar upplýsingar um fullt nafn og
heimilisfang til Getrauna fvrir greiösludag vinninga.
GETRAUNIR — tþróttamiöstööin — REYKJAVIK