Þjóðviljinn - 08.12.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.12.1973, Blaðsíða 9
8 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. desember 1973. Laugardagur 8. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA (Jtsýni til norfturs frá Breibholtshverfi Geirharður Þorsteinsson arkitekt: „BREIÐHOLT HIÐ EFRA” Fella- og Hólahverfi I Þjóðviljanum 22.11.'73 birtust nokkrar myndir úr Kella- og llólahverfi hér i borg, i greininni nefnt „Breiðholt hið efra” og fylgdi þeim nokkur texti. Mynd- irnar voru flestar allgóðar og gófu sumar sannverðuga mynd úr hverfi sem er að byggjast. Á textanum var hinsvegar erfiðara að átta sig og einkum þvi hver væri tilgangurinn með honum. Aðspurður segir höfundur þó að texta og myndum só ætlað að vekja fólk til umhugsunar og umræðu um skipulagið i borginni. Þótt slagorö og fuilyröingar gefi ekki beinlinis tilefni til umræðu þykir mór rótt að leggja hór orð i belg, sem einn af „aðstand- endum” skipulagsvinnunnar, scm gerð var að myndaefni. Einkum þykir mór nokkru varða þegar hafin er skoðanamyndun (innprentun) um „gott” eða „vont” i umhverfi manna, að Iram komi við það tækifæri rök þau er liggja að baki ákvörðun um; valkostir þeir er um er að ræða, svo fólk almennt og einkum þó ibúar viðkomandi hverfa geti myndað sér sjálft (sjálfstæða) skoðun á þvi hversu tckist hafi. Kclla- og Ilólahverfi er i upphyggingu og verður enn um nokkurra ára bil. Það fylgir jafnan byggingum að þær eru ósjálegar, kaldar og drungalegar á meðan verið er að byggja þær, og þannig er með umhverfi þeirra einnig. Þannig hefur það verið með alla byggð sem við þekkjum hór, einnig þá sem nú skartar gróðri og hefur þægilegt yfir- hragð. Þaðer þvi nokkuð snemmt að minu áliti að kveða upp dóm yfir hlutum, sem eiga eftir að taka hreytingum, bæði varðandi atriði er skipulag gerir ráð fyrir og ennfremur af hálfu ibúanna sjálfra. ftg tel hins vegar æskilegt að rætt verði um skipulagið, einnig á þessu stigi, og vil hvetja til þess. Ef af umræðu veröur legg ógtilað henni verði beint að einstökum undirstöðuatriðum skipulagsins, en niðurstaða (eða dómur felldur) dregin saman að lokum. Sem dæmi um grundvallar- spurningar má nefna: 1. Er heppilegra að bvggja „þétt” eða „drcift” við aðstæður eins og i Kella- og llólahvcrfi? Kella- og Hólahverfi er i 90-105 m yfir sjó; hiti á vetrum er að jaínaði minni en nær sjónum, hiti á sumrum er hinsvegar stundum meiri; vindasamt er i Fella- og Hólahverfi, einkum er austanátt slæm, hinsvegar sýna mælingar að norðanátt er á tiðum hægari en vestar i Keykjavik: úrkoma mun vera heldur meiri en á Reykja- vikurflugvelli; þá er fjarlægð frá Lækjartorgi að Kella- og Hóla- hverfi sú sama og til Hafnar- tjarðar. Okkar niðurstaða, sem að þessu unnum var, að rétt væri að byggja tiltölulega þétt við þessar aðstæður, og eru helstu rökin þessi: Þar sem hverfið er i nokkurri fjarlægð frá þjónustu ber nauðsyn til að stuðla að henni i hverlinu. Það sem einkum hefur áhrif á hve mikil þjónusta þrifst i hverfi er það, hve margir ibúar eru þar til þess að notfæra sér þjónustuna. Þannig eru nokkur rök fyrir þvi, að byggja all-fjöl- mennt hverfi við þessar aðstæður. Jafnframt þvi sem veðurfar gerir æskilegt að tryggja sem flestum stuttar og þægilegar gönguleiðir, er talið æskilegt að draga verslanir og þjónustu saman i miðstöðvar með ákveönu lágmarks viðskiptamanna-- „upplandi", ef tryggt á að vera að vörur og þjónusta séu af þeirri fjölbreytni sem æskilegt er. Þetta ásamt hagkvæmnissjónarmiðum eru helztu rökin fyrir þvi að byggja þétt, einkum næst þjónustu-miðstöðvunum, en láta heldur óbyggt land vera þeim mun meira utan hverfisins. 2. Er rétt að taka inikið tillit til út- sýnis? Eða hve mikilvægt er útsýni i mati á móti öðrum „gæðum"? (kostum)? Af Breiðholtshvarfi er allmikið útsýni, en þar sem landið til ráðstöfunar er háslétta, er örðugt að sjá öllum fyrir útsýni nema með þvi að byggja á brúnum og i aðliggjandi brekkum sléttunnar eingöngu. Þetta hefur reyndar verið gert að nokkru, þar sem skólar og iþróttasvæði eru fyrst og fremst þar sem ekki nýtur út- sýnis en ibúðabyggðinni einkum beint þangaö, sem. bygginga- grunnar eru sæmilegir, og þar sem tiltölulega mörgum má tryggja nokkuð útsýni. Af um það bil 2000 ibúðum, sem nú eru til- búnar eða á lokastigi i Fella- og Hólahverfi mun a.,.k. 1000 njóta óvenju mikils útsýnis, aðrar 500 njóta allmikils útsýnis, en þær ibúðir sem ekki njóta útsýnis eru einkum raðhús á einni hæð, og ibúöir á neðstu hæðum fjölbýlis- húsa. Enda mun næsta sjaldgæft að svo sé annarsstaðar. 3. Er það almcnn skoöun að óhæft sé að stilla saman lágri og hárri byggð: hver eru rökin? t Kella- og Hólahverfi er á nokkrum stöðum stillt saman einnar- og fjögurra hæða byggð. Við Vesturberg t.d. eru einnar- hæðar raðhús við aðalgangstig og i námunda við skóla, verzlanir og strætisvagnastöðvar. En jafn- Iramt þvi sem þessi raðhús eru sjálf miðsvæðis hafa þau jákvæð áhrif á umhverfi hærri byggðarinnar, sem án raðhús- anna mundi vera allmiklu berangurslegri en nú, en hærri hús mundu væntanlega yfir- þyrma gangstíginn, sem þarna liggur milli háu og lágu húsanna. Þannig mætti varpa fram fleiri spurningum, en þetta læt ég nægja að sinni eða a.m.k. þar til séð er hvort áhugi er fyrir þess- konar umræðu. Reykjavik, 29.11.’73. innlend 47% veltuaukn ing hjá SÍS A árlegum kaupfélags- stjórafundi i Reykjavik 23.-24. nóv. flutti Erlendur Einarsson forstjóri StS yfirlitserindi um starfsemi Sambandsins það sém af er árinu. Þar kom m.a. fram að mikil veltuaukning hefur orðið hjá Sambandinu fyrstu niu mánuði þessa árs frá sama timabili s.l. ár, og nemur hún 47%. Hafa allar deildir aukið veltu sina sem hér segir: Innflutningsdeild 64%, Véladeild 53%, Sjávar- afurðadeild 53%, Búvörudeild 33%, Skipadeild 31% og Iðnaðardeild 34%. Væri vonast til, aö þessi aukning myndi ná að vega upp á móti stór- auknum kostnaðarhækkunum á flestum sviðum, sem væru m.a. nær 28% launahækkun á timabilinu hjá mánaðar- kaupsfólki i Reykjavik, um 35% vaxtahækkun innanlands, hækkaðar afskriftir og stór- hækkaöir erlendir vextir. Fjárfestingar 126,6 milj. Þá kom einnig fram i erindi forstjóra, að fyrstu niu mánuði ársins hefur Sam- bandið fjárfest fyrir 126,6 milj. kr. Stærsti liðurinn er vegna kaupa á Disarfellinu, en auk þess hefur talsvert verið fjár- fest i verksmiðjunum á Akur- eyri og i nýju fóðurblöndunar- stöðinni. Fáir farþegar í nóvemher 5592 farþegar komu til landsins i nóvember-mánuði. 2568 tslendingar og 3024 út- lendingar. Aðeins 13 komu með skipum, hinir meö flug- vélum. t október var tala far- þega mun hærri, eða 8600. Að vanda komu flestir út- lendinganna frá Bandarikjun- um eða 1691. Frá Danmörku 216, Sviþjóð 182, Vestur- Þýskalandi 153, Bretlandi 162. Noregi 109, Frakklandi 103. Finnlandi 63, Sviss 55, Kanada 44, Hollandi 29, Júgóslaviu 22 Austurriki 19, Ástraliu 17 Belgiu 16, ttaliu 13, Suður-Af riku 12, Spáni 12, Japan 11 tsrael 10 og færri frá öðrum löndum. Fertug fríkirkja Þann 14. þ.m. á Frikirkjan i Hafnarfirði 60 ára afmæli. Þessara timamóta i sögu kirkju og safnaðar verður minnst n.k. sunnudag, með sameiginlegri kaffidrykkju safnaðarfólks i veitingahúsinu Skiphóli eftir messugjörð i kirkjunni. Um kvöldið verður efnt til aðventukvölds i kirkj- unni. Frikirkjusöfnuðurinn var stofnaður i barnaskólanum i Hafnarfirði 20. april 1913, og stofnendur voru nálega 100. Kirkjubyggingin hófst seint i ágústmánuði, byggingar- meistari var hinn kunni at- hafnamaður Jóhannes Reyk- dal. Kirkjusmiðin gekk svo vel, að kirkjan var vigð og tek- in i notkun 14. des. 1913. Raf- lögn var lögð i kirkjuna i upp- hafi, en það mun hafa veriö fyrsta kirkjuraflýsing á ts- landi. Fimm prestar hafa þjónað söfnuðinum til þessa dags: ólafur Ólafsson 1913—1930, Jón Auðuns 1930—1946, Kristinn Stefáns- son 1946—1966, Bragi Benediktsson 1966—1971, Guð- mundur óskar ólafsson 1971 og siðan. Söfnuðurinn hefur alla tið staðið undir kostnaði við safn- aðarstarfið og ekki notið opin-- berrar aöstoðar. Tekjur kirkj- unnar hafa einungis verið kirkjugjöldin og frjáls fram- lög safnaðarins og annarra velunnara. t söfnuðinum eru nú um 2200 manns, þar af er um helingur gjaldskyldur. Koggi og sjóveikitöflur A nýafstöðnu þingi Sambands bindindisfélaga i skólum urðu miklar umræður um vandamál i heimavistar- skólum. Þykja óeðlilegar hömlur á þvi að ná sambandi við nemanda af gagnstæðu kyni i slikum skólum. Þá var vakin athygli á vaxandi notkun ýmissa vimugjafa svo sem spritts og sjóveikitaflna innan skólanna. Hið bindinis- sama æskufólk taldi nauðsyn- legt að endurskoða reglur heimavistanna sem oft hamla eðlilegu félagslifi. Sigrun Guðjónsdóttir Rauði fiskurinn - ný barnabók Sigrún Guðjónsdóttir, hin ágæta listakona, sem m.a. vann samkeppnina um þjóð- hátiðarplattana, hefur gefið út barnabókina Rauða fiskinn. t máli og myndum segir frá fagurrauðum fiski sem heitir Simbi. Simbi er öðruvisi en allir hinir fiskarnir, en hann fréttir að þaö hafi sést annar fiskur eins og hann, og Simbi fer af stað að leita að honum. Bókin er offsetprentuð hjá Solnaprent og er mjög falleg gjöf handa litlum börnum. Sinfóníu- hljómsveitin í Hlégarði Tónlistarfélag Mosfells- sveitar hefir ýmiskonar verk- efni á stefnuskrá sinni, en þó aðallega tónleikahald. Félagið stefnir ávallt að þvi að efna til tónleika vor og haust, og aö þessu sinni verða hausthljómleikar i Hlégarði fimmtudaginn 6. desember kl. 21.00. Tekist hefir að ná i Sinfóniuhljómsveit tslands, og mun hún leika verk eftir meistara s..s. Mozart, Brahms, Handel, Kaldalóns o.fl. Stjórnandi hljómsveitar- innar er Páll P. Pálsson, en hann hefir útsett lag Kalda- lóns, Suðurnesjamenn. Patti fer í siglingu Patti fer i siglingu heitir bók „fyrir röska stráka” eftir F.W. Schmidt, sem Leiftur hefur gefið út. Patti er litill ikorni sem tveir leikfélagar takast á um, en annar þeirra, sá sem er af riku foreldri, vill ekki fara i ferðalag 'mikið og langt án Patta. Spinnast af þessu langar flækjur. Þýðandi er Gisli Asmundsson kennari. Grafarvogur Elliðavogur Ártúnshöfði Arbæjarsaí'n Árbæjarhverfi Elliðaár Bakkahverfi (Brh. I) Hólahverfi Hverfismiðstöð Verslun Hólaskóli Áusturdeild verslun Skeiðvöllur Fjölbrautaskóh íþróttasvæði Fellaskóli Hverfismiðstöð Verslun Fellahverfi Seljahverfi (Brh. II \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.