Þjóðviljinn - 08.12.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.12.1973, Blaðsíða 15
Laugardagur S. desember 197:5. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 “MSKíiiOjin, “ En«*eadínn,tt ,,s j* »»ino Þeir Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri á Eiðum, og Þröstur Magnússon teiknari hafa i samein- ingu gefið út nýtt og at- lyglisvert spil sem nefn- ist SÖGUSPILIÐ. Þetta spil er, eins og nafnið gef ur til kynna, tengt 1100 ára afmæli Islands- byggðar. peð. Þá er ..peningabunki”: 100,500 1000 og 2500 landaurar og bunki af þurfamannatiund. Söguspjöldin eru 36 og á þeim eru fróðleikur tengdur viðkom- andi ártali og upplýsingar um hvað spjaldið færir þér i pening- um, spilagæfu eða spilaógæfu. Þá eru bunkar af spjöldum, ým- ist meö hvitum hringjum eða svörtum, sem kallaðir eru happa- og glappabunkar, og koma þeir til sögunnar þegar byrjað er á siöari hluta spils- ins. SÍÐAN UMSJÓN: SJ Greinargóðar leiðbeiningar fylgja að sjálfsögðu hverju spili. Það er óhætt að mæla með þessu skemmtilega spili, sem er svo prýðisvel útfært. Spil þetta er afar vel gert af hálfu teiknararns og Kassagerðar innar. Hugmyndina á aftur á móti Þórarinn Þórarins- son. Segja má, að i aðalatriðum sé byggt á sömu formúlu og i Matadorspilinu. Valinn er leið- angursstjóri, sem sér um að farið sé eftir settum reglum.og hann annast allar greiðslur. Þátttakendur eru i upphafi staddir i einhverju þeirra landa sem landnámsmenn komu frá, og flytja til lslands um leið og þeir fá töluna 6. Markmiðið er að komast á Þingvöll i tveimur áföngum. Fyrst er farinn alda- hringurinn með sinum 36 mynd- skreyttu og mislitu söguspjöld- um, sem ýmist flýta förinni eða seinka. Þegar aldahringnum er lokið hefst siðari umferðin eftir atburðasnigli. t kassanum er sjálft spjaldið, stórt og litrikt, teningur og sex MÁLIÐ ER EKKI LEYST! Undarleg óhöpp Þegareldri maður bað um bif- reiðatryggingu hjá trygging- arfyrirtæki i Englandi kom i ljós, að hann hafði þrisvar sinnum orðið fyrir óhöppum. Einu sinni hafði flugvél flogið á bil hans, i annað skiptið hafði lystisnekkja siglt á bil- inn og i þriðja skiptið hafði mikil úthafsalda fært bilinn i kaf. Nákominn ættingi Ölafs Lárussonar prófessors hafði sam- band við okkur og sagði, að upplýsingarnar um verslunina á Laugavegin- um stæðust ekki. Búið er | að kanna þetta hjá opin- berum stofnunum. Séra Lárus Benediktsson faö- ir ólafs flutti til Reykjavikur árið 1902 eftir mikinn mann- skaða i Selárdal. Hann byggði húsið i Lækjargötunni, sem séra Bjarni Jónsson eignaðist siðar. Siðan byggði hann Þingholts- stræti 23, en það hús brann. Þá flutti hann með fjölskyldu sina i Miðstræti 5ogsíöar i Bröttugötu 6. Ættinginn segir að séra Lárus hafi hvorki verið fasteignasali né veðlánari, heldur virtur kennari við Kvennaskólann og hjálpsamur maður með af- brigðum. - x - Það var aldrei hugmyndin með þessari eftirgrennslan um verslunina að kasta rýrð á minningu látins manns, enda var þetta haft orðrétt eftir þeim sem sendi upplýsingarnar um séra Lárus. Ef þessr nýjustu upplýsingar eru réttar, þá spyrjum við enn: Hver rak þessa skrautlegu verslun að Laugavegi 10, sem myndin er af? ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM Austurriska þjóðþingið hefur samþykkt ný lö um fóstureyðingar. Samkvæmt lögunum er leyfi- legt að láta framkvæma fóstureyðingu á fyrstu þremur mánuðum meðgöngutimans. Fram til þessa hafa fóstureyðingar almennt verið bannað- ar, nema i undantekningartilfellum. Lögin voru samþykkt með 93 atkvæðum gegn 88. íhalds- flokkurinn hefur lýst þvi yfir, að hann muni láta afnema þessi lög ef hann kemst i stjórn. KNÞ KÓPASKERI OG FJAÐRIRNAR FJÓRAR“ frásöguþœttir eftir Guðmund Böðv- arsson, skáld á Kirkjubóli. Bók fyrir alla, sem njóta íslenzkra frásöguþátta. I fyrra kom út í sama flokki bókin KONAN SEM LÁ ÚTI. HÖRPUÚTGÁFAN UNDRALAND ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst, skoppar, tistir og brunar! Fjölbreytt úrval. Komið, sjáið, undrist i UNDRALANDI Aðalfundur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra verður haldinn laugardaginn 15. des. n.k. kl. 2 e.h. að Háaleitisbraut 13. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. II. Reikningar félagsins fyrir siðastliðið starfsár liggja frammi á skrifstofu félags- ins. III. Tillaga til lagabreytinga* Tekið er á móti félagsgjöldum i skrifstofu félagsins og á fundinum. Stjórnin. Meiraprófsnámskeið Áætlað er að halda 4 meiraprófsnámskeið á timabilinu janúar — april 1974. Aksturspróf fyrir janúarnámskeið hefjast i desember. Væntanlegir þátttakendur framvisi öku- skirteini, læknisvottorði og sakavottorði. Tekið verður á móti umsóknum milli kl. 17 — 18 til 14. des. 1973. Bifreiðaeftirlit rikisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.