Þjóðviljinn - 15.12.1973, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. desember 1973. ÞJÓÐVILJiNN — SIÐA 9
Tillaga vinstri borgarfulltrúa um stórátak í húsnæöismálum
Lausn húsnæðismála
er félagslegt viðfangsefni
Lausn húsnæðismála er
félagslegt viðfangsefni og
húsnæðisskortur félagslegt
vandmál, sem eykur mis-
skiptingu í þjóðfélaginu og
bitnar harðast á þeim, sem
minnst mega sin, sagði
Sigu r jón Pétursson
borgarf ulltrúi Alþýðu-
bandalagsins ma. er hann
talaði fyrir sameiginlegri
tillögu vinstri fulltrúanna
um húsnæðismál á siðasta
borgarstjórnarfundi.
Sigurjón lagði fram tillöguna,
sem er á þessa leiö:
„Borgarstjórn Reykjavikur
samþykkir að fela borgarráði að
gera þriggja til fimm ára áætlun
um ibúðabyggingar. Áætlunin
miðist við, að byggðar séu árlega
100—150 ibúðir á vegum borgar-
innar. Miðað verði við, að bygg-
ingarframkvæmdir geti hafist á
árinu 1975.
A. Bygging leiguíbúða.
1. Byggðar verði litlar tveggja
og þriggja herbergja ibúðir, sem
eingöngu verði leigðar ungu
fólki, sem er að stofna heimili.
Leigutimi verði takmarkaður.
2. Byggðar verði tveggja,
þriggja og fjögurra herbergja
ibúðir, sem leigðar verði efnlitlu
fólki, sem er i húsnæðisvandræð-
um.
3. Leitað verði samvinnu við
verkalýðshreyfinguna um bygg-
ingu leiguibúða sérstaklega ætl-
uðum efnalitlum meðlimum
verkalýðsfélaga.
4. Áætlanir verði gerðar um
byggingu ibúða fyrir aldraða, auk
þess sem hraðað verði byggingu
þeirra ibúða, sem þegar hafa
verið ákveðnar við Furugerði.
íbúðir samkvæmt töluliðum 1,2
og 4 verði eign Byggingarsjóðs
Reykjavikurborgar, en ibúðir
samkvæmt töluliö 3 eftir sam-
komulagi aðila.
B. Aörar íbúöir.
1. Byggðar verði ibúðir sérstak-
lega ætlaðar öldruðum og öryrkj-
um. einhleypum og hjónum.
Ibúðir þessar verði sérstaklega
ætlaðar þvi fólki, sem nú býr i
eigin húsnæði, sem hentar þvi
ekki lengur. Reykjavikurborg
hafi forkaupsrétt að ibúðunum
við endursölu.
2. Byggingarsjóður borgarinn-
ar veiti árlega eigi færri en 100
lán út á ibúðarhúsnæði með sömu
kjörum og tiðkast hefur að und-
anförnu. Lán þessi verði að upp-
hæð kr. 200 þúsund og eingöngu
veitt út á ibúðir, sem falla undir
lánareglur Byggingarsjóðs rikis-
ins.
Þá leggur borgarstjórn áherslu
á að efla byggingu verkamanna-
bústaða, m.a. með þvi að hafa
jafnan fyrirliggjandi með nægum
fyrirvara hentugar lóðir.
Með hliðsjón af ofangreindri
byggingaáætlun samþykkir
borgarstjórn að skora á Alþingi
að breyta ákvæðum laga um
tekjustofna sveitarfélaga þannig,
að heimild til þess að innheimta
aðstöðugjöld verði miðuð við 65%
af þeirri upphæð, er áður var i
lögum”.
Það er orðinn árviss atburður,
sagði Sigurjón, og hendir stund-
um oftar en einu sinni á ári, að
andstöðuflokkar ihaldsins i
borgarstjórn flytji tillögur um
húsnæðismál, en undantekninga-
litið eru þessar tillögur hundsað-
ar af meirihlutanum. Lengi vel
framan af var þeim visað frá með
visun til samþykktar borgar-
stjórnar frá 17. mars 1966, þar
sem ákveðið var að byggja 350
ibúðir á 4—5 árum. En fram-
kvæmd þessarar samþykktar
mun þó taka tvöfalt lengri tima
en áformað var, en lýkur etv. á
næsta ári.
Þegar tillögum um húsnæðis-
mál væri visað frá i borgarstjórn,
sagði hann, léti meirihlutinn að
þvi liggja, að þau væru uþb. að
leysast af sjálfu sér og benti á
fjölda ibúða i smiðum, Fram-
kvæmdanefnd byggingaáætlana,
verkamannabústaði ofl.
Ibúðaþörfin
Sigurjón rakti að um siðustu
áramót átti Reykjavikurborg 649
leiguibúðir, af þeim eru 490 til
frambúðar, en 159 til skemmri
tima. t dag á borgin 692 ibúðir eða
43 ibúðir fleiri en um áramót og
hefur frambúðaribúðum fjölgað
um 60 á árinu, en bráðabirgða-
ibúðum fækkað um 17 og eru þær
nú 142. Þriðja hver ibúð hefur þvi
verði notu til útrýmingar,
bráðabirgaðhúsnæðis en 2/3 til að
mæta nýrri þörf og bendir þetta
til þess, að þegar ný ibúð fæst,
rýmist ekki önnur og með sama
hlutfalli þyrfti að byggja uþb. 400
ibúðir áðuren útrýmt hefur.verið
bráðabirgaðibúðunum 142.
Þegar h'B auglýsti 112 ibúðir
voru umsóknir 457 eða liðlega 4
um hverja ibúð og eru umsóknir
þó bundnar við amk. 4ra manna
fjölskyldur, en búast mætti við
helmingi fleiri umsóknum ef
smærri fjölskyldur gætu lika sótt.
Á siðasta ári auglýsti svo FB 90
ibúðir og sóttu 345 um þær eða
tæplega 4 um hverja og sést á
þessu, að þörfin minnkar ekki,
heldur fer vaxandi.
Þó er mikið byggt i Reykjavik
eða álika og ibúum fjölgar, en á
sama timafækkar ibúum i hverri
ibúð. Var td. meðaltal einstak-
linga á ibúð i Reykjavik 5 1940, 4,4
1955, 4 1960, 3,7 1965, 3,5 1970 og
uþb. 3,4 1972. Til samanburðar
nefndi hann að ibúafjöldi pr. ibúð
var 1972 i Hafnaríirði 3,9, á
Seltjarnarnesi 3,8, en i Garða-
hreppi 5,1. Eftir þvi sem ibúða-
hverfi eru eldri þvi færri ibúar
eru i hverri ibúð og öfugt i nýjum
hverfum, td. eru i Breiðholti um
4,5 ibúar á ibúð.
Árin 1960—72 voru byggðar i
Reykjavik 8203 ibúðir, en fólks-
fjölgun varð á sama tima 11424
eða 1,4 ibúar pr. ibúð. En ibúatala
væri trúlega ekki alveg rétt, sagði
Sigurjón, td. skráir fólk sig stund-
um með lögheimili annarsstaðar
og skólafólk heldur ibúðum þótt
það búi annarsstðar.
Hverjir leigja og hvaö?
Sé athugað, hverjir það eru sem
leigja.kemur i ljós, að það er
tekjulágt fólk, fólk með félagsleg
Sigurjóii l’élursson
vandamál, fólk með skerta
starlsgetu og svo stór hópur ungs
fólks, sem er að byrja búskap.
Það sem leigt er íyrir utan
ibúðir borgarinnar eru ibúðir til
skammtimaleigu vegna fjarvisla,
kjallaraibúðir eða risibúðir i húsi
eiganda, þar sem leigjandinn er
olt 2. fl. persóna i húsinu,og svo
ibúðir, sem eigendur hal'a keypt
til fjárfestingar og leigja til að
skapa arð af eigninni.
Leigukjörin draga dám af
ibúðaþörfinni og eru oftast há-
mark þess sem leigumarkaðurinn
geturgreitt. Þannig búa þeir sem
minnsl geta greitt við verstu
leigukjörin og eiga ekki lök á öðru
á meðan, þetta verður vitahring-
ur.
Af þessum ástaiðum vill fólk
eiga ibúð, sagði Sigurjón. Sá sem
leigir býr við öryggisleysi og oft
lakara húsnæði auk sihækkandi
leigu, en sá sem á ibúð nýtur ör-
yggis og silækkandi húsnæðis-
kostnaðar auk þess sem fasteign-
in er verðtryggð i verðbólguþjóð-
félaginu.
Ijcssí vandi verður ekki leystur
nema með lölagslegu átaki og
þarf að byggja leiguibúðir, stuðla
að aukinni tilfærslu i eldri hverf-
um og aðstoða ibúðabyggjendur,
en að öllu þessu miðar tillagan,
sem við flytjum hér.
Fyrir ungt fólk
Siðan sneri Sigurjón sér að ein-
stökum liöum tillögunnar og
sagði, að fyrir utan láglaunafólk
og fólk með skerta starfsgetu
væri ungt fólk sá hópur sem brýn-
asta þörf hefði fyrir ieiguhúsnæði.
Stofnun heimilis er dýr, sagði
hann, og erfiðari eftir þvi sem
hjúskaparaldurinn hefur færst
neðar. Nú er að mestu úr sögunni
og flytjast inná heimili foreldra,
en það er óeðlilegt álag ofaná það
álag sem heimilisstofnunin er að
þræla 16—18 stundir á dag við að
eignast ibúð. Vissulega er rétt, að
flest af unga fólkinu stefnir að þvi
að eignast eigin ibúð og þvi er lagt
til, að leigutimi i ibúðum, sem
byggðar yrðu til leigu l'yrir það,
verði takmarkaður, við 5—7 ár
el'tir aðstæðum. Þeir sem ekki
hafa eignast ibúð að þeim tima
loknum, annað hvort af fjárhags-
legum ástæðum eða al' þvi að þeir
óska ekki eltir þvi, ættu þá að
fiytjast i varanlegra húsnæði.
Æskilegt væri að starfrækja i
tengslum við ibúðir fyrir ungt fólk
dagvistunarstofnanir, sem veittu
þvi rýmri möguleika á að hjón
vinni bæði úti.
i sambandi við 2. lið fyrri hluta
tillögunnar kvaðst hann þegar
hafa lýst þörfinni á leiguhúsna'ði,
sem i dag væri yfir 500 ibúðir, þe.
til útrýmingar bráðabrigðahús-
na'ði og mæta þörf þeirra, sem
sótt hafa um húsnæði og ekki
lengið. og va>ri þetta álika fjöldi
og allur áfangi verkamanna-
búslaða og eftirstöðvarnar hjá
FB. Þá væri ótalin sú aukning,
sem árlega yrði á ibúðaþörfinni.
Lausn húsnæðismála
ein meginkrafan
Ilann minnti á, að lausn hús-
næðisvandræðanna væri ein
hreyfingannnar i yfirstandandi
kjarasamningum, enda kæmi
ibúðaskorlurinn harðast niður á
láglaunalólki. Þetla mál hefur oft
og mikið verið rætl innan verk-
lýshreyfingarinnar, ma. á ráð-
stelnu Menningar- og fræðslu-
sambands alþýðu i mars sl. þar
sem liðlega 20 fulltrúar tilnefndir
afýmsum verklýðsfélögum gerðu
ályktún um þessi mál.
Vitnað Sigurjón i þessa ályktun,
lyrst i kafla, þar sem núverandi
ástandi er lýst, siðan i tillögurn-
ar, en þar segir ma.:
,,Lögð verði megináhersla á
byggingu leiguhúsnæðis, sem
lullnægi innn fimm ára þörf allra
þeirra, sen nú búa við óviðunandi
leiguskilyrði, og sé hámarksverð
á húsaleigu ekki yl'ir 20% af dag-
vinnutekjum vinnandi fólks á
hverjum tima.
Lifcyrissjóðir verkaiýðsfélag-
anna myndi sameignar- eða sam-
vinnuleíög lil bygginga handa
félagsmönnum sinum og leggi
fram fé til þeirra. ibúðirnar skulu
fyrst og lremst vera leiguibúðir
og greiðsla lyrir þær aldrei hærri
en sem svarar 20% af dagvinnu-
tekjum leigutaka á hverjum
tima. vSala ibúða til félagsmanna
skal þvi aðeins eiga sér stað, að
lullnægt sé þörfinni fyrir leigu-
úbúðir.”
Verkalýðshreyfingin vill stuðla
að lausn þessara mála, sagði
hann, og hefur yfir að ráöa veru-
legu fjármagni, þe. fjármagni
lifeyrissjóðanna.
Heildarfjármagn lifeyrissjóð-
anna er nú um 6 miljarðar, þaraf
á höfðuborgarsvæðinu um 3 mil-
jarðar. Iðgjaldagreiöslur námu
1972 1.300 miljónum, þaraf á
höfuðborgarsvæðinu um 650 milj.
kr. Nú væri ástandið þannig,
sagði Sigurjón, að vextir almennu
sjóðanna stæðu undir lifeyris-
greiðslunum, þótt það ætti að
sjálfsögðu eítir að breytast, og ið-
gjöld ársins kæmu þvi sem aukn-
ing á höfuðstól. Atmennir lifeyris-
sjóðir eru óverðtryggðir, en
trygging i lánum til sjóðslélaga
hjá sumum og skapar þetta það
misra'ini, að sumir fá lán, en aðr-
ir ekki.
Tækist samvinna við verklýðs-
hreyfinguna um byggingu leigu-
ibúða yrði kostnaðarskipting sam
komulag aðila, en byggingarnar
yrðu fjármagnaðar af riki, borg
og væntanlegum leigulaka.
Þannig fengju lifeyrissjóðirnir
verðtryggingu að hluta og væru
jalnframt notaðir i þágu l'élag-
anna, samkva'int 3. lið tillög-
unnar, um leið og borg og riki
leystu vanda slórs hóps úr röðum
verkafólks, sem sækir um leigu-
ibúð.
Fyrir aldraöa
Sigurjón benti á, að mikill
skortur vaæi á leiguibúðum fyrir
aldraða og yrði að hraða
byggingu ibúðanna 74ra, sem
áællaðar eru við Furugerði, en
hiinnun þeirra á að Ijúka nú i
desember, auk þess sem þörf
va*ri á mörgum fleiri. Slikar ibúð-
ir helðu marga kostu umfram
venjuleg elliheimili og vitað væri
um aldrað l'ólk i heimahúsum,
sem nyti litillar umönnunar og
byggi við öryggisleysi, oft án eðli-
legs félagsskapar og lengsla við
um hverlið.
Þá er i B-lið lillögunnar lagt til,
að byggðar verði soluibúðir fyrir
aldraða og öryrkja. Margt af
þessu fólki býr nú i eigin ibúðum,
sem oft eru miðaðar við fyrri
þarlir, og nú orðnar of stórar,
erliðar og dýrar lyrir iildruð hjón
eða eina manneskju. En skortur
á henlugu húsnæði kemur i veg
lyrir æskilega og eðlilega
rýmingu ibúða i eldri hverfum óg
með byggingu slikra ibúða
opnuðust miiguleikar á ibúða
skiptum.
íbúðirnar gæti lólkið greitt að
lullu að Irádregnum eðlilegum
lánum, sem það fengi, þar sem
það á lyrir jafnverðmæla eða
verðmætri ibúð. Framlag borgar-
sjóðs væri þvi ekki annað en brúa
byggingartimann og sjá um
endursiilu.
Um hækkun ibúðalána
byggingasjóðs borgarinnar sagði
Sigurjón, að langt væri írá þvi, að
leiguibúðir leystu vandann i hús-
næðismálum og yrði að nýla fleiri
leiðir til lausnar, ma. með þvi að
aðstoða fólk við að eignast ibúðir.
Til þess hafa siðan 1966 verið veitt
lán að upphæð 100 þús. krónur,
heimilter að veita 150 þúsund, en
sú heimild ekki notuð. Lagt er til,
að lánin hækki i 200 þús.kr.
Verkamannabústaðir
Verkamannabústaðakerfið er
veigamikill þáttur i lausn hús-
næðisvandans, sagði Sigurjón, og
er nú þegar lokið hönnun 1.
áfanga hér samkvæmt nýjum lög
um um verkamannabústaði og
hefjast framkvæmdir við 308
ibúðir á næstunni. Þær eru af
fjórum gerðum: 32eins herbergis
ibúðir 35 ferm., 32 2ja herb. ib. 64
ferm., 1383ja herb. ib. 90 ferm. og
106 4ra herb. ibúöir 104 ferm.
Þessar ibúðir er áformað að
hýggja á næstu 2 árum og fær
Reykjavikurborg að tilnefna
kaupendur að 10% ibúðanna eða
um 30, enda falli þeir undir út-
hlutunarskilmála.
Hönnun slikra framkvæmda
tekur sinn tima, minnti Sigurjón
Framhald á 14. siðu.
Húsnæöisskortur
bitnar harðast á þeim sem
minnst mega sín
m e g i n k r a f a v e r k a I ý ð s -