Þjóðviljinn - 15.12.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.12.1973, Blaðsíða 6
6 SftíÁ — ÞJ'óÐVILJINN faugarðá'gur 15. desember »73: UOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans Pramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritsljórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson. Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. ALLT ANNAÐ VÆRU SVIK Miðstjórn Alþýðubandalagsins betur gert samþykkt þar sem itrekuð er sú af- staða flokksins að herstöðvamálið ráði úr- slitum um áframhaldandi stjórnarsam- starf. 1 samþykkt miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins er minnt á að viðræðutiminn við Bandarikjastjórn um endurskoðun herstöðvasamningsins renni út 25. desem- ber og fyrir þann tima verða ekki frekari viðræður við Bandarikin. Þar með er her- stöðvamálið komið á nýtt stig og uppsögn herstöðvasamningsins er næsta skref samkvæmt málefnasamningi stjórnar- flokkanna. Ekkert annað getur komið til greina. Verði af frekari samningaviðræð- um við Bandarikjamenn, segir ennfremur i ályktun miðstjórnar Alþýðubandalags- ins, „þurfa rikisstjórnarflokkarnir i heild að standa að þeim viðræðum, sem hljóta að snúast um það eitt, hvernig þvi mark- miði verði náð að allur erlendur her hverfi frá íslandi á kjörtimabilinu. Miðstjórn Alþýðubandalagsins fagnar skýlausum yfirlýsingum forsætisráðherra og utanrikisráðherra á Alþingi þess efnis, að lögð verði fram að loknu jólaleyfi þingsályktun um heimild til handa rikis- stjórninni um að segja „varnarsamningn- um” upp. Miðstjórnin itrekar fyrri yfirlýsingar um að undanbragðalaus framkvæmd mót- aðrar stefnu i herstöðvamálinu er úrslita- atriði um framhald vinstri samvinnu i landinu”. Samþykkt miðstjórnar Alþýðubanda- lagsins er gerð að gefnum tilefnum. Full- veldisleiðari Tómasar Karlssonar er eitt þessara tilefna, sem er þrátt fyrir allt i andstöðu við yfirgnæfandi meirihluta framsóknarmanna. Á siðustu misserum hafá verið gerðar samþykktir i öllum stjórnarflokkunum sem ganga i þá átt að krefjast efnda á málefnasamningi stjórnarflokkanna um brottför hersins. Ekki þarf hér að minna á samþykktir Alþýðubandalagsins, en minna má á að aðalfundir kjördæmasam- banda Framsóknarflokksins hafa lýst yfir i hverri samþykktinni á fætur annarri mjög eindreginni afstöðu i herstöðvamál- inu. Má i þvi sambandi nefna samþykktir á Vesturlandi, i kjördæmi fjármálaráð- herra, á Norðurlandi vestra, kjördæmi forsætisráðherra, og á Reykjanesi. Enn- fremur má minna á samþykktir og kröfur Sambands ungra framsóknarmanna og svonefndrar Möðruvallahreyfingar, en aðilar að henni eru eingöngu framsóknar- menn, þar á meðal þriðji hver miðstjórn- armaður i Framsóknarflokknum. Þjóð- viljinn minnir ennfremur á skýlausar yfirlýsingar frá fundum Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, og loks skal minnt á að miðstjórnarmenn úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum hafa skrifað undir áskorun um brottför hersins. En það sem hér hefur verið rakið um af- stöðu Framsóknarflokksins, auk yfirlýs- inga framsóknarráðherranna, ætti að taka af tvimæli um að fullveldisleiðari Tómasar Karlssonar hlýtur að túlka álit litils minnihlutahóps i Framsóknarflokkn- um. Spurningin er þvi sú, hvort meirihluti flokksmanna i Framsóknarflokknum ræð- ur ferðinni eða Varðbergslina Tómasar Karlssonar. Þjóðviljinn gerir afstöðu Framsóknar- flokksins til herstöðvamálsins að umtals- efni i framhaldi af samþykkt miðstjórnar Alþýðubandalagsins, einfaldlega vegna þess að full og undanbragðalaus samstaða allra stjórnarflokkanna i þessu stefnumáli er forsenda þess að herinn fari og i annan stað vegna þess — þvi er ekki að leyna — að fjölmargir herstöðvaandstæðingar gruna Framsóknarflokkinn um græsku. En Þjóðviljinn vill i þvi sambandi minna á að Framsóknarforustan hefur aldrei gert tilraunir til þess að mótmæla eða vefengja þær túlkanir á ummælum forsætisráð- herra og utanrikisráðherra að herinn eigi að fara úr landinu á kjörtimabilinu. Þann- ig hafa herstöðvaandstæðingar i öllum flokkum staðið i þeirri trú allt til þessa dags að við þessi fyrirheit yrði staðið,og það væru svik og ekkert annað ef nú, þeg- ar endurskoðunartiminn er meira að segja útrunninn, væri reynt að venda seglum og beita til annarra átta. Þetta er kjarni málsins, úrslit þess ráðast á næstu vikum og þar með úrslit stjórnarsam- starfsins. Ríkið, mátturinn og dýrðin Man ég það rétt, að þeir er standa að núverandi rikisstjörn hafi á sinum tima fundið svokall- aðri „viðreisnarstjórn” flest til foráttu? Gilti það ekki jafnt um viðhorf hennar til opinberra starfsmanna, sem annara laun- þega? Einn er þó sá samningur er þessi „viðreisnarstjórn” virðist hafa gert með þeim ágætum að eigi verði betur um bætt, ef marka má viðbrögð núverandi valdhafa. A ég þar við samninga- gerð Magnúsar Jónssonar, fyrrv. fjármálaráðherra og BSRB. Sá samningur var gerður i desember 1970 og er enn i gildi. Núverandi rikisstjórn virðist telja þennan samning með þeim ágætum, að eigi verði annar betur gerður. Hefir þó ekki skort yfirlýsingar um kaupmáttaraukningu i tið nú- verandi stjórnar og fylgja þá jafnan tölur og linurit, eins og á rúmgafli hitasóttarsjúklings. „Þitt var rikið, en hvorki mátt- urinn né dýrðin” var sagt hér fyrrum við þann er þá hafði ráöið rikjum. Best er að nefna ekki nöfn svo ekki verði lagt lögbann viö. Ef rökrætt er i grundvelli þeirr- ar hugmyndafræði er nú ræður i málflutningi stjórnmálamanna má segja að núverandi valdhafar sé rikið, — máttur launa opin- berra starfsmanna sé frá tið „viðreisnar”, en dýrtið hvar- vetna i dýrðar stað. pétur Pétursson Jakobína SÍQurðardóttir í Garði: Fáar línur til Frans Gíslasonar Þótt ég ætlaði að leyfa þér, Franz, að hafa siðasta orðið, þeg- ar ée svaraði bréfi binu i byriun nóv. siðastliöins, þá get ég ekki látið hjá liða, að leiðrétta atriði i grein þinni, frá 21. s.m. Það fór sem mig uggöi, að þú tækir aftur ljóð þitt til min eins og forveri þinn, og er ekki um annaö að ræða fyrir mig en hlita þeirri stað- reynd. Um dómgreind mina deili , ég hvorki við þig né aðra, en flest sem þú minnist á i sambandi við launamál almennt mun ég hafa nokkurt hugboð um. En ég | neyðist til að leiðrétta smávegis I villur i grein þinni, vegna þess að ! þær varöa hóp manna, sem ekki kærir sig um að liggja undir þvi ámæli, sem þú ber þar fram og fullyrðir. Þú segir að Mývetning- ar hafi tekið kisilgúrævintýrinu opnum örmum o.s.frv. Mig minn- ir, að ég hafi a.m.k. tvisvar sinn- um, að gefnu tilefni, leiörétt sams konar vanþekkingarfullyröingu manna um þetta efni i Þjóðviljan- um. Þann 19. júni 1966 var hér haldinn sveitarfundur um þessa upprisandi verksmiðju. Til þess fundar var boðuð stjórn fyrir- tækisins og Náttúruverndarráð og skyldu þau svara fyrirspurn- j um sveitarmanna um áhrif þessa j fyrirtækis, sem þegar var farið að hreiðra um sig i Bjarnarflagi, fyrrverandi kartöflugörðum Mý- j vetninga. Þessa fundar var krafist af þeim Mývetningum, sem ekki vildu fá þessa ófreskju inn i sveitina og sáu fyrir félags- legar og umhverfislegar afleið- ingar af tilkomu hennar. 1 sam- ræmi við það töluðu aðeins tveir Mývetningar meðfyrirtækinu, og þó af hlédrægni. Svo var mikið annriki stjórnar Kisiliðjunnar og Náttúruverndarráðs, að einn stjórnarmanna gat ekki setið all- an fundinn, heldur varð að kveðja i miðjum kliöum og fljúga til Ameriku. Birgir Kjaran, sem þá var formaður Náttúruverndar- ráös, muni ég rétt, haföi einnig þurft að fljúga út i heim þennan dag. Hvort allt ráðið hefir flogið með honum veit ég ekki, en sá maður sem ráðið sendi á fundinn kvaðst engu geta svarað fyrir- spurnum um náttúruverndarmál, en las i þess stað upp þau bréf, sem farið höfðu milli stjórnar ráðsins og stjórnar kisilgúrverk- smiðjunnar væntanlegu, og virtist sami rassinn undir báðum, eftir bréfunum að dæma. Ná- kvæma frásögn.af þessum fundi, sendum við Þjóöviljanum i Rvik og Verkamanninum á Akureyri, og birtist hún i Þjóðviljanum nokkru siðar, en einhverra hluta vegna var henni stungið undir stól hjá Verkamanninum. Þetta fundarhald var i fullu samræmi við lýðræðislegar aðferðir viö að andmæla aðgerðum stjórnvalda. En það er rétt hjá þér, að það hef- ir ekkert verið sprengt ennþá i Bjarnarflagi fyrrverandi. En veist þú að það tók Mývetninga tiu ár, að koma sér að þvi að sprengja Miðkvislarstiflu? Svona vel er lýöræðið innrætt þeim eins og fleirum. Ég er ekki einu sinni viss um, að þeir hefðu látið verða af þvi, ef Mývatnssveit hefði ekki veriö ógnað með Suðurárveitu, sem var einn áfangi Gljúfurvers- virkjunar sálugu. A.m.k. vonum viö, sem hér búum, aö sá óskapnaður eigi ekki eftir aö birtast hér afturgenginn. Og enn- fremur i sambandi við kisiliðju- málið: fæstir þeirra, sem búa i Jakoblna Sigurðardóttir verksmiðjuhverfinu bak við tJti- bú K.Þ., eru Mývetningar. Hitt er rétt, að þeir Mývetningar, sem vildu fá þetta fyrirtæki, voru of margir — og of ginnkeyptir fyrir þvi, sem „mölur og ryð fá grandað og þjófar koma og stela Uppskeran hefir orðið sem efni stóðu til, en um það ræði ég ekki hér. Að lokum, Franz, ég gæti best trúað, að við ættum sameiginlegar óskir um það um- Framhald á 14. siðu Rafmagnsleysi og blaðleysi á Húsavík Raf inagnstruflanir voru á Húsavik I gærmorgun að sögn Þórhalls Björnssonar, og raf- magnsskömmtun á staönum, svo menn hirðust viö kertsljós meðan rafmagnsins naut ekki við. Raf- magnið var skammtað i allan gærdag. Ekki ber inönnum fylli- lega saman um af hverju þetta stafar, en liklegast er þó talið að frosta- og þurrkakaflinn undan- genginn valdi þessum rafmagns- skorti á veitusvæði hinnar marg- frægu Laxárvirkjunar. Nokkuð mikill snjór er á Húsa- vik þessa stundina. Sáralitið er róið á sjó, enda gæftir slæmar og afli tregur þegar gefur. Atvinnu- leysi er þó ekki á staðnum. Enginn Þjóðvilji berst til Hús- vikinga þessa dagana þvi hann er sendur flugleiðis og ófært á flug- vellinum undanfarið, og nú bætist flugfreyjuverkfallið við. Hins vegar kemur þangað fremur ó- áreiðanlegt blað, Morgunblaðið, dag hvern, enda umboðsmaður- inn enginn annar en sjálfur stað- gengill John-Mannville-hringsins og honum að sjálfsögðu allar leið- ir opnar. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.