Þjóðviljinn - 15.12.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Nei. það var ekki af langri
notkun i fjölmörg glötuð ár. sem
hún var orðin slitin og þvæld.
Ástæðan hlaut að vera óvænt og
hrikaiegt slys. Taskan hafði verið
dregin gegnum þyrnótt kjarr,
fleygt i grjóthrúgu. Og svona
hefði hún litið út ef hún hefði
dregist niður ójafna grjóturð i
höndum eiganda sins.
Allt i einu fór eins og þrumu-
hljóð um höfuðið á Rósamundu. 1
fyrsta sinn stóð hún ráðþrota and-
spænis þeirri tilviljun, að.þetta
kom saman og heim við draum-
inn hennar. Af hverju hafði
hana dreymt svo skýrt að hún
hefði ýtt Lindy út af hæðarbrún,
einmitt kvöldið sem Lindy hvarf?
Og hvar höfðu skórnir hennar
orðið svona leirugir? Og kápan?
Og svo var það taskan. Rósa-
munda vissi varla hvað hún bjóst
við að finna þegar hún opnaði
töskuna hægt og með semingi og
leit ofanf hana.
Nú vissi hún hverju hún hafði
búist við — eða hvað hún hafði
vonað. An þess að vita hvers
vegna hafði hún vonað að taskan
væri tóm, eins og autt hylki, sem
búið væri að fleygja, dauð-
hreinsuð af sönnunargögnum
eins og allt annað i þessu dular-
fulla máli. En að sja að hún var
full af öllu þvi sem venjulega er i
tösku, greiðu, buddu, púðurdós,
tékkhefti, bókasafnskorti,
nokkrum samanbrotnum punds-
seðlum i lokuðu hólfi — það fannst
Rósamundu skelfileg staðfesting
á hinum óljósa en illa grun
hennar. Þetta gat ekki táknað
neitt annað en það að Lindy hefði
orðið fyrri slysi. Hvaða önnur
skýring gat v.erið á þvi að hún
hefði verið að hciman i næstum
tvo daga, peningalaus, án
ávisanaheftis, án allra hluta?
Hún hefði ekki getað gist á hóteli,
hún hefði ekki getað borðað úti,
hún hefði ekki getað keypt far-
miða i lest eða strætisvagni.
Kvenmaður færi aldrei að heiman
töskulaus, hvert sem erindi
hennar kynni að vera.
Nei, Lindy hafði eflaust tekið
með sér nýju og gljáandi töskuna
sina þegar hún fór að heiman i
gær, en hver hafði þá komið með
hana til baka i gærkvöld , blauta
og útjaskaða, og fleygt henni á
góifið i svefnherbergi Rósa-
mundu? Enn á ný þaut gustur
draumsins um huga hennar,
öldur draumahafsins lögðust að
henni. Hún minntist sigurhróssins
sem hún hafði fundið til i
miskunnarleysi draumsins,
þegar hún sá hvitt andlitið á
CELIA FREMLIN
KÖLD
ERU
KVENNA-
RÁÐ
Lindy sökkva i djúpið, nálgast
tortiminguna.
En gat verið, að þetta hefði ekki
verið draumur? Hún hafði verið
með háan hita i gær, gat verið að
hann hefði hækkað svo, að hún
hefði orðið öldungis ráðvillt? Og
var þá hugsanlegt, að hún hefði i
sliku ástandi lokkað hataðan óvin
út á eyðilega klettabrún og ýtt
henni fram af og farið siðan heim
án þess að muna nokkurn skap-
aðan hlut — nema i formi
draums?
En þótt þetta væri hugsanlegt.
voru ótal vankantar á þvi. Rósa-
munda tindi þá til hvern af
öðrum, sem huggun fyrir hrellda
sál sina. Fyrst og fremst var það
ekki svo einfalt að komast út að
ströndinni, það tók að minnsta
kosti tvo tima i lest og fyrst þurfti
að aðgæta brottfarartima lest-
anna. fara niður á brautarstöð,
kaupa farmiða og veik og ringluð
manneskja gæti tæpast gert allt
þetta. Og auk þess var ekki hægt
að treysta þvi að lestin færi beint
að eyðflegri klettaströnd sem
hentaði i þessu tilviki, i besta falli
að stöð i útjaðri baðstaðar. Þá
þyrfti að leita uppi strætisvagn,
aka gegnum ókunnan bæ, fram-
hjá húsum og gististöðvum og
finna leiðina að klettaströndinni,
ef hún fyrirfannst þá, og velja
stað sem ekki var þakinn dans-
pöllum og baðhúsum og öðru sliku
— og allt þetta i kolamyrkri með
fársjúkan likama og illa haldinn.
Og það sem var fráleitast af öllu:
hún hefði þurft að hafa Lindy i
eftirdragi og hún hefði þurft að
elta hana i blindni án þess að fá
nokkra skynsamlega skýringu. —
Jú, sjáðu til, ég þarf að leita að
klettabrún sem ég get ýtt þér
fram af án þess að neinn sjái.
Það gaf þvi auga leið, að þetta
kom ekki til greina.
En hvort sem það kom til
greina eða ekki, þá gat hún ekki
lokað augunum fyrir töskunni,
leirugu skónum og kápunni.
Þarna lágu þessir hlutir, liflausir,
miskunnarlausir, ónæmir fyrir
röksemdum. Það var tilgangs-
laust að segja þeim, að þetta væri
óhugsandi.
Sem snöggvast fannst henni
lausnin ofur einföld. Þegar allt
kom til alls var hún sterkust,
sterkari en allir hinir liflausu
ákærendur, einfaldlega vegna
þess að hún var lifandi en þeir
ekki. Hún þurfti ekki annað en
þvo leirinn af skónum og bursta
þá, hengja kápuna upp þangað til
hún þornaði og bursta hana siðan
vel, setja tösku Lindýar i hús
hennar, þar sem hún átti að vera,
og þá þyrfti hún ekki framar að
brjóta heilann um neina leyndar-
dqma. Hreint ekki.
Hún vissi auðvitað, eða öllu
heldur skynsami hluti heila
hennar vissi, að þetta væri glæp-
samleg fölsun á sönnunar-
gögnum, en þannig fannst henni
það samt ekki. Henni fannst þetta
einfaldlega liður i þvi að koma
lagi á hlutina á ný. Um leið skildi
hún hvers vegna lygarar og
svindlarar halda svo oft sjálfs-
virðingu sinni — gera það i raun
og veru. Það er ekki vegna þess
að þeir reyni að slá ryki i augu
fólks eða losna undan einhverju,
þeir eru einfaldlega að reyna að
láta sem afbrotið hafi aldrei verið
framið.
En áður en hún gat komið
þessari fljótræðishugmynd sinni i
verk, var dyrabjöllunni hringt og
henni varð hverft við. An þess að
hugsa sig um fleygði hún töskunni
inn á skápgólfið og hljóp niður
stigann.
Hún vissi naumast á hverju hún
átti von þegar hún opnaði dyrnar.
Lögregluþjóni með handtöku-
skipun? Hefndaranda Lindýar,
gegnsæjum og með glamrandi
hlekki? Það var ekki að undra
þótt Carlotta hörfaði nokkur skref
og góndi á hana.
— En góða min, ertu veik, eða
er eitthvað að?
— Nei, nei, það er að segja jú,
ég held ég hafi verið með flensu-
vott, en mér liður betur núna.
Komdu inn fyrir. Já, það er vist
hálf ruslaralegt inni. Rósamunda
lét móðan mása meðan hún
reyndi að jafna sig, og þegar
Carlotta var sest i stofu, fann hún
að svipur hennar var orðinn
nokkurn veginn eðlilegur aftur.
— Þakka þér fyrir, sagði
Carlotta og hagræddi sér i
hægindastólnum. — Annars
ætlaði ég ekkert að stansa, ég
þarf að lita eftir stóðinu. Þegar
Carlotta talaði um börnin sin, var
það oftast á einhvern galgopa-
legan hátt, svo að engu var likara
en börnin fjögur væru mun fieiri
og mun yngri en þau voru i raun
og veru, rétt eins og skari af nafn-
lausum rollingum við pilsfald
móðurinnar. — Ég kom bara með
skilaboð frá manninum þinum,
hann hafði áhyggjur vegna þess
að hann hafði margreynt að
hringja til þin i dag, og þegar
enginn svaraði hringdi hann til
okkar.
OG FJAÐRIRNAR FJÓRAR“
frásöguþœttir eftir Guðmund Böðv-
arsson, skáld á Kirkjubóli. Bók fyrir
alla, sem njóta íslenzkra frásöguþátta.
I fyrra kom út i sama flokki bókin
KONAN SEM LÁ ÚTI.
HÖRPUÚTGÁFAN
Laugardagur
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl ), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Böðvar Guðmundsson
heldur áfram að lesa söguna
,,ögn og Anton” eftir Erich
Kastner (8). Morgunleik-
fiini kl. 9.20. Tilkynningar
kl. 9.30. Létt lög milli atriða.
Morgunkaffiðkl. 10.25: Páll
Heiðar Jónsson og gestir
hans ræða um útvarpsdag-
skrána. Auk þess sagt frá
veðri og vegum.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 öskalög sjúklinga.
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
14.35 Vinsæl tónlist i Kina-
veldi. Arnþór Helgason
kvnnir.
15.00 islenskt mál. Asgeir
Blöndal Magnússon cand.
mag. talar.
15.25 Ilvað verður i barnatim-
um útvarpsins? Nokkrar
upplýsingar um barnaefni
um jólaleytið.
15.25 Útvarpsleikrit barna og
unglinga: „Itiki betlarinn”
eftir Indriða Úlfsson.Fyrsti
þáttur: Landsins l'orni
fjandi. Félagar i Leikfélagi
Akureyrar flytja. Leik-
stjóri: Þórhildur Þorleifs-
dóttir. Persónur og leikend-
ur: Broddi/Aðalsteinn
Bergdal, Geiri/Friðrik
Steingrimsson, skólastjór-
inn/Þórir Gislason, Solveig-
/Saga Jónsdóttir, Smiðju-
Valdi/Þráinn Karlsson,
móðirin/Þórhalla Þor-
steinsdóttir, Sigurður/Jón
Kristinsson, sögumaður
/ Arnar Jónsson.
16.00 F'réttir.
16.15 Veðurfregnir. Tiu á
toppuum örn Petersen sér
um dægurlagaþátt.
17.15 Framburðarkennsla i
þ.V7.ku,
17.25 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veður-
fregnir. 18.55 Tilkynningar.
19.20 Framhaldsleikritið:
„Snæbjörn galti” eftir
Gunnar Benediktsson Sjö-
undi og siðasti þáttur. Leik-
stjóri: Klemenz Jónsson.
Persónur og leikendur:
Kjalvör/Helga Bachmann,
Sænbjörn galti/Þorsteinn
Gunnarsson, Tungu-Oddur-
/Jón Sigurbjörnsson, Þór-
oddur i Þingnesi/Róbert
Arnfinnsson, llallgerður-
/Kristbjörg Kjeld,
19.45 Létt lög frá liollen/.ka út-
varpinu Metropol-hljóm-
sveitin leikur: Dolf van der
Ijinden stj.
20.15 Frá Bretlandi. Agúst
Guðmundsson talar.
20.40 A bókamarkaðinum.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Danslög.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
0"0
LAUGARDAGUR
17.00 Iþrótlir. 1 þættinum
verða mcðal annars sýndar
myndir frá innlendum
iþróttaviðburðum og um kl.
17.25. hefst enska knatt-
spyrnan. Umsjónarmaður
Ómar Ragnarsson.
19.15 Þingvikan. l>áttur um
störl' Alþingis. Umsjón
Björn Teitsson og Björn
Þorsteinsson.
19.45 lllé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar.
20.30 Söngelska fjölskyldan.
Bandariskur söngva- og
gamanmy ndaflokkur. Þýð-
andi Guðrún Jörundsdóltir.
20.55 Vaka.Sýnishorn úr jóla-
myndum kvikmyndahús-
anna og umsagnir um þær.
Umsjón Sigurður Sverrir
Pálsson og Erlendur
Sveinsson.
21.45 Gangur lifsins. Banda-
risk kvikmynd án orða um
áhrif nútimamenningar á á-
sýnd jarðar og hinn gifur-
lega mun ósnortinnar nátt-
úru og stórborgar.
22.05 Waterloo-brúin. Banda-
risk biómynd frá árinu 1940.
Leikstjóri Mervyn le Roy.
Aðalhlutverk Vivien Ijeigh
og Robert Taylor. Þýðandi
Jón O. Edwald. Ballettdans-
mær kynnist ungum her-
manni og þau ákveða að
ganga i hjónaband. En
brottför hans til vigstöðv-
anna ber brátt að, og ekkert
verður af giftingunni.
Nokkru siðar missir hún at-
vinnuna, og um svipað leyti
les hún i blaði andlátsfregn
unnustans.
23.50 Dagskrárlok.
Ný leikfangaverslun i Glæsibæ.
Allt sem rúllar, snýst, skoppar, tistir og
brunar. Fjölbreytt úrval.
Komiö, sjáið, undrist í UNDRALANDI
UNDRALAND