Þjóðviljinn - 15.01.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.01.1974, Blaðsíða 7
Þi iðjudagur 15. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Stjórnarfarið i Brasiliu er eitt það grimmasta og ruddalegasta. sem fyrirfinnst nú á timum. Margir geta sagt sögur þvi við- vikjandi, þar á meðal prestar, lögfræðingar og þlaðamenn. begar þeir tala við erlenda blaða- menn, fara þeir framá að nafna þeirra sé ekki getið. Yfirvöldin i Brasiliu skara aö þvi leyti fram úr þeim i Grikklandi og á Spáni i fúlmennskunni, að hjá þeim er algengt að drepa fanga eftir að þeir hafa verið pyndaðir. Það er einfaldlega gert til að tryggja að þeir kjafti ekki frá. Útrýmingarsveitir A vegum hersins og lögregl- unnar starfa sérstakar út- rýmingarsveitir. Þær ræna raun- verulegum eða meintum stjórnarandstæðingum, pynda þá og myrða siðan, ef þeim likar svo við að hafa. Siðastliðið ár hurfu margir á þann hátt, þeirra á meðal José da Mata Machado, fyrrverandi þingmaður, og maður að nafni Gildo Lacerda. Þeir voru handteknir i Sao Paolo og sakaðir um að tilheyra marxisk-leninsku félagi. Opin- berlega var tilkynnt að þeir hefðu játað á sig að hafa mælt sér mót við einhvern ,,óvin rikisins” i Recife. Þangað var farið með þá og þeir myrtir þar. í tilkynningu lögreglunnar hét það svo að þeir hefðu af slysni orðið fyrir skotum ,,þegar kom til átaka á götum borgarinnar.” Sextánda mars siðastliðið ár var jarðfræðistúdent að nafni Alexandre Wannuchi Leme hand- tekinn. Hann var velþekktur meðal stúdentanna i háskólanum i Sao Paolo. Samkvæmt tilkynn- ingu frá öryggislögreglunni „varð hann fyrir bil og beið bana” seytjánda mars. Leme var jarðsettur á ókunnum stað. Til- raunir fjölskyldunnar og presta, sem gengu i málið, til að fá likið afhent, urðu til einskis. Dó úr „blóðleysi” 1 april i fyrra gaf Amnesty International út lista yfir tuttugu og fimm menn, sem iögreglan hafði handtekið og látið höfðu lifið undir dularfullum kringum- stæðum um nokkurra mánaða bil. Listinn var sendur Medici forseta og hann beðinn að skipa nefnd til að rannsaka málið. Yfir- völdin hafa ekki ennþá svarað bréfinu. Meðal þessara tuttugu og fimm drepnu manna var blaða- maður að nafni Pfutzenreuter, sem samkvæmt tilkynningu lög- reglunnar dó úr „blóðleysi” mánuði eftir að hann hvarf. I janúar voru Lincoln Cordero Oest og Liiis Ghilardini drepnir „viö flóttatilraun”, og áttunda janúar drap lögreglan sex menn, sem komu til Recife i þeim tilgangi að vera þar á fundi, eftir þvi sem yfirvöldin sögðu. t febrúar „ök vörubill yfir” mann að nafni Antonio Benetzzo, meðan hann var I höndum öryggislögregl- Samkvæmt heimildum i Rio de Janeiro hefur brasiliska herforingjastjórnin lánað systurstjórn sinni i Chile sérfræðinga i misþyrmingum og pynd- ingum. Þessir sérfræðingar skóla og þjálfa liðsmenn chilisku valdaræningjanna i pyndingum. Brasilia hefur nú haft herforingjastjórn i tiu ár. Á þeim tima hefur sú stjórn komið sér upp fjölmennri og þraut- skipulagðri leynilögreglu, og i yfirheyrslustöðvum þess liðsafla þykja pyndingar sjálfsagður hlutur. Rfðandi lögregla ræðst með brugðnum sverðum á fólk, sem komið var sainan til sorgarmessu eftir sextán ára gamlan skólanema reglan hafði myrt. 12.000 pólitískir fangar í Brasilíu Stroessncr cinra-ðishcrra i Paragvæer maður alveg að skapi Brasiliustjórnar. Brasiliskir aðilar hafa fcst lé i kvikljárrækt, bönkum og tryggingafélögum i Paragvæ, og i sameiningu ætla þcssi tvö riki að byggja Ilaipu- stifluna i Parana—fljóti. Það verður stærsta rafaflstöð i heimi, af þeim sem eru knúnar með vatnsorku. Brasilisku hers- höfðingjarnir hafa einnig verið örlátir á lán við ihaldsstjórnina i Bóliviu. Algengt aö fangar séu drepnir „á flótta”. unnar. Dauði stúdentaleiðtogans Roques var tilkynntur fyrst þremur mánuðum eftir að hann hvarf. Yfirvöldin sögðu dauða hans hafa borið að höndum er hann „sýndi mótspyrnu við hand- töku.” Fyrir niu árum, þegar herinn rændi völdunum af Goulart, lög- lega kjörnum forseta landsins, lýstu herforingjarnir þvi yfir að markmið þeirra væri að koma aftur á lýöræði i landinu. Fyrir fimm árum, þegar núverandi for- seti Medici kom til valda, gaf hann sama loforð. En þvi fer fjarri að hershöfðingjarnir hafi hugsað sér að sleppa völdunum á næstunni. Þeir eru þegar búnir að útnefna einn úr sinum hópi, Geisel að nafni, til að taka við af Medici. Hann stjórnar sem stendur Petrobras, oliufélagi Brasiliu. Geisel tekur við forseta- völdum fimmtanda mars næst- komandi og verður fjórði hers- höfðinginn i forsetastóli eftir valdaránið. Undirbjuggu innrás i Úrúgvæ Brasilisku hershöfðingjarnir fögnuðu falli Allendes af heilum hug og hafa siðan aðstoðað sálu- félaga sina i Chile á ýmsan hátt, meðal annars meö þvi að sjá þeim fyrir pyndingafræðingum. Brasilia styður mestu afturhalds- stjórnirnar i Rómönsku-Ameriku og i hitteðfyrra, þegar likur voru taldar á þvi að hinn róttæki Seregni sigraöi ihaldsdólginn Bordaberry i forsetakosning- unum i Úrúgvæ, undirbjó Brasiliustjórn innrás i Úrúgvæ. En Seregni tapaði kosningunum og i júli i fyrra, þegar allsherjar- verkfall ógnaði efnahag Úrúgvæ, sendi Brasiliustjórn Úrúgvæstjórn þrjú hundruð vöru- bila með ýmsum vörum og bætti þar við þrjátiu miljón dollara kreppuláni. Ekki er búist við að neinar breytingar lylgi valdatöku Geisels hershöfðingja. Talið er vist að hann feti i fótspor fyrir- rennara sinna, ritskoði blöðin stranglega, bæli niður sljórnar- andstöðuna og stundi pyndingar. Amnesty International telur llklegt að tólf þúsund póliliskir fangar séu i Brasiliu, og i skýrslu sinni nalngreina þessi samtök um þúsund manns, sem sætt hafa pyndingum. Enginn veit hversu margir hafa veriö drepnir. En ekkert lát er á þvi að herinn og lögreglan skjóti handtekið fólk er það „reynir að flýja.” Margir hafa horfið eins og jörðin hali gleypt þá. Jan Tystad.fréttaritari Dagbladet i Brasiliu. Bandaríkin fara í stríö EFTIR ART BUCHWALD — Nei það er ekki hægt, sagði Wanamaker vinur minn i strætó i gær. — Nú hvað er ekki hægt? — Þú færð fólk aldrei til að fórna bensini, kyndingaroliu og öllu sem þvi fylgir án þess að gefa út striðsyfirlýsingu. — Ertu að verða vitlaus eða hvað? Þú ætlast þó ekki til að Bandarikin fari i strið'. — Eg sagði gefa út striðs- yfirlýsingu en ekki fara i strið. Við verðum að telja fólki trú um að þjóðin eigi i striði ef það á að sætta sig við kreppuráð- stafanirnar sem stjórnin beit- ir. — En hvernig getum við lýst striði á hendur einhverj- um án þess að fara i strið? spurði ég. — Einfalt vinur minn. Við fórum i strið i Indókina án þess að gefa út striðsyfirlýs- ingu. 1 þetta sinn köstum við striðshanskanum án þess að fara i strið. — Wanamaker, ertu að stinga upp á þvi að við lýsum striði á hendur Indókina? — Nei andskotinn, það mundi ekkert gagna. Enginn myndi fást til að spara út á strið þar. Við verðum að lýsa striði á hendur einhvers lands sem allir hata og er að pina okkur alla daga. — Hvaða landi hefurðu i huga? — Frakkland, svaraði Wanamaker. — Viltu að við lýsum striði á hendur. Frökkum? spurði ég steini lostinn. — Það er eina landið i heiminum sem Bandarikja- menn myndu vera fúsir til að aka á 50 milna hraða til að sigra það. — En á hvaða forsendum getum við lýst striði á hendur Frökkum? spurði ég. — Frakkar móðguðu Henry Kissinger i Brússel á dögun- um. — Það eru striðsaðgerðir, viðurkenni ég. — Þegar við gefum út striðsyfirlýsinguna aðhöfumst við ekert nema að stappa stál- inu i fólk á heimavigstöðv- unum. Við segjum fólki að i hvert sinn sem það skrúfar fyrir hitann fái Pompidou kvef! Við heitum á Banda- rikjamenn að þola matvæla- skort svo sá dagur megi risa að við marsérum niður Champs Elysées á nýjan leik. Við bendum á að hver oliu- brúsi sem við spörum þýöir einni flösku minna af léttvini á frönskum matarborðum. — Við skipuleggjum pappirs- og úrgangssöfnunar- herferð. Það verður að sann- færa alla þjóðina um mikil- vægi þess að beygja Frakka i duftið. — Þetta væri hægt, sagði ég Við gætum gert striðsmyndir sem sýndu Frakka beita ame- riska túrista ofbeldi,grimmd. — Blöðin okkur myndu verja siðu eftir siðu i upptaln- ingar á öllum þeim raunum, sem Frakkar hafa skapað Efnahagsbandalaginu, stakk Wanamaker upp á. —■ Bob Hope færi að semja striðsbrandara. — Og Raquel Welch héldi „sjó”. — Og þegar orkukreppan er liðin hjá og öllum finnst þeir hafi lagt fram sinn skerf til að sigra Frakka lýsum við yfir friði, sagði Wanamaker. — Með sæmd vitanlega, sagði ég. — Auðvitað verðum við að endurreisa Frakkland að striöinu loknu, sagði Wana- maker. — En þú sagðir að við myndum ekkert gera þeim annað en lýsa striöi á hendur þeim. Af hverju skyldum við fara að endurreisa landið ef við höfum ekkert tjón unnið þvi? — Vegna þess að Banda- rikjamenn endurreisa alltaf lönd sem þeir hafa sigrað. Hvers konar skepnur heldurðu eiginlega að við séum? ( ÞH þýddi)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.