Þjóðviljinn - 15.01.1974, Blaðsíða 15
ÞriOjudagur 15. janúar 1974 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 15
:xxx
:xxx
xxx xx
Erlend veigiskip við Island
t8 breskir tog
3 v-þýskir "
að veiðum
að ólöglegum veiðum
utan 50 sml. -
b 3 belgísk. " að veiðum samkv. hei:
F 1 færeysk. " " " " V^.
f 3 " línuv. samkvæmt heimilcjy-
f 3 " " utan 50 sml. 7
t. 60 veiðiskip
Par af 3 skip að ólöglegunr veiðum
' og 12 " utan 50 s‘Jm.' V
--
Frá írskum
Kærleiksfélag varð
eiturly f j ahringur
skynvillulyf jum. Segir i
skýrslunni að þau hafi blómstrað
af smygli á hassi frá Afganistan,
Indlandi og Libanon og svo af
framleiðslu og sölu á LSD. Tólf af
foringjum samtakanna hafa verið
handteknir og meðal þeirra dr.
Timothy Leary, sem nú afplánar
15 ára fangelsisdóm.
Félag þetta er sagt hafa stund-
að stóðlifi sem helgiathöfn i sam-
bandi við innbyrðingu eiturlyfja.
WASHINGTON 14/1 — Trúar-
leg samtök, sem stofnuð voru árið
1966 afdr. Timothy Leary, breytt-
ust í mjög virkan alþjóðlegan cit-
urlyfjahring á skömmum tima.
Velti hringur þessi um 200 miljón-
um dala, scgir i skýrslu sem hef-
ur verið lögð fyrir öldungadeild
Handarikjaþings.
Hór er um að ræða samtökin
„Bræðralag eilifs kærleika” sem
frá upphafi voru mjög hliðholl
Það er komin út ágæt bók
um Vestmannaeyjagosið, og
eru myndirnar i henni stór-
kostlegar. Bókin er eftir Arna
Gunnarsson fréttamann, er
var i Eyjum dáiitið lengi á
meðán gosið stóð yfir.
Kréttabréf i
Lögberg-Hcimskringla
Köttur úti í mýri
Islrnslit barnaleikrit
í t> j óðleikhúsinu
Laugardaginn 19. janúar verð-
ur frumsýning i Þjóðleikhúsinu á
nýju islensku barnaleikriti. en
það heitir „Köttur úti i mýri”.
Ilöfundur leiksins er Andrés Ind-
riðason, dagskrármaður hjá
Sjónvarpinu. Andrés hefur starf-
að hjá Sjónvarpinu frá þvi að það
tók til starfa og hefur stjórnað
upptöku leikrita og þátta.
Barnaleikurinn „Köttur úti i
mýri” er ævintýraleikur i 15 at-
riðum. Leikendur eru alls 15, en
með helstu hlutverkin fara leik-
ararnir Ævar Kvaran, Anna
Kristin Arngrimsdóttir, Flosi
Olafsson, Þórhallur Sigurðsson,
Jón Júliusson, Sigurður Skúlason,
frumsýnt
Klemenz Jónsson, Ingunn Jer.s-
dóttir, Einar Sveinn Þórðarson
o.fl.
Leikmyndir eru gerðar af Jóni
Benediktssyni, myndhöggvara,
en hann hefur starfað hjá Þjóð-
leikhúsinu i mörg ár við leik-
munasmiði o.fl. Jón hefur einu
sinni áður gert leikmyndir hjá
Þjóðleikhúsinu. Jón Benediktsson
er sem kunnugt er einn af þekkt-
ari myndhöggvurum hér á landi
og hefur tekið þátt i fjölda sam-
sýninga bæði hér og erlendiis,
Leikstjóri er Gisli Alfreðsson,
en Magnús Ingimarsson semur
tónlistina, sem flutt er i leiknum.
Erlend veiðiskip
við ísland 10. jan.
Dálítið lengi
Jón Júliusson og Þþrhallur Sigurðsson I hlntverkum ræningjanna I leik-
ritinu.
SÍOAN
Umsjón: Á.B.
Heilagir
menn
Atriði úr fréttamyndum, sem sýna forsetamoröið, eru felldar inn
I myndina.
Hvað eru margir heilagir
menn til i veröldinni? Þetta
hafa tölfræðingar páfans verið
að reikna út og komust þeir
nýlega aðþeirri niðurstöðu, að
þeir væru 1848 að tölu. Allir
setja þeir — það eru ékki
" í^íags;
apnum — við náðarstölinn 1
hæstum hæðum og liður frá-
bærlega vel. Nokkuð á sjöunda
hundrað hinna heilögu manna
voru ttalir i þessu lifi og næst
koma Frakkar, tæplega 600.
Svo að litið rúm hefur reynst
vera á himni fyrir annarra
þjóða kvikindi.
Lengsta setning
heimsbókmennta
Franskur bókmenntaklúbb-
ur hefur fyrir nokkru fengist
við athugun á þvi, hver væri
lengsta setning heimsbók-
menntanna. Að lokum þóttust
menn hafa fundiö hana i
skáldsögunni „Sódóma og
Gómorra” eftir Marcel
Proust. Fannst hún i fyrsta
bindi frönsku útgáfunnar á bls
268 — 270. Setningin er 814 orð.
Burt Lancaster og Robert Ryan i myndinni um forsetamoröið.
KVIKMYND UM
FORSETAMORÐ
Allt frá því aö John
Kennedy Bandaríkja-
forseti var myrtur i
Dallas, hafa ólikustu
menn dregið í efa þá
kenningu, að þar hafi
einn maður verið að
verki ótilkvaddur, Less
Harvey Osvald.
Nú hafa tveir menn gert
leikna kvikmynd um forseta-
morðið þar sem gengið er út
frá þvi, að um samsæri hafi
verið að ræða •
Höfundur myndarinnar eru
þeir Herbert Magidson og
Dalton Trumbo, en hinn siðar-
nefndi var á timum galdraof-
sókna McCarthytimans settur
á svartan lista i Hollywood og
mátti lengi ekki nálægt kvik-
myndagerð koma. Myndin
heitir á ensku „Executive
Action”. Þar er svo látið heita,
að uppgjafarherforingjar,
oliukóngar i Texas og lögregl-
an i Wahington hafi staðið að
morðinu, og komið ekki einum
leigumorðingja, heldur þrem
fyrir þar sem auövelt var að
skjóta á forsetann.
Höfundar myndarinnar hafa
tekið mjög mið af athugunum
þeirra manna, sem fært hafa
fram rök fyrir þvi, að einn og
sami maður hefði ekki getað
skotið þeim kúlum, sem hæfðu
Kennedy og Connally rikis-
stjóra. Þeir spyrja eins og
margir aðrir ýmissa óþægi-
legra spurninga eins og t.d.
hvers vegna simasamband
var rofið i Washington þegar
morðið átti sér stað. Og hvers
vegna létu hvorki meira né
minna en 17 vitni lifið eftir að
þau höfðu verið yfirheyrð um
vitneskju sina um morðið,
bæði af FBI og svonefndri
Warren-nefnd? Þrjú létust i
umferðarslysum. Tvö frömdu
sjálfsmorð að þvi er sagt er.
Eitt var skorið á háls. Annar
maður var drepinn með
karatehöggi á hálsinn. Og að-
eins fjórir hlutu — að þvi er
virðist — eðlilegan dauðdaga.
Burt Lancaster, Robert
Ryan og Will Greer leika aöal-
samsærismennina i þessari
mynd, en atriðin frá morðinu
sjálfu eru „ekta” — tekin úr
heimildarmyndum.
frændum
Pennavinur
trlendingur vill gjarnan
eignast pennavin á lslandi.
Hann lætur ekki aldurs eða
sérstakra áhugamála getið, en
utanáskrift hans er:
Georg Hayfield
17 Helgrave Rd.
Cathmines
Duhlin 6
Ireland.
Salon Gahlin
— Kúnstin viö að vera eðli-
legur er fólgin i þvi, að maður
er það frá náttúrunnar hcndi.