Þjóðviljinn - 15.01.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.01.1974, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 15. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Stööugt hrapar Manch. Utd. neðar á meðan sviptingarnar á toppnum harðna Sviptingarnar í toppbar- áttu enska fótboltans hafa haft i för með sér töluverð- ar breytingar á skipan efstu liða. Leeds, Liver- pool og Burnley eru að vísu enn efst, en breytingar hafa átt sér stað í næstu sætum þar fyrir neðan. At- hyglisvert er hve Everton hefur orðið að láta undan siga, og er liðið nú dottið niður i 8. sæti. Q.P.R., ný- liðarnir, sækja hins vegar óðum á og eru nú í 4.—5. sæti ásamt Derby. Manchester United lék á laugardaginn við West Ham og tapaði 1—2. Liðið 2. deild Fjórir leikir fóru fram i 2. deildarkeppninni i handknatt- leik um heigina. (Jrslit urðu þau, að Þróttur sigraði KA 22:19, Fylkir sigraði Völsung 15:14, Breiðablik sigraði Völs- ung 30:23 ogGrótta sigraði KA 30:20. t kvöld mætast svo KR og Þróttur, toppliðin I 2. deild. Karfa t körfuknattleiksmótinu sigraði Valur UMFS 96:65 (48:22), og tR sigraði HSK 84:78 (35:35). Blak Einn leikur fór fram i ts- landsmótinu i blaki, og þá sigraði UMF Biskupstungna Breiðablik 15:6 og 15:1. HK gaf leikinn við Laugdæli. lék að sjálfsögðu án Ge- orge Best, sem hefur nú al- gjörlega verið útilokaður frá félaginu. Hann er á sölulista, og þótt ýmsir hafi sýnt áhuga á að kaupa, eru allir hálf-ragir við að taka svona glaum- gosa í sínar raðir. Leikur Arsenal viö botnliðið i 1. deild, Norwich, var svo sannar- lega leikur kattarins að músinni, þótt markatölurnar yrðu ekki nema 2—0. Það var Alan Ball sem gerði bæði mörkin, hann lék eins og engill allan leikinn og er enn máttarstólpi Arsenal i hverjum leik. Liverpool átti i miklum erfið- leikum með Birmingham, og fjöl- margir aðdáendur Liverpool, sem lék á heimavelli voru afar ó- ánægðir með sina menn, þó að allt færi að visu vel að lokum. Loka- tölur urðu 3—2 heimasigur, en hann var siður en svo átakalaus. Úrslit á laugardag urðu annars þessi: 1. deild Arsenal-Norwich 2-0 Chelsea-Coventry 2-2 Derby-Burnley 5-1 Ipswich-Stoke 1-1 Leeds-Southampton 2-1 Liverpool-Birmingham 3-2 Manch.City-Leicester 2-0 QPR-Everton 1-0 Sheff.Utd.-Tottenham 2-2 West Ham-Manch.Utd. 2-1 Wolves-Newcastle 1-0 2. deild Aston Villa-Middlesbro 1-1 Blackpool-Orient 1-1 Bristol C.-Preston 0-0 Carlisle-Sheff.Wes. 2-2 C.Palace-Bolton 0-0 Derby 25 10 Fulham-Cardiff 0-1 qpr‘ 25 9 Hull-Millvall 1-1 Ipswich 24 11 Nottm.For.-WBA 1-4 Leicester 25 9 Portsmouth-Luton 0-0 Everton 25 10 Sunderland-Oxford 0-0 Newcastle 24 11 Swindon-Notts Co. fres.tað Southampt. 25 8 Arsenal 26 9 I.eeds Liverpool Burnley 24 11 Coventry 26 9 Manch. (tity 24 9 Sheff.lltd. 24 8 Wolves 25 8 Tottenham 25 7 Stoke 24 6 Chelsea 24 8 West liam 25 5 Ilirmingh. 24 5 i Manch. Utd.24 5 8 5 32-27 30 iNorwich 24 2 1 25 17 8 0 45-14 42 25 14 6 5 33-21 34 31-24 28 38-32 28 38-34 28 31- 27 27 27-25 27 32- 26 26 32-35 25 29-32 25 10 28-32 25 9 26-25 24 9 32-31 23 10 31-36 23 10 26-35 22 9 32-28 21 11 38-36 21 13 28-42 17 12 26-42 17 13 21-32 16 13 17-37 13 2. deild: Middlesbro 25 15 9 1 35-15 39 Orient 26 12 10 4 42-24 34 Luton 25 12 7 6 35-30 31 Carlisle 25 12 6 7 37-28 30 WBA 26 11 8 7 32-25 30 Blackpool 26 10 9 7 35-26 29 Nott. For. 25 9 10 6 33-23 28 NottsCounty24 10 7 7 37-36 27 Hull 26 7 12 7 26-27 26 Portsmouth 24 10 6 8 31-35 26 Sunderland 25 8 8 9 30-25 24 Aston Villa 25 7 10 8 26-25 24 Bristol C. 26 9 6 11 25-30 24 Fulham 25 8 8 9 20-24 24 Cardiff 26 7 9 10 29-35 23 Preston 26 7 10 9 29-37 23 Millwall 25 7 8 10 30-31'22 Bolton 25 8 5 12 23-26 21 Oxford 25 6 9 10 25-31 21 Sheff. Wed. 25 5 8 12 24-33 18 Swindon 25 5 6 14 22-39 16 C. Paiace 26 3 9 14 20-41 15 Islenska körfuknatt- leikslandsliðið valið r Cup keppninni sem fram fer í Helsinki Það tekur þátt í Pola 25. til 27. janúar n.k. Stjórn Körfuknattleikssam- bands islands hefur valið landslið það sem leika á fyrir islands hönd á Polar Cup keppninni sem að þessu sinni fer fram 1 Helsinki 1 Finnlandi dagana 25., 26. og 27. janúar n.k. Liðið verður þannig skipað: Kolbeinn Pálsson KR (28) Kristinn Jörundsson ÍR (10) Jón Sigurðsson Arm. (19) Þórir Magnússon Val (18) Agnar Friðriksson ÍR (23) Kolbeinn Kristinsson 1R (0) Birgir Guðbjörnsson KR (0) Gunnar Þorvarðsson UMFN (0) Jóhann Magnússon Val (0) Torfi Magnússon Val (0) Þorsteinn llaligrimsson SISU (31) Tölurnar I svigunum er lands- leikjafjöldi sá er viðkomandi leik- maður hefur leikið. og eins og á þeim sést eru 6 nýliðar i íslenska landsliðinu að þessu sinni, sem er óvenju há tala I landsliði, cn bendir til þess, að kynslóðaskipti séu að vcrða i islenskum körfu- knattleik. Þjálfari liðsins verður Einar Bollason formaður KKl, cn fram að þessu hefur Ólafur Thorlaeius verið landsliðsþjálfari. Hann fór með islenska liðinu i Bandarikja- ferðina i desember og hefur þar eflaust lært nijög mikið, en er þá látinn hælta mcð landsliðið; nokk- uð einkennileg ráðstöfun. Þá cr ástæða til að vekja sér- staka athygli á þvi, að Þorsteinn llallgrimsson leikur nú aftur með isl. liðinu, en hann er nú búscttur i Danmörku og starfar þar sein tæknifræðingur. Heppnir Ungverjar íTOili'! vin Björgvinsson skorar annað marka sinna. að ná jafntefli 21:21 í fyrri landsleiknum Ungverjarnir máttu þakka fyrir að ná jafntefli 21:21 i fyrri landsleiknum við íslendinga á laugardag- inn. islendingarnir kom ustyfir undir lokin 19:18 og 20:19, en heppnin var með þeim ungversku, og þeir tryggðu sér jafnteflið á lokamínútunum. ólafur H. Jónsson gat ekki leikið með islenska liðinu sökum þess að hann var i prófum á sama tima og leikurinn fór fram, og veikti það ís- lenska liðið mjög eins og gefur að skilja. En ótvi- ræðar stjörnur þessa leiks voru þeir Gunnsteinn Skúlason, sem þarna lék einn sinn besta landsleik, og Viðar Símonarson sem áreiðanlega hefur aldrei verið betri en um þessar mundir. Þá átti ólafur Benediktsson frábæran leik siðustu 15 minúturnar, en i fyrri hálfleik lék hann litið, enda vörnin þá afar slök og skakkt leikin eins og kom i Ijós i síðari hálf- leiknum, þegar breytt var til með mun betri árangri. .1 þessum leik komu fram nokkrir gallar á liðsstjórn is- lenska liðsins. Skal þar fyrst til nefna, að Karl Benediktsson þjálfari reyndi aö láta ákveðna menn leika bara i vörn en aðra taka við i sókn. Og hann hélt þessu svo stift fram, að jafnvel þegar Ungverjar komust i hraða- upphlaup var verið að skipta sóknarmanni útaf og varnar- manni inná. Sá siðarnefndi var stundum ekki kominn inná, þegar mark hafði verið skorað. Slikt sem þetta er hægt að gera i á- kveðnum tilfellum, en alls ekki öllum. Slikt er fásinna. Þá stillti Karl Gunnsteini Skúlasyni I hægra hornið sökum þess hve sterka hornamenn Ung- verjarnir eiga. En hann lét menn, sem ekki geta leikið stöðu Gunn- steins á miðjunni aftur gera það. En sá einsi sem gat leyst hann af, Hörður Kristinsson, var litiö sem ekkert inná. 1 þriðja lagi átti Axel Axelsson slæman dag, 12 skot en aðeins 3 mörk. Samt fékk hann að vera inná nær allan leik- inn. Þegar menn finna sig ekki eins og Axel i þessum leik á að hvila þá. Við það lagast menn oft og ekki að efa að svo hefði farið hjá Axel að þessu sinni. Þarna eru örfá dæmi nefnd sem skipta bekk-stjórnunina sem er alls ekki i lagi hjá Karli, og það væri engin minnkun fyrirhann að fá sér liðsstjóra til að sjá um innáskiptingar. Eins má gagn- rýna hann fyrir að reyna að leika flata vörn i fyrri hálfl. þar sem hann vissi alveg hvernig sóknar- leik Ungverjarnir leika. Tvöföld vörn eins og tekin var upp i siðari hálfleik var það sem gat stöðvað leikaðferð þeirra. Staðan i leik- hléi var 13:12 Ungverjum i vil, en eftir að skipt er um varnaraðferð i siðari hálfieik skora Islend- ingarnir 9 mörk, Ungverjarnir 8. I stuttu máli gekk leikurinn þannig fyrir sig, að lslendingar náðu góðu forskoti i byrjun, kom- ust i 2:0, 4:1, og 7:3. En Ungverj- ar söxuðu á forskotið uns þeir jöfnuðu 9:9 þegar 18 min. voru liðnar af leik. Staðan i leikhléi var 13:12 Ungverjum i vil. 1 siðari hálfleik sást á marka- töflunni 14:12 fyrir Ungverja, 15:13 en siðan varð jafnt 16:16. Eftir það voru lslendingarnir alltaf á undan að skora 17:16 og 18:17, 19:18 og 20:19. En þá skor- uðu Ungverjar tvö mörk i röð, staðan 21:20, en Björgvin jafnaði fyrir Island 21:21 Eins og fyrr segir báru þeir Gunnsteinn og Viðar af, en þeir Sigurbergur, Björgvin og Einar Magnússon áttu allir mjög góðan leik, en þó Sigurbergur alveg sér- staklega i siðari hálfleik, þá var hann frábær. Mörk tslands: Viðar 6, Einar 4, Gunnsteinn 3, Axel 3, Sigurbergur 2, Björgvin 2 og Auðunn 1 mark. — S.dór UMSJÓN SIGURDÓR SIGURDÓRSSONÍ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.