Þjóðviljinn - 07.02.1974, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. febrúar 1974. 1 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5
HjartabíU99. til
landsins í maí
Þetta er bill af sömu gerð og „hjartabfllinn” sem Blaöamannafélagið
hefur safnað fyrir og hingað kemur í maf.
Fyrir all-nokkru hóf Blaða-
mannafélag Islands söfnun til
kaupa á sérstökum „hjartabil”,
en þessari söfnun var hrundiö af
stað til minningar um Hauk
Hauksson, blaðamann, og er
tengd nafni hans. — Alls hafa nú
safnast tæplega tvær miljónir
króna. 1 samráði við Rauða kross
tslands og sjúkraflutninganefnd
Reykjavikurborgar hefur bifreið
verið pöntuð frá Noregi. Eftir
talsverðar umræður og athuganir
var ákveðið að festa kaup á full-
kominni Mercedes Benz sjúkra-
flutningabifreið, sem best er talin
þjóna þvi hlutverki, sem „hjarta-
bil” er ætlað. Bifreiðin er vel búin
tækjum og i henni er mjög góð að-
staða fyrir lækni og sjúkraliða.
Bifreiðin kemur ekki aðeins að
notum við flutninga á hjartveiku
fólki, hún getur komið að miklu
gagni við flutninga á fólki, sem
hefur orðið fyrir alvarlegum slys-
um, til dæmis raflosti, „köfnun”
eða „drukknun”, og öllum þeim,
er á skyndihjálp þurfa að halda,
þar sem hver minúta getur ráðið
úrslitum um lif eða dauða. í bif-
reiðinni verður hjartalinurit, sér-
stök súrefnistæki og fleiri nauð-
synleg tæki. Þetta verður full-
komnasta sjúkrabifreið sem Is-
lendingar hafa eignast, og verð-
ur hún afhent Rauða krossinum
til eignar og reksturs. Rauði
krossinn heldur námskeið fyrirþá
menn sem sjá um rekstur bifreið-
arinnar. I þeim tilgangi koma til
landsins menn frá norska Rauða
krossinum. Afgreiðslufrestur á
bifreiðinni er um þrír mánuðir, og
er hún væntanleg til landsins i
mai. Nokkra fjárhæð skortir til
tækjakaupa og væntir Blaða-
mannafélagið þess, að einhverjir
verði til að leggja þvi lið, svo búa
megi bifreiðina fullkomnustu
tækjum, sem völ er á. — Fram-
lögum má koma til Arnar Jó-
hannssonar á Morgunblaðinu og
Arna Gunnarssonar á fréttastofu
útvarps.
Þannig er merkiö sem ásatrúarmenn hafa látiö gera svo aö menn geti
boriðþaðibarmisértil minningarum 1100 ár tslands.
Er ásatrú að breiðast út?
Ásatrúarmenn frá
USA og Pýskalandi
koma hingað á þjóðhátið i sumar
Asatrúarfélagið hefur látið
gera táknmerki, til að minna á
1100 ára byggð á Islandi. Merkið
verður framleitt sem barmmerki,
sólkross bundinn rúnum, gerður
af silfri á bláum grunni, utan um
er svo áletrunin „1100 ár ts-
lands”, einnig i rúnum. Einnig
verðurtákn þetta gert i öðrum út-
gáfum, m.a. á minnispeningi,
sem félagið mun gefa út.
Þá hefur félagið látið gera
kingu úr silfri, sem táknar heims-
mynd ásatrúarinnar, eins og
henni er lýst i Eddunum.
Asatrúarmenn hafa mætt á
fundum hjá flestum Menntaskól-
um höfuðborgarinnar i vetur og
úrskýrt sin sjónarmið. Hafa fund-
ir þessir verið fjölsóttir og mjög
vel heppnaðir. 1 dag verður svo
fundur hjá Menntaskóla Akureyr-
ar, en seinna i mánuðinum er ætl-
unin að hafa almennan kynning-
arfund i Reykjavik. Þá verður, að
sjálfsögðu, einnig haldið þorra-
blót félagsins.
Ekki þurfa ásatrúarmenn að
kvarta yfir áhugaleysi um sin
mál, hvorki hérlendis né erlendis.
Hér var á ferð s.l. ár fjöldi er-
lendra blaðamanna, sem áttu við-
töl við félagsmenn, og hefur fjöldi
greina birst i blöðum viðsvegar
um heim. Þá gerðu ásatrúar-
menn útvarpsþætti, bæði fyrir
sænska og hollenska útvarpið, og
i bigerð er þáttur fyrir banda-
riska útvarpsstöð. Von er á ása-
trúarmönnum frá Bandarikjun-
um og Þýskalandi i heimsókn
hingað i sumar i tilefni þjóðhátið-
arinnar. Munu ásatrúarmenn
minnast 1100 ára afmælisins eftir
föngum, og er ýmislegt i bigerð
fyrir utan það, sem sagt er frá hér
að ofan.
VERKSMIÐJUSALAN
Súðarvogi 4
1
Mesta teppaúrval
borgarinnar
ÞRIÞÆTTUR LUPI
(sami vinsæii lopinn og seldur var í
Teppi hf., Austurstræti
Sabco og Bissell
teppahreinsarar og teppashampoo
Einnig mikið úrval af teppabútum á lágu
verði. Band afgangar í miklu úrvali.
Sérpöntuð teppi fyrir stigahús og
samkomuhús
NÆG BÍLASTÆÐI
VERKSMIDJUSALAN,
Súöarvogi 4 — Símar 36630 og 30581