Þjóðviljinn - 07.02.1974, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 7. febrúar 1974. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13
i einu kastaði hann grimunni og
reis á fætur.
— Nú förum við, vinir góðir,
sagði hann og brosti út að eyrum.
— Hvert? spurði ég varfærnis-
lega. — Við verðum að fá okkur
eitthvað að drekka, sagði Róbert.
— Það verður að halda þetta
hátiðlegt.
Enginn okkar þorði að spyrja
hvort ,,þetta” ætti við þessi nýju
tengsl eða fimmtiu pundin, en ég
hafði minar eigin hugmyndir um
það.
— Er opið? spurði Ned og leit á
klukkuna.
Róbert hló. — Þetta er London,
hrópaði hann og gekk af stað nið-
ur stigann. Ned sýndi engin svip-
brigði — hann hafði of mikla
sjálfsstjórn til þess — en ég þótt-
ist vita að slikar athugasemdir
hittu hjá honum auman blett.
Hann kærði sig ekkert um að vera
minntur á, að auk þess sem
Róbert var listamaður, var hann
lika Lundúnabúi og vissi allt um
stórborgina. t Bænum-sem-ekki-
má-nefna voru veitingahúsin
aldrei opnuð fyrr en klukkan tólf.
Við fórum allir þrir. Ég tók eftir
þvi, að Róbert bað Celiu ekki að
koma með. Annað hvort var hon-
um litið um að sýna sig opinber-
lega með henni, vegna þess að
fólk hélt ef til vill að hún væri
roskin frænka, eða þá að hann
vildi ógjarnan að hún væri nær-
stödd ef fimmtiu pundin kæmu til
tals.
Við settumst inn á krá við
King’s Road, en við höfðum ekki
setið þar nema fimm minútur
þegar Róbert bað okkur að biða
smástund og fór út. Hann var all-
lengi i burtu, og þegar hann kom
til baka höfðu sýnileg skapbrigði
átt sér stað.
— Segið mér hvernig kreista
má blóð úr steini, sagði hann og
dró djúpt andann. — Gefið mér tiu
auðveld ráð eða fimm erfið.
— Hvað er nú að? spurði ég.
— Bankinn, sagði hann og leit
snöggt á Ned eins og hann væri
ekki viss um að eyrun i honum
hefðu gott af að heyra þetta.
— Ég hefði annars haldið að þú
værir orðinn vinsæll þar núna,
sagði Ned brosandi og lyfti glas-
inu. Hann drakk veikan bjór. —
Eftir fimmtiu punda innlegg.
— En ég gat ekki fengið þessa
skratta til að borga mér út reiðu-
fé, sagði Róbert. — Þegar ég var
búinn að leggja tékkinn inn, vildi
ég auðvitað taka eitthvað út undir
eins. Þeir sögðu að það væri ekki
hægt, vegna þess að það voru að-
eins sex pens á reikningnum min-
um og það vissi ég vel. Þá sagði
ég þeim, að ég hefði rétt i þessu
verið að leggja inn fimmtiu pund,
en þá komu þeir með eitthvert
dómadags röfl um að tékkinn
þyrfti að standa i nokkra daga.
Hann hló dapurlega. — Mér tókst
þó að sannfæra þá með þvi að
biðja þá að hringja i bankann
Brúðkaup
Þann 29.12 voru gefin saman i
hjónaband af séra Ólafi Skúlasyni
i Bústaðakirkju Rósa Guðný
Bragadóttir og Ómar örn Ingólfs-
son. Heimili þeirra er að Stórholti
25. (Nýja myndastofan)
þinn. Það gerði þá mun rólegri að
til var innstæða fyrir tékknum.
Ég sá á Ned að honum leið verr
og verr. En það skal sagt honum
til hróss, að hann lét sem ekkert
væri. Ef hann var að velta fyrir
sér — og það gerði hann áreiðan-
lega — hve mikið af fimmtiu
pundunum Róbert hafði tekið út
til að sóa þeim i vin og kvenfólk
og áfengi i stað þess að kosta mál-
verkasýningu sina, þá lét hann
það ekki uppi.
— En loks tóku þeir sönsum og
létu mig hafa dálitið skæs, sagði
Róbert glaðlega, —og nú getið þið
rólegir drukkið bjórinn ykkar,
piltar.
Ned hafði gefið fyrsta hringinn
og nú tæmdi hann glasið sitt
þreytulega og setti það á borðið.
Róbert leit á það með fyrirlitn-
ingu.
— Hvern fjandann ertu eigin-
lega að drekka, sagði hann. —
Heldurðu að whisky skaði þig
eitthvað?
— Nei, það held ég ekki, svar-
aði Ned hljómlausri röddu.
Án þess að malda i móinn horfði
hann á Róbert eyða heilu pundi af
þeim peningum sem hann hafði
látið hann hafa, i whiský. Þá var
það reyndar ódýrara en nú —
heilflaska kostaði ekki nema 12
shillinga og 5 pens — og hann var
þvi höfðinglegur. Ég gaf i skyn að
við hefðum meiri þörf fyrir ein-
hvern undirstöðumat, og ég barði
i borðið til að kalla á þjóninn og
panta brauð og ost. En Róbert
greip fram i.
— Brauð og ost, Jói, hvæsti
hann. — Hver fjandinn er hlaup-
inn i þig? Brauð og ost á svona
degi! Hér eru engar smáholur og
nú förum við og fáum okkur
almennilegan hádegismat. Ég
borga og þið megið treysta þvi að
það skal verða gott og —
Hann lýsti fjálglega þeim krás-
um sem við áttum að fá og i þvi
kom þjónninn til að taka við pönt-
uninni.
— Ég ætla að biðja um tvær
brauðsneiðar og ost, sagði ég.
— Ég lika, sagði Ned.
Róbert leit á okkur á vixl. And-
litið á honum var eldrautt og hann
virtist að þvi kominn að springa.
— Heyrðuð þið ekki hvað ég
sagði? hrópaði hann.
— Jú, við heyroum það vel,
sagði ég. Nú var timi til kominn
að við værum einbeittir og fastir
fyrir.
Róbert barði i borðið. — Hvern
fjandann á það þá að þýða að tala
um svoleiðis hundafæðu eins og
brauð og ost?
— Við erum ekki sérlega
svangir, sagði Ned og reyndi að
milda þetta allt saman. — Það
eru ófáar hitaeiningar i whiský.
— Einmitt, hélt ég áfram með
ákafa. — Það er visindalega
sannað að ef maður drekkur á-
fengi fyrir máltið, er það lystauk-
Þann 25.12 voru gefin saman i
hjónaband af séra Þorsteini
Björnssyni Guðfinna Þorgeirs-
dóttir og Kristinn Agústsson.
Heimili þeirra er að Garðavegi 3
Hafnarfirði. (Nýja myndastof-|
an).
andi i bili, en eftir nokkra stund —
— Uss, hættu þessu kjaftæði,
hrópaði Róbert fokreiður. — Ég
nenni ekki að hlusta á það —
— breytist alkóhólið i sykur og
hefur mettandi áhrif, hélt ég á-
fram að rausa. — Það er þvi ekk-
ert undarlegt þótt við Ned séum
ekki —
— Haltu kjafti i fjandans nafni,
þrumaði Róbert og barði i borðið
með báðum hnefum. — Ég er bú-
inn að bjóða ykkur i hádegismat ■
og þetta eru þakkirnar — þetta er
móðgun — þetta er —
Þjónninn kom með tvo diska
sem á var brauð og ostur. Hann
setti þá beint fyrir framan Róbert
og horfði beint framan i hann eins
og hann vildi vekja athygli hans.
— Hvað er þetta? spurði
Róbert og rödd hans var ekki
hærri enhvisl. Hann benti á disk-
ana eins og hann hefði ekki þrek
til að segja meira.
— Brauð og ostur eins og beðið
var um, sagði þjónninn.
— Gerið svo vel, þér getið borð-
að þab sjálfur, sagði Róbert ró-
lega og hallaði sér fram á bar-
borðið.
Þeir horfðust i augu nokkur
andartök, svo sagði þjónninn
móðgaður á svip: — Ég er ekki
svangur.
Róbert hallaði sér f jær, en eftir
andartak rauk hann upp i ofsa. —
Þér eruð ekki svangur? hrópaði
hann. — Hér er þá ekki nokkur
maður svangur. Þessir tveir
þarna eru ekki svangir. Ég er
ekki svangur. Við —
— Rólegur nú, sagði maður
sem virtist vera gestgjafinn og
kom gangandi i átt til okkar með-
fram borðinu.
— Við skulum koma, gamli'
vinur, sagði Ned og tók um oln-
bogann á honum.
— Ég lúber alla sem segjast
ekki vera svangir, hrópaði
Róbert. Hann barði um sig með
krepptum hnefum og loks kom
þjónninn fram fyrir borðið.
— Vertu ekki að þessu, Jack,
sagði gestgjafinn og greip i hann.
— Reynið heldur að koma honum
viniykkar héðan út, hrópaði hann
til okkar. — Komið honum út
meðan hann getur enn gengið ó-
studdur. Eftir andartak verður
Jaek búinn að taka hann i karp-
húsið.
— Leyfðu mér að taka i hann,
urraði Jack. — Þá skal hann fá
brauð og ost.
Ég man aðéins óljóst hvað
gerðist næstu andartökin, en ég
man að Japani — eða maður sem
leit út eins og Japani — spratt á
fætur og hélt dyrunum opnum
fyrir okkur, meðan við Ned tog-
uðum af alefli i Róbert til að
koma honum út fyrir. Úti á göt-
unni var hann enn með háreysti,
og Ned likaði ekki sérlega vel sú
athygli sem við vöktum. Senni-
lega var það þess vegna sem við
gáfumst upp á að þrasa við
Róbert, sem lét ekki af þeim há-
væru íullyrðingum að við hefðum
móðgað hann með þvi að neita að
borba hádegisverðinn sem hann
ætlaði að bjóða okkur. Okkur
tókst að ná i leigubil, tróðum
Róbert inn i hann og settumst
sjálfir inn á eftir. Itóbert nefndi
nafnið á finu veitingahúsi og eftir
andartak var okkur stuggað út á
gangstéttina.
— Mer er það, sagði Róbert og
gekk af stað upp tröppurnar. Ég
gerði siðustu tilraun.
— Komdu nú, Róbert. — Það er
óþarfi að fara á svona dýran stað.
— List þér ekki á hann? spurði
hann.
— Nei, mér lika ekki litirnir
þar inni, sagði ég. — Þeir nota
fimmpundaseðla i veggfóður og
það særir fegurðarsmekk minn.
Það munaði minnstu að ég hefði
mitt fram, en svo fór Ned að
skipta sér af þessu.
— Þetta er rétt hjá Jóa, sagði
hann. — Þetta er brjálæði
Þetta-nægði. Ned hafði verið ó-
fyrirgefanlega klaufalegur. Hann
minnti Róbert á allt sem hann
hafði verið að þvi kominn að
gleyma og nú gat ekkert stöbvað
hann.
Fimmtudagur 7.febrúar
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. • 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8:45: Vilborg Dagbjarts-
dóttir heldur áfram sögunni
,,Börn eru bezta fólk” eftir
Stefán Jónsson (3).
Morgunleikfimikl. 9.20. Til-
kynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir ki. 9.45. Létt lög á
milli liða. Við sjóinn kl.
10.25: Ingólfur Stefánsson
sér um þáttinn. MorguiM
■popp kl. 10.40: The Alman
Brothers Band syngur og
leikur. Hljómplötusafniðkl.
11.00: (endurt. þáttur G.G.).
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttír og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frivaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Siðdegissagan: ,,I)yr
standa opnar” eftir Jökul
JakobssonHöfundur les (7).
15.00 Miðdegistónleikar: Zino
Francescatti og Fil-
harmoniusveitin i New York
leika Serenötu fyrir fiðlu,
strengjasveit, hörpu og
ásláttarhljóbfæri eftir Leon-
ard Bernstein, höfundur stj.
Leonard Pennario og
Sinfóniuhljómsveitin i Pitts-
burg leika Pianókonsert i F
dúr eftir George Gershwin,
William Steinberg stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popphornið.
16.45 Barnatimi: Ágústa
Björnsdóttir stjórnar Með
henni lesa Knútur R.
Magnússon og Sigriður
Amundadóttir efni úr bók-
um i þýðingu Freysteins
Gunnarssonar.
17.30 Framburðarkennsla i
ensku.
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veður-
fregnir. 18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá. Daglegt mál.
Helgi J. Halldórsson cand.
mag. flytur þáttinn.
19.10 Bókaspjall og mynd-
listarþátturinn i skimuiini.
Umsjónarmenn: Sigurður
A. Magnússon og Gylfi
Gislason. Þættirnir eru
steyptir saman i eina heild
að þessu. sinni og fjalla um
Ragnar Jónsson i Smára.
20.15 „Gullna hliðið”, tónlist
eftir Pái isólfsson við sjón-
leik Daviðs Stefánssonar frá
Fagraskógi. Sinfóniuhljóm-
sveit Islands leikur, Páll P.
Pálsson stjornar.
20.40 Leikrit: „Andlát móður
frúarinnar” eftir Georges
Feydeau. Þýðandi: Úlfur
Hjörvar. Leikstjóri: Helgi
Skúlason. Persónur og leik-
endur: Yvonne: Helga
Bachmann. Lucien: Þor-
steinn Gunnarsson. Anette:
Þórunn Magnea Magnús-
dóttir. Joseph: Árni
Tryggvason.
21.40 Strengjakvartett i d-moll
(K-421) eftir Mozart.
Smetana kvartettinn leikur.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Morðbréf
Margeirs K. Laxdals, —
sjötti hluti.Saga eftir Hrafn
Gunnlaugsson i útvarpsgerð
höfundar. Flytjendur: með
höfundi: Rúrik Haraldsson,
örn Þorláksson og Lárus
Óskarsson.
22.40 Manstu eftir þessu? Tón-
listarþáttur i umsjá Guð-
mundar Jónssonar pianó-
leikara.
23.25 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
Bókhaldsaðstoð
með tékkaíævslum
f^BÚNAÐARBANKINN
\fl/ REYKJAVÍK
LEIKFANGALAND
Leikfangaland
Veltusundi 1. Simi 18722.
Fjölbreytt úrval leik-
fanga fyrir börn á öllum
aldri. — Póstsendum.