Þjóðviljinn - 07.02.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.02.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 íslenska umboðssalan er að verða: Jafningi SH og SÍS í útflutningi á frystri loðnu — útvegaði nokkrum frystihúsum lán til að auka frystigetu þeirra í viðtali vð Þjóðviljann, sem birtist i blaðinu i gær sagði Guð- jón B. Ólafsson framkvæmda- stjóri sjávarafurðadeildar SÍS, að SÍS hefði rnisst 4 frystihús til Bjarna Magnússonar fyrrum starfsmanns SÍS, sem nú fæst við loðnuútflutning, en hann stjórnar fyrirtækinu islenska umboðssai- an. Guðjón sagði að þessum frystihúsum hefði verið veitt á- kveðin fyrirgreiðsla frá ÍU með fjármagn og þess vegna hefðu þau farið frá SÍS. Við höfðum i gær samband við Bjarna Magnússon og spurðum hann hvernig þessi fyrirgreiðsla hefði verið og hvaðan fjármagnið væri komið. — Þannig er málið vaxið, að ég hef fengist við loðnusölu til Jap- ans frá þvi árið 1971, og höfum við alltaf skipt við samá aðilann. Þá var það fullyrt af sölusamtökun- um (SH og S1S> að ekki væri hægt að selja nema 1000 tonn af frystri loðnu til Japans, markaðurinn væri ekki meiri. Samt gerðum við samning það ár uppá 2300 tonn og hærra verð en þeir og nýja flokkaskiptingu og það þá flokka- skiptingu sem i dag gildir fyrir alla aðila hér, sem selja loðnu til Japans. Arið eftir eru svo sölusamtökin komin upp i 3000 tonn og við með mikið magn einnig. En þá sögðu Japanir að fyrst við gæt- um ekki selt þeim nægjanlegt magn yrðu þeir að fara til Norð- manna og kaupa loðnu þar. Það ár hófust svo loðnukaup frá Nor- egi. 1 fyrra gerðum við svo samning um sölu á 10.000 tonnum, sem við gátum auðvitað ekki uppfyllt, en var þó visbending um, hvað við- skiptavinurinn vildi kaupa. Við gátum útvegað 1500 tonn, og þá sagði kaupandi okkar i Japan að þetta væri alltof litið og hvernig standi á þvi að við getum ekki selt meira magn. Við sögðum honum þá að ef hann gæti greitt okkur fyrirfram eða útvegað okkur lán til þess að byggja upp frystigetu þeirra húsa sem við skiptum við og auka hana, gæti hann fengið meira magn. Hann féllst á að gera þetta og siðan skipulögðum við bara hvað þyrfti að gera fyrir þau hús sem við höfðum haft fram að þessu og fyrir nýja aðila sem vildu koma inn i þetta. Nú kaupum við af 10 aðilum sem frysta loðnu og getum selt til Japans 5000 tonn i ár, allt vegna þessarar fyrirgreiðslu sem við fengum hjá kaupanda okkar i Japan. — Hvað heldur þú að hægt væri að selja mikið magn af frystri loðnu til Japans? — Islendingar selja nú nærri 40 þúsund tonn af frystri loðnu til Japans, en markaðurinn allur þar er um 100 þús. tonn. Þvi er það bara spurningin hversu duglegir sölumenn við erum, þvi við verð- um að keppa við Norðmenn og Rússa á þessum markaði. — S.dór 26% hækkiin bilastyrkja borgarinnar Bifreiðastyrkir borgarstarfs- manna hækka um 26% fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs. Borgarráð hefur samþykkt til- lögu þessa efnis frá forstöðu- manni Vélamiðstöðvar borgar- innar, sem byggist á hækkun rekstrarkostnaðar bifreiða á sl. ári. Akvörðunin um hækkun er að- eins látin ná til hálfs ársins 1974, þar sem bilastyrkjakerfi borgar- innar er nú i endurskoðun, og er niðurstaðna vænst fyrir mitt ár. —vh Meinleg villa Meinleg vilia var i upphafi stutts viðtals við Guðjón B. Ólafsson framkvæmdastjóra sjávarafurðardcildar SÍS i gær. Þar stendur að Guðjón hafi sagt það sölúmálum okk- ar á loðnu til góðs að fjölga út- flytjendum, cn eins og segir i fyrirsögn og raunar siðar. i viðtaiinu sagði Guðjón að það væri EKKI til góðs, sem sagt orðið EKKI féll niður. Alþýðubandalagið: Ráðstefna um sveitar- stjómarmál 2.-3. mars Alþýðubandalagið boðar til ráðstefnu um sveitar- Aukaaðal- fundur Yerðandi Verðandi, félag róttækra stúdenta i Háskóla Islands, held- ur i kvöld aukaaðalfund vegna stefnuskrárgerðar félagsins. Þá er einnig á dagskrá fundar- ins greinargerð og ályktun i her- stöðvamálinu, og ennfremur verður fjallað um skipulagsmál og starfið framundan. Fundur Verðandi verður i Stúdentaheimilinu við Hring: braut i kvöld, fimmtudag, og hefst kl. 20. Framkvæmdastjórnin stjórnarmál dagana 2. og 3. mars nk. Ráðstefnan hefst kl. 14 laugardaginn 2. mars og stendur til kl. 18. Sunnu- daginn 3. mars hefst fund- ur kl. 14 og lýkur væntan- lega um kvöldið. A ráðstefnunni verða tekin fyrir fjölmörg sameiginleg vandamál sveitarfélaganna, skipulag lands- hlutasamtakanna, starfsaðstaða sveitarstjórnarmanna og vaxandi áhrif embættismanna og sérfræð- inga á alla stjórnarhætti. For- maður fjárveitinganefndar Geir Gunnarsson, ræðir um fjármál og framkvæmdir sveitarfélaga. Þess er eindregið vænst að sveitarstjórnarmenn á vegum Al- þýðubandalagsins sæki ráðstefn- una. Fulltrúar sveitarstjórnar- manna á Norður- og Austurlandi eru væntanlegir á fundinn. Dagskrá ráðstefnunnar verður nánar auglýst siðar. Um 20 loðnuskip biðu iöndunar I Reykjavikurhöfn I gærmorgun. Hér sjást tveir bátanna drekkhlaðnir við bryggju. Það eru Þórður Jónasson EA og Venus GK (Ljósm. S.dór). Sitthvað úr sanm- ingunum við Isal í fréttabréfi um kaup og kjör hjá ísal, sem samninganefnd verkalýðsfélaganna, er þar áttu aðild að samningum hefur sent frá sér, segir m.a. um nýgerða kjarasaminga: Fyrstu tónleikar á siðara miss- eri verða haldnir i kvöld 7. febrú- ar. Stjórnandi verður Jussi Jalas frá Finnlandi og einleikari Arve Tellefsen frá Noregi. A efnis- skránni verða þessi verk: Hary Janos svita eftir Kodály, fiðlu- konsert eftir Max Bruch og Sin- fónia nr. 2 eftir Sibelius. Norski fiðluleikarinn ARVE TELLEFSEN er i fremstu röð fiðluleikara á Noðurlöndum. Hann er fastráðinn konsertmeist- ari hjá Sænsku útvarpshljóm- sveitinni en hefur jafnframt kom- ið fram sem einleikari i mörgum helstu borgum Evrópu. Arve Tellefsen var einleikari hjá Sænsku útvarpshljómsveitinni á Listahátiðinni i Reykjavik 1972. JUSSI JALAS er islenskum tón- leikagestum einnig að góðu kunn- ur frá fyrri heimsóknum, 1950, 1954 og 1967 og á Listahátiðinni 1972 þar sem hann stjórnaði Sögu- sinfóniunni eftir Jón Leifs. Hann er nú aðalhljómsveitarstjóri finnsku óperunnar, en hefur einn- ig stjórnað ýmsum fremstu hljómsveitum Evrópu, Banda- rikjanna og Japans. A siðara misseri verða fluttir 8 Samkvæmt þeim verður lægsta útborgað mánaðarkaup yfir 40.000,- krónur. Eftirvinna er felld niður á föstudögum (ekki öll vinna á föstudögum, eins og Morgunblaðið sagði i gær). reglúlegir tónleikar hálfsmán- aðarlega, og verða hljómsveitar- stjórar, auk Jussi Jalas, Karsten Andersen, PáU P. Pálsson og Bohdan Wodiczko. Einleikarar verða Björn Ólafsson fiðluleikari, Lazslo Simon pianóleikari, Gunn- ar Kvaran cellóleikari, Leon Goossens óbóleikari, Gisli Magnússon pianóleikari, Ann Schein pianóleikari, og franska óperusöngkonan Mady Mesplé syngur með hljómsveitinni á lokatónleikunum 23. mai. Tryggð er 8 klukkustunda sam- felld lágmarkshvild á sólarhring. Vaktaálag hækkar og verður 36,2% á þriskiptum vöktum. Laun hækka um 13% frá 1. jan. sl. og siðan um 4% 1. sept. nk. og enn um 4% 1. april 1975. Hlutfall milli launaflokka verður óbreytt, þótt samið verði um breytingar á visi- tölu. Lausráðnir starfsmenn, sem unnið hafa 600 klukkustundir eða meira skulu njóta sömu réttinda og fastráðnir starfsmenn i veik- inda- og slysatilfellum. í slysa- og atvinnusjúkdómstilfellum greið- ast fyrstu 2 mánuðirnir á fullum launum og næstu 10 mánuðir á 80% af launum. Kona sem unnið hefur hjá tsal i eitt ár, heldur launum i 6 vikur, er hún er fjar- verandi vegna barnsburðar. Slysatrygging hækkar úr kr. 1.250.000,- i kr. 1.625.000,-. Fyrsti mánudagur i ágúst verði fridagur án frádráttar i launum. 85 starfs- menn hækka um einn flokk, þann- ig að enginn verður i 1. launa- flokki. Sérstök hækkun kemur á laun iðnnema. Ef starfsmenn veikjast i orlofi og geta af þeim sökum ekki notið orlofs fá þeir viðbótarorlof, jafnlangt og veik- indatimanum nemur, en skilyrði þess er þó, að slik veikindi séu strax i upphafi tilkynnt til starfs- mannadeildar. Um ýmis fleiri atriði var samið i þessum samningum. Petrosjan með tvo vinninga Petrosjan hefur nú fengið ann- an vinning gegn Portisch i undan- keppni HM i skák og þykir nú nokkuð sýnt að það verði Petro- sjan og Kortsnoj sem tefli i und- anúrslitunum, en Kortsnoj hefur unnið tvær skákir gefn Mecking. Spasski og Karpof hafa sigrað sina andstæðinga og þeir lenda saman i undanúrslitunum og tefla einhvern tima i april. sennilega i Moskvu. DAS: Hæstu vinningar Hæsti vinningur i DAS kom á miða nr. 26127, ibúð eftir vali kr. 750 þús. Dregið var um átta bifreiðir eftir vali og komu þær á miða nr. 11600 (350 þús.), 21834 (300 þús.), 14965, 22954, 23162, 33576. 42775 Og 47474 (250 þús.) Utanferð kr. 50 þús. kom á miða nr. 31952 og 63219 Húsbúnaður eftir vali, kr. 25 þús, kom á miða nr. 2004, 18704 og 57292. Húsbúnaður eftir vali kr. 15 þús kom á miða nr. 8654, 31522, 36948, 52549 og 64010. Þá voru dregnir út fjörutiu 10 þús. kr. vinningarog 341 vinningur á 5 þús. kr. V Fyrsti visir lahdsbyggðasafns Gömul hús frá Vopna firði flutt í Árbæ Borgarráð samþykkti á fundi sinum í fyrradag að heimila Þjóð- minjasafninu að setja niður tvö gömul verslunarhús frá Vopna- firði á safnsvæði Arbæjar. Er það væntanlega fyrsti visir að alhliða byggingasafni eða landsbyggða- safni á þessum stað, en þetta verða fyrstu gömiu luisin I Arbæ, fyrir utan kirkjuna, scm ekki eru úr Reykjavik. Húsin tvö frá Vopnafirði eru frá fyrri hluta siðustu aldar og standa miðsvæðis i gamla þorp- inu i Vopnafirði, á þeim stað, sem Kaupfélagið þar hyggur nú á mikil umsvif, ætlar að reisa verslunarhús, frystihús og fleira. Stóð jafnvel til að rifa húsin, en Þjóðminjasafnið hefur komið i veg fyrir það. Húsin eru fremur illa farin, en verða tekin sundur og gert. við þau um leið og þau verða reist á nýja staðnum. Þjóðminjasafnið mun sjá um flutning samkv. sam- komulagi við borgina. Mun safnið ætla að nota þau að einhverju leyti fyrir geymsluhúsnæði og jafnvel til sýninga. _vh Jalas stjórnar Sinfóníunni Tellefsen einleikari í kvöld

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.