Þjóðviljinn - 17.03.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. marz 1974.
HafnarmálaannáU
úr
Þorlákshöfn
Miklar annir herja nú á Vita- og
hafnarmálastofnunina. Nú mun
standa yfir siðasta stórhönnun
Þorlákshafnar og veltur á miklu
að vel heppnist. Eins og kunnugt
er standast flestar hannanir
Hafnarmálaskrifstofu nema þá
helst stöðugleika- og undirstöðu-
spár, sem hafa stundum reynst
ónákvæmar. Þó er það hrein und-
antekning að hafnargarðar hverfi
i djúpin blá með sporði og haus.
Aftur á móti hafa undirstöður
stundum reynst svikular og sjást
þess viða merki, en það verður
aldrei að við öllu séð i eldfjalla-
landi. Að sjálfsögðu stenst kostn-
aðaráætlun aldrei, en hún fer
venjulega ekki nema nokkur
hundruð % fram úr áætlun og
tæpast normalt að krefjast meiri
nákvæmni. Fyrri hannanir Þor-
lákshafnar hafa reynst best ef
ekkertskip hefur verið i höfn þeg-
ar hvesst hefur af hafi. Illskeytt
hafáttin hlifir engu en hellir sér
yfir alþingismenn jafnt sem
skipshöfn. Oft verða sjómennirnir
að hirast um borð meðan veður-
ofsinn er mestur til að bjarga
skipum frá þvi að brotna i spón.
Heyrst hefur að nú skuli annar
háttur upp tekinn en i hin fyrri
skiptin. Þvottabalatilraunadeild-
in hefur verið flutt frá Hamborg á
Keldnaholt sem auðveldar alla
hönnun að mun þegar ekki er
lengur vik milli vina. Nýbakaður
siglingamálaráðherra getur skipt
sköpum i hafnarmálum lendi
hann ekki i myrkviðum visind-
anna. FFSt samþykkti á siðasta
þingi sinu að láta sig hafnarmál
meiru varða en verið hefur og er
það vel. Betur getur reynst þeirri
stofnun að sigla fullum seglum á
þær rastir og láta kenna aflsmun-
ar um hagnýta þekkingu hafnar-
mála, en hana má sist vanta
hvort sem framkvæmdin er stór
eða smá, auðveld eða af erfiðara
taginu. Hafaldan djúpa er þung i
vöfum. Ahlaðandinn breytilegur.
Vindar hrekkjóttir. Straumar
öldumagnandi eða hið gagnstæða.
Enga reynslu, enga faglega þekk-
ingu má hunsa þá hafnir eru
hannaðar. Verkin sýna merkin og
verða ekki vefengd.
Steindór Árnason.
Spurning
til Halldórs E,
Til hæstvirts landbúnaðarráð-
herra, Halldórs E. Sigurðssonar.
Vegna fundar er við Dagbrún-
armenn héidum i Háskólabiói 26.
febrúar um hina nýgerðu kjara-
samninga sem gerðir hafa verið
við rikisvaldið og atvinnurekend-
ur. Kom fram hjá einum fundar-
manna er lét ljós sitt skina,
Gústafi A. Skúlasyni, að vara-
formaðurinn okkar, Guðmundur
J. Guðmundsson, hafi fyrirskipað
að áburðarverksmiðjan i Gufu-
nesi skyldi stöðvuð eða hætta
starfrækslu aðfaranótt 20.
febrúar siðastliðins. Nú langar
mig að biðja yður að skýra frá þvi
hvað hæft er i þessu máli þar sem
þér eruð æðsti yfirmaður þessa
rikisfyrirtækis.
Yðar einlægur
verkamaður i
Dagsbrún
1KENJAR
Mynd: Francisco Goya y Lucientes Mál: Guðbergur Bergsson
30.
Hvers vegna
að fela þá?
í P-handritinu stendur: „Svarið við
spurningunni er einfalt. Vegna þess að
karlinn vill ekki eyða sjóðum sinum.
Og gamalmennið eyðir þeim aldrei,
vegna þess að það er enn þá áttrætt, og
á ekki nema mánuð eftir i þessu lifi,
þótt það haldi sig eiga yfrið nóg af
tóru, en engan auð. Þannig getur nisk-
an misreiknað sig”.
Af koparstungunni eru til tvær frum-
teikningar. önnur þeirra er af þremur
mannshöfðum, en við samanburð eiga
þau fátt sameiginlegt með mönnunum
á koparstungunni. Hin teikningin er á
flestan hátt eins að gerð og kopar-
stungan, en þar vantar þó pipuhattinn.
Hér eru erfingjar á ferðinni, háðsk-
ir, hlakkandi og eftirvæntingarfullir.
Einn þeirra hefur búist háðsklæðum
og sett pipuhatt á höfuðið. Ekki kann
ég að ráða dulda merkingu þessa
manns, sem er afar minnisstæður, á
annan hátt en þann, að hann sé áhorf-
andinn, sem horfir með smeðjulegum
viðrinissvip á spegilmynd sina, að
rpinnsta kosti horfir hann beint i augu
þess, sem myndina skoðar.
Auðsætt er, að Muggur hefur lært
mikið af Goya og glettni hans. t teikn-
ingum hans af þjóðlegum, islenskum
tröllum eru áhrifin hvarvetna ljós.
Aðrir islenskir málarar gera þau súr á
svip, og sómir það sér vel á tröllum
háalvarlegrar þjóðar. Engu að siður
eru allar ófreskjur i myndlist frá Goya
runnar, hversu þjóðlegar sem þjóð-
legu fólki kann að finnast þær vera.
Borgnesingar sýna
Olympíuhlauparann
Leikstjórar og leikendur I Olympfuhlauparanum á æfingu.
Undanfarið hefur leikfiokkur á
vegum Ungm enna féla gsins
Skallagrims i Borgarnesi sýnt
gamanleikinn Oiympiuhiaupar-
ann eftir Derek Renfield. Leik-
stjóri er Kristján Jónsson og að-
stoðarleikstjóri Freyja Bjarna-
dóttir. Niu bráðefnilegir áhuga-
leikarar fara með hlutverk i
leiknum.
Leikurinn hefur þegar verið
sýndur fimm sinnum i Borgarnesi
og einu sinni i Búðardal, við
ágæta aðsókn og mikla kátinu
áhórfenda.
Ætlunin er að sýna leikinn á
Akranesi þriðjudaginn 19. þ.m.,
og tvær sýningar eru enn fyrir-
hugaðar i Borgarnesi. Ennfremur
er ætlunin að sýna hann á Snæ-
fellsnesi, og verður það væntan-
lega um helgina 23. og 24. þ.m. að
Röst á Hellisandi og að Lýsuhóli i
Staðarsveit.
Fólk er eindregið hvatt til að
missa ekki af þessu ágæta tæki-
færi til að hlægja dátt eina kvöld-
stund.
Þing tann-
læknanema
Félag tslenskra tannlækna-
nema, scm er mcðlimur i sam-
tökum norrænna tannlækna-
ncma, hefur tekiö að sér að halda
þing hér i Reykjavik, dagana 14.-
18. mars, en það er haldiö hér i
sambandi við 25 ára starfsemi fé-
lagsins.
Þing sem þetta er haldið tvisv-
ar á ári, og skiptast skólarnir þá á
um að halda þau. A Norðurlönd-
um eru nú starfandi 11 tann
læknaskólar, en verið er að
byggja tvo nýja.
Helstu málefni til umræðu á
þessu þingi verða m.a. „sam-
bandið á milli tannlæknanema og
aðstoðarfólks tannlækna, með til-
liti til sameiginlegs náms”. Þá
verður og fjallað um „stúdenta-
skipti á milli meðlimafélaga
hinna norrænu samtaka”.
Félag
frönskukennara
Fyrir skömmu var stofnað i
! Reykjavik Félag frönskukennara
á Islandi. Markmið félagsins er
að vinna að eflingu frönsku-
kennslu i islenskum skólum,
treysta samstarf frönskukennara
og gæta hagsmuna þeirra. Fyrsta
stjórn félagsins er þannig skipuð:
Formaður Magnús G. Jónsson,
ritari Emil Eyjólfsson, gjaldkeri
Herdis Vigfúsdóttir. Meðstjórn-
endur: Sigriður Magnúsdóttir og
Rósa Gestsdóttir.
Forseti tslands hefur hinn 13.
mars sl. samkvæmt tillögu dóms-
málaráðherra veitt sýslumannin-
um i Dalasýslu, Yngva Ölafssyni,
lausn frá embætti að eigin ósk frá
15. mai nk.