Þjóðviljinn - 17.03.1974, Blaðsíða 9
Sunnudagur 17. marz 1974. ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 9
BÖRNIN
OKKAR
Allir tala um fóstrið,
en hver hefur áhuga á kjörum barnsins?
A vinnustað einum hér i borg
voru viðhorf til mismunandi kyn-
þátta til umræðu og sýndist sitt
hverjum. Þetta var á dögum sex
daga striðsins. Deilurnar urðu
langar og harðar tóku sig upp
hvað eftir annað og entust þvi i
marga daga. Mér er fátt minnis-
stætt af þessum málflutningi. Eitt
atriði situr þó svo fast greipt i
hugskot mitt að þvi skýtur upp á
ólikustu augnablikum og við allar
mögulegar aðstæður. En það er
hluti af málflutningi eins vinnufé-
laga mins, sem taldi sig frjáls-
lyndan. Honum mæltist eitthvað á
þessa leið: „Þau eru svo sem
nógu falleg litlu svertingjabörnin
með þessi stóru augu og hrokkna
hár. Ég gæti vel hugsað mér að
leyfa börnunum minum að leika
sér við eitt slikt. — En svo þegar
þau þroskast verða þau að full-
orðnum svertingjum, og þess
vegna...”
Liflegt umtai
Siðast komu þessi orð i hug
minn á allt öðrum vinnustað, en
þá snerust umræðurnar um
fóstureyðingar. Þetta voru af-
skaplega liflegar umræður og
virtust svo til allir hafa tekið af-
stöðu til þessa máls og voru til-
búnir til að styðja þá afstöðu rök-
um. Þetta var eítir myndina um
fóstureyðingar frá Sviþjóð, sem
sjónvarpið sýndi á dögunum með
formála Péturs Jakobssonar. Og
ég fór að velta þvi fyrir mér hvers
vegna svo vel gengur að skapa
umræður um fóstureyðingar
meðan önnur mál sýnu mikilvæg-
ari vekja ekki áhuga fólks og erf-
itt er að koma á skoðanaskiptum
um þau, einfaldlega vegna þess
að fólk hefur ekki tekið afstöðu til
þeirra. Það er áhugalaust og
ypptir öxlum. En þar á ég við
málefni yngstu borgaranna, þ.e.
þeirra sem ná að fæðast i þennan
heim, þrátt fyrir óvenju frjáls-
lega fóstureyðingalöggjöf (að þvi
að sagt er) og munu halda áfram
að fæðast þótt hið (að margra
dómi) stórhættulega og næstum
glæpsamlega fóstureyðingafrum-
varp, sem liggur fyrir Alþingi,
verði samþykkt.
Mikið i húfi
Ég furða mig á, að þessi tiltölu-
lega fáu fóstur, sem af ýmsum á-
stæðum og oftast mjög augljósum
eru hindruð i að þorskast og þvi
numin brott, skuli fá meira umtal
i fjölmiðlum og i munni fólks en
litlu börnin, sem fæðast og eiga
þá framtið fyrir sér að verða
manneskjur. Þar er svo sannar-
lega mikið i húfi, að vel takist.
Umræður um uppeldi venjulegra
barna heyra til undantekninga.
Það er oftar rætt um þau börn og
unglinga, sem eitthvað hefur
gengið úrskeiðis hjá, og þá of
seint. Það er afskaplega sjald-
gæft að umræður skapist um
barnagæslu og dagheimilismál.
Það umhverfi sem við sköpum
okkur er ekki miðað við þarfir
barna, eða við tilveru þeirra yfir-
leitt. Það er bókstaflega fjand-
samlegt börnum.
Ekki einu sinni skólarnir, sem
þó voru upphaflega ætlaðir börn-
um, eru sniðnir við þarfir barn-
anna. Þeir eru ómanneskjulegir
og vanmegnugir að mæta þörfum
barnahna. Þeir hafa einhvern-
veginn þróast i þá átt að vera út-
færsla kerfis, sem tekur fyrst og
fremst mið af sjálfu sér.
Nægir ekki til
að vekja umræðu
Fyrir þingi og borgarráði liggja
stórmerkileg mál varöandi upp-
eldi og skóla, borin fram af fólki,
sem ber hag yngstu borgaranna
fyrir brjósti og hefur heildaryfir-
sýn. En það nægir ekki til að
vekja umræðu meðal hins al-
menna borgara. Fólk lætur sig
þessi mál svo litlu varða, að mál-
Litið barn — hver hefur áhuga á, hvernig þvi vegnar?
flytjendum er litill sem enginn
styrkur að umbjóðendum sinum i
þessari baráttu. Ekki svo að
skilja, að fólk sé þessu beinlinis
andsnúið. Það hefur hreinlega
ekki áhuga.
Og þessvegna kom mér i hug
það sem starfsfélagi minn sagði á
dögum sex daga striðsins og ég
vék að i upphafi máls mins, en er
nú gjörsamlega viösnúið. Hvern-
ig getur staið á þvi, aö svo til allir
hafa áhuga og vit til aö tala um
fóstrið, þetta tiltölulega óásjáiega
fyrirbæii, en svo vex þetta fóstur
og verður litið, fallegt barn og þá
hefur þetta sama fólk ekki lengur
áhuga á kjörum þess?
B
(Aðsend grein)
„Réttindi” giftra kvenna í
skattkerfinu
í einu dagblaðanna 8.
mars 1974 var viðtal við
konu úr stjórn Félags ein-
stæðra foreldra. Þar er
sagt að félagið hafi beðið
um ýmis ákveðin hlunn-
indi, þar á meðal þau, að
„einstæð móðir með börn
njóti sömu réttinda og gift
kona hvað sköttum við-
kemur".
Eitt þessara „réttinda” er
sennilega 50% frádrátturinn, sem
giftir karlmenn fá af tekjum eig-
inkvenna sinna, þvi að svo oft
heyrist á hann minnst i öfundar-
tón. Rétt er að reyna að vekja at-
hygli á þvi, að þessi „réttindi”
fela hvorki i sér jafnrétti milli
karla og kvenna né jafnrétti milli
hjóna, þvi að flestir virðast
gleyma þvi, að þau 50% sem
skattlögðeru, koma i hæsta skatt-
þrepið.af þvi að þeim er bætt við
tekjur framteljandans. Hins veg-
ar eru tekjur einstæðra mæðra
(og feðra að sjálfsögðu lika)
skattlagðar frá fyrsta skattþrepi.
Það væri annars fróðlegt að at-
huga nánar, hverra „réttinda”
gift kona nýtur hvað sköttum við-
kemur.
Þegar kona gengur i hjóna-
band, fellur hún út af skattskrá og
er ekki lengur sjálfstæður skatt-
þegn. Sumir telja þetta sérrétt-
indi giftra kvenna. Þó vita allir,
að tekjur þeirra eru ekki skatt-
frjálsar, heldur eru þær skatt-
lagðar hjá öðrum framteljanda.
Af þvi mætti draga þá ályktun, að
giftar konur séu enn þann dag i
dag ófjárráða að lögum.
Óska einstæðar mæður i raun
og veru eftir þess háttar réttind-
um sér til handa? Ekkjur með
börn geta að sjálfsögðu ekki feng-
ið sömu „réttindi” og giftar kon-
ur, vegna þess að feður barna
þeirra eru dánir.
Hins vegar ætti að vera unnt að
veita ógiftum mæðrum og frá-
skildum hliðstæð réttindi og gift-
ar konur hafa. Þær ættu samt,
finnst mér, að hugsa sig vel um,
áður en þær leggja fastar að lög-
gjafarvaldinu að veita þeim þessi
réttindi.
Þær ættu að hugleiða, hvort þær
vilja hætta að fá framtalseyðu-
blað á eigið nafn og hætta að vera
sjálfstæðir framteljendur, og fá i
stað þess þau „réttindi”, að nafn
þeirra sé sett á framtalseyðublað
fyrrverandi eiginmanns eða
barnsföður, og þá i þá linu, sem
nú er ætluð fyrir nafn eiginkonu,
en þá stæði á þeirra blaði undir
linunni NAFN BARNSMÓÐUR
eða NAFN FYRRVERANDI
EIGINKONU. Þetta væri hlið-
stætt réttindunum, sem giftu
konurnar hafa. Siðan fengi
herrann álagningarseðiiinn.
Svo kemur að samábyrgð-
inni við greiðslu skattanna.
Hún gæti vægast sagt orðið
dálitið óþægileg og tæplega til-
vinnandi til þess að fá að „njóta
sömu réttinda og gift kona hvað
sköttum viðkemur”. Þær hafa
reynt það sumar að nýafstöðnum
skilnaði, þegar fyrrverandi eigin-
maður hefir komið sér hjá að
borga skattana.
Giftum konum er stundum
brugðið um metnaðarleysi, af þvi
að þær noti sér ekki sérsköttunar-
heimild skattalaganna. Þessi
heimild er vissulega mikilsverð i
einstaka tilfelli, svo sem ef hjón
eru skilin að borði og sæng eða
búa sitt i hvoru héraði. En hjón-
um er alls ekki boðið upp á neitt
jafnrétti með þessari heimild.
Eignir hjónanna allar, og jafnvel
séreign konunnar, skal telja fram
/
ORÐ
I
BELG
Senda ekki
konum boöskort!
Vegna veislu, sem Reykja-
vikurborg hélt til heiðurs er-
lendum listamönnum, sem hér
voru i heimsókn, var hringt til
formanns félags islenskra
listamanna i sömu grein, sem
er kona, og hún spurð, hvað
maðurinn hennar héti. Þeir
væru nefnilega ekki vanir að
senda konum boðskort, heldur
eiginmönnunum!
Þótt það væri i þessu tilfelli
greinilega vegna stöðu henn-
ar, sem bjóða átti hjónunum,
átti samt að stila boðið tií
hans. Nú vildi svo til, að eigin-
maðurinn hafði löngu ákveðið
að taka þátt i kútmagakvöldi
ásamt félögum sinum sama
kvöldið og vildi þarum engu
breyta, en auðvitað vildi kon-
an fara i veisluna og hitta
starfssystkin sin. — Atti ég þá
að koma, sýna kortið, og út-
skýra: Ja, ég er nú eiginkona
NN?
Hvenær verk eftir
karltónskáld?
t útvarpsþættinum Nútima-
tónlist 6/3 1974 kynnti Halldór
Haraldsson, að leikið yrði tón-
verkið „Night Music” eftir
kventónskáldið Thea
Masgrane. En einleikarar
hljóta að hafa verið hvorug-
kyns, þvi þeir voru ekki kyn-
greindir. Sömuleiðis önnur
tónskáld, sem verk voru leikin
eftir i sama þætti. Gaman
væri nú að heyra einhvern-
tima verk eftir karltónskáld.
Útvarpshlustandi.
Hver ræöur
lögheimilinu?
Kona frá Vestmannaeyjum,
sem nú er búsett i Reykjavik,
ætlaði að láta skrá sig hér á
kjörskrá. En viti menn. Henni
var tjáð, að þar sem eigin-
á framtali eiginmannsins, og eru
þær skattlagðar hjá honum. Að-
eins launatekjur má gift kona
telja fram i eigin nafni, og „annar
frádráttur en persónuleg gjöld
konunnar telst við útreikninginn
hjá eiginmanninum”.
Lái hver sem vill giftum konum
það, að þær fara yfirleitt ekki
fram á sérsköttun á atvinnutekj-
ur sinar, fyrst eignir þeirra og
arður af þeim skrifast á eigin-
mannsins nafn. Þær sætta sig
skár við samsköttunarregiuna.
50% frádrátturinn er alls engin
„réttindi” giftum konum til
handa, heldur einföld álagningar-
aðferð i skattkerfi, sem litur á
hjón, tvo forstöðumenn og fram-
færendur heimilis, sem eina
persónu, nánar tiltekið karlmann.
Anna Sigurðardótti r.
yrði hún að fylgja honum og
gæti ekki kosið hér. Giftar
konur yrðu að hafa sama lög-
heimili og eiginmaðurinn, al-
veg sama hvar þær byggju i
reynd.
Og þetta skulum við láta
nægja i belginn að sinni, en
nokkrar klausur biða birting-
ar og hringingar og bréf eru
sem áður vel þegin.
—vh