Þjóðviljinn - 17.03.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. marz 1974. |>,JÖÐV1L.JINN — SÍÐA 5
Watergate-andinn
svífur yfir vötnum
Morgunblaðsins
Innbrot, þjófnaður, ritstuld-
ur, persónunið og afflutningur
á skoðunum andstæðinganna
eru aðferðir sem alþekktar
eru i höfuðstöðvum heimsauð-
valdsins, Bandarikjunuin. En
löngu áður en Watergate-
vinnubrögðin urðu lýðum ljós
vestanhafs, var svipuðum að-
ferðum beitt á opinskáan hátt
á tslandi. bað var þegar
Morgunblaðið og Heimdallur
létu prenta svonefndar SIA-
skýrslur á árunum 1962—63.
Watergate-aðferðir i banda-
risku stjórnmálalifi valda
hneyksli og reiði. Embættis-
menn fjúka, réttarrannsókn er
sett i gang og ákærur birtar.
Vissulega mala kvarnir rétt-
lætisins hægt i Bandarikjun-
um, en þær mala þó.
En Watergate-aðferðir á ts-
landi virðast njóta enn meiri
verndar af hálfu þess opinbera
en sjálfur Bandarikjaforseti
getur'skapað i sinu landi. Það
var skrifað um það opinber-
lega að Morgunblaðsmenn
hefðu komist á ólögmætan
hátt yfir svonefnd StA-skjöl og
létu prenta þau i leyfisleysi.
Akæruvaldið rumskaði ekki.
Það var kært á formlegan
hátt vegna þjófnaðarias og
krafist rannsóknar og annarra
hæfilegra aðgerða af hálfu
þeirra sem eiga að gæta laga
og réttar i landinu. Aðeins
málamyndarannsókn fór fram
sem aldrei leiddi til neinnar
niðurstöðu. Hvernig átti lika
öðruvisi að vera, þar sem þeir
sem sannanlega höfðu framið
saknæman verknað, Morgun-
blaðsmennirnir sjálfir, voru
aldrei yfirheyrðir i sambandi
við þjófnaðarmálið. Akæru-
valdið lét ekki einu sinni svo
litið að krefjast þess, að þeir
skiluðu skjölunum i hendur
löglegs eiganda!
Fyrst 6 árum eftir að þeir
Morgunblaðsmenn hófu lög-
brot sin og tóku að birta upp úr
hinum þjófstolnu skjölum,
lýsti embætti saksóknara yfir
þvi að það treysti sér ekki til
að upplýsa málið og ,,er þvi
eigi að vænta frekari aðgerða i
máli þessu af hálfu ákæru-
valdsins”.
Það var þvi ljóst að þeir sem
áttu höfundarrétt að hinum
stolnu skjölum, neyddust til
þess að fara einkaréttarleið-
ina og kæra framferði Morg-
unblaðsins og Heimdallar á
grundvelli höfundarréttarlaga
fyrst og fremst. Var gerður
reki að þvi máli haustið 1963
og vorið 1964; var málið hátt á
7unda ár fyrir borgardómi og
lyktaði þannig. að þvi var vis-
að frá dómi af réttarfarsá-
stæðum. Sú niðurstaða var
staðfest i hæstarétti i janúar
1971. Málflutningsmaður var
borvaldur Þórarinsson hrl.
Þótt svona báglega hefði til
tekist að rata hina réttu leið til
réttra laga og dóms, þótti
þeim sem misgert var við að
þeir þyrftu enn að keppa að
þvi að fá nokkra rétting mála
sinna. Fólu þeir Ragnari Aðal-
steinssyni hrl. að búa enn mál
á hendur Heimdalli fyrir að
hafa á ólögmætan hátt notað
hin þjófstolnu gögn til að fá
efni i ritið „Rauða bókin,
leyniskýrslur StA” sem kom út
vorið 1963. Að þessu sinni var
málið leyst sundur, þannig að
hver um sig af þeim þrem
mönnum sem enn áttu ófyrnd-
ar höfundarréttarkröfur, þeir
Hjörleifur Guttormsson,
Hjalti Kristgeirsson og Skúli
Magnússon, höfðuðu sitt málið
hver.
Eftir 3 1/2 ár var seint i
janúar sl. dæmt i einu þessara
mála fyrir borgardómi og fél)
dómur i meginatriðum stefn-
anda i vil, Hjalta Kristgeirs-
syni. Mál hinna tveggja eru
það lik þessu, að ekki er á-
stæða til að ætla annað en nið-
urstaða þeirra verði svipuð.
Dómsorðið var þetta:
„Stefndi, Heimdallur, félag
ungra sjálfstæðismanna,
Reykjavik, greiði stefnanda 18
þúsund krónur i fébætur á-
samt 7% ársvöxtum frá 30.
mai 1963 til greiðsludags, svo
og 45 þúsund krónur i máls-
kostnað. — Dómi þessum ber
að fullnægja innan 15 daga frá
lögbirtingu hans að viðlagðri
aðför að lögum”.
Fer nú að verða kominn timi
til að krefja Heimdall um féð,
en láta gera lögtak i eigum
hans ella. Ef félagið skyldi
engareignir eiga, má þó alltaf
krefjast þess að ógoldin fé-
lagsgjöld gangi óskipt til
þeirra Hjalta, Hjörleifs og
Skúla, uns það er að fullu gold-
ið sem dómari hefur ákveðið
og af eðli máls leiðir.
Þótt StA-málið hafi fyrst og
fremst verið notað af hálfu
Morgunblaðsmanna sem póli-
tiskt mál, er ljóst að upphafs-
menn þess, skjalaþjófarnir,
þjófsnautarnir, mannorðsnið-
ingar og hótfyndnimeistarar
gerðustá sinum tima brotlegir
við refsilögin, og það var ekk-
ert annað en eins konar
Watergate-andi ákæruvalds-
ins sem bjargaði þeim frá þvi
að missa æruna formlega.
Siðferðilega séð urðu þeir
ærulausir af þessum verknaði,
og þótt i litlu sé staðfestir á-
fellisdómurinn yfir Heimdalli
það álit.
Lágkúrulegri aðferðir i
kosningabaráttu eru vart til
en þær að stela skjölum, birta
einkabréf og nota efni sem
skrifað er i ungæðislegum stil
til persónulegra árása á þá
sömu menn. bessar persónu-
legu svivirðingar eru siðan
teygðar yfir á heila stjórn-
málastefnu og stjórnmála-
flokk i þvi skyni að skrapa upp
atkvæði. Hér leynir sér ekki
Watergate-lyktin, og hún mun
lengi loða við ritstjóra Morg-
unblaðsins og aðra framá-
menn i Sjálfstæðisflokknum.
örfá sýnishorn af þvi skýr-
ingarefni sem Hörður Einars-
son hrl. samdi og lét fylgja
SlA-bréfunum i „Rauðu bók-
inni” (miklu svæsnari um-
mæli hafa birst i Morgunblað-
inu bæði fyrr og siðar):
„Valdhafarnir i kommún-
istarikjunum ...hafa látið
veita þessum aðdáendum sin-
um (þ.e. StA-mönnum) hald-
góða skólun i hinum kommún-
isku fræðum og sumum jafn-
vel rækilega þjálfun i njósnum
og skemmdarverka- og undir-
róðursstarfsemi. Getur hver
svarað þeirri spurningu fyrir
sig, i hvaða skyni ætlast
mundi til, að slik „menntun”
verði hagnýtt hér á landi”.
„...telja þeir það ...aðalhlut-
verk sitt að koma á kommún-
isma á tslandi eftir austræn-
um fyrirmyndum og lúta for-
ystu hinna erlendu harð-
stjóra”. „... virðast þeir
....jafnvel enn forhertari en
Ulbricht og aðir einræðisherr-
ar kommúnismans”. „Hvers
má vænta af slíkum mönnum,
er þeir komast i aðstöðu til að
framkvæma stefnu sina?”
Heimdellingarnir sem
bjuggu „Rauðu bókina” til
prentunar (og nú eru orðnir
virðulegir stefnumótendur i
Sjálfstæðisflokknum) létu sér
ekki nægja að vera með róg og
illgjarnar ritskýringar, heldur
gerðust berir að hreinni lygi.
Þvi ekki eru til fáránlegri full-
yrðingar en þær að Islending-
ar hafi lært njósnir og
skemmdarverk i Austur-
Evrópu.
Hér á ef til vill við að beita
gamla islenska málshættin-
um: Margur heldur mig sig,
eða getur það verið að Heim-
dellingarnir hafi kynnst við-
lika starfsemi i Bandarikjun-
um eða á vegum NATO? Full-
komnum Watergate-aðferðum
verður ekki beitt nema gripið
sé til sérfræðiþekkingar i
njósnum og undirróðursstarf-
semi. En Heimdallar-piltarnir
— þ.e.a.s. forvigismenn Sjálf-
stæðisflokksins nú — eru
fyrstu Watergate-mennirnir
sem tekst að fá dæmda, að
visu fyriraðeins hluta af broti
Akvörðun S.Þ.
Hætt að ræða
við stjórn
Suður-Afríku
öryggisráðið samþykkti sam-
hljóða fyrir nokkru að hætt skyldi
þeirri viðleitni aðalframkvæmda-
stjóra samtakanna að fá stjórn
Suður-Afriku til að veita Namibiu
fullt frelsi og sjálfstæði.
Waldheim hóf þessar tilraunir
að beiðni öryggisráðsins i byrjun
árs 1972. En i mai siðastliðnum
greindi hann frá þvi að stjórn
Suður-Afriku hefði ekki skýrt
sjónarmið sin i málinu, eins og
öryggisráðið hefði farið fram á.
Stefna Sameinuðu þjóðanna varð-
andi Namibiu er i stuttu máli sú,
að Sameinuðu þjóðirnar fái þar i
hendur stjórn allra mála svo unnt
sé að veita Namibiu sjálfstæði
sem allra fyrst. Waldheim skýrði
öryggisráðinu frá þvi, að Nami-
biuráðið, fulltrúar Namibiu-
manna og Einingarsamtök Af-
rikurikja væru þeirrar skoðunar,
að gjörsamlega væri þýðingar-
laust að halda áfram að ræða
þessi mál við stjórnina i Suður-
Afriku.
Nýtt mál i
öryggisráðið
t upphafi var það svo, að enska
og franska voru þau mál, sem
eingöngu voru töluð á fundum
öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna. Arið 1969 var rússnesku og
spænsku bætt við og nú siðast fyr-
ir nokkrum vikum bættist kin-
verskan við.
Fjarstæða að við
svíkjum Norðmenn
A almennum fundi tslendinga i
Þrándheimi þ. 6. mars 1974 var
einróma samþykkt eftirfarandi
ályktun:
Margir fylgjendur bandarisks
herliðs á tsiandi hafa að undan-
förnu rökstutt afstöðu sina með
þeirri fullyrðingu að amerisk her-
stöð á Islandi sé nauðsynlegur lið-
ur i vörnum Noregs. Máli sinu til
stuðnings beita þeir ihaldssömum
norskum þingmönnum.
Staðreyndir i þessu máli eru:
Siðustu rikisstjornir i Noregi
hafa skorið verulega niður fram-
lög til hermála. Norðmenn hafa
sjálfir heitið þvi að aldrei skuli
erlend herstöð vera i Noregi.
Að mati þessara þingmanna er
vörnum Noregs þvi betur borgið
með bandariskri herstöð i nánd
við Noreg, t.d. á tslandi.
Þegar við krefjumst nú þess, að
bandariskur her hverfi af landi
brott, er fjarstæða að segja að
þjóð okkar sviki Norðmenn.
Islendingar i Þrándheimi krefj-
ast þess af rikisstjórninni að hún
efni gefin heit og sjái til þess að
hersetu Islands ljúki hið bráð-
asta.
Stjórnunarfélagið
heldur ráðstefnu
Hinn 14. mars s.l. gekkst
Stjórnunarfélag Islands fyrir
fundi um peningamál sem hag-
stjórnartæki. A fundinum fjallaði
dr. Þráinn Eggertsson lektor al-
mennt um peningamálin sem
hagstjórnartæki hins opinbera og
áhrif þess á atvinnulifið. Jafn-
framt ræddi dr. Þráinn efnið með
sérstöku tillitit til peningamagns-
kenninga Miltons Friedmans,
hins umdeilda bandariska hag-
fræðings.
21. mars n.k. flytur Sigurgeir
Jónsson hagfræðingur fyrirlestur
um gengismálin, og 18. aril gefur
Asmundur Stefánsson hagfræð-
ingur yfirlit yfir áhrif opinberra
'áðgerða á atvinnulifið árin 1950-
1970.
A fyrrgreindri ráðstefnu sem
haldin verður 26.-28. april munu
m.a. flytja erindi Jón Sigurðsson
hagrannsóknarstjóri, Jónas H.
Haralz bankastjóri og Þröstur
Ólafsson hagfræðingur. Enn er
hægt ao bæta við nokkrum þátt-
takendum á' ráðstefnuna, en efni
hennar er einmitt i sviðsljósinu
um þessar mundir.
Allar nánari upplýsingar eru
gefnar á skrifstofu félagsins i
sima 82930.
ræða Styrmi Gunnarsson eða
Hörð Einarsson. Hvorki þá né sið-
ar hafi verið rætt um höfundar-
rétt eða höfundarlaun, hvorki við
forsvarsmenn Heimdallar né höf-
undana sjálfa. Morgunbl. hefði
ekki haft önnur afskipti af útgáfu
„Rauðu bókarinnar” en að af-
henda Heimdalli umrædd skjöl til
útgáfu. Sjálfur hefði hann ekki
komið nálægt þeirri útgáfu. Hann
gæti þvi ekki sagt um hve stórt
upplag bókarinnar hefði verið.
Hann sagðist halda, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði stvrkt út-
gáfuna.
Loks sagði Eyjólfur, að hann
hefði gert ráð fyrir þvi, að Morgun-
blaðið hefði haft heimild til þess
að birta þessi gögn, úr þvi að þau
hafi verið send til þeirra. Það
hefði beinlinis verið til þess ætl-
ast, að þau birtust.
Sources of
Yoruba History
Jídited by S.O. Kiobaku. Oxford
Studies in African Affairs. Gener-
al JOditors .1.1). Ilargreaves and
(i. Shepperson. C'larendon Press
— Oxford 1973.
Yoruba heitir þjóö. sem byggir
svæði um Nigeriu, Dahomey og
Togo. telur nokkrar miljónir ein-
staHlinga og ma'lir á eigin tungu.
Þjóð þessi á einnig sameiginlegar
crfðavenjur og munnlegar sagnir
og mýtur. þótt hún viröist aldrei
hafa myndaö pólitiska einingu.
Tungumái þjóðarinnar var fyst
notað sem bókmál á nitjándu öld
fyrir nauðsynjar trúboða. Saga
þessarar þjóðar hefur þvi lifað i
munnlegri geymd, og þvi urðu
þeir sagnfræðingar og mannfræð-
ingar. sem tóku að setja saman
sögu Yoruba. að beita rann-
sóknaraðferðum i samræmi við
það. Yoruba skiptist fyrrum i
mörg smá konungsriki.og i hverju
riki voru sagnamenn. sem höfðu
það hlutverk að muna og segja
frá minnisverðum atburðum og
tryggja að frásögnin bærist næstu
kynslóðum. Timataliö var miðað
við merka atburði. bundna viss-
um konungum og ættum. Talsvert
var og er um önnur forn ro.inni.
ættartölur og frásagnir um vissar
•Tttir, trúarljóö. hetjukvæði og
lofkva'ði um konunga og hetjur.
málshætti og vinnuljóö. galdra-
þulur og nokkurs konar dans-
kvæði. Þau m.inni. sem eru i
bundnu máli hafa það fram yfir
iaust mál. að minni hætta er á að
þau hafi brenglast i meðförum.
Höfundarnir fjalla i þessu bindi
um. sögu þjóöarinnar. samkvæmt
frásögnum sagnamanna eöa
þula. bókmenntir. trúarljóö. við-
ar- og málmnotkun i listiðnaöi.
tungumálið og þróun þess og
sam.félagsgerðina. vopn óg stvrj-
aldir. Ætlað er að tvö bindi komi
út i viðbót við þetta.
Hér er safnað nokkrum heim-
ildum um sögu þjóðarinnar og
þær raktar og kerfaðar. Væntan-
lega verður þetta merkilegt rit.
þegar það er allt komið út.og af
þessu fyrsta bindi má marka
m.erkilegar rannsóknaraðferðir
og vinnutilhögun við rannsókn-
irnar og skynsamlegar niðurstöð-
ur.