Þjóðviljinn - 17.03.1974, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. marz 1974.
í TILEFNI AF DÓMI YFIR HEIMDALLI
Ilörður Einarsson
Eyjólfur Konráð Jónsson
SA KA MA MA BEKKURINNi
Styrmir Gunnarsson
Tveir ritstjórar Morgun-
blaðsins og vonbiðill Yísis
Hér á eftir eru leiddir
fram 3 menn af saka-
mannabekk SíA-málaferl-
anna. Þeir voru allir til
kvaddir af lögmanni sækj-
anda til að bera vitni um
aðild sína að hinum ólög-
mætu athöfnum í sam-
bandi við SÍA-málið, þjófn-
aði, hylmingu og ritstuldi.
Lesendur eru beðnir að
veita því athygli, að þeir
eru allir í forystusveit
Sjálfstæðisf lokksins, rit-
stjórar, tilvonandi rit-
stjóri, þingmaður,
ábyrgðarmenn flokksfé-
laga. Öllum er þeim sam-
eiginlegt að vera lögfræð-
ingar, tveir þeirra eru
málf lutningsmenn að
auka- eða aðalstarfi, og
þeir sömu eru af þeirri
manntegund sem kallar sig
,,athafnamenn". Þetta eru
Watergate-mennirnir í ís-
lensku stjórnmála-
lifi.
i
Styrmir Gunnarsson
lögfræðingur, áður formaður Heimdallar,
nú ritstjóri Morgunhlaðsins
Styrmir Gunnarsson, rit-
stjóri og lögfræðingur, hefur
gefið skýrslu hér fyrir dómi.
Hann sagðist vera félagi i Heim-
dalli FUS, hafa verið það i árs-
byrjun 1962 og þá verið varafor-
maður i stjórn félagsins. Hann
sagðist hafa orðið fastur starfs-
maður Morgunblaðsins 2. júni
1965, en fyrir þann tima hafi hann
m.a. um skeið verið ritstjóri siðu
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna, sem birst hafi i Morgun-
blaðinu. Þegar hann hafi átt sæti i
stjórn Heimdallar, hafi Eyjólfur
Konráð Jónsson, þáverandi og
núverandi ritstjóri Morgunblaðs-
ins, komið að máli við hann og
boðið honum f.h. Heimdallar, að
félagið gæfi út svonefndar leyni-
skýrslur SIA, sem birst hefðu i
Morgunblaðinu fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar 1962. Hann
hafi borið þetta boð undir stjórn
Heimdallar, sem hafi samþykkt
það. Hann sagðist hafa haft
nokkra forystu um það, að
„Rauðu bókinni” yrði dreift, en
ekki sagðist hann minnast ann-
arra afskipta sinna af útgáfu
þessari. Hann sagðist halda, að
handritið að bókinni hafi verið
sent beint i prentsmiðjuna, vænt-
anlega af þeim aðila, sem bjó
hana undir prentun, en það muni
hafa verið Hörður Einarsson, lög-
maður hér i Reykjavik. Hafi
Hörður annast útgáfuna i sam-
ráði við stjórn Heimdallar. Ekki
sagðist Styrmi kunnugt um, á
hvern hátt gögn þau, sem um-
rædd bók er byggð á, hafi komist i
hendur Morgunblaðsins eða út-
gáfufélags þess. Hann hafi ekki
haft nein afskipti af birtingu um-
ræddra gagna i Morgunblaðinu
árið 1962.
Styrmir sagði, að um það hafi
verið samið milli hans og Eyjólfs
Konráðs Jónssonar, að Heimdall-
ur myndi ekki bera neinar fjár-
hagslegar byrðar vegna útgáfu
bókarinnar, og þvi hafi Heimdall-
ur ekki borið neinn kostnað, sem
umfram varð, þegar frá væri tek-
ið það, sem inn hafi komið vegna
sölu á bókinni. Ekki sagðist hann
nú eftir um 12 ár geta um það
sagt, hver útgáfufjölcji bókarinn-
ar hafi verið, en á sinum tima hafi
hann haft um það fulla vitneskju.
Ekki sagðist hann hafa þessa tölu
neins staðar hjá sér i gögnum.
Þá sagði Styrmir, að ekki heföi
verið rætt um höfundarrétt að
gögnum þeim, sem birtust i
„Rauðu bókinni”, þegar hann
hafi tekið við boði áðurnefnds
Eyjólfs Konráðs um útgáfu
stefnda á þeim. Ekki sagðist hann
heldur minnast þess, að af hans
hálfu hafi, áður en nefnd bók var
gefin út, verið rætt við höfunda
þeirra skýrslna, sem i bókinni
birtust.
Loks sagði Styrmir, að hann
hefði löngum staðið i þeirri mein-
ingu, að umsjónarmaður handrits
bókarinnar, Hörður Einarsson,
lögmaður, hefði verið höfundur
þess efnis i bókinni, sem ekki væri
byggt á bréfum og skýrslum svo-
nefndra SIA-manna.
SÍ^Tiálm
O » o
Hvað
er það?
Fyrir meira en áratug kom
upp það einkennilega mál, að
tekið var að skreyta siður
Morgunblaðsins með efni úr
einkabréfum sem farið höfðu
milli einstaklinga innan
ákveðins hóps námsmanna.
Hafði Morgunblaðið komist
yfir bréfin á óheiðarlegan
hátt, þar sem þeim haföi verið
stolið úr geymslu að Viði-
hvammi 25 I Kópavogi. Voru
það frumrit og afrit bréfa I
eigu Skúla Magnússonar, þá
sýsiuskrifara á Patreksfirði,
sem komist höfðu I hendur
Morgunblaðsins eftir óupp-
lýstum leiðum. Efni bréfanna
var notað i pólitisku áróðurs-
skyni f Morgunblaðinu, og sið-
ar gerð af bók á vegum ungra
ihaldsmanna i Heimdalli,
„Rauða bókin”.
Af þessu spruttu langvinn
málaferli, þar sem eigendur
og rétthafar bréfanna vildu
ekki una mcðferð ihalds-
manna á þeim. Hafa málaferl-
in verið kennd við félagsskap-
inn SÍA, en það voru samtök
námsmanna i ýmsum löndum
Austur-Evrópu og viðar á
árunum 1958—62. Fyrir
skömmu var loks i borgar-
dómi i Reykjavik kveöinn upp
efnislcgur dómur I einu
þessara mála, og reyndist það
áfellisdómur yfir fhaldsmönn-
um.
Námsmennirnir sem bund-
ust samtökunum SÍA voru all-
ir við nám eða höfðu numið i
hinuin svokölluðu sósialisku
löndum. Þeir töldu sig allir
sósialista, en þeir höfðu opin
augun og voru gagnrýnir á
það sem þeir sáu. Um það
vildu þeir skiptast á skoðunum
i eigin hópi og komast þannig
af eigin rammleik til nokkurs
þroska. Þroskasaga hvcrs ein-
staklings er heillandi fyrir
liann sjálfan, en það er óskráð
regla að hún sé að jafnaði
cinkamál hans og hans
nánustu. Þessa siðmenningar-
reglu braut Morgunblaðið, og
það var e.t.v. meira brot en
þau bcinu lögbrot sem framin
voru og hér er gerð grein fyrir.
Hörður Einarsson___________________
lögfrœðingur og „athafnamaður”, áður
formaður Fulltrúaráðs sjálfstœðisfélaganna
í Reykjavik, keppir að ritstjóratign á Vísi
Hörður Einarsson, hæsta-
réttarlögmaður, hefur komið fyr-
ir dóm og gefið skýrslu. Hann
sagðist hafa verið félagi i Heim-
dalli á árinu 1962 og siðar. Hann
hafi starfað sem blaðamaður við
Morgunblaðið á vissum timabil-
um á árunum 1960—1964. Hann
sagði, að þegar þessar skýrslur
voru birtar i Morgunblaðinu árið
1962, hafi hann m.a. unnið við úr-
vinnslu þeirra gagna. Hann sagð-
ist ekki muna lengur, hvaða skjöl
hann hefði haft undir höndum eða
haft aðgang að, þegar umræddar
skýrslur voru birtar, en sagðist
minnast, að um einhvers konar
afrit hafi verið að ræða.
Hörður sagðist hafa séð um út-
gáfu „Rauðu bókarinnar” undir-
búið handritið til prentunar,
flokkað efnið og skrifað inngangs-
kafla. Bókin hafi verið gefin út á
vegum Heimdallar og hafi hann
litið svo á, að þetta verk hafi verið
unnið fyrir það félag. Ekki sagð-
ist hann nákvæmlega muna
með hvaða hætti þau gögn, sem
bókin byggist á, hafi komist i
hans hendur, en sagðist þó halda,
að þau hafi komið frá Eyjólfi
Konráð Jónssyni, sem þá hafi
verið ritstjóri Morgunblaðsins.
Ekki sagðist hann vita, hvernig
Eyjólfur Konráð Jónsson eöa
Morgunblaðið hefðu fengið þessi
gögn I hendur, en sagðist alltaf
hafa staðið i þeirri meiningu, að
gögnunum hefði verið komið til
blaðsins af einhverjum vonsvikn-
um fyrrverandi eða þáverandi fé-
lagsmanni i SIA, án þess að hann
gæti nefnt nokkur nöfn.
Hörður sagði, að þegar hann
hafi fengið umrædd gögn i hend-
ur, hafi ekki verið rætt um höf-
undarrétt að þeim. Hann hafi ekki
haft samband við höfunda hinna
ýmsu þátta i bókinni um höf-
undarrétt að þvi efni og ekki hefði
það heldur borist i tal milli hans
og forsvarsmanna Heimdallar.
Loks sagði Hörður, að hann
héldi, að upplag bókarinnar hefði
ekki verið stórt, en um eintaka-
fjölda treysti hann sér ekki til að
segja.
Eyjólfur Konráð Jónsson
lögfrœðingur og „athafnamaður”,
ritstjóri Morgunblaðsins
og þingmaður Sjálfstœðisflokksins
Eyjólfur Konráð Jónsson rit-
stjóri og hæstaréttarlögmaður,
hefur komið fyrir dóm og gefið
skýrslu. Hann sagðist hafa verið
ritstjóri Morgunbl. á árunum
1962 og 1963 og hafa haft afskipti
af birtingu efnis, sem siðar hafi
komið út i „Rauðu bókinni”.
Hann sagði, að gögn þau, sem
umrædd birting i Morgublaðinu
byggðist á, hefðu verið send blað-
inu, en sagðist ekki vita, hver
hefði sent þau. Sagðist hann
halda, að þau hafi verið boðsend
frekar en komið i pósti Gögn
þessi hefðu verið send inn til af-
greiðslu blaðsins. Skjöl þessihefðu
verið i pakka, sem hafi verið jafn
óhrjálegur og skjölin sjálf. Ein-
hver af blaðamönnum Morgun-
blaðsins muni hafa opnað pakk-
ann, sem siðan hafi borist inn til
hans opinn. Ekki sagðist honum
kunnugt um, að sá, sem flutti
skjölin, hafi átt viðræður við
neinn af starfsmönnum Morgun-
blaðsins. Skjölin i pakkanum hafi
aðallega verið afrit, en sumt þó i
frumriti. Pakkinn hafi lengi legið
hjá honum, en þegar hann hafi
farið að blaða i honum, hafi kom-
ið á daginn, að þarna hefði verið
ýmislegt, sem hafi verið þess
virði að birta það. Hann sagðist
halda, að undirritanir og athuga-
semdirhafi verið á sumum skjöl-
unum, en ekki þó nærri þvi öllum.
Eyjólfur sagðist ætið hafa staðið i
þeirri meiningu, að einhver af
höfundum þessara skjala hefði
sent þau til blaðsins til birtingar.
Ekki sagöist hann vita, hvar
skjölin væru niðurkomin núna.
Eyjólfur sagðist hafa afhent
einhverjum félagsmanna i Heim-
dalli umrædd gögn. Ekki sagðist
hann muna hverjum, en þó halda,
að annað hvort hafi verið um að