Þjóðviljinn - 23.03.1974, Page 2

Þjóðviljinn - 23.03.1974, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugadagur 23.marz 1974. KVEÐJA Aðalsteinn Lárusson Fæddur 27. febrúar 1920 — Dáinn 14. mars 1974 Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama. En orðstirr deyr aldregi hvern sér góðan getr. Ósjálfrátt koma þessi orð i huga mér, þegar ég nú að skilnaði rita þessi fátæklegu kveðjuorð til bróður mins. Nú, þegar hann er fallinn frá, langtfyrir aldur fram, leitar hugurinn til baka yfir þá slóð sem gengin er. Það kom snemma i Ijós að atgerfi hans allt var meira en okkar hinna. Bók- námið sóttist honum létt, dugnaður hans við sveitarstörfin, allt frá barnsaldri, þar til sjórinn tók við. Já, 16 ára gamall var hann orðinn háseti á togara. Hann kynntist strax á unga aldri erf- iðisvinnu bæði til sjós og lands, þviþá var minna um þau hjálpar- tæki, sem nú tiðkast við flest störf. Þetta herti hann og stælti umfram marga jafnaldra hans. Aðaláhugamáiið voru iþróttirnar, eins og flestra drengja á þeim tima. Frá fyrstu tið notuðum við hverja fristund til iþróttaiðkana. Hann fyrst og fremst sund og fim- leika. Ég minnist orða Jóns Páls- sonar sundkennara, þegar hann sagði um hann: „Þessi strákur á einhvern tima eftir að verða landi sinu til sóma i sundinu, ef hann heldur áfram að æfa sig.”Eins stóð honum opin leið inn i úrvals- flokk Ármanns i fimleikum, en þá hélt hann norður i land á bænda- skólann á Hólum i Hjaltadal. Eft- ir tveggja ára veru þar kom hann aftur, nýútskrifaður búfræðingur. Samt varð sjórinn hans hlut- skipti, lengst af á togurum og fiskiskipum og um árabil i siglingum á innlendum og erlend- um skipum. Veit ég að þá komst hann stundum i krappann dans við ægisdætur. Hertist þá bæði hugur og hönd, og á stundum brann kerti hans frá báðum end- um. En alls staðar ávann hann sér virðingu þeirra, sem hann starfaði með, sakir dugnaðar og ósérhlifni. Kúm 10 ár eru nú liðin sið- an hann gifti sig. Þá varð mikil breyting i lifi hans. Hann kom þá i land og gerðist starfs- maður við höfnina hjá Eim- skipafélagi íslands. Nú varð heimilið hans helga vé, sem TEIKNISTOFAN er flutt að Lindargötu 54 (bakhús) og verður opin milli kí. 13 og 18. Simi 27450. Aiagnús Skúlason arkitekt. AUGLÝSINGA SÍMINN ER 17500 hann ræktaði með miklum sóma, svo sem raun ber vitni. Það var sama hvort hann tók til hendinni innan dyra eða utan, atorkan og snyrtimennskan sat i fyrirrúmi. En það þurfti mikiö að vinna til að halda i horfinu á stóru heimili. Sumarbústaðurinn var ómetan- legur dvalarstaður yfir sumar- timann, þar sem litlu börnin undu sér svo vel. Þar átti hann lika ómældar vinnustundir við aö gera staðinn það sem hann nú er. Ekki er ofsagt að hann hafi gefið rfku- lega af sjálfum sér. Fjölskyldan var honum allt og þar fann hann sina hamingju, enda var hann með afbrigðum barngóður maður. Þegar honum varð ljóst til hvers myndi draga i veikindum hans kom i ljós að áhyggjur hans voru mestar af fósturbörnunum. Hans börn væru svo ung, sagði hann, og þessvegna fljót að gleyma, en fósturbörnin eldri, á erfiðum aldri og þyrftu aðstoðar við. Segir þetta meira en mörg orð. Fyrir mig var það mikil lifs- reynsla að fylgjast með honum siðasta spölinn. Kjarkur hans og dugnaður gleymist ekki. Fyrir hönd okkar systkinanna þakka ég honum samfylgdina. Við drúpum höfði þakklátum huga fyrir að hafa átt hann fyrir bróður, slikur sem hann var. Blessuð sé minn- ing hans. Kristinu konu hans og börnum vottum við dýpstu samúð okkar. Megi sá sem öllu ræður styrkja þau og styðja i sorginni. GL AF ÍÞRÓTTAFRÉTTUM Hornaboltamótiö í Lófóten „Þetta hefur verið hrein martröð", sagði Gellir Sveinsson farar- stjóri íslenska horna- bol taI iðsins, þegar blaðið náði sambandi við hann í Lófóten í morgun. „Óheppnin elti okkur á röndum allan leikinn, dómararnir voru svo hlutdrægir að jafnvel við farar- stjórarnir sáum það. Strákarnir voru flestir fárveikir, með maga- þembu og höfuðverk eftir veisluna, sem heimamenn lokkuðu okkur til að taka þátt í í fyrrakvöld. Eini maður- inn, sem gekk heill til skógar í gærkvöld, var Hrellir Péturs. Allir vita að í hornabolta þarf að hugsa rökrétt og það er ekki sterka hlið Hrellis, enda naut hann sín ekki sem skyldi. Það var sárgrætilegt að sjá hvernig fór eftir allar æfingarnar hérna heima. Maður var far- inn að vona að tekist hefði að mynda horna- boltakjarna, sem ís- lenska þjóðin hefði get- að verið stolt af, en hætt er við að með þessum óverðskuldaða ósigri í Lófóten hafi þær vonir orðið að engu. Úrslitin 127—13 fyrir Norðmenn segja sára lítið um leik- innsjálfan, og segja má að ósigurinn hafi verið gersamlega óverð- skuldaður, eins og strákarnir eru búnir að æfa og eftir þann frá- bæra árangur sem þeir eru búnir að sýna hérna heima innbyrðis. Annars ber að hafa það hugfast að norska liðið Lofot er ef til vill sterkasta hornboltaliðið í Lófóten, svo það er út- af fyrir sig engin sér- stök skömm að því að tapa fyrir þeim með verðskulduðum ósigri, en í gærkvöld lagðist allt á eitt, óheppni, hlut- drægni dómara, veikindi okkar manna og síðast en ekki síst takmarka- laus harka liðsmanna Lofot, sem notuðu nærri því hvert einasta tæki- færi sem gafst til þess að skora, sérstaklega í fyrri hálfleik. Annars má kannske kenna Al- þýðusambandi fslands þennan ósigur því að ís- lenskir áhorfendur fengu ekki að fara út til Lófóten til að hvetja strákana okkar vegna verkfallsins. Úf af f yrir sig væri full ástæða til að spyrja, hver ber á- byrgð á þeirri f urðulegu ákvörðun, sem hafði svo örlagaríkar afleiðingar fyrir þjóðinaallaiogiorðs- tír hennar á alþjóða- vettvangi. Nei, eins og ég sagði áðan: Þetta var hrein martröð." Hvað voruð þið margir, sem fóruð? „Það vorum við far- arstjórarnir tuttugu og þrír, ellefu leikmenn, einn nuddari og tveir huggarar." Geturðu annars sagt okkur nokkuð um gang leiksins? „Hann byrjaði satt best að segja á algeru reiðarslagi. Við höfðum heyrt að þrír bestu menn norska liðsins yrðu á sjó þetta kvöld, en það var eins og allt legðist á eitt. Veðurguðirnir þurftu líka að bregðast. Hann hvessti og þessir þrír, sem eru kjarni hornaboltaliðsins í Lóf óten, komust ekki út- á sjó og léku með. Þetta er ein af aðalástæðunum til þess að við höfum ákveðið að kæra leikinn. Önnur veigamikil ástæða er sú að Norð- mennirnir buðu til veislu kvöldið áður en leikur- inn fór frarn,og ekki er nokkur vafi á því að veikindi okkar stráka voru bein afleiðing af veitingunum sem þar voru fram bornar. Þeir eru óvanir norsku drykkju- og mataræði. Þá hefur miðstjórn hornaboltaráðs ákveðið að kæra hitastigið i Lófóten, sem vafalaust hefur haft mjög ákveðin áhrif á gang leiksins, hvert sem það nú hefur verið. Annars er það helst af gangi leiksins að segja að Norðmennirnir sýndu mjög ruddalegan leik. Það var meðal annars kært að þriðji horna- maður Norðmannanna, Lars Brobek, gerði ítrekaðar tilraunir til að skjóta gleraugun af Níels. Þetta eitt hafði mjög afgerandi áhrif á úrslitin. Annars hóf st leikurinn á því að Hrellir var sett- ur í uppgjöf en Lars snarhúkkaði og skaut síðan gerviaugað úr Níels. Síðan skoruðu Norðmennirnir fyrstu f jörutíu og sex stigin án þess að okkar menn fengju rönd við reist. Á tuttugustu og fyrstu mínútu náði svo Hrellir boltanum og skoraði á sinn snilldarlega hátt úr gullfallegu og hnit- miðuðu kenghlaupi tvö stig. Þá snarhúkkaði Lars aftur, skaut heyrnar- tækið af Níels, og síðan skoruðu Norðmennirnir sextíu og tvö stig fram- að hálf leik en íslending- ar átta. í hálfleik var staðan sem sagt 108—10 fyrir Norðmenn. Síðari hálf- leikur var miklu dauf- ari. Norðmennirnir virt- ust ekki hafa nema tak- markaðan áhuga á því að skora, en þeim mun meiri áhuga á því að skjóta gleraugun af Níels, en þau þrjú stig sem okkar menn skoruðu voru svo ótrú- lega hnitmiðuð og stór- kostleg að í raun og veru hefði Island átt að sigra þessa hornaboltakeppni. En aðalatriðið er jú ekki að sigra, heldur að taka þátt í drengilegri keppni". -■> Hvað sagði raunar ekki fararstjórinn hérna um árið: „Þótt löngum tapi liðin vor er Ijúft að mega skilja að ósigrarnir auka þor og efla sigurvilja". Flosi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.