Þjóðviljinn - 23.03.1974, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Laugadagur 23 marz 1974.
Að láta hægri menn starfa
verður eitt af verkefnum
nýkjörins Stúdentaráðs
Rœtt við Sigurð Tómasson,
efsta mann á lista vinstri manna
Eins og skýrt var frá i blaðinu i
fyrradag unnu vinstri menn sigur
i kosningum til Stúdentaráös Hl.
Hlutu þeir 901 atkvæöi og 8 menn
kjörna, þar af einn fulltrúa stúd-
enta i Háskólaráð sem einnig á
sæti í Stúdentaráöi. Hægri menn
hlutu 721 atkvæði og sex menn
kjörna.
Kjörsókn var með eindæmum
mikil að þessu sinni. Alls greiddu
Skákmót
Hið árlega skákmót skólanna
hefst i dag, 23. mars, og verður
haldið áfram viku siöar, eða 30.
mars, en þvi lýkur sunnudag 31.
mars. Keppt verður i 2 flokkum,
(ýngri nemendur úr 1. og 2. bekk
gagnfræöastigs) og eldri (3. bekk
og eldri). Keppendur eru úr tóm-
stundaflokkum i skák, er starfa i
skólunum sem þáttur i tóm-
stundastarfi æskulýðsráðs, en
Taflfélag Reykjavikur hefur ann-
ast skipulag og leiðsögn i þvi
starfi.
Keppnin fer fram i félagsheim-
ili Taflfélags Reykjavikur,
Grensásvegi 46. Hver skóli sendir
4ra manna sveit, en keppnin er
sveit^keppni eftir Monroe-kerfi.
Keppt er um verðlaunagripi
gefna af æskulýðsráði.
1 fyrra tóku 11 skólar þátt i
keppninni, og sigraði þá sveit
Hagaskóla i eldri deild og Alfta-
mýrarskóli i yngri deild.
um 1650 manns atkvæði sem er
um 70 prósent atkvæðabærra
stúdenta. Orslitin nú eru mjög
svipuð þeim sem urðu i kosning-
um fulltrúa i Háskólaráð i fyrra-
vetur en þá var kjörsókn heldur
minni. Hins vegar var mjórra á
mununum i haust er kosið var i 1.
des. nefnd stúdenta. Þá munaði
einungis 22atkvæðum,en hafa ber
i huga að kjörsókn þá var einung-
is um 900 manns.
Stuðningur við
stefnu SHÍ og
vinstri manna
Blaðið náði tali af Sigurði
Tómassyni islenskunema sem
skipaði efsta sæti á lista vinstri
manna i kosningunum. Fyrst var
hann spurður um það hvernig
vinstri menn túlka kosningaúr-
slitin.
— Við túlkum þau sem stuðn-
ingsyfirlýsingu við stefnu Stúd-
entaráðs og vinstri manna.
Höfuðatriöi þessara kosninga var
það hvort einangra beri málefni
stúdenta frá öðrum þjóðfélags-
málum. Með þessum úrslitum er
SHl veitt heimild til að starfa á
pólitiskum grundvelli.
— Hver verða helstu störf hins
nýja Stúdentaráðs?
— Ahérslan verður lögð á þá
málaflokka sem ráðið hefur unnið
að undanfarin tvö ár. Einkum
verður unnið að svökölluðum sér
hagsmunamálum stúdenta eins
og lánamálum, húsnæðismálum
o.þ.h. Einnig verður fjallað um
stjórnskipan háskólans og stefnt
að þvi að brjóta niður deildamúra
og að stúdentar fái meiri hlut-
deild i stjórnun skólans. Þá er
mikilvægt að efla upplýsinga-
streymið innan skólans og auka
samband ráösins við stúdenta.
Leggja þarf áherslu á hraðvirka
upplýsingamiðlun þegar mál eins
og læknadeildarmálið risa þannig
að stúdentar geti fylgst vel með
þvi sem gerist og ráðið ráðum
sinum. Aukin upplýsingamiðlun
veitir lika Stúdentaráði aðhald.
Það þarf einnig að endurskoða
og athuga tengsl kennara og stúd-
enta. Er það ekki einstakt að
prófessor einn sem sæti á i Há-
skólaráði skuli ekki vita að SHl
má gera pólitiskar ályktanir?
Það þarf að styrkja þau utan-
rikistengsl stúdenta sem fráfar-
andi meirihluti i Stúdentaráði
hefur unnið að þvi að koma á eftir
að hægri menn höfðu algerlega
rofið öll utanrikistengsl stúdenta.
Þá verður það skemmtilegt
verkefni að fá hægri menn til að
vinna að þeim málum sem þeir
hafa verið að gaspra um. 1 kosn-
ingabaráttunni komu þeir fram
með margar tillögur um fram-
kvæmdir og byggingar fyrir hinar
ýmsu deildir. Nú fá þeir tæki-
færi til að vinna að þeim.
Auövaldið vill aö
stúdentar þegi
— Hvað viltu segja um þann á-
róður Vökustaura að Stúdentaráð
hafi ekkert unnið að undanförnu?
— Þeir sem standa að þessum
áróðri eru sjálfir fulltrúar i
Stúdentaráði, margir þeirra alla-
vega. Heilindi þeirra lýsa sér
best i þvi að þeir hafa unnið
minnst og mæting þeirra á fund-
um ráðsins og nefnda þess hefur
farið niður i 10% i vetur.
En fyrir utan lygina i áróðri
Vöku er annað mikilsvert atriði i
honum, sem er kostnaðurinn við
kosningabaráttu þeirra. Senni-
lega hefur hver fulltrúi þeirra i
Stúdentaráði kostað þá um 40
þúsund krónur i útlögðum pening-
um. Hvaðan kemur þetta fé? Það
kemur frá auðvaldinu i Reykja-
vik, feita kjarnanum i Sjálf-
stæðisflokknum sem hefur hag af
þvi að stúdentar þegi. Þessum
ihaldskempum er að sjálfsögðu
sama um hverja þeir dubba upp
til þessara starfa meðal stúdenta.
Þessi óeðlilega fjármögnun er al-
varlegt mál og veldur aðstöðu-
mun og mismunun sem þarf að
taka til athugunar.
—ÞH
Mynd: Francisco Goya y Lucientes
KENJAR
Mál: Guöbergur Bergsson
35.
Hún rakar
af honum
Hirðmeyjan rakar álfalegan unnust-
ann meðan hann rennir til hennar
ástarbliðum augum, slefandi af
ánægju. Þannig rakar hún af honum,
táknrænt séð, hvern eyri, þvi að mynd-
ir Goya eru ætið táknræns eðlis, og
myndmál þeirra er táknmál, eins og
mál allrar æðri listar. Goya gengur
aldrei beint að efninu, heldur læðist
hann að kjarna hverrar rhyndar eftir
krókaleiðum völundarhússins, þar
sem er fullt af reimleikum og hugar-
leik óvenjulegs listamanns, sem flétt-
ar saman svo margvislega þræði, að
til þess að njóta myndlistar hans, þarf
maðurinn helst að dvelja á milli svefns
og vöku og hafa hvort tveggja á valdi
sinu, martröð lifsins og martröð
svefnsins. Raunsæi myndanna er
raunsæi óraunsæisins, einhvers konar
myndljós, sem ætlað er auganu og
hugboðinu. Af þessum ástæðum finnur
áhorfandinn myndina á sér, gerir sér
hana I grun; og sé þekking hans við og
margvisleg, getur hann meö talsverðri
áreynslu gert sér fremur heillega
mynd af myndinni: annars ekki. Feg-
urðarskyn áhorfandans kemur honum
að litlu eða engu gagni, enda er sjald-
an skirskotað til þess vafasama skyn
með myndum, heldur til ,,the pleasure
of the imagination” — „unaðar imynd-
unaraflsins”, eins og Addison hafði
sagt, þótt Goya hafi ekkert vitað um
orð hans.
Inuk-
maðurinn
í Norrœna
húsinu
Leikrit um Eskimóa verður
sýnt i Norræna húsinu á morgun,
sunnudag kl. 18:00. Þetta er leik-
ritið ,,Inuk — maðurinn —”, sem
er samið og æft i hópvinnu á veg-
um Þjóðleikhússins. Semjendur
og flytjendur eru Brynja Bene-
diktsdóttir, Kristbjörg Kjeld,
Helga Jónsdóttir, Ketill Larsen,
Þórhallur Sigurðsson og Harald-
ur Ólafsson, lektor. Atli Heimir
Sveinsson hefur æft tónlistina.
Framkvæmdastjóri leikhópsins
er Þorlákur Þórðarson.
1 leikritinu „Inuk —
maðurinn—” er sagt frá fornri
menningu Eskimóa og ástandinu
eins og það er i dag. Þetta er stutt
leikrit, sem ætlaðer að taki um 45
minútur i sýningu eða samsvar-
andi einni kennslustund, en það
hefur verið sýnt i mörgum skól-
um undanfarið.
Óskir hafa komið fram um það,
að almenningi gefist einnig kost-
ur á að sjá verkið, og þvi var á-
kveðið að hafa þessa sýningu i
Norræna húsinu, til að öðrum en
skólanemendum gæfist kostur á
að sjá það;
Ef timi verður til, gefst áhorf-
endum kostur á að bera fram
fyrirspurningu og skoða áhöld og
muni frá Grænlandi, sem notað er
i leikritinu.
Eins og undanfarin ár gengst
Æskulýðsráð Reykjavikur fyrir
borðtennismóti skólanemenda á
gagnfræðastigi, þ.e. úr þeim skól-
um, þar sem tómstundahópar
starfa i þessari iþróttagrein.
Keppnin fer fram i Laugardals-
höllinni i dag, 23. mars, og hefst
kl. 13,30. Fyrirkomulagið er ein-
menningskeppni sem hver skóli
sendir fjögurra manna sveit auk
tveggja varamanna. Siðastliðið
ár bar sveit Hagaskóla sigur úr
býtum, en þá tóku 10 skólar þátt
i mótinu. Borðtennisklúbburinn
örninn sér um framkvæmd móts-
ins.