Þjóðviljinn - 23.03.1974, Page 5
Laugadagur 23.marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Franska kvikmvndavikan
ÍKvi^
[myndir
húseigandann. Hann sleppur frá
þeim öllum, en fjölskyldumeð-
limir læknisins týna tölunni smátt
og smátt. I lok myndarinnar
heldur sá gamli upp á 100 ára
afmæli sitt.
Margir af þekktustu gaman-
leikurum Frakka koma fram i
myndinni, sem gerð er i fjörugum
farsastil í hinu fegursta landslagi
og er sögð jafnt fyrir börn sem
fullorðna.
Leikstjórinn, Pierre Thernia,
er einn af helstu sjónvarpsleik-
stýrendum Frakka, en þetta er
fyrsta biómynd hans.
Eins og sagt var f rá hér í
blaðinu sl. sunnudag hefst
frönsk kvikmyndavika í
Háskólabíói miðviku-
daginn 27. mars. Sýndar
verða sjö úrvalskvik-
myndir, gerðar á árunum
1971 — 1973, og það mætti
geta þess hér í þessu sam-
bandi að Háskólabíó hefur
að auki tryggt sér tals-
verðan fjölda annarra
nýrra franskra mynda.
Það væri óskandi að okkur
gæfist kostur á að fylgjast
svo vel með kvikmynda-
f ramleiðslu f leiri landa, ég
nefni af handahófi
Svíþjóð, Júgóslavíu, Ung-
verjaland, l'talíu og Pól-
land.
Kvikmyndavikan er liður i
mennigarskiptum Islands og
Frakklands. Hún er ekkert gróða-
fyrirtæki, en það sem kynni að
verða afgangs þegar kostnaður
hefur verið greiddur (húsaleiga
o.s.frv.) rennur til Rauða kross
íslands.
Hér á eftir fara örstuttar lýs-
ingar á myndunum sjö.
Erfið viðskipti
(Le Viager) 1972.
Leikstjóri: Pierre Thernia.
Gamanmynd um ágirnd og
sjálfselsku. Læknir nokkur og hin
ágjarna fjölskylda hans gera
samning við einn sjúklinginn, 59
ára gamlan mann sem telur sig
vera að deyja. Samningurinn er
fólginn i þvi, að læknirinn greiðir,
hinum dauðvona árlega peninga-
upphæð, en eignast i staðinn hús
sjúklingsins er hann deyr. Þvi
fyrr sem það verður, þvi meiri er
gróði læknisf jölskyldunnar. En sá
veiki þrjóskast við að deyja og
hressist bara með árunum.
Læknisfólkið upphugsar nú hinar
margvislegu dauðagildrur fyrir
Sá brjálaðasti
(La raison du plus fou) 1972.
Leikstjóri: Francois Reichen-
bach.
Gamanmynd með alvarlegum
vangaveltum um hvað sé heil-
brigð hugsun og hvað sé brjálæði.
— Tveir ungir piltar og stúlka
sem eru á geðveikrahæli hafa
aldrei séð sjóinn. Garðyrkju-
maðurinn á hælinu er skynsamur
og góður karl og honum finnst það
algjör glæpur að þetta unga fólk
sé lokað inni og það geti ekki
notið dásemda hafsins eins og
aðrir. Hann hjálpar þeim til að
flýja á stolnum bil. Og nú hefst
mikill eltingarleikur. Hjónin sem
stýra hælinu leggja af stað á
stórum flutningabil og ætla að ná
krökkunum hvað sem það kostar.
Hvert spaugilega atvikið rekur
annað, allt á ofsahraða. Um leið
kynnumst við þessum hjónum, er
við sjáum viðbrögð þeirra viö
hinum óvæntu hlutum sem að
böndum ber i ferðinni. Konan er
hörkutól sem aldrei lætur af
skyldum sinum, viðteknum
reglum og hugmyndum sem rikja
i samfélaginu, hvað sem það
kostar. Maður hennar er fullur
efagirni...
Amerisk nótt
(La nuit américaine) 1973.
Leikstjóri Francois Truffaut.
Nýjasta mynd Truffauts hefur
hlotið frábærar viðtökur gagn-
rýnenda og áhorfenda. Heiti
myndarinnar er tekið úr tækni-
máli kvikmyndagerðarmanna og
merkir ákveðna aðferð sem beitt
er við kvikmyndatöku þegar
rauðar litasiur eru notaðar i
dagsbirtu við töku atriða sem
eiga að gerast að næturlagi (Day
for Night). En myndin fjallar
einmitt um gerð kvikmyndar.
Leikstjóri myndarinnar innan
myndarinnar er auðvitað
Truffaut sjálfur og aðalstjarna
hennar auðvitað Jean-Pierre
Léaud. Og eins og nærri má geta
fjallar Truffaut um hinn sérstæða
heim kvikmyndafólksins af mik-
illi leikni og gamansemi.
Sonurinn (Le fils). Yves Montand i hlutverki Korsikubúans.
Erfið viðskipti (Le Viager). Sá gamli held{.)r Upp á afmæiið.
Amerisk nótt (La nuit americaine). Jean Pierre Léaud, Jacqueline Bisset og Francois Truffaut i
hlutverkum sinum.
Sonurinn
(Le fils) 1972.
Leikstjóri: Pierre Granier
Deferre.
Korsikubúi nokkur (Yves
Montand) flytur til Banda-
rikjanna og gerist foringi glæpa-
flokks. Hann er búinn að hreiðra
vel um sig þar vestra, en þarf að
skreppa heim til Korsiku vegna
dauða móður sinnar. Hann kemst
þá aftur i snertingu við hið
einfalda og fagra mannlif,
ákveöur að breyta um lifnaðar-
hætti og setjast aftur að á heima-
slóðum. En óvinir hans frá
Bandarikjunum hafa fylgt honum
til Evrópu og hann kemst að þvi
að þeir eiga sök á dauða föður
hans, svo litið verður úr fögrum
fyrirheitum.
Piparmeyjan
(La vieille fille) 1971.
Leikstjóri: Jean-Pierre Blanc.
Gamanmynd um feimnina. —
Roskin, hlédræg kona fer i
sumarfrii sinu frá borginni til
strandarinnar og dvelur á litlu
hóteli. Þar eignast hún góðan
vin...
Allir eru fallegir
(Tout le monde li est beau) 1972.
Leikstjóri Jcan Yanne.
Þessi fyrsta mynd leikarans og
söngvarans Jean Yanne setti allt
á annan endann i Frakklandi
þegar hún var frumsýnd og varla
hefur nokkur önnur frönsk mynd
fengið aðra eins aðsókn. Yanne
hefur nú nýlega verið i heims-
fréttunum vegna nýjustu myndar
sinnar, „Kinverjar i Paris”.
,,Allir eru fallegir” er hörð
ádeila á gervimennsku og
auglýsingaskrum fjölmiðla.
Leitin að hinu sanna og hreina i
auglýsingafrumskógi nútímans.
— Sjónvarpsfréttamaður fær það
einstæða verkefni að fara til S-
Ameriku og freista þess að ná
viðtali við foringja Tupamaros-
skæruliða, einhvers staðar langt
inni i frumskógi. Honum tekst
þetta, en skömmu eftir að viðtalið
hefur farið fram er ráðist á hann
og hann glatar öllum segulbands-
spólum og filmum. Þegar hann
kemur aftur til siðmenningar-
innar eru allir fjölmiðlar fullir af
„viðtölum” við skæruliðaforingja
Tupamaros og honum er ljóst að
þau eru öll uppspuni frá rótum,
hreinar lygar og tilbúningur.
Hann er settur af sem frétta-
maður, en ráðinn i áróðurs-
(auglýsinga-)deild sjónvarps-
fyrirtækisins. En þar er hann
ómögulegur, þvi hann vill segja
fólki hið sanna um eðli þess sem
hann auglýsir. Hann er rekinn.
Og nú hefst siðari kafli
myndarinnar, um Jesú-æðið i
auglýsinga- og skemmtanaiðn-
aðinum. Söguhetjan semur, fyrir
bón vinar sins, söngleik um Jesú,
sem hlýtur ofboðslegar vinsældir,
Fyrir þessa gervimennsku er
hann skyndilega orðinn frægur,
hafinn upp til skýjanna, hann
endurheimtir sitt fyrra starf...
Kötturinn
(Le chat) 1971.
Leikstjóri: Pierre Granier-
Defcrre.
Hér leiða saman hesta sina
tvær af þekktustu kvikmynda-
stjörnum franskra kvikmynda,
þau Jean Gabin og Simone
Signoret. Þau leika hjón sem hafa
lifað árum saman hamingjusömu
lifi, en skyndilega skipast veður i
lofti. Þau hætta að geta talað
saman og þau fara beinlinis að
hata hvort annað. Þau búa i
gömlu borgarhverfi. sem verið er
að jafna við jörðu. Stórvirkar
vinnuvélar hamast nótt og dag
allt i kringum þau og augljós
samliking er með þessu niðurrifi
og eyðileggingu hjónabandsins.
Þessar lýsingar gefa auðvitað
ákaflega takmarkaða mynd af
kvikmyndunum sjálfum. Þær eru
byggðar á viðtali við franska
sendiherrann hér i borg, og kann
ég honum bestu þakkir fyrir.
Ljóst er, að fjölbreytnin er mikil
og hér er tjaldað þvi besta sem til
er. Rétt er að geta þess, að enskir
skýringatextar eru á öllum
myndunum.
Þ.S.