Þjóðviljinn - 23.03.1974, Síða 7
Laugadagur 23 marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Sverrir Kristjánsson, sagnfrœðingur:
TILLAGA
handa þjóðhátíðarnefnd
Meöur þvi aö okkar ágæta þjóð-
hátiðarnefnd hefur oröið að
endurskoða ýmsar hugmyndir
sinar og áætlanir, vil ég sem þegn
i frjálsu landi leggja til eina litla
nýjung á þessu fræga afmæli.
Ljósmynd i Timanum, 22. mars
1974, vdkti mitt þungsvæfa
imyndunarafl. Það er best aö lýsa
myndinni likt og Guðbergur gerir
nú i Þjóðviljanum. er hann túlkar
koparstungur Goya, og finn ég þó
fljótt til vanefna minna, er ég
minnist hins snjalla islenska
skálds.
En myndin er svona:
Tveir menn standa uppréttir:
Ólafur Jóhannesson forsætisráð-
herra og Eysteinn Jónsson þing-
forseti. T svip þeirra má greina
kalda meðaumkun, sem ljós-
myndavélin hefur náð að tjá
mæta vel. Fyrir framan þá er op-
inn kassi eða skjóða, en fyrir
framan þessa nýtiskulegu skjóðu
er maður á knjám. Maðurinn
heitir Þorsteinn Sæmundsson,
dóttursonur skáldsins Þorsteins
Erlingssonar. Maður sér ekki
bakhluta stjörnufræðingsins
nema að litlu leyti, en mennta-
mannssvipurinn leynir sér ekki,
og ég sé ekki betur en að hann sé á
Sverrir Kristjánsson
lakkskóm. Það er engu likara en
hann sé að krjúpa hátigninni, og
þó eru þarna staddir bara borg-
aralegir framsóknarmenn. En
Þorsteinn Sæmundsson kann vel
að þjóna konungum, hvort heldur
þeir eru af Guðs náð eða kjósend-
anna.
Hér krýpur stjarnfræðingurinn
og færir rikisstjórninni gjafir sin-
ar að fornislenskum sið. Það var
nú raunar ekki hvitabjörn. Svo
göfugt dýr átti hann ekki. Hann
færði stjórninni skjálfandi undir-
skriftir fimmtiu og fimm þúsund
Islendinga og riflega fimm
hundruðum betur, bænarskrá i
þeim stíl, er við tslendingar vor-
um vanir að senda einvaldskon-
ungum okkar og erfðaherrum.
Tak eigi frá oss bandaríska her-
inn, herra'.
En nú vikur aö tillögunni. Ef
svo skyldi fara, að eitthvað mundi
vanta á hugmyndafræði minna á-
gætu vina i þjóðhátiðarnefnd, þá
vil ég allra undirdánugast leggja
til: Að þjóðhátiöarnefnd birti
myndina af valdhöfum Islands og
Þorsteini stjarnfræöingi á bréf-
spjaldi, sem ekki má vera undir
einni miljón eintaka. (Ef kostn-
aður yrði oss ofurliði mætti leita
til sjóða Sameinuðu þjóðanna
handa vanþróuðum þjóðum, eða
þá i Alþjóðabankann ef allt um
þrýtur). t annan stað: Fyrir þann
sparnað sem hefur orðiö af þvi að
kaupá ekki náðhúsin frá MOnchen
skulum vér kaupa þvottasnúrur
og festa þær upp frá Sólheima-
sandi til Siglufjarðar. Skulu þar á
festar undirskriftir hinna fimm-
tiu og fimm þúsund íslendinga, og
vonandi verða veðurguðir is-
lensku þjóðarinnar okkur svo vin-
veittir, að tuskurnar blakti i
blænum.
TVÖ NÝ
FRÍMERKI
Póst- og simamálastjórnin hef-
ur gefið út tvö ný Evrópu-fri-
merki
Á öðru merkinu, sem er 13.
krónur að verðgildi, er mynd af
gömlum tréskurði frá 17. öld. Sú
mynd er varðveitt i Þjóöminja-
safni tslands.
Hitt merkiö er 20 krónur aö
verðgildi, og á þvi er mynd af
skúlptúr Ásmundar Sveinssonar
,,Gegnum hljóðmúrinn”. Flestir
munu kannast við það listaverk,
en það er staðsett fyrir framan
Hótel Loftleiða.
90 ára
í dag
90 ára er i dag, 23. mars, Jónina
Oddsdóttir frá Ormskoti i Fljóts-
hlið. Hún dvelur nú á Hrafnistu. I
dag verður hún stödd á Austur-
brún 37 frá kl. 3 til 6.
Leiðrétting
I>aii inistök urðu liér i Þjóövilj-
anum i gær, að birt var i opnu
m\iid, sem sögð var frá Breiðu-
vik i Kauðasandshreppi, en hér
var um misskilning aö ræða, þvi
að myndin var frá Kollsvik i
sama lireppi. Biðjum við lesendur
velvirðingar á þessum mistökum.
Atvinna
J árnsmiðir- Y erkst j órn
Viljum ráöa járnsmið er gæti tekið að sér
verkstjórn i forföllum. Getum einnig bætt
við okkur lagtækum mönnum. Hálfsdags-
eða kvöldvinna kæmi til greina.
Vélsmiðjan Normi,
Súðarvogi 2(5.
Simar 33110 og 84572.
FAÁ FL UCFELACIIMU
Radíóvirki óskast
Flugfélag islands óskar eftir að ráða
radióvirkja til starfa á verkstæði
félagsins.
Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrif-
stofum félagsins, sé skilað til starfs-
mannahalds i siðasta lagi 1. april n.k.
Upplýsingar hjá Aðalsteini Jónssyni yfir-
manni radiódeildar.
FLUGFELAGISLAJVDS
I
Hafnarfjörður-Verkamenn
Hafnarfjarðarbær óskar að ráða verkamenn til ýmissa
framkvæmda á vegum bæjarins. — Ath.:meðal annars
vantar menn til hreinsunar gatna og opinna svæða til
greina kemur að ráða til þeirra starfa liluta úr degi.
Nánari upplýsingar gefa yfirverkstjóri og skrifstofa
bæjarverkfræðings i sima 53444.
Bæjarverkfræðingur.
Ljósmvndin úr Timanum: „f svip þeirra má greina kalda mcð-
aumkun".
Tilboð óskast
i að byggja vatnsgeymi og lokahús á Nes-
kaupstað. Útboðsgögn verða afhent á
bæjarskrifstofunum Neskaupstað og
Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen
s/f Ármúla 4 Rvk gegn 3000 kr. skila-
tryggingu.
Tilboð skulu hafa borist bæjarskrifstofun-
um Neskaupstað eigi siðar en þriðjudag-
inn 23. april n.k. kl. 11 f.h.
Tilkynning
frá Sjálfsbjörg
Alþjóðadagur fatlaðra er á morgun. Sjálfsbjörg L.S.F.
hefur af þvi tilefni fengið hingað til lands herra Thor-Al-
bert Henni/ormann landssambands fatlaðra i Noregi,til
þess að flytja erindi um foreldrafræðslu vegna fatlaðra og
fjölfatlaðra barna.
Erindið verður haldið að Hótel Loftleiðum (Ráðstefnu-
salnum) sunnudaginn 24. mars og hefst kl. 16. Að þvi loknu
svarar herra Thor-Albert Henni fyrirspurnum. Það er von
okkar.að foreldrar og aðrir áhugamenn noti þetta tækifæri
og fjölmenni á fundinn.
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra.
Aðalfundur
Dagsbrúnar verður haldinn i Iðnó sunnu-
daginn 31. mars 1974 kl. 2 eftir hádegi.
REIKNINGAR Dagsbrúnar fyrir árið 1973
liggja frammi i skrifstofu félagsins frá og
með 25. þ.m.
Stjórnin.