Þjóðviljinn - 23.03.1974, Síða 9
Laugadagur 23 marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SíÐA 9
Heiðraði veðurfræðingur.
Þú ert formaður Bandalags há-
skólamanna (BHM), þess vegna
leyfi ég mér að beina orðum min-
um sérstaklega til þin. Það, að ég
kýs að gera það i opnu bréfi i stað
þess að senda þér linu i pósti eða
tala við þig i sima, helgast af þvi,
að ég tel umræðuefnið snerta
fleiri en okkur tvo, reyndar alla
landsmenn.
Föstudaginn 1. mars var sýnd-
ur i sjónvarpi þáttur um nýgerða
kjarasamninga. Að vonum bar
þar margt á góma, en minnis-
stæðastar eru mér viðræður þinar
við Kristján Thorlacius, formann
B.S.R.B. (Bandalag starfsmanna
rikis og bæja) og sjónvarpsspyril.
Öllum er kunnugt, að BHM setti i
haust fram kröfur um verulega
launahækkun fyrir langskóla-
gengið fólk. Rikisvaldið gekk ekki
að þessum kröfum, og þeir há-
skólamenntuðu voru dæmdir til
að fylgja nýlega gerðum launa-
stiga BSRB.
Þú taldir þetta illa farið, en for-
maður BSRB, næststærstu laun-
þegasamtaka á tslandi, áleit að
launahlutfall innan ramma
BSRB-samninganna væri réttlátt,
hærra mætti þaö ekki vera. Sam-
kvæmt þvi, sem hann sagði, er
þetta hlutfall um það bil 1:3, þ.e.
sumir launþegar rikisins fá að
minnsta kosti þrisvar sinnum
hærri laun en aðrir, fyrir jafn-
langan vinnutima.
t haust ólu margir þá von i
brjósti, að við gerð nýrra kjara-
samninga yrðu lægstu laun hækk-
uð verulega. Sumir voru jafnvel
það bjartsýnir að halda, að unnt
yrði að lifa af lægstu launum.
Ljóst er nú, að þessar vonir hafa
brugðist.
Þótt þú sért óánægður með að
fylgja launastiga BSRB, er ljóst,
að sumir háskólamenn i þjónustu
rikisins mun fá a.m.k. þrisvar
sinnum hærri laun en stór hópur
ómenntaðra launþega hjá sama
vinnuveitenda.
Einnig er ljóst, að sú almenna
launahækkun, sem fékkst með
ASt-samningunum, hefur verið
látin sitja i fyrirrúmi við samn-
ingaborðið, að sumra áliti á
kostnað verulegrar kauphækkun-
ar láglaunafólks.
Enn er ljóst, aö sumir mjög vel
launaðir starfshópar munu nú
reyna að hækka laun sin að mun,
og sækja án efa siðferðisstyrk i
nýgerða samninga BSRB og ASl.
Er ekki orðið timabært, að is-
lenskir launþegar, og þá einkum
og sérilagi láglaunafólk, fari að
hugleiða i alvöru, hvaða rök
liggja til þess, að sumir þjóðfé-
lagsþegnar hafi margföld laun á
við aðra?
Að deila og drottna
Hér mun ég ekki gera að um-
talsefni kjör þeirra, er hafa eign-
arhald i atvinnutækjum (kapital-
istar), en gróði þeirra er sá hluti
verðmætasköpunar vinnandi
fólks, sem haldið er eftir við
launagreiðslur, einmitt i krafti
eignarhalds á atvinnutækjum.
Hér verður aðeins rætt um tekjur
launþega. Þó að launþegar séu á
sama báti gagnvart eigendum at-
vinnutækjanna, virðist oft vera
um sundurleitan hóp að ræða,
sem engra sameiginlegra hags-
muna eigi að gæta i stéttabarátt-
unni.
Hefur ekki tekist að sundra
launþegum meö hinu gamla læ-
visa bragöi rómv. kúgara.að
að deila og drottna? Hafa ekki
sumir launþegar beinlinis veriö
keyptir til að þegja? Ég þekki
fjölmörg dæmi menntamanna,
meira að segja manna, sem viija
láta kalla sig sósialista, er eyða
orku i að viöhalda háum launum
til sin og starfsbræðra sinna, en
láta sér nægja að undrast, að lág-
tekjufólk skuli geta lifað á laun-
um sinum. Mútur -— eru það orð,
sem manni dettur fyrst i hug.
Langskólamenn eiga i fórum
sinum mörg rök fyrir þvi, að þeir
eigi að fá hærra kaup en ómennt-
aður lýðurinn. En mér sýnist, að
þeir byggi rök sin á undarlegri
réttlætiskennd, eða þá enn undar-
legri hagfræðikenningum. Það er
vel þess virði að rifja upp helstu
röksemdir ykkar.
Stór hluti
þjóöarframleiðslunnar
Fyrir skömmu tjáði ég kunn-
ingja minum, sem er verkfræð-
ingur, að ég drægi mjög i efa, að
honum og starfsbræðrum hans
bæri að fá hærra kaup en þeir
MENNT
ER
MÁTTUR
TIL AÐ...?
Opiö bréf til Markúsar Á. Einarssonar
og annarra háttlaunaöra menntamanna
EFTIR ÓTTAR PROPPÉ
hafa nú. Ekki vorum við sam-
máia, og taldi hann ekki óliklegt,
að framlag sitt til öflunar þjóðar-
tekna væri mun stærra en fram-
lag ýmissa annarra.
Mig setti hijóðan. Ég hafði allt-
af haldið — og held reyndar enn —
að verðmætasköpun islendinga
væri ávöxtur sameiginlegs átaks
þeirra rösklega 200.000 sálna,
sem byggja þetta eysker.
Sjálfur Geir Hallgrimsson
sagði lika um daginn, að tslend-
ingar væru allir á einum og sama
báti og hefðu alltaf verið. Þvi
miður held ég, að Geir hafi sagt
þetta i þeim tilgangi einum að
breiða yfir stéttaandstæður með-
al þjóðarinnar. En þrátt fyrir það
rataðist honum, i vissum skiln-
ingi, satt af munni, að minnsta
kosti hvað alþýðu áhrærir.
Aukin tæknivæðing atvinnulifs-
ins leiðir af sér aukna verkaskipt-
ingu. Framleiðsluferlin verða si-
fellt flóknari, svo flókin og löng að
fæstir hafa fulla yfirsýn yfir þau.
Verkfræðingurinn hannar orku-
veriö, en er hann nauðsynlegri en
verkamenmrnir, sem byggja
það? Satt er það, — ekki er unnt
aö byggja orkuver án verkfræð-
inga, en heldur virkilega einhver,
að unnt sé að ráöast i slikt stór-
virki án verkamanna? Tökum
dæmi af Búrfellsvirkjun. Ég leyfi
mér að halda þvi fram, aö stafs-
fólkið i mötuneytinu i Búrfelli hafi
verið jafn ómissandi og verkfræð-
ingarnir. Og mistök i starfi hjá
þvi, t.d. sóöaskapur meö tilheyr-
andi matareitrun, hefðu getað
haft i för með sér jafn alvarlegar
afleiðingar og mistök hjá verk-
fræðingi, jafnvel þótt aðeins sé
talið i krónum.
Ég er alls ekki að gera litið úr
verkfræðingum, heldur aðeins að
benda á þá augljósu staðreynd, að
hvorki þeir né nokkur annar
starfshópur eru nauðsynlegri en
aðrir i ákveðnu framleiðsluferli.
Ef til vill væri betra að orða þetta
svo: Allir hlekkir i keðju eru jafn-
mikilvægir.
Fórnfýsin borgar sig
Langskólamenn segja, að ekki
sé nema réttlátt, að þeir fái hærri
laun en ómenntuð alþýðan, þvi að
þeir komi mun seinna á vinnu-
markaðinn. Þeirsitji i ssóla langt
fram á þritugs aldur og stundum
lengur, skitblankir og vansælir, á
meðan jafnaldrar þeirra raka
saman fé með þvi aö selja vinnu
sina strax að loknu skyidunámi.
Þvi skuli taka tillit til ævilekna en
ekki mánaðarkaups.
Þó sjá allir, sem á annað borð
vilja sjá, að ævilaun verkamanns
geta aldrei orðið nema litiö brot
af t.d. ævilaunum borgardómara.
1 slfkum samanburði ber að
reikna meö dagvinnulaunum en
ekki heildartekjum. Sem betur
fer geta flestir verkamenn unniö
meir en 40 stundir á viku, þvi að
annars þyrftu fjölmargar fjöl-
skyldur að segja sig til sveitar.
Um leið og lágtekjufólk fer að
selja vinnu sina, fer það að borga
skalta, sem meðal annars eru
notaöir til að greiða kostnað af is-
lenska skólakerfinu. Það fer þvi
strax að greiða sinn hluta af
kostnaði við menntun langskóla-
gengins fólks. Það má þvi með
fullum rétti spyrja, hver skuldi
hverjum.
Annars er mér sú hugsun ógeð-
felld, að menntun og skólaganga
skuli eingöngu meta til fjár. Er i
raun og veru ekki eftir öðru að
sækjast i Háskólanum en mögu-
leika á vel borgaðri stöðu? Fer
enginn i nám af fróðleikstysn eða
áhuga á visindum? Á undanförn-
um árum hef ég dálitið verið að
fást við kennslu. Ég hef starfað i
barna-, gagnfræða-, menntaskól-
um og iðnskóla. Út frá þessari
reynslu sem kennari leyfi ég mér
að halda þvi fram. að sifellt
stærri hópur nemenda fari i
framhaldsnám i þvi eina augna-
miði að lenda ekki i erfiðum og
illa launuðum störfum.
t stað þess að vera fyrst og
fremst menningarstofnun, sem
þjónar hagsmunum allrar þjóð-
arinnar. er skólinn i siauknum
mæli að verða tæki, sem ákvarö-
ar, hverjir eigi að vinna þægileg,
vellaunuð og áhugavekjandi störf
og hverjir skulu skikkaðir til að
vinna illa borguð, slitandi, sóða-
leg og einhæf störf. Vert er að
benda á, að skólinn er sem slik
skilvinda alls ekki lýöræðisleg
stofnun, þvi að þjóðfélagsþegn-
arnir hafa engan veginn jafna að-
stöðu til að lenda i rjómatroginu.
En það mál er efni i lengra bréf
en þetta.
En vikjum aftur að fórnfúsum
stúdentum. Þvi er ekki að leyna
að nokkur tekjumissir fylgir þvi
að setjast á skólabekk. Hækkun
námslána, sem verðbólgan eyðir
jafnt og þétt, vegur þó á móti
þeim missi. Réttlátasta lausnin
væri að greiða öllum námsmönn-
um kaup. Er námi lýkur eiga þeir
að hafa sömu laun og aðrir. Tals-
menn stúdenta við Háskóla fs-
lands eru fylgjandi þessu. Hvað
segja forystumenn BHM og
BSRB?
Ábyrgð og einhæf störf
Langskólamenn halda þvi oft
fram, að veita eigi þeim nokkra
umbun með hærri launum vegna
þeirrar ábyrgðar, er oft fylgir
starfi þeirra. Þetta sjónarmið er
rikur þáttur i starfsmati þvi, er
gilti sem grundvöllur launa-
flokkaskipunar hjá félögum
BSRB til skamms tima. en rikis-
valdið hefur nú blessunarlega af-
lagt.
Hér er Mammonsdýrkunin i
algleymingi. Er i raun ekki unnt
að meta ábyrgð til annars en
fjár? Mér er sjálfum svo farið, að
ég vil gjarna bera nokkra ábyrgð
i starfi. Mér finnst stór kostur að
fá að vinna þau störf, er útheimta
árvekni. hugsun og útsjónarsemi,
— ég tala nú ekki um. ef þaö.
hvernig starfiö er unnið, er að
einhverju leyti háð minum vilja.
Hvers vegna i ósköpunum ætti ég
að fá hærra kaup fyrir fyrir slikt
starf en einhæfa, sljóvgandi og
andlega niðurdrepandi vinnu?
Ef sjálfsagt þykir aö meta
ábyrgð til fjár, þvi þá ekki aö fara
eins að með aðra þætti mannlifs-
ins, til að mynda einhæfni? Má
ekki styðja það nokkrum rökum,
að innpökkunarstúlka i frystihúsi
Bæjarútgerðarinnar ætti að fá
hærra timakaup en forstjórinn?
Starf hennar er mun einhæfara og
meira sljóvgandi en starf hans.
Það er best að spyrja þig beint
Markús. Hvort viltu heldur skúra
gólfin i Veðurstofu Islands eða
sinna núverándi starfi þinu?
Segjum að sama timakaup væri
greitt fyrir bæði störfin. Ég þykist
vita, hvert svarið er, en samt
hefði ég gaman af að heyra frá
þér.
Ilinn frjalsi vinnumark-
aöur
Forystumenn BHM hafa haidið
þvi fram. að laun háskólageng-
inna manna i þjónustu rikisins
verði að hækka til samræmis við
laun menntamannanna á „frjáls-
um vinnumarkaöi". Ég efast um,
að nokkur geti með vissu sagt til
um meðallaun menntamanna i
þjónustu einkaaðila. en þó svo
unnt væri að sýna fram á að
einkaaðilar greiði hærra kaup en
rikið. get ég ómögulega séð. aö tal
um háskólamenn á frjálsum
vinnumarkaði sannfæri nokkurn
um nauðsyn á hærri kaupgreiösl-
um til handa háskólamenntuöum
launþegum rikisins.
Þeir, sem hæst hrópa um frjáls-
an markað. ættu um sinn þvert á
móti að andmæla öllum kaup-
hækkunum.
Hvað veldur þvi. aö mennta-
menn i þjónustu rikisins segja
ekki upp störfum og fara allir
Framhald á bls. 10.