Þjóðviljinn - 23.03.1974, Page 10

Þjóðviljinn - 23.03.1974, Page 10
10 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugadagur 23 marz 1974. Mennt er máttur til að...? Framhald af bls. 9. sem einn út á þennan margróm- aða frjálsa vinnumarkað? Er hugsanlegt, að ástæðan sé önnur en sú, að þeir telja sig njóta ein- hverra hlunninda, atvinnuöryggis eða fjölbreytni i starfi, sem vega fyllilega upp á móti hærri launum menntamanna i þjónustu einka- aðila? Það er svo sem rétt hugs- anlegt, að félagar i BHM séu hug- sjónamenn, sem þrátt fyrir skita- kaup vilja ekki ganga úr þjónustu rikisins. Ef svo er, biðst ég auð- mjúklega afsökunar á tóninum i þessu bréfi. Sá tónn er fyrst og fremst sprottin af vandlætingu á rikjandi ástadi og þeim vonbrigð- um, sem ég og fleiri urðu fyrir, þegar ljóst varð, að ekkert sem að gagni mætti koma hefur gerst, er breyti þessu óþolandi ástandi. Staðreyndin er nefnilega sú, að stór hópur launþega þiggur lúsar- laun fyrir einhæfa, óþrifalega, hávaðasama og oft heilsuspill- andi vinnu. Vinnuálagið er mikið, hvildartimi takmarkaöur og upp- sagnarfrestur oft litill. Vegna lágs timakaups er þetta fólk neytt til að vinna mikla eftir- og nætur- vinnu. Tal kvenfrelsisfrömuða um rétt konunnar til að taka þátt i atvinnulifinu lætur blátt áfram hlægilega i eyrum þessa fólks, það, að húsbóndinn eða húsmóð- irin sé heima hálfan eða allan daginn, er lúxus, sem ekkert heimili með dagvinnutekjur verkamanns getur leyft sér. Annar hópur launþega, menntamenn, hefur fengið að vikka sjóndeildarhring sinn (vonandi) með langri skóla- göngu. Þeir vinna flestir skemmtileg og skapandi störf.Að minnsta kosti eru störf þeirra þægileg, hættulaus og ,,fin”. Og fyrir þessi störf þiggja þeir marg- föld laun verkamanna. Launabarátta lágtekjufólks Fullkomlega eðlilegt er að spyrja, hvort láglaunafólk sé ekki haft að fifli. Augljóst er, að lág- launamönnum er att á foraðiö. Lykillinn að viðunandi kjara- samningum hefur oftast ^verið i höndum Dagsbrúnarmanna. Tekjulægstu launþegarnir hafa lika oftast beitt skæðasta og vandmeðfarnasta vopni stétta- baráttunnar, verkföllum. En hvað hefur svo gerst, þegar verkamenn hafa knúið fram kjarabætur? Tekjuháir launþegar fylgja i slóðina, eða berast eftir henni sjálfkrafa. Allir fá hlutfallslega sömu launahækkun, sem velt er beint út i verðlagið. Kjarabætur láglaunafólks verða að engu. Það færheldur fleiri en að sama skapi léttari krónur i umslagið sitt en áður. Raungildi launanna er enn svo lágt, að það er ofvaxið mennskum mönnum að fram- fleyta sér á dagvinnukaupi. Er ekki kominn timi til aö fara i fúlustu alvöru fram á, að unnt sé að lifa af átta stunda vinnudegi, og afnám þess óréttlætis, að sum- ir hafi margfalt timakaup á við aðra? Skiptir þá i raun og veru engu hvort um er að ræða há- menntaða launþega eða eigendur atvinnutækja og þjónustufyrir- tækja. Má ekki á hverjum tima marka þroska verkalýðshreyfingarinnar af þeim þunga, er fylgir þessum kröfum? Um það bil öld er liðin frá þvi verkalvður á Vesturlöndum hóf baráttuna fyrir átta stunda vinnudegi. Á fslandi vannst um- talsverður sigur i baráttunni, þegar núverandi rikisstjorn lög- batt 40 stunda vinnuviku. En þvi miður eru þau lög aðeins pappirs- plagg i augum stórs hluta laun- þega. Það er gjörsamlega óþolandi, að árið 1974, þegar auðlegð Islendinga er meiri en nokkru sinni fyrr og fjölmargir launþeg- ar teja mánaðarlaun sin i hundr- uðum þúsunda króna, skuli kjör láglaunafólks vera þannig, að það kemst ekki hjá að leggja á sig óhemju eftir- og næturvinnu. Barátta launþegasamtaka fyrir þessum réttlætiskröfum verður án efa löng og ströng, og þvi er ekki seinna vænna en hefja hana strax i alvöru. Enginn láglauna- maður má halda að óréttlætið sé eitthvert náttúrulögmál, sem ekki er unnt að breyta. Atvinnurekendur, vinnuveit- endasambandið og rikið svara án efa, að ekki sé unnt að ganga gjörsamlega á snið við lögmál um framboð og eftirspurn. Rikjandi kerfi leyfi ekki svo róttækar breytmgar. Það er lika min trú, að rikjandi samfélagsgerð leyfi ekki sliar breytingar. Ég held hún sé réttlætismálum sem þessu Þrándur i Götu. Ef launþegasamtökin komast einnig að þeirri niöurstöðu, ber þeim skylda til að leggja ekki ár- ar i bát. Ef rikjandi kerfi er þröskuldur i vegi réttlætisins, liggur ekki annað fyrir en að gjör- breyta kerfinu. En þvi miður held ég, að laun- þegasamtökin séu illa i stakkinn búin til að heyja þessa baráttu. Hér hef ég einkum rætt um órétt- mæta mismunun láglaunafólks og menntamanna. Þvi miður tiðkast sama óréttlætið meðal láglauna- manna, þótt i minna mæli sé. Þegar ég var skólastrákur i Fldnsborg, vann ég stundum á sumrin við að landa úr togurum. Við þetta unnu þá einkum ungl- ingar og rosknir verkamenn. Karlarnir voru margir hverjir orðnir lúnir eftir langa ævi, og sumir þeirra hefðu alls ekki átt að koma niður i lest til annars en að rabba um daginn og veginn, þvi að þetta var púlsvinna. Ég öfund- aði mjög kranamennina, taldi þá eiga náðuga daga miðað við okk- ur i lestinni og hefði með glöðu geði borgað dálitið af kaupinu minu fyrir að fá að stjórna krana einn og einn dag i stað þess að moka karfa. Ég hef sjaldan á æv- inni orðið jafn undrandi og þegar ég heyrði, að kranamennirnir fengju hærra kaup en karlarnir i lestinni. Óréttlæti i stórum eða smáum stil verður að hverfa. Nýafstaðnir kjarasamningar hafa litlu sem engu breytt um þessi mál. Þess vegna mælir ekkert með þvi að fresta sókninni. Hið endanlega markmið hlýtur að vera, að regl- an ,,Hver eftir þörfum” verði höfð i heiðri, þegar skipta á þeim auði. sem sameiginlegt átak allra fslendinga hefur skapað. Ég vona svo sannarlega, að þú Markús og aðrir forystumenn hátekjumanna fari senn að Iita þessi mál i þvi ljósi. sem ég hef reynt að bregða hér upp. Enn um sinn vil ég ekki trúa öðru en að skoðanir ykkar séu byggðar á hugsunarleysi. Mér finnst það al- vörumál, að halda þvi fram, að menn hafi komið auga á óréttlæt- ið en vilji samt viðhalda þvi. Með vinsemd og virðingu Óttar Proppé Leiksýning i Norræna húsinu kl. 18: „Inuk — maðurinn” stutt leikrit um Eskimóa, æft og samið i hópvinnu á vegum Þjóðleikhússins, verð- ur sýnt i samkomusal Norræna hússins sunnudaginn 24. marz kl. 18,00. Aðgöngu- miðar seldir i Kaffistofu NH frá kl. 13 á sunnudag. NORRÆNA HÚSIÐ KJÖRSKRA sem fram eiga að fara sunnudaginn 26. mai 1974, liggur frammi almenningi til sýnis i skrifstofu sveitarstjóra i Mýrarhúsaskóla eldri, Seltjarnarnesi, frá kl. 9-15 alla virka daga, nema laugardaga.frá og með 26. mars til oe með 23. april 1974. Kærum út af kjörskrá skal skila til sveitarstjóra fyrir kl. 24, laugardag 4. mai 1974. Sveitarstjórinn i Seltjarnarneshreppi Blak — Blak — Blak Lands- leikur viö Norðmenn á Akureyri dag ------------ og annar leikur fer fram annað kvöld í Hafnarfirði B Eins og við sögðum frá i Þjóðviljanum í fyrradag leika Islendingar sinn fyrsta landsleik í blaki i dag og fer hann fram á Akureyri. Andstæðingarnir eru Norðmenn og að sögn fróðra manna má allt eins gera ráð fyrir sigri ís- lenska liðsins. Norðmenn- irnir eru ekki í hópi sterk- ustu Norðurlandaþjóðanna í blaki. Ef svo fer að ís- lenska liðið sigri í dag Iverður það í fyrsta skipti sem sigur vinnst í fyrsta llandsleik íslensks liðs. *nnað kvöld kl. 20.30 fer »^vo f ram annar leikur milli Iþessara þjóða og verður Jiann leikinn í íþróttahús- |inu í Hafnarfirði. tDómari i þessum leikjum verð- r Svii, en aðstoðardómari Vii- jálmur Ingi Arnason. Ritarar Iverða Ómar Ingvarsson og Hreið- ar Steingrimsson. Islenska landsliðið verður rannig skipað. Norska liðið er þannig skipað: 1. Ivar Hellesnes OSI B2. Cato Lund OSI 3. Harald Karlsen OSI 04. Werner Karlsson OSI 5. Geir Humberset Volda 6. Geir Tandstad Volda 17. Arvid Kopperdal Volda 8. Ragnar Scheide Volda 9. Sverre Roald BSI |0. Egil Leira Xlesund Dómari i þessum leikjum verð- Kr Svii en aðstoðardómari Vil- jálmur Ingi Árnason. Ritarar Iverða ómar Ingvarsson og Hreið- ar Steingrimsson. islenska landsliðið verður ■þannig skipað: 1. Halldór Jónsson, IS, hæð |l,85m 2. Valdimar Jónasson, UMFB, hæð 1.79m 3. Asgeir Eliasson, UMFB, hæð 1.78m 4. Snorri Rútsson, UMFB, hæð 1.181m 5. Anton Bjarnason, UMFL, hæð 1.91m 6. Ólafur Jóhannsson, UMFL, hæð 1.86m 7. Guðmundur Pálsson, UMFB, hæð 1.86m 8. Már Túlinius, Vikingur, hæð 1.78m 9. Páll Ólafsson, Vikingur, hæð 1.80m 10. Indriði Arnórsson, IS, hæð l.85m 11. ólafur Thoroddsen, IMA, hæð 1.90m 12. Torfi R. Kristjánss., Vikingur, hæð 1.71m Liðstjóri: Ingvar Þóroddsson. Síðustu lands- leikir Norö- manna í blaki Til gamans skulum við rifja upp úrslit lir siðustu lands- leikjum Norðmanna i blaki, en á þeim má sjá að norska liðið er i mikilli framför. Norðuriandamótið 1972 Finnland — Noregur 3-0 Sviþjóð — Noregur 3-0 Danmörk — Noregur 3-0 Landsleikir 1973 Sviþjóð — Noregur 3-2 Sviþjóð — Noregur 3-1 Júdómótið hefst kl. 1 islandsmeistaramótið i júdó Njarðvik. Keppendur eru beðnir fyrir unglinga og drengi hefst i að koma á keppnisstað kl. 11.30. dag kl. 13 i iþróttahúsinu i Ytri- Blak Ársþing Blaksambands Islands 1974 verður haldið i Reykjavik laugardaginn 18. mai n.k. Fund- arstaður og -timi verður auglýst- ur siðar. Dagskrá samkvæmt lög- um BLl.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.