Þjóðviljinn - 23.03.1974, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugadagur 23 marz 1974.
Veitingastofa í Kópavogi
á mjög góðum stað i miðbæjarhverfi til
sölu eða leigu. Áhöld og innréttingar
fyigja.
Upplýsingar gefur Karl Guðmundsson i sima 42606 kl.
10-12 og 2-4 i dag, laugardag.
Tékkneska bifreiðaumboðið á islandi,
Kópavogi.
Atvinna
Ijp Staða
aðstoðarlæknis er laus til umsóknar. Stað-
an veitist frá 1. ágúst n.k. Launakjör sam-
kvæmt samningi Læknafélags Reykjavik-
ur við Reykjavikurborg.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf,
sendist undirrituðum fyrir 1. mai n.k.
Reykjavik, 21. mars 1974. Borgarlæknir.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
KLEPPSSPÍTALINN:
FóSTRA óskast i fast starf við dag-
heimilið. Einnig óskast fóstra til
sumarafleysinga á sama stað.
HJÚKRUNARKONA Óskast til
starfa á GÖNGUDEILD, vinnutimi
9—5 virka daga. Einnig óskast
hjúkrunarkonur á aðrar deildir
spitalans, m.a. á kvöld- og nætur-
vaktir. Hluti starfs kemur til greina.
Upplýsingar veitir forstöðukona
spitalans, simi 38160.
KLEPPSSPÍ TALINN —
FLÓKADEILD:
HJÚKRUNARKONA óskast til
starfa á kvöld- og næturvaktir. Hluti
starfs kemur til greina. Upplýsingar
veitir yfirhjúkrunarkonan, simi
16630.
LANDSPÍ TALINN:
RAFMAGNSFRÆÐINGUR óskast
áEÐLISFRÆÐI-OG
TÆKNIDEILD spitalans. Upplýs-
ingar veitir forstöðumaður deildar-
i»nar, simi 24160.
KÓPAVOGSHÆLIÐ:
STARFSMAÐUR óskast til vinnu i
lóð hælisins. Nánari upplýsingar
veitir Bjarni W. Pétursson, bústjóri,
simi 42055.
KÓPAVOGSHÆLIÐ
DEILDARÞROSKAÞJÁLFI Óskast
til starfa nú þegar. Upplýsingar
veitir forstöðumaður i sima 41500.
Umsóknir, er greini aldur, menntun
og fyrri störf, ber að senda til Skrif-
stofu rikisspitalanna.
Reykjavik, 21. marz 1974 *
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,SiM111765
Auglýsingasiminn er 17500
tJJOÐVHJ/NN
Herinn burt
Framhald af bls. 1
islenskra stjórnarvalda vegna
cftirlitsflugs yfir norðurhöfum.
Þarna er aðeins um eftirlitsflug
að ræða, þannig að þessi heimild
nær þá ekki tii árásarflugvéla eða
sprengjuflugvéla. Hér verður
ekki um samskonar eftirlitsflug
að ræða og tiðkast hefur að und-
anförnu, en það hefur veriö fólgið
i þvi að hér hafa flugsveitir haft
bækistöð mánuðum saman, og
þegar ein hefur farið hefur önnur
jafnstór tekið við. Slík skipan
verður ekki heimiluð lengur,
þannig að hér verður ekki um að
ræða ncinar reglubundnar skipti-
flugsveitir né fasta bækistöð flug-
vélanna. Að öðru leyti verður tek-
ið mið af þvi fyrirkomulagi sem
tiðkað cr i Danmörku og Noregi
um Jendingar NATO-flugvéla, en
enginn hefur enn haldið þvi fram
að þar væru erlendar herstöövar.
1 þessu sambandi má svo geta
þess að samstarfsflokkar okkar (
rikisstjórn létu bóka það að þeir
vildu binda lendingarréttinn við
bandariskar flugvélar.
100—200
tæknimenn
En i sambandi við lendingar-
rétt þennan er i samkomulaginu
gert ráð fyrir þvi að við föllumst á
að hér geti dvalist hópur tækni-
manna, sem ekki séu hermenn,
þ.e. flugvélavirkja og annarra
slikra. Var krafan um þetta rök-
studd með þvi að einungis sér-
þjálfaðir menn gætu gert við
þessar umræddu flugvélar. Hér
verður þó aðeins um takmarkað-
an hóp manna að ræða og hefur i
rikisstjórninni verið rætt um
100—200 manns.
islensk löggæsla
Þriðja atriðið er ákvæðið um
það hvernig haga skuli löggæslu á
vellinum.Um skeið voru uppi
hugmyndir um að löggæslan yrði
falin erlendum aðilum að ein-
hverju eða öllu leyti. En á það var
að sjálfsögðu ekki unnt að fallast
að löggæslan á eina alþjóðlega
flugvelli sjálfstæðrar þjóðar væri
i höndum útlendinga. Þvi var um
það samið að tslendingar tækju
við löggæsiu á vellinum jafnhliða
þvi sem herinn fer og að löggæsl-
an sé að fullu I höndum lslendinga
um leið og herinn er farinn.
Þá er það ákvæði i samkomu-
laginu að verði óskað eftir þvi,
skuli Islendingar að fullu sjá um
starfrækslu radarstöðvanna á
Suðurnesjum og á Hornafirði á
sama hátt og lengi hefur verið við
radarstöðvarnar á Snæfellsnesi
og i Vik, en þær eru reknar af
Landsima Islands.
Innan ramma
fyrirvarans 1949
Þetta eru meginatriðin sem
snerta aðild Islands að NATO sér-
staklega, og eins og sjá má er ætl-
unin að framkvæma þessi atriði
innan þess fyrirvara sem sam-
þykktur var 1949 að hér skuli ekki
vera her á friðartimum. Ég vil i
þessu sambandi þó leggja áherslu
á að hér er ekki um að ræða neina
breytingu á afstöðu Alþýðu-
bandalagsins til aðildar tslands
að NATO, Alþýðubandalagið er
sem fyrr gjörsamlega andvigt
aðild tslands að NATO og
við munum i flokki okkar
halda áfram baráttunni fyr-
ir þvi að tslendingar losi
sig úr viðjum bandalagsins. Hins
vegar eru samstarfsflokkar okk-
ar, Framsóknarflokkurinn og
Samtök frjálslyndra á öðru máli
og þvi er hér um að ræða mála-
miðlun, sem þó er tvimælalaust
innan þeirra skilyrða sem tslend-
ingar settu við inngönguna i
Atlantshafsbandalagið 1949.
Lokun sjónvarpsins
Nú, en auk þessara tillagna,
sem samkomulag varð um, var
fjallað um önnur atriði sem
snerta okkur Islendinga eina, en
eru ekki nein samningsatriði við
Bandarikjamenn eða NATO.
Tekin var bindandi ákvörðun
um að nú þegar verði gerðar ráð-
stafanir til að takmarka sjón-
varpssendingar hersins við sjálft
flugvallar svæðið og að sjónvarp-
inu verði að fullu lokað á miðju
ári 1975, þegar helmingur liðsins
er farinn.
Annað veigamikið atriði var á-
kveðið á rikisstjórnarfundinum.
Jafnhliða brottför hersins falli
málefni Keflavikurflugvallar
undir hin ýmsu islensku ráðu-
neyti i samræmi við lögin um
stjórnarráð tslands. Sú annarlega
skipan hefur viðgengist að öll
málefni vallarins hafa heyrt und-
ir svokallaða varnarmáladeild
utanrikisráðuneytisins, en með
þeirri breyttu skipan sem sam-
komulag hefur náðst um, munu
málefni flugvallarins falla undir
hin ýmsu ráðuneyti á eðlilegan
hátt, heilbrigðismál undir heil-
brigðisráðuneytið, félagsmál
undir félagsmálaráðuneytið
o.s.frv.
Ég hef nú rakið það samkomu-
lag sem varð i rikisstjórninni um
tillögur þær, sem hún leggur nú
fyrir Bandarikjamenn um brott-
flutning herliðsins, og þær á-
kvarðanir sem jafnframt voru
teknar um takmörkun og lokun
Keflavikursjónvarpsins og um að
stjórnarfarsleg yfirstjórn á Vell-
inum verði i höndum hinna ýmsu
islensku ráðuneyta.
Á þessu þingi
— Þetta var samþykkt á fundi
rikisstjórnarinnar á fimmtudags-
morgun, hvað um frekari máls-
meðferö?
— Já, þegar samþykktin hafði
verið gerð i rikisstjórninni var á-
kveðið að fara þess á leit við
sendiherra Bandarikjanna á ts-
landi að hann kæmi tillögunum á
framfæri strax, en fréttatilkynn-
ing yrði send út i gær.
Siðan er ráðgert að utanrikis-
ráðherra eigi viðræður við full-
trúa Bandarikjastjornar um
þessar niðurstöður rikisstjórnar-
innar, en verði ekki samkomulag
hefur forsætisráðherra lýst þvi
yfir, að hann muni leggja fyrir
það þing sem nú sitpr, tillögu um
uppsögn herstöðvasamningsins.
— Yrði þingmeirihluti fyrir
uppsögn?
— Það var sameiginleg skuld-
binding allra stjórnarflokkanna
að framkvæma ákvæði málefna-
samningsins og ég trúi þvi ekki að
nokkur þingmaður stjórnarflokk-
anna bregðist þeirri skuldbind-
ingu.
— Nú er mikið liðið á þingtim-
ann, meðferð málsins má ekki
taka langan tima.
— Það er talsvert liðið á
þinghaldið og af þvi leiðir, að
lokaákvörðunar er ekki langt að
biða hvort sem samkomulag næst
við Bandarikjastjórn eða alþingi
tekur ákvörðun.
Áfangasigur
— Hvemig metur þú þennan á-
fanga?
— Ég tel að hér hafi náðst mjög
mikilvægur áfangi i baráttu ts-
lendinga gegn erlendri hersetu,
sem segja má að staðið hafi óslit-
ið frá stofnun lýðveldisins. Það
liggur i hlutarins eðli að ef við Al-
þýðubandalagsmenn hefðum ein-
ir mátt ráða ferðinni, hefðu verið
teknar stærri ákvarðanir, enda er
afstaða okkar i engu breytt. Hins
vegar er nú fastmælum bundið i
rikisstjórninni hvernig herinn fer
að fullu og öllu og gengið hefur
verið frá öllum áföngum i þvi
sambandi. Og hins vegar eru
skuldbindingar okkar við NATO
skilgreindar þannig, að hér verði
hvorki erlendur her né erlend
herstöð. Framkvæmd á þessum
ákvæðum samkomulags rikis-
stjórnarinnar er aðeins áfangi en
full framkvæmd þess samkomu-
lags styrkir mjög stöðu okkar til
að halda baráttunni áfram og að
leiða hana til endanlegs sigurs.
t þessu sambandi er afar mikil-
vægt að sem allra viðtækust sam-
staða takist um framkvæmd
þessarar ákvörðunar rikisstjórn-
arinnar svo unnt verði að tryggja
það að hún verði að veruleika á
tilteknum tima. Þá væri stórum
áfanga náð, áfanga sem marka
mundi þáttaskil i sögu islensku
þjóðarinnar.
Mér sýnist
stefna
í verkfall
sagði Jón Sigurðsson
form. Sjómanna-
sambandsins
— Ég fæ ekki betur séð en að
það stefni til vcrkfalls hjá sjó-
inönnum, ef marka má hörk-
una sem var á siðasta samn-
ingafundi, sagði Jón Sigurðs-
son formaður Sjómannasam-
bands islands. Hann sagði
cnnfremur að ekki hefði verið
boðaður nýr fundur og nú
væru þau félög sem ekki hefðu
þegar aflað sér verkfallsheim-
ildar, að afla sér hennar og við
stefnum að þvi að verkfall
skelli á um eða uppúr mán-
aðamótunum náist samning-
ar ekki.
Jón sagði að það eina sem
samningarnir strönduðu á nú
væri samningstiminn. — Við
viljum hafa hann til 1. janúar
en útgerðarmenn til 15. mai;
meira er það nú ekki sem
veldur þvi að samningarnir
eru stopp.
—S.dór
65%
gegn Nixon
WASHINGTON 22/3 Skoðana-
könnun hefur leitt i ljós, að Nixon
forseti hefur aldrei verið jafn
litils metinn meðal þegna sinna.
Skoðanakönnun hjá Gallup bendir
til þess, að 25% Bandarikja-
manna styðji Nixon, en 65% eru
honum beiniinis andvigir.
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarþel
vcgna andláts og útfarar
ÞÓRARINS JÓNSSONAR
tónskálds
Sérstakar þakkir færum við STEFi, Tónskáldafélagi ís-
lands og öllum þeim mörgu listamönnum, sem léðu lið sitt
til að heiðra minningu hans.
Ingibjörg Stefánsdóttir
og vandamenn
börn, barnabörn og harnaharnnhörn.
Þökkum innilega auðsýnda vináttu og
samúð við andlát og jarðarför eiginmanns
mins, föður okkar, tengdaföður og afa,
Guðna Jónssonar fyrrv. prófessors.
Sigrlður Einarsdóttir Elin Guðnadóttir
Gerður Guðnadóttir llalldór Arinbjarnar
Jón Guðnason Sigrún Guðmundsdóttir
Bjarni Guðnason Anna G. Tryggvadóttir
Þóra Guðnadóttir Baldur Aspar
Einar Guðnason Súsanna Möller
Bergur Guðnason Iljördis Böðvarsdóttir
Jónina M. Guðnadóttir og barnabörn. Sveinn Snæland