Þjóðviljinn - 23.03.1974, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 23.03.1974, Qupperneq 15
KMU.UitfSSiS Laugadagur 23 marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Hérhöfum viðallan hópinn saman kominn á sviði eftir leiksýninguna á miðvikudagskvöldið. Enn er ekki að sjá þreytumerki á fólkinu, eða hvað sýnist ykkur? Herranótt Menntaskólans i Reykjavik hefur sýnt söngleik- inn Lisu í Undralandi þrisvar sinuum i þessari viku við mjög góðar undirtektir, — betri en Herranótt hefur fengið i langan tima. Gifurieg vinna hefur verið lögð i uppfærslu þessa verks, æfingar hafa verið i gangi dag og nótt i rúma 2 mánuði. Pétur Einarsson er leikstjóri og sá hann einnig um hönnun leik- tjalda. Hann á hvað stærstan þátt i hversu vel hefir tekist, og má segja að hann hafi fengið það mesta út úr þvi fólki sem starfaði við Herranótt sem mögulegt var. Menntskælingar hafa tekið tæknina i sina þjónustu, við gerð leiktjalda. Hafa þau vakið mikla athygli, og lof flestra. Fjórar skuggamyndasýningar- vélar varpa stanslaust myndum á þrjá stóra sýningafleti sem gerðir eru úr tuttuguogþremur pappastrimlum er hengdir eru upp i loftið og mynda bakgrunn leiksviðsins. Inn i leikritið flétt- ast slidesmyndashow er sýnir þær breytingar er verða á Lisu meðan hún dvelst i Undralandi. Tónlistin sem leikin er undir hinum ýmsu lögum, er sungin eru i leikritinu, hefur einnig vakið verðskuldaða athygli. Jó- hann G. Jóhannsson, sem er nemandi i MR, útsetti lögin og æfði söng og leik af mikilli ná- kvæmni, sem skilaði vissulega árangri, sem i minnum verður hafður. Tónlistin er tekin upp i Lísa í Undralandi fœr frábœrar undirtektir upptökusal Péturs Steingrims- sonar, sem er i Hallgrims- kirkjuturni. Þar voru einnig tekin upp ýmis hljóð, ræður drottningar, söngur o.fl. sem notað er i leikritinu. Dansar eru samdir og æfðir af Björgu Jónsdóttur, dansara við Þjóðleikhúsið og nemanda i Menntaskólanum. Þau Jóhann unnu siðan saman að uppfærslu söngsins og dansanna, en 8 músastelpur fara með aðal- danshlutverkin, auk þess, sem þær syngja töluvert. Þrotlaus vinna (iO manna Það er tvimælalaust mun erf- iðara fyrir byrjendur i leiklist- inni, en vana atvinnumenn, að ná þeim árangri, sem viðunandi og boðlegur getur talist. Sjaldan hefur jafnmikil vinna verið lögð iHerranótt ognú;kröfur leikara og leikstjóra hafa ekki verið meiri-.og með virðingu fyrir öðr- um verkum Herranætur teljum við, að sjaldan eða aldrei hafi betur tekist til en nú. Yfir 60 manns lögðu hönd á plóginn, tóku þátt i talæfingum, lesæfingum, hreyfingaræfing- um, söngæfingum, samæfing- um, myndatökum, smiðavinnu og ýmsu þvi öðru, sem fylgir ævinlega uppsetningu leik- verka. Allthefur þetta dunið yf- ir þennan hóp á skömmum tima enda varð raunin sú, að hinir 24 timar sólarhringsins dugðu skammt, er tók að nálgast frumsýninguna. Það þarf þvi engan að undra, að eftir frábærar móttökur á frumsýningunni, hafi rikt mikil gleði á bak við leiktjöldin og góðum árangri mikillar vinnu var fagnað innilega. Með aðalhlutverkið, Lisu i Undralandi, fer Vigdis Esra- dóttir, kötturinn er leikinn af Bjarna Ómari Ragnarssyni og i hlutverki Kaninunnar er Andri örn Clausen. Breytingar frá barnasögunni Höfundurinn, Klaus Ilagerup hefur breytt upprunalegu sög- unni. töluvert, þeirri sem Lewis Caroll samdi og hefur orðið fræg um ailan heim. Þetta er ekki lengur fallega, saklausa barna- ævintýriðum Lisu i Undralandi, HERRA- NOTT sem heimsótti ævintýralandið og hreifst af fegurð þess og dá- semdum, heldur er hér sagan um Lisu, sem sótti heim undra- land nútimans, land gervi- mennsku, auglýsinga og kúgun- ar. Persónurnar eru að visu þær sömu, hattarinn, kötturinn, kaninan, hérinn, skjaldbakan, drottningin og Lisa. Þær eru jafn kúgaðar og i ævintýrinu, en áróðurinn sér fyrir þvi, að þær skilja það ekki. Heimspeki hins nýja Undra- lands er sú, að það sé heimur án sorgar, heimur án gleði, þar sem ekkert er illt, ekkert er gott. þar sem allt er skemmti- legt. Filið ykkur i táraflóði, grátið með gleði, brosið með munninum, dansið með fótun- um og syngið með öllu tiltæku. Það er hátið i Undralandi. það er Tivoli i loftinu. það er sirkus i sálinni. Það eru snittur i mat- salnum — stund skemmtana er runnin upp: Allt er i himnalagi, það er stórkostlegt að lifa, un- aðslegt að deyja. Timi hugsana er liðinn, timi skemmtana er runninn upp. Þessi heimur er fjölgyðistrú- ar og guðirnir eru Max Factor. Pierre Robert, Mary Quant o.s.frv. Helgistaðirnir eru snyrtivöru- og fataverslanir. Sumsé: paradis auglýsinga og poppbisnessmanna. Leikmuni hefur Þóra Björk Jónsdóttir gert, en búningar eru að hluta fengnir að láni frá FI- OL leikhúsinu danska, en aðrir hlutir eru gerðir af nemendum. Eins og áður var sagt koma myndvörpur mikið við sögu, og annast Gunnar Steinn Pálsson stjórn þeirra, auk þess sem hann tók myndirnar. Teikning- ar eru gerðar af Guðmundi Gislasyni, þýðingu annaöist Sig- urður Snævarr. Þær sýningar, sem þegar hafa verið ákveðnar eru þessar: föstudagskvöld 22. mars. klukk- an 20.30 laugardagskvöld 23. mars klukkan 23.45, mánudags- kvöld 25. mars klukkan 20.30. Allar sýningarnar eru i Austurbæjarbiói og veröa þær fleiri. ef aðsókn gefur tilefni til. Miðasalan er. i Austurbæjarbiói alla daga. iv<^* I i Í éHf * ■: KP aaa Í 5a? p iMi! i jjfa íw i^llllll 1 c ' I 111111 Sýningar V eturliða °g Hafsteins Síðustu forvöð um helgina Sýningar þeirra Hafsteins Austmans og Veturliða Gunnars- sonar, sem staöið hafa siðan á laugardaginn var, ganga mjög vel. Veturliði hefur selt rúman helming mynda sinna cða um 40 stykki og Hafsteinn 15. i dag og á morgun eru siðustu forvöð að sjá sýningarnar þvi þeim lýkur á sunnudagskvöldið. Hafsteinn Austmann sýnir að þessu sinni 49 myndir og eru þær flestar málaðar á siðustu árum utan nokkrar vatnslitamyndir sem hann gerði á árunum 1965. Verðið á myndum hans er frá 20 þúsundum upp i 140 þúsund krón- ur.gú dýrasta sem þegar er seld. Það myndi æra óstöðugan að telja upp þær sýningar sem Ilaf- steinn hefur haldið eða tekið þátt i. Siðast sýndi hann i Bogasalnum árið 1971. Hann hefur selt myndir sinar viða og eru erlend söfn i Danmörku, Frakklandi og Ameriku i hópi kaupenda. Sýning Veturliða er öllu stærri og sýnir hann rúmlega 70 myndir. Eru myndirnar frá ýmsum árum. Margar þeirra hafa áður sést á sýningum en einnig eru nýjar myndir innan um. Pastelmyndir eru i rneirihluta á sýningunni og hafa þær vakið hrifningu sýn- ingargesta ef hægt er að miða við myndakaup þeirra. Mikið ber á myndum frá Vest- fjörðum en ýmiss konar fantasiur gefur einnig að lita á sýningunni. Myndir Veturliða kosta frá 35 þúsundum sem er verðið á öllum pastelmyndunum upp i 120 þús- und sem er dvrasta oliumálverk- ið. Eins og áður sagði eru siðustu forvöð að sjá sýningarnar i dag og á morgun.og eru þær opnar frá klukkan 14 til 22 báða dagana. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.