Þjóðviljinn - 23.03.1974, Page 16

Þjóðviljinn - 23.03.1974, Page 16
UÚÐVIUINlA Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyfjabúða i Reykjavik 22.-28. mars verður I Reykjavikur- og Borgarapóteki. % Kvöldsimi blaðamanna er 17504 Laugadagur 23 marz 1974. cftir klukkan 20:00. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Sigurjón Pétursson i borgarstjórn: Heildarathugun á umferðar- málum borgarinnar tímabær A fundi i borgarstjórn Reykja- vikur 21. mars s.l. var meðal ann- ars til umræðu tillaga borgarfull- trúa Framsóknarflokksins, Al- þýðubandalagsins, Alþýðuflokks- ins og Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna um umferðarmál. Gerir tillagan ráð fyrir heildarat- hugun á umferðarmálum borgar- innar með endurbætur og endur- skipulagningu fyrir augum. - % Sigurjón Pétursson, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, flutti aðalræðuna fyrir tillögunni af hálfu minnihlutans og drap á þá venju borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins að fella eða tefja tillögur minnihlutans, en bera þær fram i litt breyttri mynd siðar sem eigin tillögur. betta væri fulltrúum minnihlutans ó- neitaniega hvatning til þess að halda ótrauðir áfram að bera upp tillögur i borgarstjórn. Sigurjón kvað tillöguna um um- ferðarmálin mjög svo timabæra, þar eð heildarathugun á umferð- armálum borgarinnar gæti varla dregist öllu lengur. Farið væri að bera á umferðarhnútum, og kostnaður vegna umferðar, þaö er i götur, holræsi og umferöar- mál yfirleitt, færi vaxandi ár frá ári og væri nú kominn upp i 800 til 900 miljónir árlega. Ekkert hefði og verið gert til þess að tryggja almenningsfarartækjum forgang framyfir einkabila i umferðinni, og þegar umferðartafir yrðu vegna aukins umferðarþunga, kæmu þær auðvitað jafnt niður á strætisvögnum og öðrum farar- tækjum. Meðanengar ráðstafanir væru gerðar til þess að tryggja almenningsvögnum forgang i umferðinni, væri þess ekki að vænta að veruleg aukning yrði á notkun strætisvagna. Sigurjón sagði ennfremur fylli- lega timabært að koma upp hrað- ferðum milli úthverfa borgarinn- ar og miðborgarinnar og jafnvel til næstu þéttbýliskjarna. 1 tillög- unni er gert ráð fyrir athugun á svonefndum einteinungi ofan venjulegrar umferðar. Yrði um- ferð á einteinungnum óháð ann- arri umferð og tefðist þvi ekki af hennar völdum, og knúinn inn- lendri orku. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir viöamiklum og dýrum umferðar- mannvirkjum, en i umferðar- málatillögu minnihlutans er lagt til að athugað verði, hvort ekki geti reynst hagkvæmara að leysa núverandi og væntanlega um- ferðarhnúta með neðanjarðar- brautum. Benti Sigurjón á aö flestar erlendar borgir hefðu val- ið þá leiö að koma sér upp neti neöanjarðarbrauta. Almennt væri nú viðurkennt, sagði Sigurjón, að umferðarkerfi það, sem aöalskipulagið gerði ráð fyrir um gamla miðbæinn þarfn- aðist endurskoðunar. Þeirri skoð- un yxi einnig fylgi að vernda bæri gamla miðbæinn, að minnsta kosti hluta hans, að sem mestu Slys Um miðjan dag i gær varð slys á gangbraut yfir Laugaveginn, móts við sjónvarpshúsið. Þar hafði bifreið stöðvað á annarri akreininni til að hleypa manni yf- ir gangbrautina er annar bill á hinni akreininni kom á fullri ferð og ók á manninn, með þeim af- leiðingum að hann kastaðist ai- veg upp á topp á bilnum og slas- aðist allmikið. leyti i núverandi mynd. Meðal annars af þessum ástæðum þyrfti að gera áætlun um þróun gamla miðbæjarins.áætlun, sem tryggði honum lif. Kanna yrði hvaða um- ferðaræðar væru nauðsynlegar i gamla miðbænum og tryggja að lega þeirra spillti sem minnst þvi svipmóti, sem yrði að vernda. Samræma þyrfti hið ytra og innra gatnakerfi og tryggja bifreiða- stæði i nágrenni miðbæjarins, sem tengd væru honum með greiðum strætisvagnasamgöng- Jón Arason (Rúrik Haraldsson) kveður syni sina Ara (Hákon Waage) og Björn (Gisli Alfreðsson) áður en þeir leggjast á höggstokkinn (Ljósm. A.K.) um. Benti Sigurjón á að leit aö bifreiðastæðum yrði nú mjög til þessað auka umferðarþungann á Laugaveginum og um miðbæjar- kvosina. Aðrir sem tóku til máls undir þessum dagskrárlið voru Steinunn Finnbogadóttir, Björg- vin Guðmundsson, Gisli Halldórs- son, Albert Guðmundsson og Guðmundur Þórarinsson. Sam- þykkt var að visa málinu til Þró- unarstofnunar Reykjavikur og Strætisvagnanna. dþ. Þjóðleikhúsið frumsýnir: Jón Arason eftir Matthias Jochumsson á miðvikudaginn Miövikudaginn 27. þ.m. frumsýnir Þjóðleikhúsið leik- ritiðJón Arason eftir Matthias Jochumsson. Leikrit þetta hefur aldrei áður verið sýnt á leiksviði á islandi, en aftur á móti hefur það verið flutt i út- varpi fyrir all-mörgum árum. Leikstjóri viö Jón Arason er Gunnar Eyjólfsson og hefur hann einnig búið leikinn t.il flutnings fyrir leiksvið. Leik- myndateiknari er Sigurjón Jóhannsson, en Lárus Ingólfs- son hefur teiknað búninga. Tónlistin við leikinn er samin af Þorkatli Sigurbjörnssyni. Þetta er mjög fjölmenn sýn- ing og munu um 70—80 leikar- ar og aukaleikarar taka þátt i sýningunni. Mjög langan tima hefur tek- ið að koma sýningu þessari upp, þar sem hún er ein af viðamestu sýningum, sem sviðsett hefur verið á leiksviði Þjóðleikhússins. fjölbreytt framboð smjörs: sérsahað - léttsahað - ósahað Fjölbreytni er krydd lífsins. Og nú er ekkert til lengur, sem heitir „bara“ smjör. Nú velur maður smjör eftir smekk; létt- saltað uppá gamla móðinn, sérsaltað til að fá svoldið bragð á tunguna, ósaltað (til dæmis) ef læknirinn hefur mælt með því. Við höfum einnig aukið fjölbreytni í gerð pakkninga til að gera þér hægara um vik að borða og bjóða smjör við öll tækifæri. Okkur finnst þú eiga rétt á því.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.