Þjóðviljinn - 19.05.1974, Page 1
Lokasóknin fyrir borgarstjórnarkosningarnar:
Starfið ræður úrslitum
ÚTIFUNDUR í BREIÐ-
HOLTINU ANNAÐ KVÖLD
Framfarafélag Breiöholts
III boöar til útifundar mánu-
daginn 20. mai kl. 20.00 — ann-
aö kvöld. Fundurinn veröur
við Fellasköla. Ræöumenn Al-
þýöubandalagsins á útifundin-
um verða þeir Sigurjón Pét-
ursson, borgarráösmaöur, og
Sigurður Magnússon, rafvéla-
virki.
Frambjóöendur allra flokka
munu leitast viö aö svara
spurningunum: Hvers vegna
ætti ibúi I Breiöholtshverfum
aö kjósa flokk þinn og stefnu I
komandi borgarstjórnarkosn-
ingum.
Sigurjón Siguröur
Þjóölagatrió og hljómsveit
skemmta.
Engar framkvæmdir enn á
takmörkun hersjónvarpsins
Liðnir eru hartnær tveir mánuðir siðan rikis- takmarka hersjónvarpið þannig að það næði ekki til
stjórnin ákvað að sjónvarps hersins skyldi þegar i Reykjavikursvæðisins. Þrátt fyrir þetta eru engar
stað takmarkað við Keflavikurflugvöll einan. Eftir framkvæmdir hafnar enn, og ábyrgir aðilar svara
fund Einars Ágústssonar með bandariskum ráð- þvi einu til að „tækin” séu i pöntun i Bandarikjun-
herrum 8. og 9. april s.l. var gefin út fréttatilkynn- um.
ing um að bandarisk stjórnvöld hefðu fallist á að — Sjá baksiðu.
i dag er rétt vika til
þess að gengið verður til
sveitastjórnarkosninga.
Þá daga sem fara i hönd
ráðast úrslit borgar-
stjórnarkosninganna i
Reykjavik.
Hægriblöðin munu
beita áróðursvél sinni af
margefldum þunga
næstu vikuna og kosn-
ingakerfi ihaldsins i
Reykjavík hefur sjaldan
verið sterkara. Það
verður þess vegna öflugt
og þrotlaust starf
vinstrimanna sem mun
ráða úrslitum um fylgi
Alþýðubandalagsins i
borgarstjórnarkosning-
unum á sunnudaginn.
Þar er engu öðru til að
dreifa en dugnaði og
fórnfýsi félaganna og
vaskra liðsmanna.
Alþýðubandalagið i Reykjavik
mun nú I þessari viku efna til
fundar i Laugardalshöllinni.
Verður fundurinn haldinn á
fimmtudagskvöldið. Alþýöu-
bandalagið hélt I kosningabarátt-
unni 1971 stærsta fundinn i Laug-
ardalshöllinni og varð raunar
fyrst allra stjórnmálaflokka til
þess aðhalda fund i þessu stærsta
samkomuhúsi þjóðarinnar. Al-
þýðubandalagsmenn hafa sett sér
að gera fundinn i Laugardalshöll-
inni á fimmtudaginn sterkan
vitnisburð um þá staðreynd að i
Reykjavik er aðeins eitt umtals-
vert afl gegn ihaldi — það er Al-
þýðubandalagið. Með þvi að kjósa
G-listann eru vinstrimenn að
styrkja þetta afl.
En efling Alþýðubandalagsins
mun ekki einungis hafa áhrif á
borgarstjórn Reykjavikur. Kosn-
ingasigur þess i Reykjavik mun
eiga miklu viðtækari og sterkari
skirskotun til framhaldsins, al-
þingiskosninganna, sem á eftir
koma. Þess vegna má enginn
vinstri maður liggja á liði sinu i
borgarstjórnarkosningunum.
I Reykjavik berst Alþýðu-
bandalagið fyrir þvi að fá þrjá
borgarfulltrúa kjörna. t siðustu
borgarstjórnarkosningum fékk
Alþýðubandalagið aðeins tvo full-
trúa kjörna. En herslumuninn
vantaði i þann þriðja. Alþýðu-
bandalagið er staðráðið i að
tryggja kjör þriðja manns i borg-
arstjórn i kosningunum
Kosningahátíð G-listans
í Laugardalshöll fimmtudagskvöld 23, maí,
Dagskráin kynnt í Þjóðviljanum á þriðjudag