Þjóðviljinn - 19.05.1974, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN
Handbók
Fjölvíss um
kosningar
komin út
Kosningahandbók Fjölviss er
komin út. Kemur handbókin til
verslana og umboðsmanna nú um
heigina. Bókin er 64 siöur.
Fremst er . ýtarlegt yfirlit um
sveitarstjórnarkosningarnar 31.
mai 1970. Þá eru birtir útdrættir
úr kosningalögum, siðan úrslit al-
þingiskosninganna 13. júni 1971.
Þá fara á eftir töflur um mann-
fjölda á landinu og kjósendur á
kjörskrá i hinum ýmsu sveitar-
félögunum.
Aðalkafli bókarinnar er að
sjálfsögðu um kosningarnar 26.
mai næstkomandi. Sagt er frá úr-
slitum fyrri kosninga —- allt aftur
til ársins 1950. Greint er frá
meirihluta sveitarstjórnarinnar
og breytingum á kjörtimabilinu.
Þá eru birtar myndir af bæjar-
stjórum kaupstaðanna eða
myndir frá stöðunum. Loks eru
birtir framboðslistarnir i sveita-
stjórnarkosningunum ásamt
eyðublaði fyrir úrslit kosning-
anna.
Watergate:
Lekur til
fj ölmiðlann a
WASHINGTON 17/5 — Peter
Rodino, formaöur dómsmála-
nefndar fulltrúadeildar Banda-
rikjaþings, og James St. Clair,
lögmaður Nixons um Watergate-
mál, eru báðir mjög áhyggjufullir
yfir stöðugum leka til fjölmiðl-
anna frá rannsóknum nefndar-
innar á ákærunum gegn Nixon, en
niðurstöður þeirra rannsókna
eiga að skera úr um hvort ákveðið
veröur að stefna forsetanum fyrir
rikisrétt.
Bandariskir fjölmiðlar hafa
undanfarið birt mörg af þeim
gögnum, er lögð hafa verið fram
á fundum nefndarinnar, og benda
þau öll til sektar Nixons.
43.
Svefn vitsins
vekur ófreskju
Mynd: Francisco Goya y Lucientes
KENJAR
Mái: Guðbergur Bergsson
Þessi orð standa á kassanum, sem
maðurinn sefur fram á. Upphaflega
stóð myndin fyrir öllum myndaflokkn-
um og varpaði ljósi yfir hann. Flokk-
urinn gengur út frá þessum
einkunnarorðum. Hann fjallar um
svefn og martröð sofandi vitsmuna.
Tvær teikningar eru til af myndinni. A
annarri virðist stormsveipur hafa
þeytt á loft ýmsu dóti, meðal þess eru
tvær andlitsmyndir Goya. Maðurinn
gægist þar fram, eins og hann reyni að
sjá með augunum það sem birtist i
huga hans. A hinni grúfir hann sig nið-
ur. Hjá Goya flýr maðurinn veruleik-
ann inn á svið æðri veruleika hugsunar
og imyndunarafls. Þar breiðir leður-
blaka vængi yfir manninn, en ekki
ugla, tákn vitsmuna, vökunnar i
myrkrinu. Borðið er autt á báðum
teikningunum. A koparstungunni
liggja þar penslar og pappirsarkir.
Eins og jafnan hverfur list Goya frá
þvi, sem er eingilt, til hins algilda.
Maðurinn er ekki einstaklingur, held-
ur samnefnari. 1 leit sinni leitar lista-
maðurinn inn fyrir einstaklinginn i
sjálfum sér, uns hann finnur marginn.
Listin er þess vegna aldrei eingild,
heldur marggild. Hún hirðir ekki um
persónuleg vandamál. Hver er maður-
inn? öld Upplýsingarinnar? Þjóðfé-
lagið? Er hann málarinn sjálfur, sem
liggur i dái til þess að geta töfrað fram
þær ófreskjur, sem sofandi vitið vek-
ur? Penslar og blöð biða á borðinu. A
annarri teikningunni stendur: ,,A1-
þjóðamál. Teikning og koparstunga
gerðar af Francisco Goya árið 1787”.
Og einnig stendur þar: „Höfundinn
dreymir. Tilgangur hans er aðeins sá
að gera útlæga hina skaðvænlegu villi-
mennsku með kenjum þessa verks og
að bera sannleikanum eilift vitni”.
„Grœna byltingin” fjarar út í
Laumuspil og
„Borgarstjóri átelur
skipulagsstjóra ríkisins
fyrir ávítandi orðsending-
ar um „grænu byltinguna"
hans, en ég verð að átelja
harðlega að borgarstjóri
skuli fara leynt með
bréfaskipti sín við skipu-
lagsstjóra. Borgarráð og
borgarfu 11 trúar eru
leyndir bréfaskiptum um
mál sem hér hef ur verið til
umræðu á þrem fundum.
Ég krefst þess að fá að sjá
öll bréfin".
A þessa lund mæltist Sigurjóni
Péturssyni borgarráðsmanni á
fundi borgarstjóra á fimmtudag-
inn var. Spunnist höfðu upp um-
ræður utan dagskrár um þá for-
dæmingu sem fram hefur komið
frá skipulagsstjóra rikisins á
óvönduð vinnubrögð borgar-
stjórnarihaldsins um hina svo-
kölluðu „grænu byltingu” (áætl-
un um umhverfi og útivistir). Við
það tækifæri las borgarstjóri upp
bréf sem hann hafði sent skipu-
lagsstjóra sér til varnar. Fram
kom að þeir borgarstjóri og
skipulagsstjóri hafa sent tvö bréf
hvor, en efni þeirra hefur verið
leyndarmál gagnvart almenningi
— og gagnvart borgarfulltrúum
— þangað til blaðaskrif flettu ofan
af málinu.
Borgarstjóri, Birgir Isl.
Gunnarsson, var með litt dulbún-
ar dylgjur i garð skipulagsstjóra,
Zóphoniasar Pálssonar: „vinstri
flokkunum hefði bæst liðsauki úr
ekki óvæntri átt” og þetta væri
ekki i fyrsta sinn á vinstri-stjórn-
artimanum sem „andaði köldu
frá rikinu og embættismönnum
þess”. Fullyrti Birgir að
Zophonias væri ekki málefnaleg-
ur i afstöðu sinni og gagnrýni,
orðalag bréfa hans væri sérstak-
lega forkastanlegt, enda ekki sýnt
eða samþykkt i skipulagstjórn.
Guðmundur G. Þórarinsson
benti á að skipulagsstjóri væri að
gagnrýna „grænu byltinguna”
frá sama sjónarmiði og vinstri
flokkarnir hefðu gert- áætlunin
væri ekki nógu vel unnin. Og það
væri sist af öllu ámælisvert i fari
embættismanns, að hann vildi
framfylgja lögunum, en sam-
kvæmt þeim bæri skipulagsstjórn
að staðfesta aðalskipulag.
„Grænkan” væri breyting á þvi
skipulagi.
Fullyrti Guðmundur og bar
fyrir sig formann skipulags-
stjórnar rikisins, að bréf
Zophoniasar hefðu verið sam-
þykkt i stjórninni.
Ætla að gera tilraun
með nýtt fjölbýlisform
— Við erum erínþá að
þreifa fyrir okkur, en
höfum mikinn áhuga,
sagði Hrafn Hallgríms-
son arkitekt, einn úr
hópnum, sem stefnir að
byggingu og stofnun
fjölbýlis með nýjum og
félagslegri hætti en
hingað til hef ur tíðkast í
höf uðborginni.
Hann sagði, að hópnum til-
heyrðu 10 bú með alls um 25
manns, ungt fólk með börn og
einstaklingar. Er nú unnið að
athugun á ýmsum grund-
vallaratriðum, svo sem lóða-
málumjánum og lánamöguleik-
um og hvort hægt sé að fá til-
búin hús að utan, og verið að
lita eftir heppilegum stað.
Ekki er vitað til, að fáanleg
séu nein hús, sem beinlinis eru
teiknuð með slikt sambýli i
huga, en hópurinn hefur auga-
stað á einingum, sem raða má
fritt saman i tiltölulega þétta
þyrpingu.
— Um leið værum við að
reyna að sýna fram á, aö hægt
sé að byggja lág hús fyrir fjöl-
býli sagði Hrafn. En séu þau
úr tré gengur það i blóra við
þá byggingarsamþykkt, sem
nú er i gildi i Reýkjavik. Það
má nefnilega ekki byggja
timburhús, þótt undan-
tekningar hafi að visu verið
gefnar i sambandi við bygg-
ingu Viðlagasjóðshúsanna.
Endurskoðun byggingasam-
þykktarinnar er þó væntanleg^
sagði Hrafn.og þá hefði verið
rætt um að færa hana til sam-
ræmis við byggingasam-
þykktir á Norðurlöndum, þar
sem siðustu árin hefur veriö
stefnan að byggja þétta, lága
byggð.
Annars tók hann fram, að
þetta væri allt á byrjunarstigi
og i rauninni ekkert full-
ákveðið nema tilraunin.
Hópurinn er ekki með
byltingarkenndarhugmyndir i
sambandi við sambýlið, en
hyggst nýta ýmislegt sam-
eiginlega, svosem stórt rými,
þar sem gæti verið i senn leik-
aðstaða fyrir börn, sameigin-
legur matsalur með eldunar-
aðstöðu ef fólk vill fara út i
slikt, fundarsalur og fleira. En
að öðru leyti fengi hvert bú
fullkomna ibúð með eigin
eldunaraðstöðu. Þvottahús,
baðstofa, geymslur og tóm-
stundaaðstaða yrði sameigin-
Framhald á bls. 13