Þjóðviljinn - 19.05.1974, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. mai 1974.
UOOVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Eysteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiösla. auglýsingar:
Skóiav.st. 19. Simi 17500 <5 linur)
Prentun: Biaöaprent h.f.
EÐA KJÖRNIR FULLTRUAR FOLKSINS
EMBÆTTISAÐALLINN
Næstkomandi sunnudag 26. mai verða i
Reykjavik kjörnir 15 borgarfulltrúar til
setu i borgarstjórn næstu fjögur ár.
Þessum fulltrúum er ætlað að fara með
málefni ibúanna sem nú eru um 83 þús.
Fyrir rúmum 60 árum, þegar ibúar
Reykjavikur voru aðeins um 11 þúsund
voru einnig kjörnir aðeins 15 bæjarfull-
trúar. Þó ibúatalan hafi sjöfaldast á
þessum tima þá hefur það aldrei hvarflað
að ihaldsmönnunum sem i hálfa öld hafa
farið mdi völd, að ástæða væri til að f jölga
borgarfulltrúum, svo hinir kjörnu full-
trúar fólksins gætu fylgst rækilega með
hinum sifellt fjölþættari verkefnum og
gætt hagmuna umbjóðenda sinna. Á sama
tima hefur hins vegar þanist út umfangs-
mikið skrifstofubákn, þar sem á trónar
embættismannaveldi, sem ekki væri van-
þörf á að kjörnir umbjóðendur fólksins
gætu veitt tilhlýðilegt aðhald. En þegar á
það er litið að 38 helstu embættismenn
borgarinnar eru flokksbundnir og dyggir
þjónar valdaflokksins i höfuðborginni,
Sjálfstæðisflokksins, þá skilst hverjum
borgarbúa hvers vegna Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur komið i veg fyrir fjölgun
borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn hafa látið
það viðgangast um áratugaskeið, að veita
kjörnum borgarfulltrúum enga aðstöðu til
að gegna skyldum sinum við borgarbúa.
Hvergi i öllu skrifstofubákni borgarinnar
er gert ráð fyrir skrifborði, stól, eða sima
þar sem borgarfulltrúi geti hitt umbjóð-
endur sina, reykviska kjósendur, né unnið
að þvi að kynna sér málefni og skjöl er
varða ákvarðanatekt um málefni borgar-
búa. Afleiðing þessa er, að borgarfulltrúar
hafa harla takmarkaða aðstöðu til að hafa
gætur á embættismannaaðli borgarinnar.
Þetta er sérlega bagalegt, þar eð ekki er
vanþörf á ströngu eftirliti með ihaldskerfi
hjá borginni sem drottnað hefur i hálfa
öld.
Alþýðubandalagið hefur kynnt tillögur
um breytingar á stjórnkerfi borgarinnar,
en þeim tillögum hafa aðrir borgarfulltrú-
ar tekið fremur fálega. 1 fyrrnefndum til-
lögum er lagt til, að auka vald og bæta að-
stöðu kjörinna borgarfulltrúa og draga að
sama skapi úr valdi ráðinna embættis-
manna. Lagt er til að takmarka ráðn-
ingartima ýmissa æðstu embættismanna
og það nýmæli tekið upp að dreifa valdinu
frekar en verið hefur með þvi að færa
ákvörðunartekt i vissum málaflokkum út
til borgarhverfanna og þannig nær fólk-
inu.
Nú skyldu menn ætla, að þeir flokkar
sem telja sig lýðræðislegustu flokka
landsins myndu aðhyllast það að styrkja
aðstöðu lýðræðislega kjörinna fulltrúa og
færa valdið út til fólksins i hverfunum. En
þá bregður svo við að valdhafarnir i
borgarstjórn Reykjavikur telja sig hafna
yfir fólkið, þeirra sé mátturinn.og valda-
og embættismannaklikurnar skuli áfram
einar sjá um ákvarðanir um málefni borg-
arbúa. Slikum valdahroka geta ibúar
Reykjavikur aðeins mótmælt á einn hátt,
það er með þvi að stuðla að breytingu á
stjórn borgarinnar eftir hálfrar aldar
ihaldskerfi. Alþýðubandalagið er það afl
gegn ihaldi sem dugar til sigurs.
UPPDRÆTTIR I STAÐ FRAMKYÆMDA
Fjórða hvert ár birtast i Morgunblaðinu
fallegir uppdrættir af alls kyns mann-
virkjum t.d. æskulýðsheimilum, höfnum,
skólum og nú siðast heilsugæslustöð. Oft-
ast hafa slikir uppdrættir komið sérstak-
lega út i svonefndri blárri bók. Borgar-
stjómarihaldið hefur birt uppdrátt af
heilsugæslustöð i Breiðholti og ástæðan er
sú að kosningar nálgast. Aftur á móti láð-
ist þeim að senda til f járveitingarnefndar
Alþingis fyrir áramót beiðni um fé til
slikrar stöðvar. Uppdráttur þessi er þvi
sannkölluð Potemkintjöld óttasleginna
valdhafa, sem nú hræðast dóm kjósenda.
Hins vegar má minna á það, að fulltrúar
Alþýðubandalagsins hafa flutt margar til-
lögur um byggingu heilsugæslustöðva i
hverfum borgarinnar, en þær engan
hljómgrunn fengið á undanförnum árum.
Það sleppur enginn undan dómi reyk-
viskra kjósenda með uppdrætti af þjón-
ustumiðstöðvum, en engar slikar fram-
kvæmdir.
„...svona blóðug
svívirðing særir
göðan Islending”
Bragð er að þá barnið finnur,
hefur sjálfsagt margur hugsað
þegar hann las þessa frétt i
Alþýðublaðinu, einu fiatasta mál-
gagni hernámssinna hérlendis.
Þar stendur að hermannaútvarp
Bandarikjamanna á Keflavikur-
flugveili útvarpi nú með stuttu
miliibili auglýsingakiausu til
stuðnings við Nató. Niðurlag
klausunnar er á þessa leið:
„Styðjið Nató — aðrir gera það ef
til vill ekki”.
Engum þarf að blandast ’hugur
um hverjum þessi auglýsing er
ætluð. Kanarnir á Vellinum eru
undir heraga og hafa því enga
valkosti um hvort þeir styðji Nató
eður ei. Á hinn bóginn heyrist i
dátaútvarpinu um allt Suðvestur-
land, þar sem mikill meirihluti
tslendinga býr. Það er þvi varla
nein tilviljun að Bandarikjaher
skuli láta útvarp sitt á tslandi
tönglast á þessari áróðursauglýs-
ingu einmitt nú, þegar her-
stöðvamálið er fremur I brenni-
punkti en nokkru sinni áður siðan
islenskir kanaleppar frömdu
stjórnarskrárbrot með þvi að
leyfa Bandarikjunum hersetu á
islenskri jörð.
Með þvi að útvarpa umræddri
áróðursklausu misnotar Banda-
rikjaher gróflega aðstöðu sína
hér á landi. Sú staðreynd ætti að
vera þörf áminning þeim mörgu,
sem i einfeldni sinni hafa orðið til
þess að leggja trúnað á þann
áróður hernámssinna að kanarnir
„geri okkur ekkert”, að návist
þeirra hafi ekki i för með sér
neina hættu fyrir fullveldi þjóðar-
innar, að kanarnir skipti sér
aldrei af innanrikismálum okkar
á nokkurn hátt. Birting auglýs-
ingaklausunnar er ekki aðeins
gróf tilraun Bandarikjanna til
þess að hafa áhrif á skoðanir Is-
lendinga á örlagastundu, heldur
og leiðir hún 4 ljós botnlausa
fyrirlitningu bandariskra ráða-
manna á islensku þjóðinni. Það
segir sig sjálft. 1 birtingu klaus-
unnar felst svo grófur dónaskap-
ur, að það bendir eindregið til
þess aö Bandarikjamenn liti svo á
núorðið, að Islendingum sé óhætt
að bjóða flest.
Og þetta álit Bandarikjamanna
á okkur er siður en svo út i hött.
Stjórn ihalds og krata var einhver
þægasta leppstjórn, sem nokkru
sinni hefur þjónað undir banda-
riska stórveldið, og hvaða álykt-
un aðra eiga þeir fyrir westan að
draga af þeim dæmalausa undir-
lægjuhætti, þvi andlega volæði
sem fimmtiu þúsund tslendingar
sýndu er þeir skrifuðu undir á-
skorun um að fá að hafa yfir sér
bandariskan her um aldur og
ævi! Og það þann sama her, sem
rændur er fyrir grófustu stríðs-
glæpina eftir siðari heimsstyrj-
öid.
Það er krafa hvers Islendings,
sem ennþáer verður sins salts, að
móðgun þeirri við sjálfsvirðingu
þjóðarinnar, og ihlutun þeirri um
islensk innanrikismál, sem felast
i birtingu áróðursklausunnar um
Nató, verði snarlega svarað. I
fyrsta lagi með þvi að loka þegar
i stað ekki einungis kanasjón-
varpinu, heidur og kanaútvarp-
inu. Og enginn ætti að þurfa að
spyrja hvað gera beri næst. Við
þurfum að losna við Bandarikja-
her úr landinu og losna sjálfir úr
hernaðarbandalagi þess hers.
Watergate-málin benda eindregið
til þess að bandariska „lýðræð-
ið”, ekki merkilegra en það þó er,
sé senn úr sögunni, en við taki
fasismi hershöíðingja og auð-
Gróf íhlutun Bandaríkjanna
um íslensk innanríkismál
K-QflnvíkurútvarQÍ^
inns við NATO
Styrkið NATO — aðrir gera það el
tii’vill EKKI”. Svo hljóðar niðurlag
auglýsingar. sem utvarp herslns á
Kellavikurílugvclli hetur senl ul að
undanlörnu með jötnu millibili.
h>u þessar auglýsingar uni það hil
;|0 sekúndna langar og tjalla um nnk-
ilvægi þess. að valdaaðstaða NATO i
heiminum —og scrlega á norðurhvell
jarðar — raskist ekki.
Islenska rikisstjörnin helur marg-
sinnis lýst .víir. að engar meiriháttar
ákvarðanir i varnarmálunum verði
teknar nema al Alþingi. l'essar ylir-
lýsingar hata ráðherrar gelið bæði
lyrir og ellir jiingrolið. liandarikja-
stjórn heíur nú tillögur islands i
varnarmálunum til athugunar og er
alls ekki búist við andsvörum þeirra
hráðlega.
i ljósi þessa, svo og þvi. að um am
SV-land er hægt að ná Utsendingum
útvarpsins i Kellavik, sncri Alþýðu-
hlaðið sér til Magnúsar Torla Olals-
sonar, menntamálaráðherra, og
spurði hann álils á þvi, hvort hér gæti
vorið um að ræða pólitiskan áróður a
viðkvæmu augnablikí.
Menntamálaráöherra sagðisl ekki
hata hevrt þcssara auglýsinga getið
lyrr og hann vildi ekki tjá sig um
liluli, sem hanti vissi ekkert um-
Fréttin i Alþýðublaðinu
hringa. Slikir valdsmenn myndu
ekki lengi hika við að beita Is-
lendinga grófari yfirtroðslum en
þeim að misnota útvarpsstöð sina
til áróðurs.
dþ
MELAVÖLLUR
I. DEILD
KR - ÍBA
leika i dag kl. 16.00.
K.R.