Þjóðviljinn - 19.05.1974, Page 7

Þjóðviljinn - 19.05.1974, Page 7
Sunnudagur 19. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Tvö verk eftir lonesco Er svona leiöinlegt í þessu hóruhúsi? Jacques Mauclair og Genevieve Fontanel i „Þetta grlðarmikla hóru- hús Þegjandi virðir hann fyrir sér fáránlegan heim. Eugene lonesco, höfð- ingi fjarstæðuleikhússins, byltingarmaður sjötta ára- tugsins^höfundur Nashyrn- inganna, Stólanna, Sköll- óttu söngkon unnar, Kennslustundarinnar — hann hef ur nú á einu bretti sent frá sér skáldsögu og leikrit. Skáldsagan heitír Einmana maður, leikritið Þetta gríðarlega hóruhús. Eins og fyrr fjallar Ionesco um einsemd mannsins i heimi sem er fjarstæðukenndur og tilraunir hans til að brjótast i gegnum þennar. fáránlega heim með að- stoð skynseminnar. Verkin eru hvert öðru lik: þau fjalla um sömu aðalpersónu, sama vanda, sömu atvik. Sagan er næsta ein- föld. Hálffertugur maður erfir frænda sinn i Ameriku, segir upp leiðindastarfi sinu á kontór og kaupir sér ibúð i einu af úthverf- um Parisar. Þar lifir hann lifi sem einkennist af einhæfni og ómerkilegheitum. Hann mætir fólki, en kemst ekki i neitt sam- band við það — það er sem það lifi i einum heimi, hann i öðrum. Þessi nafnleysingi hefur glatað sjálfi sinu, hann svifur i lausu lofti án stefnumiða undir þeirri byrði að það er erfitt að lifa. Skáldsagan, sem er hin fyrsta sem Ionesco skrifar, gefur að ýmsu leyti meiri upplýsingar um herra X en leikritið: hún greinir frá sálrænum forsendum hans og bætir þannig upp leikritið — en i þvi segir persónan ekki aukatekið orð. Maðurinn þegir. Hann reynir af veikum burðum að takast á við hversdagsleikann og leiðindin, sem aðrar persónur eru fulltrúar fyrir. Hann reynir. að fylgjast af athygli með þeirri leiksýningu sem lifið leikur fyrir augum hans, losna undan dapurlegum hvers- dagsleika með þvi að viðhalda undrun sinni, reyna að sjá allt i nýju ljósi. Þetta tekst aðeins á sjaldgæfum augnablikum. Herra X, sem svo er hér kallaður til hægri verka, reisir um leið vegg milli sin og annarra, og það reyn- ist hættuleg tilraun. Hann reynir að fylla tómarúmið með eigin til- veru, njóta þess frelsis sem hann hefur öðlast, en þetta leiðir að- eins til fullkominnar einangrun- ar. Hringnum er lokað, hann hafnar aftur i einsemdinni, og til- raunina verður að byrja á nýjan leik. Skáldsagan er mjög lauslega byggð. Þar er litið um langa frá- sögn i samhengi, hún er öll sett saman úr stuttum textum, mis- stuttum. reyndar, hugsanabútum, sem leysa hver annan af hólmi með miklum hraða. 1 leikgerðinni hefur Ionesco haldið sig við þessa lauslegu byggingu. Leikritið er fimmtán lauslega tengd atriði. Mörg atrið- in eru einskonar eintöl, þar sem einhver af aukapersónunum talar við herra X, en hann þegir, sem fyrr segir, eða svo gott sem. Máski væri hér réttara að tala um hálfgildings samræðu, þvi sá sem hefur orðið heldur sig vera að tala yið X, sem svarar ekki og gefur ræðumanni þar með kærkomið tækifæri til að blaðra áfram. Með þeim hætti verður sjálft formið virkur aðili að innihaldinu, þvi að með þessari tækni gerir Ionesco hina frægu sambandserfiðleika manneskjunnar sýnilega. Verk þessi virðast ekki hafa vakið sérstaka hrifningu. Veik- leiki leikritsins verður sá, að aðalpersónan þegir. Fyrst er viss spenna tengd óvissunni um það hvað gerast muni i næstu andrá og forvitni um það. En smám saman, þegar menn komast að þvi, að aðalpersónan mun ekki bregðast við mælskuflóði hinna, dregur úr spennunni, því menn gefa fljótt þá von upp á bátinn að það muni nokkuð „gerast”. Inni- haldið nálgast frostmark. Við heyrum langar ræður án þess að nokkur segi neitt. Og skáldsagan er sögð jafnvel enn ógirnilegri til fróðleiks. Undir lok beggja verka er spurningin um persónuleikann tengd við timann. Timarnir breytast, menn eldast og deyja, aðeins hr. X. fylgist ekki með. Rétt eins og persónurnar i heimi skáldbróður Ionescos, Becketts, getur hann hvorki lifað né dáið. Eftir þvi sem nær dregur enda- lokum herðir timinn á sér. Að lok- um verður engin stjórn á honum höfð lengur, og manneskjan svif- ur utan við tima og rúm. Og þá loksins fær X. málið, einnig i leik- ritinu, og lætur sem hann sé lifs- reyndur, hafi lært eitthvað af lifi sinu, sem hann reyndar siðast lik- ir við firnastórt hóruhús... Fjarstæðuleikhúsið var sjálf- sagt nauðsynleg tilbreyting frá hefðbundnu leikhúsi, réttmæt at- hugasemd við harðsnúna skyn- semdarhyggju. En liklega hlýtur hreinræktun á fáránleika heims- ins og einsemd mannsins að enda i blindgötu, i þögn dauðans. Okk- ur rekur minni til þess, að siðasti leikþáttur Becketts hafi staðið i fimm minútur. Á sviðinu var eng- an mann að sjá. Allskonar rusl skrjáfaði i vindum. Tjaldið fellur. (áb tók saman). Matvæli, velmegun, pólitík MITT t KOSNINGAHAREYSTI rekst ég á upplýsingar um matvælaskort i heiminum, sem er mikill eins og allir vita. Og þótt margt hafi fyrir augun borið um þá hluti undanfarin misseri, þá finnst manni að þarna sé um ýmislegt það að ræða, sem of sjaldan heyrist eða ekki. Og þó einkennilegt megi virðast, leita þessar fréttir af matvælaá:- standi i huganum að einhvers- konar tengslum við pólitiskt ástand hér heima fyrir og i ná- grenninu og þar með fall stjórna og kosningaslag. I þessum upplýsingum er visað til bandariskra fræði- manna sem taka mið af eigin landi — en vitanlega á það sem þeir segja einnig við um mikinn hluta Vestur-Evrópu. Þeir Jean Meyer frá Harvardháskóla og John Steinhardt frá Wisconsin- háskóla segja sem svo: Sá matur sem 210 miljónir Banda- rikjamanna láta i sig mundi nægja til að fæða 1500 miljónir manna sem byggju við kin- verskan kost (og gleymi menn þvi þá ekki, að Kinverjar hafa það fram yfir margar stórþjóðir Asiu, að þeir hafa bægt hungur- vofu frá sinum dyrum.) Og siðan er spurt: Munu Banda- rikjamenn og aðrir sem hafa svipaðar neysluvenjur halda áfram óbreyttum lifnaðar- háttum i heimi þar sem hungur- beltin svonefnd fara ört stækk- andi? EINMITT A ÞESSU islenska þjóðhátiðarári mun á- standið stórversna. Áburðar- skortur fer vaxandi, bæði vegna þess að áburðarverksmiðjur afkasta ekki nóg og svo vegna þess að verð á oliu hefur stór- hækkað, en hún er m.a. notuð við framleiðslu á nitrötum. í löndum eins og Indlandi leiðir oliukreppan einnig til þess, að ekki er hægt að reka nærri þvi allar dælur þeirra áveitukerfa sem þó til; af þeim sökum mun vorhveitiuppskeran verða þar 10 miljónum lesta minni en ella. A meðan heldur skuggaleg þróun áfram hjá þeim fáu þjóð- um sem eru aflögufærar um mat. I þvi sambandi er ekki aðeins um það spurt hve mikið t.d. Bandaríkjamenn éta og henda, heldur um hvers konar mat er að ræða. Kjötneysla Bandarikjanna hefur tvöfaldast á tuttugu árum. Og nautakjöt t.d. er afar eyðslusöm matvæla- framleiðsla. Þegar korn er notað til kjötframleiðslu eru i steik þeirri, sem að lokum er borin á borð, aðeins 5 af hverjum hundrað hitaeiningum sem voru i korninu. Bandarikja- maður notar nú 1100 kg. af korni á ári að meðaltali, en hver Kin- verji 400 kg. En Bandaríkja- maðurinn etur aðeins 140 kg. af brauði og öðrum kornmat, en Kinverjinn 360 kg af sinum 400. Nú hafa menn sagt sem svo, að vanda matvælaskorts og fólksfjölgunar megi leysa með þvi að breiða framsækna bandariska landbúnaðartækni út um allan heim. En einmitt sú kenning er i stórri hættu. Bandariskt og þá vestrænt mat- vælakerfi er firnalega orku- frekt. Firnamikilli orku hefur verið varið til að fá góða upp- skeru án mikils likamlegs erfiðis, og enn meiri i vinnslu og pökkun, sölutækni og kæli- geymslur. Steinhardt segir að i „frumstæðum” þjóðfélögum fari eín hitaeining til að fram- leiða 5-50 hitaeiningar i fæðu. 1 iðnvæddum fæðukerfum þarf 5- 10 hitaeiningar til að fá eina hitaeiningu i fæðu. Dæmið hefur svo verið jafnað með þvi, að landbúnaðarvélarnar ganga fyrir oliu, sem hingað til hefur verið tiltölulega ódýr. Ef að öll lönd fylgdu hinu orkufreka bandariska kerfi, þá færu nú þegar 80% af orku heimsins á ári hverju til þess eins að fram- leiða mat. Og orkan hækkar ört i verði. Það þýðir, að jafnvel há- þróuð riki muni innan tiðar neydd til að finna leiðir til að nota meira vinnuafl og minna af eldsneyti til að framleiða mat. Og taki menn eftir, að hér er aðeins um frumþarfir að ræða, aðeins um mat. Hér er ekki minnst á húsaskjól, hvað þá ferðalög riku þjóðanna, bila þeirra og önnur tryllitæki. ■ MEÐAL ÞESSARA SÖMU riku þjóða hefur að undan- förnu breiðst út alvarleg pólitisk kreppa. Þar hafa stjórnir hrunið eins og flug- ur á skömmum tima, i allmörg- um rikjum hanga minni- hlutastjórnir á ýmsum skrýtnum bláþráðum. Menn gleymi þvi ekki, að stjórn Ólafs Jóhannessonar var vist elsta stjórnin i Atlantshafsbandalag- inu, að stjórn Lúxemburgar undanskilinni. Auðvitað á hvert riki um sig við sinn sérstaka vanda að glima. En sameigin- legur vandi er mikil verðbólga og önnur efnahagsleg vand- kvæði, sem þegar allt kemur til alls eru tengd þvi, að ein helsta forsenda nýkapitalismans, stöð- ugur hagvöxtur og stöðugur vöxtur einkaneyslu, stenst ekki. Og þar með ekki vélferðarþjóð- félagið eins og við þekkjum það: sambland af kapitaliskri hag- sýslu og sósialdemókratiskri umbótastefnu. Sá sósial- demókratismi sem hefur svo mjög mótað okkar hluta heims (og hafa fleiri en eiginlegir krataflokkar verið að verki) stefndi ekki að umtalsverðum breytingum á gerð þjóðfélags- ins. Heldur var reynt að sigla fram hjá helstu agnúum kapitalismans með þvi að reyna að tosa alla upp á við til lifs- kjara og neyslu smáborgara. Þar með væri úr svo mörgum dregin pólitisk reiði út af félags- legu misrétti, að róttæk kröfu- gerð koðnaði niður. En meinið er, að við munum ekki elta hvert annað upp á tinda takmarkalausrar neyslu. Auð- lindir heimsins og andrúmsloft leyfa það ekki. Þjóðir þriðja heimsins munu i vaxandi mæli geta komið i veg fyrir að það haldi áfram að fjölga i hinni þurftafreku yfir- og millistétt riku landanna á kostnað auð- linda þeirra. Og þetta þurfta- freka og fjölmenna lið er farið að ugga að sér, án þess þó að það setji sin mál, t.d. verðbólg- una við bæjardyrnar, i stærra samhengi. Niðurstaðan er m.a. vantrú á þá, sem hafa ráðið ferðinni (sem hefur einna greinilegast komið fram i Dan- mörku) og mikil riðlun á flokka- skipan. EN HVERNIG ÆTLA MENN hér og i grennd að bregðast við þvi, að hinn rósrauði hag- vaxtardraumur er hruninn — eins og matvælaskortur. orkukreppa og verðbólga vitna um? Af dæmi Danmerk- ur sjáum við hver hin borg- aralegu viðbrögð eru: að sunnudags skera niður samfélagslega neyslu til verndar einkaneyslu —■ ráðstafanir sem jafngilda auknu félagslegu misrétti. Meiru skiptir, hvernig vinstri- sinnar og verklýðshreyfing bregðast við. Þvi miður hefur kjarabarátta þeirra verið skelfilega bundin við mæli- kvarða rikjandi stétta, við kaupkröfur til einkaneyslu. Þar við bætist, að verklýðshreyfing hefur leiðst út i sifellda tog- streitu og samanburð á launa- kjörum einstakra starfshópa, sem eyðileggur slagkraft hreyf- ingarinnar út á við og geldir hana pólitiskt. Uppskeran er pólitiskur vanmáttur og kraðak af litlum og kredduföstum hópum yst til vinstri, sem verða þvi miður ekki til hressingar mönnum vegna innbyrðis heiftar og flótta frá veruleik- anum inn i hinn sæla heim vig- orðanna. Og eitt af þvi sem hið róttæka lið verður að hafa hug- rekki til að fást við, er að bera fram rauntækar hugmvndir um viðbrögð við nýjum aðstæðum. sem mótast af þvi að hagvöxtur skreppur saman. Um það. hvernig hægt er að bjarga þvi skásta úr svonefndu velferðar- þjóðfélagi án þess að alþýða manna biði tjón af. Að þótt einkaneysla skryppi saman, geti menn bætt sér það upp og meira en það með þeirri sam- neyslu, sem i senn beinist gegn bruðli með auðlindir einstakra landa og alls heims og skapar um leið verðmæti i breyttum lifsháttum, sambýlisháttum. Án umræðu um þessa hluti og þar með innrætingar komast vinstri sinnar ekki iangt. hvað þá að þeir fái verulega virkan stuðning við kröfur um sósialisma. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.