Þjóðviljinn - 19.05.1974, Side 9
Sunnudagur 19. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Mitterrand eða Giscard
Mitterrand og Giscard mætast f sjónvarpskappræðum.
Einar Már
Jónsson
skrifar um
frönsku
kosningarnar
Alger óvissa rikir i Frakklandi
eftir fyrri umferð kosninganna og
treystir enginn sér að spá um
hvor frambjóðendanna tveggja,
Mitterrands og Giscards d’Esta-
ing, verði kosinn forseti 19. mai.
Samkvæmt skoðanakönnunum
eru þeir svo til jafnir nú.
Þessi staða er óneitanlega mjög
spennandi, en hún er þó alvarleg
fyrir Frakkland, þvi að sennilegt
er að örlitill hluti kjósenda muni
nú ráða úrslitum. Það eru einmitt
þeir kjósendur sem minnsta
þekkingu hafa á stjórnmálum og
liklegastir eru til þess að láta
stjórnast af frumstæðustu við-
brögðum og þjóðsögum, og má
segja að nú sé meira i húfi en svo
að æskilegt sé að slikir menn á-
kveði stjórn landsins næstu sjö
árin. En það er reyndar eðlileg
afleiðing þess kerfis, sem de
Gaulle fann upp handa sjálfum
sér og stuðningsmönnum sinum,
þótt svo virðist nú að aðrir en
Gaullistar muni njóta hags af þvi.
Þótt enginn hafi beinlinis sigrað i
fyrstu umferð kosninganna beið
einn greinilegan ósigur — og það
var gaullisminn. Aðalatriði kosn-
ingabaráttunnar milli umferð-
anna er þvi endurskipulag stjórn-
arsinna og viðureign þeirra yið
vinstri öflin.
Fall Chabans
tJrslit fyrri umferðar kosning-
anna komu mönnum ekki mjög
mikið á óvart. Það eina sem kom
verulega á óvart var munurinn á
Chaban-Delmas og Giscard
d’Eastaing. Samkvæmt fyrstu
skoðanakönnunum virtust þeir
jafnir, en siðan minnkaði fylgi
Chabans stöðugt og rétt fyrir
kosningarnar var honum spáð
18% (en Giscard 31%). Það þótti
mörgum ótrúlegt, en úrslitin urðu
samt þau að Chaban fékk ennþá
minna en honum hafði verið spáð
en Giscard nokkuð meira. Það er
ekki ástæða til að efast um gildi
skoðanakannananna, og mun
þessi munur stafa af þvi að fylgis-
hrun Chabans, sem hófst um hálf-
um mánuði fyrir fyrri umferðina,
hélt stöðugt áfram með auknum
hraða.
Er gaullism-
anum lokið?
Ýmsar skýringar hafa komið
fram á þessum ósigri Chabans,
t.d. hefur verið bent á undirferli
Chiracs innanrikisráðherra, sem
gerði allt sem hann gat til að
bregða fæti fyrir hann, lélega
starfsmenn i baráttunni, mjög
vonda kosningabaráttu (einkum i
sjónvarpi), ógeðfellda rógsher-
ferð gegn honum (honum var t.d.
lagt það til lasts að hann er þri-
kvæntur og á áróðursspjöld hans
var krotað „fráskilinn maður á
ekki heima i Elysée-höllinni”)
o.þ.h. En sennilegt er að ástæðan
sé ennþá dýpri. Stjórnmálasér-
fræðingar telja að gaullismi og
hefðbundin hægri stefna geti ekki
farið saman i Frakklandi: i hvert
skipti sem gaullismi kemur upp
hverfur hefðbundin hægri stefna
um stundarsakir, en ris upp aftur
þegar gaullisminn dalar. Þetta
stafar af þvi, að þótt þessar tvær
stefnur séu á ýmsan hátt ólikar
verja þær hagsmuni sömu félags-
hópa, og þessum þjóðfélagsöflum
þykir betra að hafa eina fylkingu
en tvær. Það er sennilega ekki
rangt að segja að franskir hægri
menn fylki sér um gaullismann,
þegar hefðbundnir hægri flokkar
eru komnir i algerar ógöngur, og
yfirgefi hann svo, þegar hættan er
liðin hjá.
Þegar Chaban og Giscard buðu
sig fram nú, var ljóst i upphafi að
Chaban var fulltrúi gaullista en
Giscard fulltrúi hefðbundinnar
hægri stefnu, og það var ekki
rúm fyrir þá báða. Stjórnarsinnar
gátu ekki klofnað i tvo jafna hópa,
„gaullista” og „hægri menn”, þvi
að þeir eru flestir hvórt tveggja
og slik skipting þvi merkingar-
laus, heldur hlaut meirihluti
þeirra að fylkja sér um þann
frambjóðandann, sem sigurvæn-
legastur var. Fyrst voru Chaban
og Gisvard jafnir, eins og fylgis-
menn stjórnarflokkanna hikuðu,
en um leið og það kom i ljós að
Giscard hafði meiri byr i seglin
streymdi fylgið til hans. Eftir á er
erfitt að verjast þeirri hugsun að
þetta hafi verið óhjákvæmilegt,
þvi að hægri öfl Frakklands hafa
nú enga þörf fyrir sérstakan
„gaullisma”.
Viðbrögð gaullista við ósigri
frambjóðanda þeirra voru yfir-
leitt á eina lund: þeir hugsuðu um
það eitt að bjarga eigin skinni og
snerust fljótlega til fylgis við Gis-
card þrátt fyrir talsverða beiskju
sumra þeirra. Hrunið var svo
mikið að þeir höfðu enga tilburði
til að ganga til stuðnings við hann
i hóp og gera einhverja heildar-
samninga við hann um ágrein-
ingsmálin, heldur flýtti sér hver
sem betur gat. Það kom ýmsum á
óvart að gaullistar skyldu ekki
setja nein skilyrði fyrir stuðningi
sinum,' þvi að þeir eru á öndverð-
um meiði við Giscard I mörgum
málum — en sennilega hafa þeir
hugsað sem svo að þess gerist
ekki þörf þvi að þeir hafa enn
mikil tromp á hendi sem Giscard
verður að taka tillit til, hann
hefur nefnilega enga von um
meirihluta á þingi án stuðnings
þeirra. Þess vegna er óliklegt að
gaullisminn sé búinn að syngja
sitt siðasta vers enn sem komið
er.
Staða Giscards
Með þessu móti hafði Giscard
leyst það vandamál hvernig hann
gæti myndað breitt kosninga-
bandalag meðal þjóðar sem er
eins klofin i smáflokka og klikur
og Frakkar eru. Þegar litið er á
feril hans i heild er ekki hægt að
segja annað en hann hafi haldið
glæsilega á spilunum, og er eins
og hann hafi alltaf verið að búa
sig undir að hirða arf Gaullista,
þegar hlutverki þeirra væri lokið,
og afhenda hann hægri öflunuan.
Með þvi að vera ráðherra i stjórn-
um de Gaulle og Pompidous en
halda þó uppi stöðugri gagnrýni á
Gaullista gat hann fengið stuðn-
ing þeirra án nokkurra skuld-
bindinga og þó um leið fengið
stuðning hægri manna og mið-
flokkamanna. Gallharðir Gaull-
istar eins og Michel Debré og
Alexandre Sanguinetti gengu til
fylgis við hann strax eftir fyrri
umferðina á þeim forsendum að
hann gæti einn haldið uppi merki
de Gaulle, og um leið fékk hann
fylgi miðflokkamanna eins og
Lecanuets og ýmissa hægri
manna á þeim forsendum að nú
væri loks kostur á þvi að losa sig
við gaullismann úr frönsku
stjórnmálalifi!
Stuðningsmannahópur hans
nær þvi frá fasistanum Brigneau
(sem er ritstjóri vikuritsins
„Minute”, málsvara versta kyn-
þáttahaturs i Frakklandi) og
OAS-manninum Pierre Sergent,
sem skipulagði banatilræði gegn
de Gaulle og var dæmdur til
dauða, og til Jean-Jacques Ser-
van-Schreiber, leiðtoga radikala
flokksins, sem hefur jafnan talið
sig vinstri sinnaðan og barist
fyrir róttækum umbótum (og
gegn óréttlæti og kynþáttafor-
dómum) i blaði sinu l’Express.
Ógerningur er fyrir nokkurn
mann að sjá nokkurt það málefni
sem Brigneau og Servan-
Schreiber gætu orðið sammála
um.
Til að halda þessum sundur-
lausa stuðningsmannahópi sam-
an verður Giscard nú að gæta sin
mjög vel i orðum. Hann hefur þvi
tekið þann kost að bera fram
mjög óljósa stefnuskrá, sem
byggist aðallega á almennum
stefnuyfirlýsingum og tillögum
um umbætur, sem enginn getur
verið þekktur fyrir að berjast á
móti (t.d. hækkun ellilifeyris
o.s.frv.). En hann hefur gætt þess
vandlega að reikna ekki út kostn-
að þessara umbóta og skýrir það'
heldur ekki hvernig hann hyggst
fjármagna þær.
En þetta kemur ekki að sök, þvi
að svo virðist sem sterkasta
tengiafl þessa kosningabandalags
Giscards sé kommúnisminn og
hræðslan við að missa valdaað-
stöðuna i hendur vinstri aflanna.
Stuðningsmenn Giscards gera sig
þvi ánægða með óljós loforð, bara
ef hann berst gegn vinstri fylk-
ingunni af nægilegum krafti.
Vinstri fylking
Mitterrands
Kosningabandalag Giscards-
sinna er þvi gjörólikt vinstri fylk-
ingu Mitterrands, ekki aðeins að
stefnuskrá heldur lika að eðli.
Mitterrand komst að þeirri niður-
stöðu fyrir rúmum áratug, að
vinstri menn hefðu enga von um
að vinna sigur i kosningum nema
þeir gerðu með sér bandalag og
skýran málefnasamning. Nú eru
tvö ár siðan málefnasamningur-
inn var undirritaður og hafa jafn-
aðarmenn og kommúnístar unnið
saman i anda hans siðan, þótt
hvor flokkurinn hafi einnig sina
sérstöku stefnuskrá. öllum getur
þvi verið Ijóst um hvaða atriði
vinstri menn eru sammála og um
hvað þá greinir á. En til þess að
bæta upp i eyður „sameiginlegu
stefnuskrárinnar” bar Mitter-
rand fram i upphafi kosningabar-
áttunnar nákvæma efnahags-
áætlun fyrir fimm ár, og er fyrsti
hluti hennar áætlun um baráttu
gegn verðbólgunni. Vegna hennar
fékk hann stuðning fjölmargra
vinstri manna, sem studdu ekki
sameiginlegu stefnuskrána, og
eftir fyrri umferðina fékk hann
stuðning margra „vinstri Gaull-
ista”, sem áður höfðu stutt
Chaban.
Ef Mitterrand sigraði, fylgdi
þvi þess vegna litil óvissa: hann
myndi þá þegar útnefna jafnað-
armann forsætisráðherra og fela
honum að mynda stjórn. I stjórn-
inni ættu sæti um 20 ráðherrar,
þar af um sex kommúhistar, en
meirihlutinn yrði jafnaðarmenn,
vinstri radikalar og aðrir stuðn-
ingsmenn Mitterrands. Sá orð-
rómur hefur reyndar gengiö að
Gaston Defferre yrði forsætisráð-
herra og Pierre Mendes France
fjármálaráðherra en Mitterrand
hefur vitanlega hvorki staðfest
það né borið til baka. Fyrsta verk
stjórnarinnar yrði svo að berjast
gegn verðbólgunni samkvæmt á-
ætlun Mitterrands og fram-
kvæma siðan þær umbætur, sem
áætlunin gerir ráð fyrir. Hafa
helstu stéttarfélög landsins lagt
blessun sina yfir þetta.
En erfitt er að sjá hvernig Gis-
card gæti stjórnað til lengdar og
fylgt skipulagðri stjórnarstefnu
með svo sundurlausan stuðnings-
mannahóp að baki. Hann hefur að
visu eitt tromp á hendi, sem siðar
verður drepið á: stuðningsmenn
hans hafá nú meirihluta á þingi.
En að öðru leyti er leikurinn mis-
jafn — og er það öruggt, að hefðu
vinstri menn sýnt jafn mikinn
klofning og stjórnarsinnar i upp-
hafí, og væri ágreiningur þeirra
um þýðingarmikil mál jafn mikill
og Giscards-sinna nú, hefðu þeir
nálega engar sigurhorfur.
En þrátt fyrir þessa aðstöðu
eiga vinstri menn undir högg að
sækja. Það er ekki aðeins eins og
flestum finnist eðliiegt að miklu
meiri kröfur séu gerðar til þeirra
en annarra, t.d. um að þeir skýri
áætlanir sinar og gefi tryggingar
fyrir þvi að þær gangi snurðu-
laust, heldur finnst manni stund-
um að hugmyndaheimur venju-
legra kjósenda sé þannig að þeir
eigi miklu auðveldar með að fall-
ast á rök Giscard-sinna. Þetta
kemur sérstaklega vel fram i
kappræðum frambjóðendanna og
stuðningsmanna þeirra og við-
brögðum almennings við þeim
rökum sem þá eru borin fram.
Þegar ég tala um almenning á ég
reyndar ekkí við þá „pólitisku”
kjósendur, sem eru fyrir löngu
búnir að mynda sér skoðun,
heldur hina, sem litla þekkingu og
takmarkaðan áhuga hafa á
stjórnmálum, — enda eru það
þeir, sem nú ráða úrslitum.
Viðureignin
Giscard beitir hinu hefðbundna
stefi andkommúnismans varlega,
þvi að hann veit að það hefur ekki
lengur sömu áhrif og áður. En
hann veit að það hefur samt tals-
verð áhrif á þá sem litið fylgjast
með heimsmálunum. Þess vegna
lætur hann ýmsa nánustu sam-
starfsmenn sina um að slá á
þessa strengi (og gripu þeir m.a.
fengir við Guillaume-málinu i V-
Þýskalandi). Sjálfur lætur hann
jafnan að þvi liggja að kommún-
istar séu ekki flokkur eins og aðr-
ir og þvi skuggalegt að veita þeim
sæti i rikisstjórn. Þótt Mitterrand
svari þessu mjög vel (og vitni þá
til Finnlands og þeirra héraða
Italiu þar sem kommúnistar hafa
lengi farið með sveitarstjórn)
virðast þessi rök hafa hrifið nokk-
uð meðal almennings. Hins vegar
hafa furðu fáir tekið eftir þvi
hvernig verstu öfgamenn til
hægri hafa nú skotið upp kollinum
við hlið Giscards.
Það háir Mitterrand i þessum
umræðum að „sönnunarskyldan”
hvilir á honum, en hann á erfitt
með að svara i sömu mynt þvi að
stefnuskrá Giscards er ekki nógu
nákvæm til þess, og öfgamenn til
hægri eru engin „grýla” á
frönsku stjórnmálalifi, þótt þeir
hafi reyndar ógnað lýðræði i
Frakklandi miklu meir en komm-
únistaflokkurinn hefur nokkurn
tima gert. En hann svarar með
þvi að spyrja Giscard hvernig
hægt sé að trúa þvi að hann muni
nú ætla að framkvæma umbætur,
sem hann hefur jafnan staðið
gegn i áratug. Giscard snýr sér
undan að svara þessu.... með þvi
að ásaka Mitterrand fyrir að vilja
ekki tala um annað en fortiðina!
Þótt undarlegt megi virðast hafa
þessi rök hrifið talsvert og það
kemur oft fram i tali Frakka, sem
fylgjast ekki vel með stjórnmál-
um, að þeim finnst Giscard vera
„nýr maður” en Mitterrand mað-
ur fortiðarinnar.
Þegar Mitterrand vill „tala um
fortiðina”, eins og Giscard segir,
vill Giscard beina talinu að fram-
tiðinni, og á hann þá einkum við
það vandamál hvernig Mitter-
rand ætli að framkvæma stefnu
sina, þegar augljóst sé að hann
hefur ekki þingmeirihluta fyrir
henni. Hann bendir á að Mitter-
rand verði að rjúfa þing fljótlega
ef hann nái kosningu og valdi það
enn meiri ruglingi i landinu.
Það er auðvelt að snúa þessari
röksemd við og spyrja Giscard
hvernig hann hyggist stjórna með
sinum sundurleita stuðnings-
mannahópi, enda sparar Mitter-
rand það ekki. En röksemdin er
þó alvarlegri en hún virðist.
Stjórnarskrá Frakklands gefur
nefnilega enga leið til að leysa
það vandamál ef alvarlegur á-
greiningur verður milli þingsins
og forsetans, og vilji kjósendur
forðast illleysanlegan árekstur
verða'þeir alltaf að kjósa forseta i
samræmi við þann þingmeiri-
hluta sem fyrir er, og öfugt. Þess-
ari röksemd var miskunnarlaust
beitt i þingkosningunum 1973,
þegar eitt kjörorð stjórnarsinna
Framhald á bls. 13