Þjóðviljinn - 19.05.1974, Síða 15
Sunnudagur 19. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
SJÓNVARP
í sjónvarpi í kvöld klukkan 20.25:
Um hunda og fólk
65. grein lögreglusam-
þykktarinnar heitir leikrit
eftir Agnar Þóröarson, sem
sjónvarpið frumsýnir i
kvöld.
Leikrit þetta mun að
nokkru vera byggt á þeirri
reglugerð borgaryfirvalda,
sem leggur bann við hunda-
haldi.
Segir frá tík einni og eig-
anda hennar, finni frú —
samskiptum þeirra við grá-
sleppukarl einn og hund hans
— á næsta kátlegan hátt.
Þessi mynd sjónvarpsins
var gerð s.l. sumar og var
tekin á litfilmu — fyrsta is-
lenska leikritið sem fær svo
virðulega meðhöndlun, enda
mun nú ekki annað tjóa en
filma allt I lit, svo hægt verði
aö bjóða efnið til sölu þeim
sjónvarpsstöðvum sem farn-
ar eru að sjónvarpa i lit.
Baldvin Halldórsson leik-
stýrði „65. grein lögreglu-
samþykktarinnar”, en leik-
endur eru: Valur Gislason,
Sigriður Þorvaldsdóttir,
Rúrik Haraldsson, Jón Sig-
urbjörnsson, Hörður Torfa-
son, Sigmundur örn Arn-
grimsson o.fl. —GG
Mánudagur
kl. 20.30
Sæoturs
saga
Sæoturinn er sérkennilegt
dýr, sem menn hér á landi
hafa væntanlega haft heldur
litil kynni af. Sjónvarpið ætl-
ar að bæta úr þessari van-
þekkingu manna með
fræðslumynd á mánudags-
kvöldið.
Sýnt er sitthvað af lifnað-
arháttum sæotursins, hvern-
ig hann veiðir sér til matar
og notar jafnvel frumstæð
verkfæri við fæðuöflunina.
Loksins ^
einhver
friður...!
I sjónvarpi á mánudag klukkan 21.30:
Fræðsla um Guðs eigið
Sta ka n
Eftirfarandi staka var send
blaðinu i gær:
Ólafs Ragnars energi
annir bera vott um,
sleif hann sýnist eiga i
öllum framboðspottum.
land
Gróandi þjóðlif heitir
hann, 8. þáttur bresku
framhaldsmyndarinnar,
sem fjallar um Banndarikin.
Það er frægur, breskur
blaðamaður, sem hefur gert
þessa fræðsluþætti um
Guðseigiðland — og mun
blaðamaður þessi, Alistair
Cooke, vera öðrum mönnum
betur til þess fallinn að fræða
fólk um Bandarikin.
Árum saman hefur Cooke
dvalist i Ameriku. Hann hef-
ur starfað sem fréttaritari
breskra blaða vestra, en
einnig hefur hann flutt
fréttapistla sina i útvarp og
sjónvarp i Bretlandi.
I seinni tið mun Cooke að
mestu hættur að þræla sem
fréttamaður — breska út-
varpið hefur hann sem eins
konar spari-fréttamann i
Washington, hann talar til
hlustenda einu sinni i viku og
segir þeim tiðindi að vestan.
Myndin er af Cooke —
breska blaðamanninum sem
stýrir fræðsluþáttunum um
Bandarikin.
llllllllllllimilllllllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllimillilliilllllllllllllilillli
HawnMn
SÍÐAN
Umsjón:
GG og SJ
f
Nýlega var haldið samsæti til
heiðurs hinum 74ra ára gamla
iHitchcbcks.Meðal gesta var
Grace prinsessa, en hún varö
fyrst þekkt sem leikkona i
Hitchcock-myndum. Á sam-
komunni voru sýnd atriði úr 56
myndum sem karlinn hefur
átt hlut að.
Fyrir nokkru fór fram siglingakeppni á ánni
Charles River í Cambridge, Bandaríkjunum.
Þessi áhöfn var auðsjáanlega ekkert fyrir að
reyna of mikið á sig og lét sig reka í góða veðrinu
á þessu ágæta fleyi.
12. maí sl. náðu þrjár japanskar konur að klífa f jallið
Manssulu í Himalajaf jöllum, en það er 26.500 feta
hátt. Konur hafa ekki fyrr klifið svo hátt f jall. Ein úr
hópnum lét lífið á leiðinni upp.
Húsmóðir í ísrael var dæmd i eins dollara sekt f yrir að
haf a sett f rosk i pott hjá nágrannakonu sinni, sem var
að sjóða f isk, en sú treysti sér ekki að borða f isk með
froskbragði og varð því að henda matnum.
Og taladi um fisk, þá berast þær gleðifréttir frá
Bandaríkjunum að alltaf auki Kanar fiskneyslu, sem
nú er talin 12,6 pund á hvert mannsbarn á ári.
Rauðsokkuhreyfingin í Bandaríkjunum, The League
of Women Voters, sem hingað til hefur aðeins leyft
karlmönnum aukaaðild að félaginu samþykkti um
daginn að veita karlmönnum f ulla aðild ef þeir óska.
Með þessu telur meirihlutinn í félagsskapnum að mál-
staðurinn styrkist.
Barnasala tiðkast enn í sumum héruðum ítalíu, og er
ástæðan fátækt f oreldra eða einstæðra mæðra. Skipu-
lögð samtök stunda þessa barnaverslun, og hafa yfir
100 fæðingarlæknar verið sektaðir fyrir að gerast
milligöngumenn í þessari óhugnanlegu verslun.