Þjóðviljinn - 23.05.1974, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mal 1974.
Mynd: Francisco Goya y Lucientes
KENJAR
Mál: Guðbergur Bergsson
45.
Vel skal sogið
„Áttræðu kerlingarnar sjúga stráka,
en stúlkur, sem ekki eru orðnar átján
ára, sjúga fullorðna. bað er eins og
manneskjan hafi fæðst og lifi til þess
eins að vera sogin”, segir P-handritið,
og er merking orðanna tviræð.
A milli þess aö nornirnar sjúga litlu
strákana i körfunni, fá þær sér rólega i
nefið. Það þótti afar fint og franskt á
átjándu öldinni, að konur tækju i nefið,
einnig það að sjúga. Kerlingarnar
virðast hafa bæði munn og nasir til
hvors tveggja. Gömlu konurnar tvær
eru að þinga um eitthvert mikilsvert
málefni, smjatta á sögum, en sú þriðja
< virðist aðeins fá reykinn af réttunum,
þefinn af góögætinu, þagnarmálinu og
þvi, sem er óhæft á prenti þar sem
prentfrelsi rikir.
Einhverja bliku dregur á loft, óveð-
ur virðist vera i aðsigi og gustur stend-
ur upp i nasir nornarinnar, sem fær
lekkert i nefið. Nornirnar þinga um
nótt. Leðurblökurnar eru á sveimi yfir
,þeim og færa fréttir. Galdrakerlingar
notuðu leðurblökur til rannsóknar-
ferða, eins og Hrafna-Flóki hrafna
sina og stórveldin hljóðfráu þoturnar.
Allt vald krefst rannsóknarflugs, sjálft
er það einnig gætt talsverðu hugar-
flugi. Það sem vængjað er, eins og
fuglar og flugvélar, er framlenging á
hugarfluginu. Liklega lætur guð engl-
ana vera vængjaða, svo að þeir geti
verið á sveimi og njósnaflugi. And-
skotinn hefur einnig sér til halds
vængjaða púka á stöðugu njósnaflugi.
Stórveldin tvö. Og á milli þeirra er
heimurinn eins og kornabörnin i körf-
unni. Kannski er það eðli mannsins, að
hann vilji láta sjúga sig.
Margt er það sem gera þarf svo hægt sé að halda þjóðhátlð meö pompi
þangað, og er vissulega ekki vanþörf á, þótt engin væri þióðhátiöin. —
kvisl hjá Gljúfrasteini. Skáldið fær því I sumar nýtt og glæsilegt
raðir. — Þessi mynd var tekin af brúarsmiðinni.
og pragt að Þingvöllum I sumar. Eitt af þvl er að laga veginn austur
Eitt af þvl sem verið er að gera um þessar mundir er ný brú yfir Köldu-
mannvirki í s'tað hinnar illa förnu brúar sem þarna hefur verið um ára-
BRl7 SKÁLDSINS
0 0 0 0 0
Sviknir um aukavinnu
Verkamaður hjá Reykjavlkur-
borg hringdi:
| Margir okkar, sem vinnum i
garðyrkjunni, erum næsta
óhressir yfir skiptum^okkar við
borgaryfirvöldin. Þegar við
sóttum um vinnu á ráðningar-
skrifstofu borgarinnar i vor, var
okkur þar eindregið ráðlagt að
sækja frekar um vinnu i garð-
yrkjunni en malbikinu, þvi að
aukavinna i þvi fyrrnefnda yrði
miklu meiri. En þegar til kast-
anna kom, varð aukavinnan i
garðyrkjunni ekki nema litil, og
nú hefur verið tekið alveg fyrir
hana og þvi borið við að engir
peningar séu til. Á hinn bóginn
höfum við oft orðið varir við það á
leiðinni heim á kvöldin að mikil
aukavinna er i malbikinu, þótt
okkur hefði verið sagt að auka-
vinna yrði þar litil.
Þessi óorðheldni ráðamanna
borgarinnar kemur sér ákaflega
illa fyrir okkur I garðyrkjunni;
við erum flestir námsmenn að
afla okkur fjár til námstimans
næsta vetur. Okkur finnst þetta
benda eindregið til þess, að fjár-
hagur borgarinnar sé i miklum
ólestri. Mjög margir okkar hafa
nú i hyggju að segja upp og koma
sér I aðra vinnu, enda sem betur
fer nóga vinnu að fá allsstaðar.
Það skal að endingu tekið fram að
ég hringi ekki eingöngu af eigin
hvötum, heldur töluðum við
okkur saman um þetta margir.
Óperu-
tónleikar
á morgun
Sinfóniuhljómsveitin lýkur
þessu starfsári með óperutónleik-
um, sem haldnirverða i Háskóla-
biói i kvöld og hefjast kl. 20.30.
Stjórnandi er Karsten Andersen
og einsöngvari franska óperu-
söngkonan Mady Mesplé. Flutt
verða þessi verk:
Forleikur að „Töfraflautunni”
eftir W.A. Mozart; Aria Súsönnu
„Deh vieni” úr „Brúðkaupi
Figaros” eftir Mozart; Aria
Rosinu „Una voce poco fa” úr
„Rakaranum frá Sevilla” eftir G.
Rossini; Bacchanale úr „Samson
og Dalilu” eftir C. Saint-Saéns;
Forleikur að „Valdi örlaganna”
eftir Verdi; Klukknaarian úr
„Lakmé” eftir L. Delibes; For-
íeikur að „Tannháuser” eftir R.
Wagner.
Mady Mesplé er fastráðin við
óperuna i Paris, en hefur komið
fram sem gestur i óperum og tón-
leikasölum viða um heim og einn-
ig náð vinsældum sem túlkandi
nútimatónlistar. Hún hefur sung-
ið inn á ótal hljómplötur, en með-
al þeirra hlaut túlkun hennar á
„Lakmé” eftir Délibes verðlaun-
in Grand Prix du Disc árið 1972.
Skrá yfir
ritverk
dr. Helga
Péturss
Út er komin skrá yfir ritverk
dr. Helga Pjeturss, og er henni
ætlað að vera heimild um rit-
smiðar hans sem birst hafa á
prenti. Fjöldi ritgerða hans á
meir en hálfrar aldar ritferli er
um 900. í skránni er ritgerðunum
raðað i timaröð ásamt upplýsing-
um um dagblöð, timarit og bækur
þar sem greinarnar er að finna.
Auk þess er ritgerðunum raðað i
stafrófsröð.
Stúdentsmenntun sina hlaut dr.
Helgi i Lærða skólanum i Reykja-
vik og cand.mag. prófi lauk hann
við Kaupmannahafnarháskóla
1897. Þá stundaði hann nám i
Læknaskólanum i Reykjavik einn
vetur, en doktorsritgerð hans,
Om Islands Geologi, kom út 1905.
Fremur litið hefur verið um dr.
Helga Pjeturss skrifað, miðað við
hve frumlegur og afkastamikill
rithöfundur hann var. Ein ástæð-
an fyrir þvi hve hljótt hefur verið
um hann kann að vera sú, að
mestur hluti ritgerða hans er
dreifður um dagblöð og timarit,
islensk og erlend. Ekki er til neitt
fullnægjandi yfirlit yfir ritstörf
hans og rannsóknir, þótt fjallað
hafi verið all-ýtarlega um einstök
atriði, einkum er snerta jarð-
fræðirannsóknir hans.
Rannsóknir stundaði dr. Helgi á
sviði náttúrufræði (einkum jarð-
fræði), málfræði, sögu, trúar-
bragða, parasálfræði (fyrir-
burðafræði) o.fl. og setti hann
fram ýmsar tilgátur og kenningar
sem niðurstöður rannsókna
sinna.
Almennt viðurkenndar eru
rannsóknir hans i jarðfræði, en
aðrar rannsóknir hans hafa ekki
verið teknar til sérfræðilegrar at-
hugunar svo neinu nemi.
Tilgangur með þessari skrá er
að auðvelda mönnum að taka til
athugunar hina ýmsu þætti rann-
sókna dr. Helga og átta sig á gildi
þeirra.
Skráin mun fást hjá Bókaút-
gáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar,
Langholtsvegi 111, og i Bókinni
við Skólavörðustig. Auk þess mun
hún fást á Akureyri i Bókabúð
Jónasar Jóhannssonar,
Hafnarstræti 107.
Skráin er 102 blaðsiður og unnin
af Elsu G. Vilmundardóttur jarð-
fræðingi og Samúel D. Jónssyni
rafvirkja. útgáfufélagið Urð gef-
ur bókina út.