Þjóðviljinn - 23.05.1974, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mal 1974.
Áskorun frá starfshóp rauðsokka til stjórnmálaflokkanna
FLEIRI KONUR Á ÞING
Starfshópur rauðsokka
um kvennaárið 1975 hefur
sent frá sér áskorun þess
efnis að skora á flokkana
að hafa fleiri konur i
framboði til alþingis svo
hagmunamálum þeirra
verði sinnt á alþingi.
Fréttatilkynningin fer hér
á eftir.
„Sem kunnugt er hefur Mann-
réttindanefnd Sameinuðu þjóð-
anna kjörið árið 1975 sem ár
kvenna.
Tilgangur þessa er, að fá fram
samtimis sem viðast um heim
umræðu, athugun og úrbót, ef
með þarf, á lifskjörum hóps, sem
i einhverju tilliti er samstæður.
Ólik heimkynni, mismunandi
þjóðfélagsgerð og ósamræmi i
menntunaraðstöðu útiloka ekki
sameiginlega grunndrætti i lifi
kvenna. Þær eru uppalendur og
starfsorka þeirra er driffjöður
ýmiss konar framleiðslu.
t ljósi þessara staðreynda væri
rökrétt, að konur ættu hlut að
ákvörðunum, sem geta haft gagn-
ger áhrif á lif heildarinnar.
A íslandi er jafnrétti kynjanna
nær borgið, lagalega séð, en
konur eiga, enn sem komið er,
mun minni þátt en karlar i um-
ræðu um sameiginleg úrlausnar-
efni landsmanna og raunhæfum
störfum á sviði þjóðmála.
Kosningar til Alþingis fara i
hönd og nú stendur yfir hjá
stjórnmálaflokkunum vaí fulltrúa
á framboðslista.
Með tilliti til markmiðs Mann-
réttindanefndar Sameinuðu þjóð-
anna viðvikjandi „Alþjóða
kvennaárinu 1975” annars vegar
Strandgata I Hafnarfirði. Syðsti hluti Strandgötunnar, stuttur kafli, — en ekkert gerist. Eftir sem áður ösla Hafnfirðingar leðjuna upp I
reynist lengst af illur yfirferðar. Jarðvegur er þarna gljúpur og allur ökkla og stundum eiga jafnvel öflugir strætisvagnar erfitt með að
ofaniburður rýkur burt jafnharðan og hann er keyrður i götuna. A komast þarna um.
siðasta kjörtimabili var veitt fjórum milljónum króna til úrbóta þarna
og hins vegar þess.að konur hafa
verið afskiftar á vettvangi þjóð-
mála skorum við á alla stjórn-
málaflokka, sem bjóða fram við
Alþingiskosningar 30. júni n.k., að
auðvelda fleiri konum en hingað
til að sanna, að þær eru þess
megnugar að vinna á Alþingi að
hagsmunamálum þjóðfélagsins.
Nú er tækifæri til að velja
konur, ekki siður en karla, i örugg
sæti á framboðslistunum. I þvi
gæti falist sú hvatning sem úr-
slitum réði um vaknandi vitund
kvenna til að nýta réttindi og upp-
fylla skyldur sem fullgildir
þegnar islenska rikisins.”
Starfshópur rauðsokka um
Kvennaárið 1975.
Njrtt verð á
spœrlingi
A fundi yfirnefndar Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins i dag var
ákeðið eftirfarandi lágmarks-
verð á spærlingi til bræðslu eft-
irgreind timabil.
A) Krá byrjun sprælings-
veiða til 30. júni 1974: Hvert kr.
kr. 2.00,-
B) Frá 1. júli til 31. október
1974: Hvert kg. kr. 2.90.-
C) Frá 1. nóvember til 31.
desember 1974: Hvert kg kr.
2.50.
Verðið er miðað við, að selj-
endur afhendi spærling til
bræðslu á flutningstæki við hlið
veiðiskips eða i löndunartæki
verksmiðju.
Verðið er uppsegjanlegt með
viku fyrirvara frá 20. júli 1974.
Verðið var ákveðið af odda-
manni og fulltrúum kaupenda i
nefndinni gegn atkvæðum full-
4rúa seljenda.
Leikmyndateiknarar að undirbúa sýninguna.
lslenskir leikmyndateiknarar:
Sýna í Álaborg
10 íslenskir leikmynda-
teiknarar taka þátt í sýn-
ingu á verkum leikmynda-
teiknara á Norðurlöndum,
sem haldin verður dagana
23. maí til 6. júní í Álaborg í
Danmörku.
Þetta er i fyrsta skipti sem is-
lenskir leikmyndateiknarar sýna
verk sin erlendis. Þeir sýna um
100 ljósmyndir úr 35 verkum, frá
leikhúsi og sjónvarpi, á timabil-
inu 1960 — 1974. Þeir sem taka
þátt i sýningunni eru: Lárus
Ingólfsson, Sigfús Halldórsson
(sá eini sem ekki er starfandi
leikmyndateiknari i dag),
Magnús Pálsson, Gunnar Bjarna-
son, Steinþór Sigurðsson, Björn
Björnsson, Jón Þórisson, Birgir
Engilberts, Snorri Sveinn Frið-
riksson og Sigurjón Jóhannsson.
A sýningunni verður þess
minnst að liðin eru 100 ár frá
dauða Sigurðar Guðmundssonar,
málara, en hann teiknaði fyrstu
ieiktjöld sem vitað er um hér-
lendis við verkið Útilegumenn
eftir Matthias Jochumsson. Leik-
ritið var sýnt árið 1862 og fluttu
það skólapiltar Latinuskólans.
Sýningin verður m jög sennilega
sett upp hér siðar.
Steinþór Marinó
Gunnarsson sýnir
í Hamragörðum
Steinþór Marinó Gunn-
arsson heldur málverka-
sýningu í sýningarsalnum
Hamragörðum, Hávalla-
götu 24. Sýningin er opin
daglega frá kl. 14—22 og
stendur til mánudags-
kvölds.
í viðtali við Þjóðviljann sagði
Steinþór Marinó að málverkasýn-
ingin væri tviþætt. Annars vegar
væru oliumálverk máluð i
natúralistiskum og expressionist-
iskum stilhrifum og hins vegar
relifmálverk, stilfærð hughrif úr
náttúrunni, sem unnin eru úr sér-
stökum relifmassa, blönduðum
muldum marmara.
Steinþór er fæddur á Isafirði
1925. Þetta er sjötta einkasýning
hans. Hann hélt tvær sýningar i
Noregi á siðasta ári. 44 verk eru á
sýningunni i Hamragörðum, og
eru þau frá siðustu fimm árum.
Myndin er af Steinþóri
Marinó við eitt verka sinna.
(Ljósm. AK.)