Þjóðviljinn - 23.05.1974, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. maf 1974.
UOWIUINN
MÁLGAGN SÓSIALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Ctgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan óiafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Biaðaprent h.f.
HÁSKALEGUR ÁRÓÐUR FRAMSÓKNAR
Framsóknarflokkurinn i Reykjavik hef-
ur dreift þeim áróðri að Alþýðubandalagið
sé öruggt með þrjá menn kjörna i borgar-
stjórn. Þetta er mikið háskalegur áróður.
Alþýðubandalagið fékk tvo menn i borgar-
stjórn 1970, en vantaði þá aðeins herslu-
muninn til þess að fá þrjá og þar með að
fella 8. manna ihaldsins og meirihluta
þess i borgarstjórn. Með áróðri sinum um
að 3. maður CJ-listans i Reykjavik sé viss,
er Framsóknarflokkurinn að reyna að
halda fram sinum þriðja manni á kostnað
Alþýðubandalagsins. Þjóðviljinn hlýtur að
gagnrýna þessi áróðursbrögð Framsókn-
ar mjög harðlega. Þrátt fyrir gott sam-
starf Alþýðubandalagsins og Fram-
sóknarflokksins i borgarstjórn og rikis-
stjórn, sætta Alþýðubandalagsmenn sig
ekki við vinnubrögð af þvi tagi sem hér
hefur verið lýst og Framsóknarmenn hafa
gert sig seka um.
Staðreyndin er sú að Alþýðubandalagið
þarf á öllu að halda til þess að tryggja þrjá
menn í borgarstjórn.
Þjóðviljinn vill ennfremur minna á, að
tii þess að þoka milliflokki til vinstri þurfa
vinstri menn að kjósa vinstriflokk.
Alþýðubandalagið i dag er eini heil-
steypti vinstri flokkurinn. Eining vinstri-
manna um Alþýðubandalagið i borgar-
stjórnarkosningunum er sterkasta vopnið
á ihaldið.
KAUPMÁTTUR ÓBREYTTUR
Samkvæmt þeim efnahagsráðstöfunum
sem rikisstjórnin hefur nú gripið til, er i
senn tryggt að holskeflan sem menn sáu
fyrir 1. júni skellur ekki yfir og i annan
stað að kaupmáttur launa helst óskertur.
Þetta eru i tvö mikilsverðustu atriðin sem
launamenn verða að gera sér ljóst og það
með, að trygging óbreytts kaupmáttar,
sem i aðgerðunum felst, er til orðin vegna
kröfu frá Alþýðubandalaginu i rikisstjórn-
inni.
En hvernig má það gerast að kaupmátt-
ur haldist óskertur? Það er von að launa-
menn spyrji, þvi að frá viðreisnarárunum
eru þeir vanastir þvi, að gengið sé á þeirra
hlut i efnahagsaðgerðum. En ráð-
stafanirnar sem nú eru gerðar koma ekki
niður á kjörum launamanna — og það
gerist á þann hátt:
Að öllu óbreyttu hefði kaupgjaldsvísi-
tala hækkað um 15,5 stig 1. júni. Það er
komið i veg fyrir þessar hækkanir á þenn-
an hátt:
1. Niðurgreiðslur eru auknar og þær
KJÓSA EKKI GRÆNINGJA
Þar sem ekki er viðrað út og þurrkað af
sest rykið i þykkum lögum á þá sem sitja
fastir innan dyranna. í haldið hefur fengið
að stjóma i hálfa öld. Nú er nóg komið. í
haldsmennirnir sitja i valdastólum sinum
með þykkt ryklag á herðunum. Þó þeir
noti asfalt og frasfræ til þess að binda
rykið á hálfrar aldar gömlum völdum sin-
hefjast svo snemma að það jafngildir 9
visitölustigum sem launamenn fá þannig i
lækkuðu verði landbúnaðarvara.
2. Komið er i veg fyrir verðhækkanir
landbúnaðarvara með verðstöðvuninni,
en þær hefðu numið4 stigum strax 1. júni,
auk þess sem verðstöðvunin og aðgerðirn-
ar koma i veg fyrir aðrar hækkanir vöru-
verðs sem hefðu numið 3,5 stigum.
Niðurstaðan er þvi sú að kaupmáttur
launa helst óbreyttur til 31. ágúst. Þetta
skulu launamenn hafa i huga og bera sam-
an við efnahagsráðstafanir viðreisnar-
innar.
um kemur fyrir ekki. Reykvikingar kjósa
ekki græningja. Það þarf að viðra út, og til
þess verða Reykvikingar að fylkja sér um
G-listann á kjördag.
Stjórnmálaástandið í dag:
Upplausn og kloíningur
til hægri og í miðið
Alþýðubandalagið eina heilsteypta stjórnmálaaflið
Það sem mesta athygli
vekur á þessu mikla kosn-
ingavori er margvislegur
og djúptækur klofningur í
stjórnmálaf lokkunum til
hægri og í miðju. Þegar
þetta er ritað hafa þrir
miðjuf lokkar, Fram-
sóknarf lokkur, Alþýðu-
flokkur og Samtök frjáls-
lyndra og vinstri, klofnað
að endilöngu, og í herbúð-
um Sjálfstæðisf lokksins
ríkir mikil og vaxandi upp-
lausn. Fram eru komnir
hvorki meira né minna en
þrír f lokkar, sem allir kall-
ast Lýðræðisflokkurinn og
munu bjóða fram i þremur
kjördæmum að minnsta
kosti, í Reykjavík, á
Reykjanesi og í Norður-
landskjördæmi eystra.
Flokkar þessir munu hafa náið
samráð sin á milli og leita einkum
fanga á hægri væng stjórnmál-
anna. Stefnuskrár þeirra eru ó-
menguö og alþekkt ihaldsslagorð,
til dæmis er þvi haldið fram að
skiptingin i hægri og vinstri sé
„úrelt”, hvatt til þess að dregið
verði úr stuðningi við námsmenn,
stórlega dregið úr afskiptum hins
opinbera af mörgum málum,
stjórnkerfinu breytt til samræmis
við bandarisku fyrirmyndina og
(|) býjujijálli
Iðjuþjálfi óskast til starfa við Geðdeild
Borgarspitalans. Iðjuþjálfamenntun, eða
hliðstæð menntun i handiðum áskilin. Um-
sóknir skulu sendast fyrir 10. júni nk. til
yfirlæknis Geðdeildar Borgarspitalans,
sem veitir allar nánari upplýsingar um
starfið.
Reykjavík, 22.05. 1974.
BORGARSPÍTALINN
að sjálfsögðu þarf ekki að taka
fram að lýðræðisflokkar þessir
eru allir „allra stétta flokkar”
ekki siður en Sjálfstæðisflokkur-
inn. Hvað hermálið snertir vilja
þessir nýju flokkar annaðhvort
hafa herinn áfram og vera kyrrir
i Nató eða þeir leiða það mál hjá
sér. Hér er sem sagt komið fram
á hægri kantinum nokkuð svipað
fyrirbæri og flokkar þeirra
Glistrups og Anders Lange i Dan-
mörku og Noregi, þótt munurinn
virðist raunar minni á gamla i-
haldinu og þvi nýja hér en þar.
Upplausnarástand
hjá íhaldinu
Það var raunar ekki vonum
fyrr að slik klofningshreyfing til
hægri kæmi fram, þvi að innan
Sjálfstæðisflokksins sjálfs er á-
standið þvilikt um þessar mundir,
að gamalgrónir flokksmenn kalla
það fulla upplausn og kveða jafn-
vel svo fast að orði að forusta
flokksins sé gersamlega lömuð.
Flestir helstu forustumenn
flokksins af eldri kynslóðinni eru
farnir að heilsu, og þeir sem
standa i næstefstu tröppu valda-
stigans eru einkum hæfileikalitlir
pabbadrengir, sem stritast við að
stæla nýjustu skripalætin úr trúð-
leik bandariskra stjórnmála. Þar
að auki á sér stað grimmileg
valdabarátta i innsta hring
flokksins, og er ekki ofmælt að
þar tiðkist þau hin breiðu spjótin.
Stórkaupmaðurinn og erkiihaldið
Albert Guðmundsson stefnir
hlifðarlaust til æðstu valda i
flokknum, en hið sléttfjallaða
borgarstjórnarihald er á nálum
um að harðkapitalisk ásjóna
Alberts muni fæla frá flokknum
fylgið i þúsundatali og opna augu
þeirra, sem látið hafa tælast af
„manneskjulega” andlitinu, sem
ihaldið hefur verið að burðast við
að setja upp, einkum i borgar-
stjórnarmálum. Þegar slikt upp-
lausnarástand rikir innan Sjálf-
stæðisflokksins er ekki nema
von að margt hægrisinnað fólk
leiti nú fyrir sér um stofnun nýrra
flokka.
Pólitískt likrán
Upplausn sú, sem nú rikir i
stjórnmálaflokkunum til hægri og
i miðið, á sér lika eðlilegar orsak-
ir sögulega séð. tslenska flokka-
kerfið er að miklu leyti löngu úr-
elt orðið, enda að nokkrum parti
arfur frá þeirri tið er við vorum
dönsk nýlenda, þegar Island var
fátækt og vanþróað bændaþjóðfé-
lag. Þrir núverandi stjórnmála-
flokka eru frá þeirri tið, sá elsti
þeirra, Sjálfstæðisflokkurinn, all-
ar götur frá aldamótunum, þegar
ihaldssömum embættis- og kaup-
sýslumönnum þótti það næsta ó-
ábyrgur hugsunarháttur að láta
sér detta i hug að dvergþjóðin ts-
lendingar gætu nokkurn tima orð-
ið algerlega sjálfstæð. Þá hét sá
flokkur Heimastjórnarflokkur og
barðist eindregið gegn fullu sjálf-
stæði tslands, skipti um nafn eftir
sjálfstæðistökuna 1918 og kallað-
ist þá réttilega thaldsflokkur, en
stal siðan nafni andstöðuflokks
sins úr sjálfstæðisbaráttunni að
honum dauðum og nefnist siðan
Sjálfstæðisflokkur. 1 samræmi
við það pólitiska likrán hefur sið-
ferði þess flokks siðan ávallt ver-
ið.
Nútimaf lokkur —.
aldamótaf lokkar
Framsóknarflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn eru einnig fyrir
löngu búnir aö glata eðlilegum til-
verugrundvelii. Þetta voru upp-
runalega stéttarflokkar bænda og
verkamanna og sjálfsagðir sem
slikir, en sá stéttargrundvöllur er
þeim löngu glataður. Fram-
sóknarflokkurinn er sumpart fyr-
ir löngu kominn undir yfirráð á-
kveðins hluta reykvisku borgara-
stéttarinnar og Alþýðuflokkurinn
hefur siðustu áratugina ekki verið
annað en hagsmunasamtök
stjórnmálamanna og bitlinga-
snata, sem hafa persónulegan
hag af þvi að halda honum úti
sem sérstökum flokki.
Það er eftirtektarvert að á
þessum timum klofnings og upp-
lausnar i stjórnmálum er Alþýðu-
bandalagið eini flokkurinn, sem
er laus við slik heimilisvandræði.
Andstæðingar hans hafa reynt að
slá upp hugsanlegum framboðum
Fylkingarinnar og KSML sem
kloíningi i Alþýðubandalaginu, en
sú blekkingartilraun er ekki
nema til að brosa að.
Sérstaða Alþýðubandalagsins
byggist á þvi að það er eini heil-
steypti vinstri flokkurinn i is-
lenskum stjórnmálum og jafn-
framt eini flokkurinn, sem und-
anbragðalaust berst fyrir varð-
veislu sjálfstæðis islensku þjóðar-
innar og islenskrar þjóðmenning-
ar. Flokkurinn er orðinn til á sið-
ustu áratugum og mótaður af að-
stæðum islensks þjóðfélags eins
og þær eru i dag. Það er þvi engin
furða þótt reginmunur sé á hon-
um og gömlu flokkunum þremur,
sem allir eru fornleifar frá fyrstu
áratugum aldarinnar, arfur löngu
úreltra þjóðfélagsaðstæðna.
dþ.