Þjóðviljinn - 23.05.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.05.1974, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. mai 1974. ÞJóÐVILJINN — StÐA 7 í byrjun mai efndi Kosninga- bandlag sósxalista i Noregi, SV, til landsfundar. Að bandalaginu, sem til varð fyrir kosningar i fyrra, stóðu Sósialiski alþýðu- flokkurinn, SF, Kommúnista- flokkur Noregs, AIK, sem eru samtök vinstri manna úr Verka- mannaflokknum er börðust gegn aðild Noregs að Efnahagsbanda- laginu og svo Óháðir sósialistar, sem hafa mest haft sig i frammi i sambandi við umhverfismál og byggðamál. Bandalag þetta vann mikinn kosningasigur — kom sex- tán mönnum á þing, en áður hafði SF átt einn mann á þingi. A lands- fundinum nú i mai gerðist það, að aðilar bandalagsins samþykktu að stofna flokk saman i áföngum, og skyldi þvi starfi endanlega lok- ið 1976. Væru þá öll öfl til vinstri við Verkamannaflokkinn samein- NOREGUR 300 fulltrúar fögnuðu ákaft ákvörðuninni um myndun nýs sósialistaflokks upp úr kosningabandalaginu. Sósíalistar sameinast Nokkrir af forystumönnum hins nýja flokks á blaðamannafundi. Frá vinstri: Roald Halvorsen, Berit As (AIK), Finn Gustavscn (SF), Reidar Larsen (NKP) og Stein örnhöj. uð i einn sósialistaflokk að undan- skildum maóistum i AKP, Kommúnistaflokki verkamanna. Hér er um að ræða þróun sem er einkar athyglisverð fyrir is- lenska sósialista, enda þótt að- stæður séu um margt ólikar á vinstri armi stjórnmála i Noregi og á Islandi. Forsaga Saga málsins er i fáum orðum þessi. Eftir strið kom Kommún- istaflokkur Noregs allsterkur fram i kosningum og i verklýðs- hreyfingu, enda hafði hann lagt andspyrnuhreyfingu gegn þýsku hernámi mikið lið og gott. En kalda striðið, og sú staðreynd, að Verkamannaflokkurinn norski hefur löngum verið flestum hefð- bundnum sósialdemókrataflokk- um skárri, léku kommúnista illa — sem og þeirra eigin kreddu- festa (t.d. meiriháttar deilur og brottvisanir út af samskiptum Stalins og Titos). Hvarf flokkur- inn af þingi i nokkrum áföngum. Jafnhliða þessu gerðist fróðleg þróun innan Verkamannaflokks- ins. Þar myndáðist andstaða, bæði gegn fylgispekt forystu flokksins við Nató, og gegn borg- aralegri þróun i innanlandsmál- um. Fyrirsvarsmaður þessara afla var Finn Gustavsen og mál- gagn þeirra blaðið Orientering. Svo fór, að um 1960 sauð upp úr, og var vinstrisinnum vikið úr Verkamannaflokknum. Þeir stofnuðu þá SF, Sósialiska alþýðu- fíokkinn, sem var að þvi leyti ó- likur danska SF, sem til varð nokkru fyrr.að i honum voru eink- um brottreknir sósialdemókrat- ar, en i þeim danska brottreknir kommúnistar. SF fékk allmikið fylgi, en ekki nema tvo þingmenn þegar best lét. Smáflokkar eiga mjög erfitt uppdráttar i Noregi vegna þess að þar eru engir upp- bótarþingmenn og fremur fáir þingmenn kosnir i hverju kjör- dæmi. Arið 1969 verður SF fyrir þvi, að æskulýðssamtök flokksins snérust til einskonar maóisma og neituðu öllum afskiptum af kosn- ingum. Varð þetta til þess að flokkurinn hvarf af þingi. öðru hvoru hafði verið minnst á mögu- leika á samstarfi milli SF og kommúnista, en SF-menn voru helst á þvi, að það yrði til litils á- vinnings. Fátt eitt gerðist hjá kommúnistum um þetta leyti, nema þeir höfðu þó lært það af fyrri mistökum, að þeir reyndu að forðast að standa i innbyrðis slagsmálum út af ágreiningsmál- um Kinverja og Sovétmanna. Hressing Það baráttumál sem siðan hressir mjög við hið sundraða lið á vinstra armi norskra stjórn- mála var baráttan gegn Efna- hagsbandalaginu. Fyrir þjóðar- atkvæðagreiðsluna 1972 skapaðist mjög viðtæk samstaða SF- manna, vinstri manna úr Verka- mannaflokknum (AIK), ýmissa hópa sem berjast fyrir um- hverfisvernd (grænir sósialistar) og svo áður óflokksbundinna yngri manna, sem hafa i smærri eða stærri mæli verið undir áhrif- um hinnar nýju vinstri hreyfingar i Evrópu. Það gaf þessari sam- stöðu byr i vænginn, að aðild Nor- egs var felld. Upp frá þvi er farið að ræða um pólitiskt samstarf milli þessara hópa á þeirri forsendu, að með þvi að búið sé að hafna tilboði stórauðvaldsins um þróun Noregs innan EBE, þá þurfi að bera fram annan valkost af einurð: sósial- Iskan Noreg. Verkamannafiokks- menn sem voru andvigir EBE hafa skipst i tvo hópa — annars- vegar eru þeir, sem vilja halda try.ggð við sinn gamla og stóra flokk, hinir fóru með AIK inn i Kosningabandalag sósialista. Fyrir utan nauðsyn á að skapa pólitiskan valkost til vinstri eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um EBE rak það á eftir kosninga- bandalaginu, hve kosningalög- gjöfin er i sjálfu sér andsnúin smærri hópum og flokkum, eins og fyrr var getið. SV fékk 16 þingmenn i kosning- unum I fyrra, sem fyrr segir. Svo virðist sem samstarf I þingflokk- inum hafi gengið vel, og aðilar hafa siðan brætt með sér nauðsyn þess að steypa saman liðsveitum sinum i einn sósialistaflokk. Kommúnistar hafa helst gert fyrirvara um slika þróun, og hafa viljað alllangan biðtima, sem not- aður yrði til aðlögunar og stefnu- mótunar. Hinir flokkarnir og hóp- arnir hafa virt þessar óskir, og kemur það m.a. fram i þvi, að landsfundur SV, sem um gat i upphafi, hefur samþykkt að flokksstofnun skuli ekki endan- lega lokið fyrr en 1976. Sameining í áföngum Samkvæmt sameiningaráætlun á fyrsti áfangi að standa fram til fyrsta janúar 1975. Tekin verður upp einstaklingsaðild i SV i stað félagsaðildar áður. Eftir að land- stjórn flokksins hefur verið kosin, verður dregið úr póiitisku neit- unarvaldi samstarfsaðila. Fjall- að verður um samruna tveggja vikublaða hrey fingarinnar', Orientering (SF) og Friheten (kommúnistar). Fulltrúar flokk- anna i bæja- og fylkisstjórnir taki upp náið samstarf sin á milli. Annar áfangi gerist á fyrstu mánuðum næsta árs. Þá verður unnið að sameiginlegu framboði til bæja- og fylkjastjórnakosninga og að útgáfu sameiginlegs dag- blaðs. Fyrra sameiningarþing verður haldið i mars 1975. Þar verður samþykkt stefnuskrá, og kosin breið miðstjórn, sem siðan kýs landstjórn. Að loknum bæjar- og fylkisstjórnarkosningum 1975 hefst svo lokaáfanginn. Á þeim tima eiga aðildarflokkar SV að leggja sjálfa sig niður, afhenda hinum nýja flokki eigur sinar og koma siðan til endanlegs stofn- þings 1976. Viðbrögð Þessi tiðindi hafa að sjálfsögðu vakið allmikla athygli i Noregi. Verkamannaflokkurinn hefur þungaráhyggjur af þróun mála og reynir m.a. að slá á þá strengi, að kommúnistar muni ráða lögum og lofum i hinum nýja flokki (en þar eru þeir reyndar i miklum minnihluta). Borgaraflokkarnir eru og áhyggjufullir, t.d. hefur Lars Korvald, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins og fyrrum for- sætisráðherra, látið Mjós ótta um, að efld samstaða innan SV geti neytt Verkamannaflokkinn til að hallast til vinstri; að öðrum kosti missi hann mikið af sinu verk- lýðsfylgi til viðbótar þvi sem þeg- ar er farið. En það sem Lars Kor- vald óttast er öðrum fagnaðar- efni. (AB tók saman) Gb&nmmm&sm Nýkomin indversk bóniullarefni og mussur i miklu Jasmin Laugavegi 133 __ ifj PjkjÞ (»f8í (»»(»(»flftílí:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.