Þjóðviljinn - 23.05.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.05.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mal 1974. Skip uleggj um skólana þannig að þeir passi okkur Auk þess að vera raf- veitustjóri á ísafirði er Aage Steinsson skólastjóri Iðnskólans og tækni- skólans, og mas. vélstjóra- skólans, sem allir eru undir sama þaki, og svo situr hann í bæjarstjórn fyrir Alþýðubandalagið. Það var þvi eðlilegt að talið snerist um hagsmunamál bæjarins og skólanám fyrst og fremst, þegar Þjóðviljinn átti viðtal við hann í prentaraverkfallinu rétt fyrir páska. Mikii útgerð er frá tsafirði eins og allir vita, þaðan eru gerðir út um 40 bátar á rækju og frá tsa- firði og Hnifsdal 4 skuttogarar og nokkrir stærri bátar, yfir 200 lestir, auk annarra minni. Ahuginn beinist þvi ekki sist að hafnarmálunum, þar sem nú er orðið mjög aðkallandi að auka aðlegupláss fyrir skip, eins og viðar, þar sem skuttogarar hafa bæst i flotann. — Það er það verkefni hafnar- málanna, sem nú er mest áriðandi og verið að vinna að, sagði Aage. Ætlunin var að Iegja hafskipakantinn og fá pláss fyrir amk. þrjá skuttogara. En þegar borað var og tekinn kjarni til rannsóknar i fyrra kom i ljós, að jarðvegurinn væri ekki nógu traustur til að byggja kantinn beint áfram i nægilega lengd að svo stöddu. Nú hefur hafnamála- skrifstofan leyft amk. 40 metra lengingu, en siðan ekki meiri fyrr en tekin hafa verið sýni og kæmi þá til mála að breyta stefnu kantsins, en við hér viljum helst geta byggt hann beint áfram. 1 sumar verður þvi væntanlega unnið að þessari 40 metra lengingu og jafnframt borað og gerðar frekari rannsóknir. Aætlaðar hafa verið til okkar á fjárlögum 25 milj. króna til þessa, sem ég vona vissulega, að verði notaðar, en undanfarin ár hefur ekki verið unnið fyrir þau fjár- framlög sem okkur hafa verið ætluð við höfnina. Árin 1966-70 var unnið hér að smábátahöfn, Sundahöfninni og siöan eftir nokkra hvíld farið að lagfæra bryggjuna i Hnifsdal og unnið við það og dýpkun inn- siglingarinnr sl. sumar. Atti að dæla um 100 þús. teningsmetrum úr sundunum, en aðeins lokið við 30 þús., þá gat dæluskipið Hákur ekki athafnað sig lengur vegna veðurs og var settur i að dæla upp inná pollinum fyrir lóð, sem ætluð er undir heiisugæslustöð, sjúkra- hús og elliheimili. Stendur á skipulaginu Aage rekur, að upphaflega hafi átt að byggja sjúkrahús uppi i hliðinni i bænum, en eftir borgar- fund verið sæst á að setja það i krókinn við eyrina, þar sem nú þarf að búa til land undir það. Hefur það verk gengið mun hægar en vonast var til ma. vegna bilana i Háki, en fyllingarefnið er gróft og veldur mikilli ániðslu á allan búnað skipsins. Dæla þarf upp um 100 þúsund tenings- metrum og hefur heilbrigðis- ráðuneytið lánað fé til verksins. Hefði allt verið með felldu hefði átt að vera byrjað að teikna bæði elliheimilið, sjúkrahúsið og læknamiðstöðina núna og hægt að hefja undirbúning að byggingunum i sumar, en þá stendur á skipulaginu. Nýju vcrkamannabústaðirnir — Hópur, sem vann verðlaun i samkeppni skipulagsstjóra um skipulag úti á landi, tók fyrir norðurhluta Vestfjarða sem úrlausnarefni, og fannst okkur hér þá liggja beint við að fá hópinn til að vinna að skipulagi tsafjarðar. En við höfum orðið fyrir vonbrigðum, — ekki að þeir hafi ekki unnið ágætlega það sem þeir hafa gert, heldur hitt, að verkið gengur bókstaflega ekki neitt. Arkitekt sjúkrahúsanna og læknamiðstöðvarinnar biður þannig enn eftir deildarskipu- laginu, sem átti að vera tilbúið i janúar, getur ekki láti sinar teikningar i iullan gang og þannig erum við orðnir 2 mánuðum á eftir áætlun. Hins- vegar hefur Innkaupastofnun rikisins þegar unnið mjög gott undirbúningsverk. Sjúkrahúsið verður i B-flokki samkv. nýju heilbrigðislögunum, þe. að nokkru deildaskipt, með lyflækninga-, handlækninga- og langlegudeild auk fæðingarstofu og fl. t sama húsi verður heilsu- gæslustöð með aðstöðu fyrir 4 tannlækna og alla aðra heilsu- gæsluþjónustu. Að auki er gert ráð fyrir minni heilsugæslu- stöðvum á stöðunum kringum Isafjörð, en sjúkrahúsið þar verður einskonar kjölfesta fyrir heilbrigðisþjónustu á norðan- verðum Vestfjörðum. Annars segir Aage fyrirsjáanl. vandræði með Flateyri og Þingeyri vegna samgangna á vetrum, stundum er ekki einu sinni hægt að komast þangað á snjóbilum allan veturinn og getur verið greiðara fyrir ibúa þar að komast til Reykjavíkur en norður til tsa- fjarðar. — Elliheimilið, sem við höfum nú, rúmar 16-18 vistmenn og er mjög þröngt, segir hann, og full- nægir náttúrlega hvergi nærri þörf né kröfum. Þetta hefur ein- göngu gengið af þvi að þar hefur verið ágætis forstööukona, en það er enginn framtiðarstaður og þangað fer ekki inn nema fólk sem enganveginn getur hjálpað sér á neinn annan máta. Til er elliheimilisnefnd, orðin um 30 ára gömul, og safnað hefur verið i sjóð, sem nú nemur um 20 milj. kr., en auðvitað ést þetta jafn- óðum upp i dýrtiðinni og hefði þetta auðvitað verið digrari sjóður ef hægt hefði verið að byrja fyrr. Margarástæðureru til tafanna. Fyrst sú, að upphaflega stóð til að byggja elliheimilið I tengslum við sjúkrahús, en meðan kostnaður sveitarfélaga af sjúkrahús- byggingum átti að vera 40% auk innbús, þannig að hann varð nokkurnveginn helmingur móti rikinu, var þetta tómt mál að tala um. Nú hefur hinsvegar orðið sú breyting, að sveitarfélagið greiði 20% móti rikinu. A þessu timabili hafa svo viðhorfin breyst og nú almenn skoðun, að ekki megi hafa sjúkrahús og dvalarheimili i of nánum tengslum. Við höfum valið þá leið að byggja þessar tvær stofnanir nálægt hver annarri, þannig að elliheimilið njóti eldhúss og annarrar aðstöðu án þess að fá sjúkrahúslykt. Og staðurinn er fallegur, einkum fyrir dvalarheimili aldraða fólksins, sem ég er viss um að vill ekki láta slita sig úr tengslum við bæjarlffið með að vera td. fyrir utan bæinn. Húsnæðiseklan gífurleg Það kemur i ljós, að það er ekki bara gamla fólkið, sem vantar þak yfir höfuðið. Húsnæðiseklan er gifurleg á tsafirði. Skólarnir Aage Steinsson eru i húsnæðishraki og fjöldann allan vantar af ibúðum. — Húsnæðisleysið hefur verið og er það sem tvimælalaust stendur fjölgun ibænumlangmest fyrir þrifum. Það erum ekki bar við, sem störfum við skólana, sem finnum áþreifanlega fyrir þessu. Allir atvinnurekendur kvarta yfir þvi sama. Með komu nyju togaranna og þeirri stefnu atvinnubyggingar úti á landi, sem rikisstjórnin hefur rekið, hefur þrónun snúist við og fólk úr þétt- býlinu syðra er farið að sækja út i strjálbýlið. Það hefur td. ekki skeð i marga áratugi annað en að fólki fækkaði á Vest- fjörðum, en árið 1973fjölgaði fólki hér, að visu ekki nema um 0,2%, en þróunin er ótviræð. Hér á tsafirði fjölgaði um 32 1972 og svipaða tölu 1973. Það er lands- málastefna rikisstjórnarinnar, landhelgismálið, uppbygging sjávarútvegsins og sú upp- bygging sem virðist ætla að verða i niðursuðuiðnaði, sem þetta er að þakka. Ástandið er gjörbreytt frá jjvi sem verið hefur. Ekki sýnist vera mikið undir- lendi til bygginga á tsafirði, en Aage segir, að nú sé búið að skipuleggja byggingarsvæði i Hnifsdal, og fyrirhugað að fram- tiðarbyggð verði einnig i inn- firðinum. Auk þess á enn að vera hægt að koma fyrir 40-50 einbýlis- eða raðhúsum við núverandi byggð. Litið hefur verið byggt á vegum bæjarins sjálfs, eitt 20 ibúða fjölbýlishús árin 1966-68, og var þá ætlunin að halda áfram á sömu braut. En þá komu til Bi^eiðholtsframkvæmdirnar frægu, sem áttu að ná til alls landsins, mas. sett á laggirnar nefnd til að kanna þörfina, og varð þetta til að stöðva opinberar byggingaframkvæmdir á tsafirði i bili. En eftir að ný lög um verka- mannabústaði komu til var farið af stað aftur og er nú verið að ljúka 20 ibúða blokk samkvæmt þvi kerfi. Átti að skila fyrstu ibúðunum 1. mai og hinum i haust, en allt húsið, utan og innan með frágenginni lóð að vera til- búið 1. nóvember nk. Verkamannabústaðakerfið er reyndar dýrt fyrir sveitarfélögin, sem þurfa að greiða 40% kosntaðar, en Byggingasjóður verkamannabúst. 40%, og ibúðar- kaupandi 20%, en frá dregst almennt lán Húsnæðismála- stjórnar. — En þótt þessar 20 ibúðir bætist við leysir það litið, segir Aage, þvi samkvæmt lauslegri könnun kom i ljós, að þeirra I stað losna aðeins 4 ibúðir. Ýmist býr fólkið i svo lélegum ibúðum fyrir, að þær eru óibúðarhæfar, eða þetta er ungt fólk, sem hefur búið heima hjá foreldrum sinum. Við bindum miklar vonir við nýju lögin um leiguibúðir sveitar- félaga, sem miklu auðveldara er að byggja eftir en verkamanna- bústaðalögunum, þar þarf sveitarfélagið aðeins að leggja fram'20% En þetta er eitt af þeim atriðum, þar sem meirihluti bæjarstjórnar hefur ekki staðið nógu vel i stykkinu. Það hefði þurft að vera búið að undirbúa að fá eitthvað af tilbúnum ibúðar- húsum samkv. þessum lögum strax núna á þessu sumri, þvi þar sem jafnmikill vinnuaflsskortur er og hér, sérstaklega á fag- mönnum, verður að leysa þessi mál fljótt. En þar erum við búnir að missa af strætisvagninum að sinni af þvi að menn hafa ekki verið nógu vakandi. Annars geri ég ráð fyrir,að meginreglan verði að leysa leiguibúðamálin með f jölbýlishúsabyggingum. Flestár konur vinna utan heimilis A Isafirði er rekið 1 dagheimili fyrir börn, fyrir og eftir hádegi, þannig að það virðist aðeins miðað við foreldra sem vinna úti hálfan daginn eða þá að börnin séu sótt og þeim gefið að borða i hádeginu og siðan þotið með þau aftur á dagheimilið. — Já, þetta er eitt brýnasta fé- lagsmálið, sem hér þarf að leysa, segir Aage. Atvinnuvegirnir eru algerlega háðir vinnu kvenna og langflestar konur hér vinna úti, en bæði barnaheimilismál og leikvallamál eru i ólestri. Þarna hafa fyrirtækin ekki siður hags- muna að gæta en foreldrarnir og mættu gjarna taka þátt i að leysa málin. Við Alþýðubandalags- menn höfum viljað meina, að fara ætti á stúfana við þau og flutt till- lögu um það i bæjarstjórn, sem var samþykkt, en siðan varð ekk- ert úr framkvæmdum. Nú vonast maður til, að nýju lögin um þátt rikisins i dagheimilarekstri og uppbyggingu virki hvetjandi, þótt ég telji hinsvegar, að slikar fram kvæmdir hafi aldrei verið það dýrar, að það hlyti ekki að borga sig fyrir bæjarfélagið að standa myndarlega að þeim á stað eins- og þessum. Það kemur fram að Aage finnst atvinnulífið vera einhæft, þótt nóg sé um vinnu. — Konur vinna t.d. aðeins við fiskvinnsluna, frystihúsin og rækjuverkun, og svo i verslunum. Of litið er um framboð á léttari vinnu fyrir fólk. Frystihúsavinna er erfið og hæfir ekki öllum og sumt fólk hefur hreinlega orðið að flytjast burt af þessum sökum, þótt það hefði fegið vilja búa hér áfram að öðru leyti. Nú er loks að vakna hér áhugi á lagmetisiðn- aði, þe. þegar menn sjá þróunina annars staðar og sölupólitikina i sambandi við Sölustofnun lag- metisins. En fyrir utan fiskiðnað- inn er hér annars ekki annað en venjulegur þjónustuiðnaður, tré- smiði og járnsmiði og svo skipa- smiði. En fólksekla háir skipasmiðinni og þótt stöðin geti fengið fólk ann- ars staðar frá, vantar húsnæðið. En einmitt iðngrein einsog skipa- smiði tel ég að ætti að efla i strjál- býlinu, þvi hún er ekki bundin þvi að vera nálægt stórum markaði. Margir skólar í litlu húsnæði A ísafirði er starfandi fjöldi skóla, en flestir eiga við sama vandamálið að striöa: húsnæðis- skort. — Mikil breyting hefur orðið varðandi fjölbreytni skólahalds hér. Áður voru hér aðeins barna- og gagnfræðaskóli og svo hefur starfað tónlistarskóli alllengi af miklum dugnaði og um langt ára- bil húsmæðraskóli. Nú hefur hús- mæðraskólanemum fækkað og nýir kennsluhættir verið teknir upp, þannig að hann starfar aðal- lega i námskeiðum. Það hefur gefist vel og margir piltar hafa m.a.s. sótt námskeiðin i mat- reiðslu. Um leið er húsnæði Hús- mæðraskólans notað fyrir handa- vinnu- og matreiðslukennslu barna- og gagnfræðaskólans. Menntaskólinn hefur nú starfað nær 4 ár og útskrifar fyrstu stúd- entana i haust. Aður hafði iengi verið rekinn 1. bekkur mennta- skóla við gagnfræðaskólann og gefist vel. Hinsvegar hefur ekki "■* ... - > .1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.