Þjóðviljinn - 23.05.1974, Síða 9

Þjóðviljinn - 23.05.1974, Síða 9
Fimmtudagur 23. maí 1974. ÞJOÐVILJINN — StÐA 9 Garöar Sigurösson GARÐAR SIGURÐSSON efsti maöur á K-lista í Eyjum Garöar Sigurðsson alþingismaður skipar fyrsta sætið á sameigin- legum lista Alþýöubanda- lagsins og Framsóknar- flokksins í Vestmanna- eyjum, K-lista. Við ræddum stuttlega við Garðar um kosningarnar i Eyjum: — Hvernig stendur á þessu samstarfi Alþýðubandalagsins við Framsóknarmenn? — 1 stuttu máli er forsaga þessa samstarfs, að snemma i vetur fóru að heyrast raddir hjá mörgu fólki i Eyjum þess efnis að æskilegt væri að samstarf tækistóháð flokkspólitik, þ.e. að menn fengjust til að taka forystu fyrir þvi uppbyggingar- starfi, sem framundan er i Eyjum óháð flokkspólitiskum linum. Með þvi fyrirkomulagi hefðum við, i fyrsta lagi losnað við flokkspólitiskar deildur um bæjarmál, en þeim deilum fylgja oft persónulegar ádeildur, sem engum væru til sóma. I öðru lagi hefðum við getað fengið menn i bæjar- stjórn, sem ekki vilja taka sæti á pólitiskum listum. Strax um áramótin var ljóst að stærsti flokkurinn Sjálfstæðisflokkur- inn kærði sig ekki um slika að- ferð. Alþýðubandalagið hafði þá frumkvæðið að þvi, að beita sér fyrir samstarfi þeirra flokka sem eftir voru, flokka sem unnið hafa saman i bæjarstjórn Vest- mannaeyja s.l. 8 ár. Flokkur bæjarstjórans, Alþýðuflokkur- inn, neitaði afdráttarlaust öllu sliku samstarfi og.kaus að bjóða fram með einhverju brotabroti svokallaðra Samtaka. Eftir stóðu tveir fyrrverandi and- Frá Eyjum stæðingar i kosningum i Eyjum Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkurinn og kusu þeir að sliðra hin pólitisku sverð fram yfir bæjarstjórnar- kosningar. — En hver eru helstu verk- efni framundan i bæjarmálum? — Eins og öllum má vera ljóst eru verkefnin miklu fleiri og meiri og annars háttar i Eyjum, en i öðrum kaupstöðum sökum eldgossins. Fyrsta og brýnasta verkefnið er að ráðast i að leysa húsnæðis- vandamálin bæði til bráða- birgða og eins til frambúðar eins fljótt og unnt er. Mjög árið- andi er að koma skólpinu út úr höfninni og gert er ráð fyrir að vinna það verk að miklu leyti i sumar. Gatnakerfið i bænum er mjög illa farið og verður að leit- ast við að bæta úr þvi á sem fljótvirkastan og hag- kvæmastan hátt. Þó höfnin hafi bjargast, þá er nauðsynlegt að gera miklar endurbætur við hana, bæði með vatn, lýsingu o.fl. og láta dýpka hana, sem er mjög mikið verk vegna vikurfallsins. Framundan hlýtur að vera að láta grafa upp austasta hluta byggðarinnar, þvi að þar má nýta götur og lagnir,hús og húsgrunna. Svona mætti lengi telja upp þau upp- byggingarverkefni sem fram- undan eru i Eyjum. Nú fyrir nokkrum dögum afhenti Rauði krossinn Vest- mannaeyjabæ tilbúið barna- heimili til notkunar. Smiði elli- heimilis er á lokastigi og i þvi sambandi er rétt að nefna að sundlaug og iþróttahús þarf að koma upp sem allra fyrst. Akveðið er að festa kaup á iþróttahúsi frá Danmörku. Fyrir gos höfðum við komið okkur upp félagsheimili og hluti sjúkrahússins hafði verið tekinn i notkun, enda höfðu fjár- veitingar til þess verið auknar úr 2 i 20 miljónir kr. á ári eftir að Magnús Kjartansson varð heilbrigðisráðherra. Nú er unnið að fullum krafti við sjúkrahúsið og stefnt að þvi að þvi verði lokið i ágúst. — Hvað viltu segja um kosningahorfur? — Um það bil helmingur kjósenda mun enn vera uppi á landi og gjörbreytir það allri kosningabaráttu okkar Eyja- manna. bvi er erfiðara að spá nú um úrslit, en nokkru sinni fyrr. Þó er ljóst, að framboðs- listi Sjálfstæðisflokksins hefur gjörsamlega mistekist og ekki eru allir jafn ánægðir með framboð Alþýðuflokksins og svokallaðra Samtaka. Samstarf Alþýðubandalagsins og Fram- sóknar hefur mælst mjög vel fyrir. Samt sem áður er það ljóst, að hvert atkvæði getur hreinlega skipt sköpum um það, hvort áfram verður haldið við að tryggja framgang félags- legrar þjónustu og fram- kvæmda i Eyjum. óre BORGARNES Vinnubrögð Alþýðu- bandalagsins eru til fyrirmyndar í Borgarnesi eru tiltölu- lega hrein flokkaframboð og kosningaþátttaka yfir- leitt mjög góð eða vel yfir 90%. Nú eru á kjörskrá 760 - 770 manns. Staðan fyrir kosningar núna er sú að Framsókn hefur þrjá menn (238 atkv.), Sjálf- stæðisflokkurinn 3 menn (195 atkv.) og Alþýðu- flokkurinn og óháðir 1 mann (113 atkv.). Alþýðu- bandalagið tapaði einum manni síðast, hlaut 58 atkvæði. Halldór Brynjólfsson Fundir hálfsmán- aðarlega Halldór Brynjúlfsson, sem nú er efsti maður á lista Alþýðu- bandalagsins, kvaðst vongóður um að Alþýðubandalagið fengi nú aftur mann, én listinn er skipaður mörgu ungu fólki, sem hefur sýnt mikinn áhuga. „Við höfum verið með reglu- íega fundi hálfsmánaðar- lega siðan 5. janúar. Við höfum gefið út stefnuyfirlýsingu, og erum eini flokkurinn sem hefur lagt einhverja vinnu i að móta stefnu og vekja fólk til um- hugsunar um málefni Borgar- . ness. Við leggjum hvað mesta áherslu á skipulagsmálin, en á þvi sviði hefur rikt algjört öng- þveiti hér, á siðustu árum og jafn- vel áratugum. Við leggjum til að efnt verði til hugmyndasam- keppni um framtiðarskipulag bæjarins, þvi að hér hefur aldrei verið gert neitt átak á þvi sviði, bara verið látið undan þrýstingi frá þeim sem óskað hafa eftir lóðum og þá skipulagt i flýti til að leysa þörfina hverju sinni. Fyrir tveimur árum var úthlutað hér lóðum og nú er verið að reyna að semja við lóðareigendur um að þeir láti aftur hluta af sinum lóðum handa nýjum umsækj- endum.” Stefnuskráin mælist vel fyrir — Hafa aðrir fiokkar gert svo itarlegar stefnuskrár? — Nei, þetta hefur aldrei verið gert áður. Við álitum að það eigi að ræða þessi mál á framboðs- fundum fyrir kosningar og fólk eigi að vera vel heima á þessu sviði áður en gengiö er til kosninga. Þetta hefur mælst vel fyrir bæði meðal andstæðinga og fylgismanna okkar. Eftirtaldir eru á lista Alþýðu- bandalagsins: 1. Halldór Brynjúlfsson. 2. Eyjólfur Magnússon. 3. Jenni R. ólason. 4. Herdis Einarsdóttir. 5. Böðvar Björgvinsson. 6. Ingvi Arnason. 7. Baldur Jónsson. 8. Sigrún Stefánsdóttir. 9. Þorgeir Guöniundsson. 10. Hörður Þórðarson. 11. Pétur Jónsson. 12. Rúnar Viktorsson. 13. Guðmundur V. Sigurðsson. 14. Olgeir Friðfinnsson. Sj Tryggjum félagslega þjónustu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.