Þjóðviljinn - 23.05.1974, Síða 11

Þjóðviljinn - 23.05.1974, Síða 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. mai 1974. Fimmtudagur 23. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Kópavogur //Það er mikill kosn- ingahugur í okkun Al- þýðubandalagsmönnum í Kópavogi — m.a. vegna þess að Ijóst er að Hulda Jakobsdóttir verði vinstri sinnuðum framsóknar- mönnum beiskur biti að kyngja"/ sagði Gisli ólaf- ur Pétursson/ sem stjórn- ar kosningaskrifstofu Al- þýðubanda lagsins í Kópavogi — en Þjóðvilja- menn litu þar við í gær- dag. Vinstri menn hafa um árabil haft meirihluta i bæjarstjórn Kópavogs, þar til fyrir siðasta kjörtimabil, að fjandinn hitti ömmu sina, ihaldið tók höndum saman við framsókn og nú hafa um hrið verið dýrðardagar fyrir fjárplógsmenn og skattsvindl- ara i Kópavogi. Þær unnu af kappi i spjaldskránni: Arndls Guðmundsdóttir, ElisabetSveinsdóttir og Lilja Magnúsdóttir. „Alþýðubandalagiö vinnur verulega á” Ljóst þykir, að vegna þessa, muni Alþýðubandalagið koma sterkt út úr þessum bæjar- stjórnarkosningum. „Kópavogur hafði alla tið ver- ið skuldlaus bær”, sagði Gisli Ólafur, ^n svo tók ihaldið sam- an við framsókn; ráðist var i að byggja þennan miðbæ og fjár- málasvindliö og skuldasöfnunin hófst. Bærinn skipti aðeins við þau fyrirtæki sem frambjóðend- ur eða bæjarfulltrúar eiga hlut i. Rekin hefur verið hrein og klár eiginhagsmunastefna, réttilega samkvæmt ritúali framsókn- ar og ihalds. Siðleysið i peninga- málum hefur verið fullkomið — og engu hefur þótt skipta þótt einn fulltrúi framsóknarmanna hafi verið dæmdur fyrir skatt- svik”. — Og þú telur að Alþýðu- bandalagið hagnist þannig á drýgðum brotum fráfarandi valdaflokka? ,,í okkar röðum eru engir fjárplógsmenn — og engir pen- ingamenn, sem kostað geta langvinna og fjárfreka kosn- ingabaráttu. Við höfum þvi ekki getað farið af stað með kosn- ingastarfið fyrr en seint. Þó hef- ur verið unnið mikið starf i blaðaútgáfu og við höfum tekið Gisli ólafur Pétursson stjórnar kosningaskrifstofunni: „Mikil- vægt að sem flestir láti skrá sig sem fyrst til starfa”. þátt i framboðsfundi og sjón- varpsumræðum. Við leggjum einna mest upp úr þvi, að hinn almenni kjósandi — að allir Al- þýðubandalagsmenn tali um stjórnmál við kunningja sina, þannig að almenn og virk stjórnmálaumræða myndist”. Gisli ólafur sagði að mikið starf væri nú verið að vinna á kosningaskrifstofunni og jafnan vantaði fólk til starfa. „Nú vantar okkur fólk til að vinna við spjaldskrá og við dreifingu. Við höfum þörf fyrir sem flesta félaga til starfa — best væri að menn kæmu sem fyrst og litu hér inn sem oftast. Við höfum t.d. brýna þörf fyr- ir að fá upp’lýsingar um fjarver- andi kjósendur og um þá sem ætla sér að fara úr bænum um helgina. Og á sjálfan kjördaginn þarf margt fólk til starfa, og er mikilvægt að þeir sem það geti, láti skrá sig sem fyrst á skrif- stofunni. Ég vil biðja þá, sem geta lagt til bila á kjördag, að þeir gefi sig sem fyrst fram”. Við hittum fyrir Einar Júlíus- son, byggingafulltrúa á kosn- ingaskrifstofu Alþýðubanda- lagsins. Einar hefur verið bygginga- fulltrúi Kópavogs um þrjátíu ára skeið — þegar hann hóf störf var Kópavogur hluti af Sel- tjarnarneshreppi og I starfi sinu hefur hann nákvæmlega fylgst með þvi að sjá þetta fyrrum fá- tæka hreppsfélag verða að næststærsta kaupstað á landinu. Einar var einn af stofnendum sósialistafélagsins i Kópavogi, og hefur reyndar alla tið staðið i eldlinu hinnar pólitisku baráttu i bænum. „Ég er persónulega alltaf trú- aður á Alþýðubandalagið, og mér segir svo hugur um, að Al- þýðubandalagið vinni verulega á núna”. Þeir Einar og Gisli Ólafur voru dulitið hreyknir af fram- bjóðendum sinum með Ólaf Jónsson i broddi fylkingar. „Ólafur Jónsson er þekktur hér i Kópavogi fyrir dugnað og atorkusemi — og þekktur um allt land fyrir að hafa rekið strætisvagnana i bænum þannig að gróði var á þvi fyrirtæki. Nú er bullandi tap á almennings- vögnunum”, sagði Gisli Ólafur. En Ólafur Jónsson er ekki einn á lista Kópavogsmanna, i öðru sæti er Helga Sigurjóns- dóttir, sem starfað hefur sem kennari, en nú nemur hún is- lensk fræði við Háskólann. 1 þriðja sæti er Björn Ólafs- son, verkfræðingur, en hann á sæti i skipulagsnefnd kaupstað- t siðustu bæjarstjórnarkosn- ingum vantaði aðeins fá atkvæði uppá til að Alþýðubandalagið fengi þrjá fulltrúa i bæjarstjórn. Alþýðubandalagið fékk þá 1252 atkvæði og tvo menn, en fram- sókn fékk tvo menn á aðeins 881 atkvæði. —GG „Eftir síöustu kosningar hitti fjandinn ömmu sína, íhaldiö tók höndum saman við framsókn og hófust þá dýrðardagar fjárglæframanna og svindlara Hafnafjöröur SMÖLUM EKKI Á KJÖRSTAÐ Það er næsta óvenjuleg skrifstofa/ kosningaskrif- stofa Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði. Þegar Þjóðviijamenn litu þar við í gær var þar fyrir hópur manna, aldinna og ungra, og hafði fátt fyrir stafni annað en tala um stjórnmál. „Við höfðum enga spjaldskrá hérna yfir kjósendur Alþýðu- bandalagsins, og við munum heldur ekki hafa neina menn frá okkur I kjördeildum til að fylgjast með þvi hverjir hafa kosið”, sagði Erna Guðmundsdóttir, titl- uð skrifstofustjóri kosningaskrif- stofunnar. „Við teljum að það sé ekki rétt, að vera að ota fólki á kjörstað. Sérhver kjósandi hlýtur að hafa rétt á að vera látinn i friði. Þeir, sem kjósa okkur, verða að gera það án minnstu hvatningar frá okkur. Okkur finnst allt annað vera nokkurs konar árás á persónufrelsi manna.” Hvað verður þá á seyði á kosningaskrifstofunni á kjördag? „Við verðum hér með kaffi- veitingar”, sagði Erna, „og hingað eru allir velkomnir, sem vilja spjalla við okkur. Við munum og aka þeim á kjörstað sem þess óska og það væri reyndar mjög vel þegiö, að sem flestir kæmu til starfa. Það verður reyndar nóg að gera hér fram að kjördegi, svo sem við blaðaútburð og fleira.” Listi Alþýðubandalagsins i Hafnarfirði er næsta óvenjulegur framboðslisti. Frambjóðendur eru flestir ungir að árum og hafa litt eða ekki komið nærri pólitik áður. „Okkur þótti rétt aö unga fólkið yrði mest áberandi á listanum núna”, sagði Erna, „vegna þess að svo margt ungt fólk hefur komið til liðs við Alþýðubanda- lagið á þessu siðasta kjörtimabili. Og allir á listanum, þessir ellefu karlmenn og ellefu konur, munu siðan mynda eitt bæjar- málaráð, þannig að allir fram- bjóðendur munu hafa áhrif á bæjarstjórnina og ákvarðanatekt fulltrúa Alþýðubandalagsins i bæjarstjórn eftir kosningarnar.” Kosningastarf Alþýðubanda- lagsins i Hafnarfirði hefur verið fjörugt. Nokkur biöð hafa verið gefin út og fulltrúar bandalagsins komu fram i sjónvarpsumræðum. „Við höfum hist hér á skrif- stofunni með stuttu millibili allt frá áramótum”, sagði Skarp- héðinn Helgason, fullorðinn Alþýðubandalagsmaður, „og það er mikill hugur i okkur öllum i sambandi við þessar kosningar”. — Hverjir eru möguleikar Alþýðubandalagsins i þesum kosningum? Siöast náði ykkar efsti maður ekki kjöri. „Við teljum okkur eiga góða möguleika á að koma tveimur mönnum að. Andstæðingar okkar telja okkur örugga með einn mann — en ég vil vara menn við svo lúmskum áróðri. Fólk, sem enn er á báðum áttum, gæti þá imyndað sér að það þyrfti ekki að kjósa okkur. Okkur sýnist flest benda til að við getum fengið tvo bæjar- fulltrúa — en til þess að svo megi verða, þurfum við á öllu okkar að halda.” Hreyknir af listanum Það var greinilegt, að hafnfirskir Alþýðubanda- lagsmenn eru hreyknir af listanum, sem nú er boðinn fram. „Við höfum aldrei haft þviliku liði á að skipa i bæjarstjórnar- kosningunum”, sagði Skarp- héðinn Helgason, — „og það er von okkar, að bæjarmálaráðið verði m.a. til þess, að nokkur breyting verði á andrúmsloftinu i Hafnarfirði hvað stjórn á bænum snertir. Bæjarmálaráðið mun gera úttekt á ýmsum málum, sem snerta stjórnun bæjarins, og verða fulltrúum okkar til aðstoðar við ákvarðanatekti’ —GG Nokkrir frambjóðenda Alþýöubandalagsins i Hafnarfiröi: Ægir Sigurgeirsson, efsti maöur listans, Guðrún Bjarnadóttir, kennari, og Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir, kennari. LÆKNIRINN BAR SMYRSL Á SÁRIN Fjölgað um tvo hreppsnefndarmenn Mosfellshreppur i Mosfellshreppi eru nú aðeins tveir listar i kjöri, en þar hafa kosningar að undanförnu verið nokkuð óvenjulegar þar sem komið hafa fram tvö framboð hjá Sjálfstæðis- flokknum. Oddi Ólafssyni, lækni og þingmanni, tókst nú að stilla til friðar og bera smyrsl á sárin, þannig að Sjálfstæðis- flokkurinn er nú aðeins með einn lista. Á móti eru vinstri menn og óháðir, Mosfellssveitungar geta státað af nýrri skóla byggingu, sundlaug og fþróttasvæði, sem er ágætlega staðsett. Við ræddum við Magnús Lárus- son um kosningahorfurnar, og sagði hann, að vegna þess hve fjölgað hefði á kjörskrá væri ill- mögulegt að spá nokkru um úrslit kosninganna, og nú hefði verið ákveðið að fjölga hreppsnefndar- mönnum úr 5 i 7. Talning á að fara fram strax að kosningum loknum og verða úrslit sennilega ljós um tvö leytið aðfaranótt mánudagsins. ? Fjórir efstu á listunum eru: Vinnstri menn og óháðir 1. Haukur Nielsson bóndi 2. Úlfur Ragnarsson iðnverka- maður 3. Anna Sigríður Gunnarsdóttir kennari 4. Pétur Þorsteinsson lög- fræðingur Sjálfstæðisf lokkur 1. Salome Þorkelsdóttir skrif- stofumaður 2. Gunnlaugur Jóhannsson skrif- stofustjóri 3. Sæberg Þórðarson sölumaður 4. Jón Guðmundsson oddviti. Rúmlega 600 manns eru á kjör- skrá og hefur fjölgað um rúmlega hundrað manns frá siðustu kosningum. I dag heldur kjördæmisráð Al- þýðubandalagsins i Reykjanes- kjördæmi fund i Hlégarði þar sém gengið verður frá lista AB fyrir alþingiskosningarnar. sj - Við þessa götu býr sveitarsjtjórinn og alþingismaðunnn Olatur u. Kinarsson. Viðþessa götu á Hraunsholti býr enginn sveitarstjóri eða alþingismaður. Frágangurinn enginn enn. Garöahreppur Útþenslustefna V eða uppbygging „Kosningarnar hér i Garðahreppi snúast um það, hvort halda á áfram útþenslustefnu ihaldsins, eða hvort á nú að snúa sér að þvi að leysa þau verkefni sem fyrir liggja,” sagði Hilmar Ingólfsson, efsti maður G-listans i Garðahreppi. Þjóðviljinn hitti þá Hilmar og Hallgrim Sæmundsson, sem er i öðru sæti listans, að máli i gær, en þeir félagar eru báöir kennarar. Hallgrimur hefur búið i Garða- hreppi um árabil, og er nú yfir- kennari við Barnaskólann. Hilmar er nýlega fluttur i Garöa- hrepp, en hefur kennt við Gagn- fræðaskólann frá þvi sá skóli var stofnaður. „Það er svo undarlegt,” sagði Hilmar,” að vigorð ihaldsins i Garðahreppi er x-D, áfram upp- býgging. Uppbygging á vegum sveitarsjóðs hefur hins vegar sáralitil verið. Hér hefur reyndar verið byggt ágætt iþróttahús, en annað er það nú ekki. Og fylgið reytist reyndar af ihaldinu og vinstri menn eru i öflugri sókn.” — Hvað teljið þið G-listamenn brýnast að gera á næstunni? — Byggingastefna sú sem fylgt hefur verið i Garðahreppi kallar á mikla þjónustu, einkum hvað varðar yngri kynslóðina. Það verður hlutverk okkar Alþýðu- bandalagsmanna að fylgja fast eftir framkvæmdum i skólabygg- Hilmar Ingólfsson og Hallgrimur Sæmundsson, efstu menn G-listans i Garðahrcppi. ingum og varðar það bæði nýja byggingu fyrir gagnfræðaskólann og úrbætur i húsnæðismálum barnaskólans. Það verður aö sjálfsögðu áfram hlutverk fulitrúa Alþýðubanda- lagsins að koma á sem mestum jöfnuði i þjónustu við hin ýmsu hverfi i hreppnum. Við verðum einnig að halda áfram þeirri erfiðu baráttu, að gera almenningi kleift að fylgjast með gangi mála i hreppnum og fyrirætlunum hreppsnefndar, en slikt hefur verið þyrnir i augum sjálfstæðismanna. Þeir hafa meira að segja neitað að fjölga fulltrúum i hreppsnefnd i þessum fjölmennasta hreppi landsins, þeirri vona að fá svo sterkan meirihluta að hafa hrepps- nefndina eins og klúbb fyrir sig. Af ýmsu má þó marka að vonir sjálfstæðismanna i þessu efni eru teknar að daprast og finnast þess merki bæöi i ræðu og riti.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.