Þjóðviljinn - 23.05.1974, Page 15
Fimmtudagur 23. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Nemenda-
sýning
Gerplu
í dag
iþróttafélagið Gerpla, Kópa-
vogi, (fimleikadeild) heldur nem-
endasýningu i iþróttahúsinu i
Hafnarfirði i dag kl. 3.30.
Sýning þessi er sú fyrsta i sögu
félagsins, og má ef til vill segja,
að þar taki litið félag að sér stórt
verkefni. En að baki þessari á-
kvörðun standa ýmsar ástæður,
og ber þar fyrst að nefna hið ört
vaxandi starf fimleikadeildarinn-
ar og þann mikla áhuga og leik:
gleði, sém þar rikja. Félaginu
hefur verið boðin þátttaka i al-
þjóðlegri fimleikahátið, sem
haldin verður i Holsterbro i Dan-
mörku, i tilefni af 700 ára afmæli
borgarinnar. Vegna þessarar ut-
anfarar eru æfingar nú i fullum
gangi og þvi tilvalið tækifæri til
þess að kynna fyrir almenningi
starfsemi deildarinnar.
Starfið i vetur hefur verið ákaf-
lega fjölbreytt. Og hafa tekið þátt
i þvi börn, unglingar og fullorðnir
af báðum kynjum. Ýms nýbreytni
hefur verið tekin upp og má þar
til dæmis nefna fjölskylduleik-
fimi, þar sem allir fjölskyldu-
meðíimir geta sameinast af jafn-
miklum áhuga, og hefur það sýnt
sig þar, að allir jafnt ungir sem
aldnir, hafa getað yfirstigið hið
margumtalaða kynslóðabil og
orðið að einni heild.
Auk þess mun áhorfendum gef-
ast kostur á að kynnast svo-
nefndri nútímaleikfimi, sem er
ung grein fimleikanna, en á nú ört
vaxandi vinsældum að fagna. Ef-
laust mun einnig marga fýsa að
kynnast þarna hinu svonefnda
stiga- (eða gráðu ) kerfi, auk
margs annars sem þarna verður
á dagskrá.
Það er von okkar, sem lagt höf-
um mikla vinnu i það, að þessi
sýning verði möguleg, áð með
henni getum við smitað áhorfend-
ur af þeirri ánægju, gleði og at-
hafnaþrá, sem starfið í vetur hef-
ur veitt okkur, þátttakendunum,
auk þess sem sýning þessi megi
enn verða til þess að efla hina göf-
ugu fimleikaíþrótt á Islandi. —
Miðasala verður frá kl. 2 i
iþróttahúsi Hf.—Skólahljómsveit
Kópavogs leikur frá kl. 3.15.
fi'
.... -
------r r -r r
Hér má sjá hvernig Sigurður Haraldsson varði skotið frá Butler (2. f.h. á myndinni) Þetta var snilldarmarkvarsla hjá Sigurði.
Urvalið átti
mun meira
í leiknum...
en varð að láta sér nægja
jafntefli 1:1 gegn York City
islenska landsliðið í
knattspyrnu/ eða úr-
valslið KSÍ eins og það
heitir þar til kemur að
opinberum landsleik,
stóð sig mjög vel gegn
enska atvinnumannalið-
inu York City i fyrra-
kvöld. Og úrslit leiksins
1:1 gefa ekki rétta mynd
af gangi hans og mark-
tækifærum. Einkum
stóð úrvalið sig vel i
fyrri hálfleik, og virtust
þær breytingar sem á
þvi voru gerðar í leikhléi
ekki til góðs.
Segja má áð úrvalið hafi
ráðið lögum og lofum i fyrri
hálfleik. Maðurinn á bak við
velgengni þess var tvimæla-
laust Jóhannes Eðvaldsson
sem var einsog klettur i vörn-
inni; á honum brotnuðu flestar
sóknartilraunir York-liðsins.
Svo sannarlega hefur Jóhann-
es fundið stöðu við sitt hæfi
þar sem er miðvarðarstaðan,
og þaðan verður honum ekki
hróflað hvað landsliðinu við-
kemur, slikt er ekki hægt.
Betri miðvörð höfum við
sennilega aldrei átt.
Á 13. minútu leiksins fékk is-
lenska úrvalið á sig slysalegt
mark. Boltinn var inn i vita-
teig úrvalsins, en var spyrnt
frá. Þar var framherjinn
Jones staddur og skaut að
marki, boltinn fór i leikmann,
breytti stefnu og hafnaði i net-
inu.
Varla er hægt að segja að
York-liðið hafi átt fleiri mark-
tækifæri i fyrri hálfleik, utan á
40. minútu er útherjinn Butler
skaút að marki af stuttu færi,
en Sigurður Haraldsson, sem
varði mark úrvalsins i fyrri
hálfleik, varði snilldarlega.
Staðan i leikhléi var þvi ó-
F.ramhald á 17. siðu.
Ólafur H. Jónsson
þjálfar á
Reyðarfirði
Ólafur H. Jónsson hand-
knattleiksmaður úr Val mun i
sumar þjálfa handknattleiks-
og knattspyrnumenn iþrótta-
félagsins Vals á Reyðarfirði,
og mun hann einnig leika með
3. deildarliði félagsins i knatt-
spyrnu, en Ólafur er vel lið-
tækur knattspyrnumaður.
Mun hann þcgar vera farinn
austur.
Kveöjuleikur Birgis í kvöld
í kvöld mun Birgir Björns-
son leika sinn 500. og jafn-
framt siðasta leik með mfl.
F.Il. i handknattleik. Fcr leik-
urinn fram i iþróttahúsinu i
Hafnarfirði og hefst kl.
20.15. Að ósk stjórnar hand-
knattlciksdeildar F.H. hefur
Birgir valið sina siðustu mót-
herja, en það er lið Fram.
Birgir byrjaði að leika mcð
mfl. F.H. árið 1953, þá 18 ára
gamall og hefur þvi leikið i
rúm 20 ár og þar af sem fyrir-
liði i 20 ár. Birgir hefur orðið
islandsmeistari með mfl. F.H.
10 sinnum innanhúss og 16
sinnum utanhúss. Auk þess
sem hann hefur leikið ineð
F.H. hefur hann þjálfað hina
ýmsu flokka féiagsins með
mjög góðum árangri. Nú sið-
ast þjálfaði hann i vetur bæði
mfl. og 1. fl. karia, og sigruðu
báðir þeir flokkar islandsmót-
ið.
Auk þess hefur Birgir þjálf-
að landsliðið og m.a. sigraði
isl. landsliðið þá danska
landsliðið 15—10. Sjálfur lék
Birgir 29 landsleiki og marga
þeirra sem fyrirliði. Þá hefur
Birgir starfað mikið innan
handknattleikshreyfingarinn-
ar. A fimmtudagskvöldið mun
F.H. liöið leika gegn Fram, og
verða liðin skipuð eldri leik-
mönnum aðhluta til. Með F.H.
munu auk Birgis leika þeir
Ragnar Jónsson, Einar
Sigurðsson, Örn Hallsteinsson
auk hinna yngri leikmanna.
Með Fram leika þeir Gunn-
laugur Hjálmarsson, Þor-
steinn Björnsson, Guðjón
Jónsson, Ingólfur óskarsson,
Sigurður Einarsson, auk hinna
yngri leikmanna.
Blikarnir leika
enn eitt sumar
án grasvallar
i gærkvöldi kom út frétta-
bréf Breiðabliks, sem gefið
verður út fyrir heimaleiki liðs-
ins i 2. deildarkeppninni. í
þessu 1. tbl. fréttabréfsins
fæst endanleg staðfesting á
þvi, sem menn hefur grunað
iengi, að enn einu sinni hefðu
Breiðabliksmenn verið sviknir
um nýja grasvöllinn, sem átti
að vera tilbúinn vorið 1971.
Breiðabliksmenn er sigruöu
glæsilega i 2. deildarkeppninni
árið 1970 léku 3 sl. ár i 1. deild,
Haustið 1970, eftir að 1. deild-
arsætið hafði unnist, voru
Blikunum gefin eldheit loforð
um grasvöll strax árið eftir,
en hann lét ekki bóla á sér þau
3 ár sem liðið lék i 1. deild. Nú
eru Blikarnir aftur komnir
niður i 2. dcild og mun gras-
völlurinn ekki hýsa þá i sumar
fremur en áður. Framkvæmd-
ir við völlinn eru að visu tölu-
vert á veg komnar, en það
dugar ekki til, og Vallar-
gerðisvöllurinn, sem nú hefur
verið aukinn i löglega stærð,
verður heimavöllur Breiða-
bliks i sumar.
iþróttafréttaritarar dag-
blaðanna hafa margoft skrifað
um slælegan framgang
iþróttamannvirkja i Kópa-
vogi, og engum dylst, að það
var erfiður baggi fyrir Breiða-
bliksmenn að þurfa að leita til
Reykjavikur með heimaleiki
sina i 1. deild. Melavöllurinn
fékkst fyrir náð og miskunn 2
siðari ár Breiðabliks i 1. deild,
og sl. vor var ástandið svo
slæmt, að Kópavogsmenn
voru farnir að kanna mögu-
leika á þvi að leika heimaleiki
sina á Njarðvíkurvelli eða
annars staðar úti á lands-
byggðinni.
Kjörtimabil núverandi
bæjarstjórnar rennur út eftir
örfáa daga. í upphafi starfs-
ferils sins, sumarið 1970, gáfu
bæjarfulltrúar fögur fyrirheit
og lofuðu iþróttaæskunni
glæsilegum iþróttavelli næsta
vor. Nú eru liðin 4 ár, og það er
fyrst nú fyrir kosningarnar að
skriður hefur komist á fram-
kvæmdir. Bæjarmcirihlutinn
stærir sig af þvi, að glæsileg-
asta iþróttamannvirki lands-
ins sc i smiðum, og er það
vissulega sannmæli. En það er
varla hægt að gera annað i
Framhald á 17. siðu.