Þjóðviljinn - 23.05.1974, Side 17

Þjóðviljinn - 23.05.1974, Side 17
Fimmtudagur 23. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Skólarnir Framhald af bls 8. reynst unnt að reka framhalds- deildir, 5. og 6. bekk gagnfræða- stigs, hér né annars staðar úti á landi utan Akureyrar og Nes- kaupstaðar, vegna kostnaðar- skiptingarinnar, sem reiknað er með. Hefur þetta framhalds- deildaskipulag, sem vafalaust á fullan rétt á sér i Reykjavik, orðið til að breikka enn bilið milli ung- linga úr strjálbýli, og þéttbýli, þvi jafnframt þvivoru sett allskonar ákvæði varðandi inngöngu i sér- skóla, þannig að þar þarf nú nám i 5. bekk og jafnvel 6. Þetta útilok- ar unglinga frá landsbyggðinni hreinlega frá margskonar námi, ekki sist við þá skóla, sem stúlkur hafa helst sótt, einsog Hjúkrunar- skólanum, Fósturskólanum og fleiri. Menntaskólann fengum við hingað eftir langa baráttu margs fólks. Þeir, sem ekki vildu láta skólann til okkar, voru með hrak- spár jafnvel um nemendasort, hvað þá kennaraskort. Ég gat nú aldrei skilið þetta með nemenda- skort, þvi ég er viss um, að þótt menntaskóli væri rekinn uppi á Vatnajökli, mundi hann ekki skorta nemendur. Hitt var annað með kennarana. En furðulega hefur ræst úr þvi öllu og allt geng- ið vel að þvi leyti. Hinsvegar hafa okkur orðið vonbirgði hve byggingafram- kvæmdum fyrir skólann hefur miðað hægt. Ætlunin var að byggja skólann allan á 4-5 árum, kennsluhúsnæði, heimavist og iþróttahús. En ekkert er komið nema hluti heimavistar meb plássi fyrir 40 nemendur og verið að gera fokhelt viðbótarheima- vist og mötuneyti, sem ekki mun koma að gagni fyrr en haustið 1975 i fyrsta lagi. Kennslan fer fram i gömlu barnaskólabygging- unni og barnaskólinn, sem átti að hafa efri hæðina, varð að taka til kennslu húsnæði sem ætlað var sem samkomusalur fyrir hann og gagnfræðaskólann. Útkoman er, að ekkert húsnæði er til i bænum fyrir félagsmálastarfsemi skól- anna af neinu tagi. — Það hefur komið fram, að menntaskólareksturinn hefur margt jákvætt i för með sér fyrir bæjarlifið, t.d. menningarlega. En eruð þið ekkert hrædd um að tapa þessu fólki fyrir fullt og allt þegar búið er að mennta það? — Einmitt þetta hefur oft verið talað um og ekki sist i sambandi við iðn- og tækniskólann hjá mér. En ég álit einmitt, þvert á móti, að fólk komi fremur aftur heim að framhaldsnámi loknu ef það hef- ur verið heima nógu lengi sem unglingar. Eins hef ég barist fyrir þeirri skoðun, að menn geri upp við sig, hvort svona staðir, þ.e. strjálbýli eins og Vestfirðir norð- anverðir, eigi að vera eingöngu verstöðvar eða ekki. Telji rikis- valdið það, er ekki annað að gera en hypja sig fyrir þá sem ekki vilja búa um aldur og ævi i ver- stöð, en meðan sú afstaða er ekki tekin verður að krefjast þess, að myndað sé fullkomið samfélag, bæði þeirra,sem stunda sjóinn og fiskvinnsluna,og hinna, sem eiga að þjóna þeim, menningarlega sem á annan hátt. Margir skólar undir sama þaki Frá þvi að Aage kom að iðn- skólanum 1965 hefur hann þróast úr kvöldskóla i dagskóla og fljót- lega bættist við undirbúningsnám undir tækniskóla, þannig að nem- endur gátu sparað sér ár. Siðan jókst þetta smám saman og nú er rekin þar raungreinadeild tækni- skóla, þ.e. 3ja ára nám, þaðan sem útskrifast tæknistúdentar með sambærilega menntun og stærðfræðideildarstúdentar. Þá hefur verið bætt við vélskóla- deildum, 1. og 2. stigi og 1. stigi stýrimannamenntunar, sem Aage telur reyndar að þurfi að endurskoða algerlega vegna ein- hæfni, þyngja og breikka. Fáist meira húsnæði er ætlunin að bæta við 3. stigi vélstjóra. — Með þvi að reka skólana svona saman nýtist kennslan velá mismunandi sviðum og ætti að reka á eftir að komið verði upp aðstöðu til meiri verklegrar kennslu, sem við stefnum að. Við höfum nú verknám i járniðnaði, en stefnum að að koma þvi upp lika i tréiðnaði. En einnig er mikill áhugi fyrir fiskvinnsluskóla og teljum við, að hann ætti heima hér lika. Þvi máli tengt er áhugi okkar á að fá hingað útibú frá rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins og deild frá haf- rannsóknastofnuninni. Deildir frá hafrannsóknastofnuninni eiga hins vegar að koma upp á Horna- firði og Húsavik áður en til sliks kemur hér, en ákveðið hefur verið að fyrsjta útibú rannsóknastofn. fiskiðnaðarins verði hér.Það fær vafalaust húsnæði á sama stað og við og vonandi tekst þá samstarf um þetta mál. Það sparar mikið i rekstrar- kostnaði og kennslukrafti að hafa svona skylda skóla undir sama þaki og i rauninni eina færa leiðin fyrir okkur i strálbýlinu. Óþarfi ætti að vera að hafa þessi mörgu nöfn og best að kalla þetta ein- faldlega fagskóla, en ég vil taka fram að ekki má tengja þessa starfsemi þvi sem kallað hefur verið fjölbrautarskóli. Hingað koma eldri nemendur af eigin hvötum og andinn er öðruvisi en mundi vera i fjölbrautarskóla, bar sem menn ganga uppúr að skyldunámi loknu. Ég er á þeirri linu, að gera þurfi hverjum og einum kleift að læra þegar hann sjálfur vill, en þessir siflæðiskólar séu dálitið hættuleg- ir og geti ekki verið reknir úti á landsbyggðinni, fremur en fram- haldsdeildir gagnfræðaskólanna. Það þýðir ekki að miða skipulag við Reykjavik og ætla svo að kúpla þvi yfir á strjálbýlið. Við verðum bara að viðurkenna þetta og snúast þannig við þvi að skipu- leggja sjálfir skólana þannig, að þeir passi okkur. —vh. Blikarnir Framhald af 15. siðu. stærsta bæjarfélagi landsins, þegar loksins er ráðist i veru- legar vallarframkvæmdir, en að fylgja timanum og byggja i samræmi við þær kröfur, sem gerðar eru i dag. íþróttavöllurinn i Fifu- hvammi verður væntanlega tilbúinn i haust eða næst vor, ef haldið verður áfram á þeim framkvæmdahraða, sem komist hefur á fyrir kosning- arnar. En þótt betra sé seint en aldrei, verður ekki litið franthjá þeirri staðreynd að margföld svik Kópavogsbæjar við iþróttafólk sitt eru til há- borinnar skammar og munu lengi verða i minnum höfð. Vinni Blikarnir sér 1. deild- arsæti á ný i sumar, er von- andi að þeir geti boðið and- stæðingum sinum næsta ár heim á góðan grasvöll, eða eins og segir i niðurlagi frétta- bréfsins: Þeir munu þá fagna langþráðri æfinga- og keppn- isaðstöðu. —S.dór Úrvalið Framhald af 15. siðu. verðskuidað 1:0 York i vil. 1 siðari hálfleik jafnaðist leik- urinn nokkuð og varð um leið þófkenndari. Miklar breyting- ar voru gerðar á úrvalinu i leikhléi, en þær virtust ekki til góðs. Þá tókst islenska liðinu að skora jöfnunarmarkið. Það var á 77. minútu að mikil pressa var á mark York-liðs- ins. Boltinn barst út til Gisla Torfasonar sem skaut föstu skoti að marki, boltinn fór i enska bakvörðinn Stone og af honum i netið, 1:1. Tvö slysa- leg mörk höfðu þar með verið skoruð i leiknum. Eins og áður segir bar Jó- hannes Eðvaldsson af i is- lenska liðinu. Teitur Þórðar- son, Rúnar Gislason og Guð- geir Leifsson. Ef islenska landsliðið leikur fleiri svona leiki i sumar, ættum við ekki að þurfa að kviða komandi landsleikjum. —S.dór Mótmælendur Framhald af bls. 1 sinnaðra mótmælenda, hafa hert á vinnustöðvunum með, þvi að stöðva afgreiðslu á oliu og bensini. Aðgerðir þessar hafa staðið i átta daga og hafa skapað algjört öngþvéiti á Norður- Irlandi. Það eru aðeins sjúkrahús sem nú fá einhvern oliuskammt i landinu. Tilgangur þessara aðgerða er sá, að krefjast nýrra kosninga og aö afnema bráðabirgðasam- komulag það, sem breska stjórnin gerði við fulltrúa ýmissa pólitiskra afla á Norður-lrlandi og gerir ráð fyrir nánari sam- skiptum Norður-lrlands og trska lýðveldisins. Skagfirðingar Gestaboð Skagfirðinga verða i Lindarbæ upp- stigningardag kl. 14.30. Dag- skrá: Séra Þórir Stephensen ávarpar gesti. Tvöfaldur kvartett syngur. Jörundur flytur nýtt skemmtiefni. Bila- simar i Lindarbæ 21971. Skagfiröingafélögin i Reykja- vik Ferðafélagsferðir 23 /5 kl. 9.30. Hvalfell—Glymur. Verð 700 kr. kl. 13.00. Eyrarfjall. Verð 500 kr. Ferðafélag tsiands. Þórsmerkurferð á föstudagskvöld kl. 20. Far- seðlar á skrifstofunni. Ferðafélag tslands, öldugötu 3, simar: 19533 og 11798. 73 % \ 'tóí| MINNINGARSPJÖLD MINNINGARSJÓÐSf ÍSLENSKRAR ALÞÝÐU UM Sigfús Sigurhjartarson fást á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins Grettisgötu 3 og Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18. SINNUM LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýsing L við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Alþýðubandalagið Skráning sjálfboðaliða Alþýðubandalagið vantar sjálfboðaliða til starfa strax. Fjölmörg verkefni biða vinnu- fúsra félaga og stuðningsmanna. Nauðsynlegt er að hefja þegar i stað skráningu sjálfboðaliða vegna fundarins i Laugardalshöllinni og vegna starfa á kjördag, á sunnudaginn kemur. Siminn er 28655. Opið allan daginn til kl. 10 á kvöldin. Skrifstofan er að Grettisgötu 3. Kosningasjóður Þeir sem hafa fengið senda happdrættismiða i Happdrætti Alþýðubandalagsins eru beðnir um að gera skil hið fyrsta. Mörg verkefni biða þess að fé fáist til framkvæmdanna. Skrifstof- an á Grettisgötu 3 tekur við skilum. Allar upp- lýsingar i sima 28655. f Atvinna LAUSAR STÖÐUR við sjúkrahús og heilsugæslustöð Vestmannaeyja Stöðurnar og störfin, sem hér um ræðir veitast frá 1. ágúst 1974. 1. Yfirlæknir á lyflæknisdeild. 2. Yfirlæknir á handlækningadeild 3. Yfirhjúkrunarkona 4. Deildarhjúkrunarkona á lyflækninga- deild 5. Deildarhjúkrunarkona á handlækn- ingadeild 6. Sérmenntuð hjúkrunarkona á skurð- stofu 7. Tvær Ijósmæður 8. Nokkrar hjúkrunarkonur á allar deildir 9. Nokkra sjúkraliða á allar deildir 10. 2 Meinatæknar 11. 1 Röntgentæknir 12. 1 Röntgenmyndari 13. Læknaritari 14. Bryti 15. Matráðskona 16. Gangastúlkur Auk þess er óskað eftir fólki til: ræstinga aðstoðar i eldhúsi og húsverði, sem verður að geta annast minniháttar viðgerðir og hafa bilpróf. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri. Umsóknarfrestur er til 15. júni 1974. Vestmannaeyjum 6. mai 1974 Stjórn Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar. Konan mln og móðir okkar, INGUNN INGVARSDÓTTIR Njálsgötu 4b, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 24. mai nk. kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu ininnast hinnar látnu,er bent á liknarstofnanir. Magnús Bergsteinsson og börn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.