Þjóðviljinn - 23.05.1974, Side 19
Fimmtudagur 23. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA it
ÚTVARP
KOSNINGAÚTVARPIÐ:
Vakað eftir
síðasta atkvæði
Útvarpað verður
næstu kosninganótt að
venju. Árni Gunnarsson,
fréttamaður, tjáði Þjóð-
viljanum i gær að und-
anfarnar vikur hefðu
fréttamenn unnið mikið
undirbúningsstarf
vegna bæjar- og sveitar-
stjórnarkosninganna.
Undirbúningsvinnan hefur
að mestu hvilt á herðum Kára
Jónssonar, fréttamanns, en
starfslið fréttastofunnar
verður vakandi alla
kosninganóttina og tölur verða
lesnar jafnóðum og þær
berast.
Tveir fréttamenn, þeir
Vilhelm G. Kristinsson og
Einar Karl Haraldsson,fara á
kosningadaginn með sin
hvorri flugvélinni suður og
vestur kringum landið og tala
við menn i þorpum og kaup-
stöðum.
Fréttastofan hefur tryggt
sér fimm beinar simalinur frá
talningastöðum i fjórum
landshornum, þ.e. Reykjavik,
Vestmannaeyjum, Neskaup-
stað, Akureyri og Isafirði.
Menn frá Reiknistofnun
Háskólans vaka með frétta-
mönnunum kosninganóttina,
og reyna að spá um úrslit eftir
þvi sem tölur berast.
Árni Gunnarsson taldi, að sú
spámennska gæti reyndar
orðið erfið núna, þar eð svo
margir flokkar bjóða fram
sameiginlega lista — ,,en við
reynum hvað við getum”,
sagði Árni Gunnarsson.
Margrét Jónsdóttir, frétta-
maður,verður lokuð inni í leik-
fimisal Austurbæjarskólans i
Reykjavik ásamt talninga-
mönnum, og mun hún senda
upplýsingar og fréttir þaðan á
beinni linu til fréttastofunnar.
Milli þess, sem kosninga-
fréttir berast, verður flutt tón-
list, og kannski skotið inn við-
tölum við frambjóðendur og
aðra á milli — ,,og við höfum
tryggt okkur forsvarsmenn
flokkanna — að við getum rætt
við þá, þegar úrslitin liggja
fyrir”, sagði Arni Gunnars-
son.
—GG
SJÓNVARP
KOSNINGASJÓNVARP:
Sjónvarpað fram
eftir nóttunni
Sjónvarpiö ætlar sér
að fylgjast vel með
kosningunum um helg-
ina.
Rúnar Gunnarsson
mun annast yfirstjórn
útsendingar kosninga-
nóttina, en fréttamenn-
irnir Eiður Guðnason og
Olafur Ragnarsson
munu og mjög koma við
sögu auk annarra.
Eiður sagði Þjóðviljanum
að óvist væri hve lengi yrði
sjónvarpað fram eftir kosn-
inganóttinni, ,,en þó örugglega
til klukkan 2 um nóttina,
kannski lengur”.
Bein útsending verður úr
talningasalnum i Austurbæj-
arskólanum og einnig munu
einhverjir fréttamenn fljúga
út um land og hitta menn að
máli. Einnig taldi Eiður vist,
að reynt yrði að flytja þætti
um einstök byggðarlög eða
bæjarfélög milli þess sem
kosningafréttir bærust.
—GG
f
Björn Bjarnason:
L
RUSSAR EIGA
3.672 FERMETRA
í HJARTA^a
REYKJAVÍKUR
RÚSSANJÓSNIR
VíSIR í GÆR.
Og svo var það þetta með Rússanjósnarana á Seljaveginum.
Þeir keyptu heilt hús á móti Landhelgisgæslunni og liggja nú
daginn langan úti i glugga og horfa á fallbyssuna i porti Land-
helgisgæslunnar. Eflaust vita þeir bráðum allt um hana og þá
verður nú ekki beðið lengi meö að....
„TÍMARNIR
BREYTAST
7 7
George Wallace, sonur
hins kunna frambjóð-
anda repúblikana í
Montgomery, fór út á
dögunum með 18 ára
blökkustúlku og var það
liður í könnun sem gerð
var á vegum háskólans
þar sem þau eru við
nám. Þau létu sem þau
væru par í leit að hús-
næði. Georgesagði með-
stúdentum sinum að þrír
af hverjum f jórum, sem
höfðu húsnæði til leigu,
hefðu undireins skellt
dyrunum á þau. ,,Ég
hélt að ástandið væri
jafnvel verra en það er.
Tímarnir eru að breyt-
ast", sagði George. Fað-
ir hans, sem á sínum
tíma var mjög harður
fylgismaður kynþátta-
aðskilnaðar, vildi ekk-
ert tala um þetta athæfi
~sonar síns.
Þessa skemmtilegu teikningu rákumst við á I félagsriti SAS
fólks. Við höfum þær fréttir að stripiingaæðið hafi náð til Nairobi
i Kenia og þegar tveir Vcsturlandabúar hlupu þar um götur
alsnaktir voru yfirvöldin ckki sein að gefa út svohljúðandi yfir-
lýsingu: Hver sá sem tekinn verður nakinn á götum úti verður
sendur nakinn um borð i flugvél og fluttur nakinn til sins heima!
GENGUR FYRIR
ÞJÖPPUÐU LOFTI
Þaö Ifður varla svo dagur að ekki birtist i erlendum blöðum
myndir af nýjum farartækjum — tækjum sem ckki eiga að
menga andrúmsloftið. Hér er italskur uppfinningamaður á ferð
með bil sem gengur fyrir þjöppuðu lofti. Gangurinn er mjúkur,
engin bræla og biilinn kemst 18 milur á klst. Kostnaður viö loft-
þjöppunina er 50 - 60 krónur á hverjar 45 milur.
V'V V) V w w
, 874
• í
: s ■ L < < i <
: a
: □ < < «
: 1974 L* urntálffll
19.
SÍÐAN
Umsjón:
GG og SJ
w' v tvrrrrrrrm'w i
874 ÍSLAND 1974 I
,l,Wlli,..yllr.r.|,..r.>ll>IWnu , 9 wy
ÍSLAND 1974:
Næstu þjóð-
hátíðarfrímerki
koma út
11. júní n.k.
11. júni kemur næsti
skammtur af þjóðhátiðarfri-
merkjum og eru það þrjú
merki að verðgildi 17, 25 og 100
krónur. A 17 króna frimerkinu
er teikning eftir Þorvald
Skúlason táknræn fyrir Sturl-
ungaöldina. A 25 króna fri-
merkinu er hluti af upphafs-
staf i fyrsta kapitula Sverris
sögu. Á 100 króna merkinu er
mynd af altarisklæði frá
Stapafellskirkju i Lóni en
þetta klæði er nú i Þjóðminja-
safni Dana. Merkin eru prent-
uð i Sviss.
SALON GAHLIN
— Ég segi konunni minni allt-
af hvert ég ætla, en fyrir
kemur að ég villist af réttri
leið.