Þjóðviljinn - 23.05.1974, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 23.05.1974, Qupperneq 20
Fimmtudagur 23. mai 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöidsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Helgar-, kvöld- og næturvarsla lyfjabúða i Reykjavik 17.-23. mai er I Reykjavikur- og Borgar- apóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Adda Bára Sigfúsdóttir, sem skipar 2. sœti G-listans: Það þarf sterka vinstri forustu í borgarstjórn Adda Bára Þaö þarf sterka vinstri forystu í borgar- stjórn til þess að mæta með skynsamlegum ráðstöfunum þeim vandamálum, sem borgarsamfélag á stærð við Reykjavik skapar. Sjálfstæðisflokkurinn er eðli sinu samkvæmt ófær t'il þess að skapa farsælt borgarsam- félag. Hans kenning og framkvæmd er sú, að menn skuli þreyta kapphlaup um lifsgæðin, komast eins langt og kraftar og aðstæður leyfa, þó að það verði þá á kostnað annarra. I nafni mannúðar skuli siðan borgin og „góðgerðafélög” rétta af náð sinni hjálparhönd þeim sem undir troðast. Við sósialistar teljum aftur á móti að ibúar i borgarsam- félagi kjósi sér stjórn til þess að tryggja eftir mætti að hver og einn fái notið sin án þess að sitja yfir hlut annarra, en til þess þarf viðtæk samvinna og samneysla að koma til. Sam- vinna fólks krefst skipulags, skipulags sem byggir á lifandi lýðræði og gefur öllum kost á að eiga hlutdeild i að móta umhverfi sitt og ráða nokkru um það sem gerist i sam- félaginu, bæði þvi stóra og smáa. Félagslegar aðgerðir borgarstjórnar sem starfaði að okkar vilja munu stefna að þvi að tryggja öllum atvinnu, einnig þeim sem hafa skerta vinnugetu. Þær mundu stefna að þvi að koma i veg fyrir hús- næðisokur og önnur vanda- mál, sem af sjálfu þéttbýlinu leiða. Landsmenn innleiddu vinstri stjórn 1971 með þvi að eíla Alþýðubandalagið. Nú geta Reykvikingar fylgt þeim sigri eftir með þvi að fjölga fulltrúum Alþýðubandalags- ins i borgarstjórn og skapa þar með afl, sem dugir gegn forneskjulegum ihaldsvinnu- brögðum. Láttu ekki þinn hlut eftir liggja i baráttunni nú i viku- lokin. Kaupmáttur almennra launa skerðist ekki á því þriggja mánaða tímabili sem bráðabirgðaráðstafanir ríkisstjórnarinnar nœr tíl Þær efnahagsráðstafanir sem nú hafa verið gerðar höfðu það tviþætta markmið að koma i fyrsta lagi i veg fyrir holskefluna H-listinn Mosfellssveit 1. júni og i öðru lagi að koma I veg fyrir að ráðstafanirnar kæmu niður á láglaunafólki og að kaup- máttur almennra launa hcldist óskertur. Það hefur tekist og skal það nú skýrt nokkru nánar: Að óbreyttu hefði kaupgjalds- visitalan hækkað um 15,5 stig 1. júni næstkomandi. Rikisstjórnin hefur ákveðið með bráðabirgða- lögum að þessi hækkun komi ekki til framkvæmda, en til þess að tryggja óskertan kaupmátt almennra launa komi eftir- farandi: 1. Niðurgreiðslur um 8 stig. 2. Almennt vöruverð hefði hækkað um 3,5 stig ef ekki hefði verið gripið til viðnáms- aðgerðanna. Þessi vöru- verðshækkun verður ekki. 3. Að óbreyttu hefðu land- búnaðarvörur hækkað um sem svarar 4 stigum 1. júni. Þessi hækkun kemur nú ekki til fram- kvæmda. Þetta eru meginatriðin. Munu næstu daga verða birtir opin- berlega útreikningar á visitölunni frá Hagstofu Islands, en i bráða- birgðalögunum er einmitt skýrt kveðið á um að slikt skuli gert. Mótmælend- ur vilja sverfatil stáls BELFAST 22/5. — Breskir hermenn með alvæpni hófu i dag að ryðja götur Belfast, en þar höfðu öfgasinnaðir mótmælendur komið upp hundruðum götuvigja. Þúsundir hermanna tóku þátt i starfa þessum, sem hófst laust eftir miðnætti. Mikill skortur er á eldsneyti á Norður-trlandi eftir að verklýðs- félög, sem lúta stjórn öfga- Framhald á 17.siðu. Alþýðubandalagið G-Iistinn Kópavogi Listi Alþýðubandalagsins, G-listann, vantar fólk til starfa fram að kjördag og á kjördag. Hafið samband við kosningaskrifstofuna i Þing- hól, simi 41746. Alþýðubandalagið Suðurlandi Fundur verður haldinn i kjördæmisráði Alþýðubandalagsins i Suður- landskjördæmi fimmtudaginn 23. mal, i dag, i Þóristúni 1 Selfossi og hefst kl. 14. DAGSKRA: 1. Tekin ákvörðun um framboðslista til alþingiskosninga 30. júni n.l. 2. önnur mál. Alþýðubandalagið Reykjaneskjördæmi Fundur verður haldinn i kjördæmisráði Alþýðubandalagsins i Reykja- neskjördæmi i dag fimmtudag, að Hlégarði i Mosfellssveit. Fundurinn hefst kl. 3 e.h. DAGSKRA: 1. Akvörðun um framboð til alþingiskosninga 30. júni. 2. önnur mál. Fulltrúar i kjördæmisráðinu eru hvattir til að sækja fundinn. — Stjórnin. Grindavik Kosningaskrifstofa B-listans i Grindavik er opin á kvöldin °g siðan allan kjördaginn. Siminn er 8111 Grundarfjörður Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins i Grundarfirði hefur sima 93-8739. Kosningaskrifstofa H-listans i Mosfellsveit er opin frá kl. 17 og fram eftir kvöldi fram á kosningadag. Siminn er 66404. Stuðningsfólk I-listans, Akranesi Kosningaskrifstofan er opin alla daga frá kl. 14. Vinnum ötullega að sigri I-listans. Kaffi á boðstólum frá kl. 15 fimmtudag, laugardag og sunnudag. — I-listinn. Mót í minninguKGS-manns Maður dagsins er KGB maðurinn Vladimir Andreevich Bubnov. 1 dag hefst I Golfklúbbi Ness Bubnov-keppnin, en Bubnov (eða KGB) gaf sérlega vandaðan kristalvasa til þessarar keppni! Bubnov var I sér- stöku dálæti meðal félagsmanna, sem flestir eru á hægri væng islenskra stjórnmála. Siðasta árið sem Bubnov dvaldi hér (árið 1972 að sögn Mbl.) var hann annar fyrirliðinn i bændakeppni klúbbsins og þá léku allir hans menn með rauða stjörnu i barminum I hverri var mynd af Lenin! Bubnovs er sárt saknað úr klúbbnum, en klúbbmeðlimur, sem blaðið hafði samband við, sagði, að þcir hefðu allir vitað að Bubnov hefði verið mjög háttsettur i sovéska sendiráðinu, þar sem hann virtist fá að haga sér eftir vild! Ekki vildi viðkomandi klúbb- meðlimur neitt tjá sig um hgusanlega CIA menn i kiúbbnum, en maður sem leit hér við taldi að aðal CIA maðurinn væri Harry nokkur Boccanio. Sjá frétt á bls. 3. Sýnum afl gegn íhaldi strax í kvöld Fjölmennið í Laugardalshöllina

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.