Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. júli 1974 þjóÐVlLJINN — SIÐA 3 Samningar sölumiöstöövarinnar í Bandaríkjunum: íslensku verkalýðs- félögin fylgjast með og bíða átekta segir Olafur Hannibalsson, starfsmaður ASI „Enn sem komið er hafa bandarisk verka- lýðsfélög ekki beðið okkur um aðstoð/ enda er enn langt þar til samningarnir renna út" —, sagði ólafur Hanni- balsson, þegar við leit- uðum álits hans á nýút- kominni og furðulegri fréttatilkynningu Þor- steins Gíslasonar, blaðafulltrúa Sölumið- stöðvar hraðfrystihús- anna. Þar reynir Þorsteinn að verja framkomu islenskra forráBamanna einnar verk- smiBja Coldwater Seafood, en sem kunnugt er, er það dóttur- fyrirtæki Sölumiðstöðvarinn- ar og langstærsti söluaðili is- lenskra sjávarafurða á heims- markaðnum. „Fulltrúi bandariska verka- lýðsfélagsins kom hingað til lands til að reyna að ná tali af framkvæmdastjórum Sölu- miðstöðvarinnar hér á landi, en beir vildu ekkert við hann ræða. Sagðist hann þó ekki telja ástæðu til að við hefðum afskipti af málinu enn sem komið er, enda renna samn- ingarnir ekki út fyrr en i októ- bermánuði. Að sögn Enckells stendur höfuðágreiningurinn um lif- eyrissjóðinn og forgangsrétt félagsbundins verkafólks til vinnu við fyrirtækið. Coldwat- er Seafood vill fella úr gildi ákvæðið um forgangsréttinn, en slikt mundu verkalýðsfé- lögin þar ytra aö sjálfsögðu ekki liða. Ef leitað yrði til is- lenskra verkalýðsfélaga mundu þau að sjálfsögðu taka afstöðu til málsins.” Þessi bandariski fulltrúi er starfsmaður Alþjóðasam- bands matvælaiðnaðarins, sem hefur aðsetur i New York. Hann kom hingað sem starfs- maður þess að beiðni verka- lýðssambands matvælaiðnað- arfólks i USA, og það er furðulegt, ef forráðamenn Coldwater Seafood vilja opin- bera, að þeir þekki ekkert til þess félags. —GSP Minnis- varði um Hrafna- Flóka Minnisvarði um Hrafna-Flóka Vilgerðarson verður afhjúpaður n.k. sunnudag i Vatnsfirði á Barðaströnd. Það eru Barð- strendingar sem heiðra vilja minningu Flóka á þennan hátt og ekki að ástæðulausu. Flóki er fyrsti maðurinn sem fór frá Nor- egi með þeim ásetningi að nema land á Islandi. Hann dvaldi þá aö- eins eitt ár i Vatnsfirði og varð aö hverfa aftur, vegna þess að bú- smali hans féll. Þetta var nokkr- um árum áður en Ingólfur Arnar- son og Hjörleifur settust hér að. Flóki kom svo aftur allmörgum árum siðar og nam þá land i Skagafirði. Nafn Hrafna-Flóka hlýtur lika ævinlega að verða íslendingum nærkomið, vegna þess að það var hann, sem gaf landinu nafnið Is- land. Þjóðhátið Húnvetninga i Kirkjuhvammi: 500 manns skemmta Mikið verður á seyði i Kirkju- hvammi skammt frá Hvamms- tanga um næstu helgi. Þar verður Óskar ekki viðskipta Eins og menn muna átti kaffibrennslan 0. Johnson & Kaaber meiriháttar starfsaf- mæli á dögunum. Auglýsti þá kaffibrennsla þessi i öllum dagblöðunum nema Þjóðvilj- anum, og Morgunblaðið gaf út sérstakt litprentað auglýs- ingablað, þar sem miklast var af kaffibrennslu þessari. Aðspurðir sögðu kaffi- brennslumenn þessir, að þeir óskuðu ekki eftir viðskiptum við Þjóðviljann, og þvi hefðu þeir ekki auglýst i Þjóðviljan- um. Nú hefur kaffiverð verið hækkað um 13,3%, og má þvi búast við, að hinum útlendu Kaaber-systkinum þyki rétt að fara að selja kaffi upp á nýtt. Þjóðviljinn biður lesendur sina að hafa i huga hina ein- dregnu ósk Kaaber-fyrirtæk- isins, að það óski ekki eftir viðskiptum við Þjóðviljann, þegar þeir kaupa sér kaffi á næstunni. Það er hægt að fá kaffi ann- ars staðar frá. — úþ. þá haldin þjóðhátfð bæði Vestur- og Austur-Húnvetninga i tilefni 1100 ára búsetuafmælisins. I Kirkjuhvammi er góð aðstaða til samkomuhalds utan dyra. Þar eru tjaldstæði mörg og góð og verður svæðið opnað gestum á föstudagskvöldið n.k. Strax á föstudagskvöldið verður dans- leikur i hvamminum. A laugardaginn verður þjóð- hátiðin svo sett klukkan 14 og verður siðan samfelld hátiðar- dagskrá til kvöld. Húnvetningakórinn syngur og karlakórinn Vökumenn, lúðra- sveit leikur, flutt verða ávörp og kvæði, sýndir kvenbúningar, list- dans, vikivakar, hópreið hesta- manna, iþróttakeppni og gaman- mál — m.a. Ómar Ragnarsson. Dansleikur verður um kvöldið, bæði i Kirkjuhvammi og i félags- heimilinu á Hvammstanga. Þeir Húnvetningar halda þjóð- hátiðinni siðan áfram á sunnu- deginum. Þá um morguninn, klukkan 10.30, verður afhjúpað minnismerki um Ásdisi á Bjargi, og verður minnismerkið afhjúp- að að bænum Bjargi i Miðfirði. Sýslunefnd V-Húnavatnssýslu lét gera minnismerkið i tilefni Þjóð- hátiðarársins. Gisli Kolbeins, prestur, annast siðan helgistund i Kirkjuhvammi klukkan 14 á sunnudeginum, samkór kirkjukóranna i báðum Húnavatnssýslum syngur — sam- tals um 80 manns. Ragnar Björnsson, dómorganisti leikur undir. Guðmundur Þorsteinsson, prestur, flytur siðan hátiðarræðu. Þá verður sögukynning og 100 unglingar taka þátt i hópsýningu undir stjórn Höskuldar Goða Karlssonar. Hátiðinni lýkur sið- degis á sunnudeginum. Framhald á 11. siðu. Buðu í Flóaveginn 1 gær voru opnuð tilboð i lagn- ingu 14,0 km kafla Suðurlands- vegar i Flóa. titboðið var miðað við að ljúka verkinu i lok september 1975. Tilboð bárust. frá 4 aðilum, frá Aðalbraut hf. að upphæð kr. 173.657.000,- frá ístaki hf. og Sveinbirni Runólfssyni sf. að upphæð kr. 169.978.020,-, frá Miöfelli hf., Veli hf. og Vörðufelli hf. að upphæð kr. 189.005.000,- og frá Ýtutækni hf. að upphæð kr. 175.404.500,-. Aætlun Vegagerðar rikisins, gerð af Almennu verk- fræðistofunni hf., var kr. 156.906.000,-. Þessi vegarkafli sem hér um ræðir er frá Selfossi og austur að Skeiðaveg:. Sjómaður með happdrœttisvinning A myndinni sést ungur sjómaður frá Neskaupstaö, Vigfús Vigfússon, taka á móti happdrættisbil frá Krabbameinsfélaginu, f.h. fjölskyldu sinnar. Annar bill kom I hlut eins hinna mörgu fyrirtækja, sem styrkja happdrættið með kaupum á fjöida miða. Þriðji vinningsbillinn (sá minnsti) kom á miða, sem sendur var út á land ásamt giróseðli, en var ekki greiddur áður en dregið var, þ. 17. júni. Happdrætti Krabbameinsfélagsins hefur beöið blaðið aö færa öllum þeim þakklæti, sem styrktu félagið með þvi að kaupa miða. 25 og 26 íbúar í fá- mennustu hreppum r Ibúar landsins reyndust 213,499 1. desember s.l. Múlahreppur í Austur- Barðastrandarsýslu er fá- mennasta hreppsfélag landsins/ skv. endanlegum skýrslum Hagstofunnar um mannfjölda 1. des. s.l. Ibúarnir í Múlahreppi voru aðeins 25. 1 tveimur öðrum hreppum reyndust ibúar vera aðeins 26, en það eru Fjallahreppur I N-þing, og Selvogshreppur I Arnessýslu. önnur hreppsfélög með færri en 50 ibúa eru Ketildalahr. I V- Barðastrs. 32, Klofningshreppur i Dalasýslu 36, Felishrcppur i Skag. 36, Seyöisfjaröarhr. i N- Múl. 38, Snæfjallahr. i N-tsafjarð- arsýslu 39, Fróðárhreppur I Snæf. 39, Helgustaöahr. I S-Múl. 41, Hrófbergshr. i Strandasýslu 44 og Flateyjahr. i Austur-Barð. 46. Fámennasta sýslan er Austur- Barðastrandasýsla, en þar eru i- búarnir aðeins 444. I Dalasýslu eru þeir 1138, Vestur-Skaftafells- sýslu 1357 og Borgarfjarðarsýslu 1402. Fjölmennasta sýslan er Gullbringusýsla með 9.395 ibúa. I Arnessýslu éru 8.867 ibúar, Suður- Múlasýslu 5.218, Snæfellsnessýslu 4.469 og I Kjósarsýslu 4.145 ibúar. Þessar tölur hafa lækkað siðan i sumum sýslunum, eftir að Grindavik, Seltjarnarnes og Eskifjörður fengu kaupstaðar- réttindi á þessu ári. Ibúar I Reykjavik reyndust vera 84.333, i Kópavogi 11.639, á Akureyri 11.484, i Hafnarfirði 10.926 og i Keflavik 5.978. Fjölmennustu kauptúnahrepp- arnir eru nú: Garðahreppur með 3.638, Selfoss 2.637, Njarðvikur 1.700, Borgarnes 1.268, Mosfells- hreppur 1.191, Höfn 1.099, Stykk- ishólmur 1.094, Sandgerði 1.091 og Ólafsvik 1.081. Karlar fleiri en konur Að lokum má geta þess, að karlar eru rúmlega 2000 fleiri en konur á landinu (107.888 og 105.611). I Reykjavik eru samt fleiri konur en karlar. Þær eru 43.238 en karlarnir 41.095. íbúar landsins reyndust sam- kvæmt þessu vera samtals 213.499 hinn 1. des s.l. Heilræði tii kaupmanna Kaupmannasamtökin halda úti sérstöku málgagni félagi sinu og viðskiptum til framdráttar — timarit samtakanna heitir Versl- unartiðindi, og i þvi blaði láta for- svarsmenn kaupmannasamtak- anna móðan mása, ekki siður en i Frjálsri verslun, mogga og Visi. Eftirfarandi gullkorn er úr Verslunartiðindum: Hver bananaklasi hengist upp á sérstakan krók þannig að innri hliðin snúi að viðskiptavininum. Athuga skal að bananarnir mega helst ekki hanga i meiri fjarlægð en sem svarar armslengd frá við- skiptavininum, þar sem hann kemst næst þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.