Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júli 1974 TÖLULEG ÚTTEKT Á KOSNINGUNUM Breytingar á flokka- fylgi eftir kjördæmum Alþýðu- bandalagið Alþýðubandalagið jók fylgi sitt, mælt i hlutfallstölu at- kvæða, i 6 kjördæmum af 8 frá þvi sem var i siðustu kosning- um. Mest varð aukningin á Vest- fjörðum, liðlega tvöföldun hvort sem litið er á atkvæðahlutfall eða -tölu. Mjög myndarleg varð aukningin á atkvæðahlutfalli i Norðurlandi eystra og á Vestur- landi. 1 Norðurlandi eystra er Alþýðubandalagið nú komið verulega yfir þá atkvæðatölu sem Björn Jönsson hafði þar nokkurn tíma. Alls var atkvæöaaukning Al- þýðubandalagsins 2.867 atkvæði frá 1971 til 1974. Aukningin i Reykjavik var 1.023 atkvæði, á Reykjanesi 691, á Vesturlandi 247, á Vestfjörðum 301, i Norðurlandi eystra 516, á Aust- urlandi 159. í tveim kjördæm- um, Norðurlandi vestra og Suð- urlandi, varð smávegis tap, samtals 70 atkvæði. Eins og siðast er Alþýðu- bandalagið hlutfallslega sterk- ast á Austurlandi, og er þar með rétt liðlega fjórðung gildra at- kvæða. Næst sterkasta vigið er Reykjavik, þar sem Alþýðu- bandalagið nýtur stuðnings rúmlega fimmta hvers manns. í báðum þessum kjördæmum jók Alþýðubandalagið fylgi sitt, þó aðeins minna en nemur fram- sókn flokksins á landsmæli- kvarða. Það er sérstaklega ánægju- legur vottur um sterka stöðu Al- þýðuþandalagsins á Austur- landi, að þar skuli það bæta við sig, þrátt fyrir aukna uppskeru Samtakanna þar. • Framsókn Framsóknarflokkurinn varð fyrir smávægilegu hlutfallslegu tapi, en vegna fjölgunar á kjör- skrá bætti hann við sig atkvæð- um, samtals 1.743 i landinu. í Reykjavik bætti Framsókn hlutfall sitt frá þvi sem siðast var, og komst aftur i sömu prósentu og flokkurinn hafði haft 1967, en það var þá met hjá þeirri gömlu. Einnig bætti Framsókn stöðu sina á Suðurlandi, en þar hafði nokkuð tapást siðast. Fylgi flokksins er þar þó veikara en löngum áður. í Reykjaneskjördæmi hefur Framsók haft 20—40% atkvæða við þrennar undangengnar kosningar, en nú fór hlutfallið niður fyrir 18%. Einfaldast virð- ist að rekja þetta tap núna til hernámsstefnu Jóns Skaftason- ar. Annars vegar hefur hann rekið marga af fyrri fylgjendum flokksins upp i fangið á íhaldinu, hins vegar hafa menn snúið til vinstri frá Jóni. Á Vesturlandi er smávegis tap á hlutfalli hjá Framsókn, en öllu alvarlegra er það á Vest- fjörðum þar sem fylgið fer niður fyrir 30% sem það hékk i síðast. Þá varð mikið fylgistap i kjör- dæminu, en 1967 hafði fylgi flokksins verið þar i hámarki, eða yfir 38%. Athyglisvert er að i Norðurlandi vestra, þar sem sterkur möðruvellingasvipur Hefur Eykon ekki tiltrú bænda fyrir norðan? Vl-maðurinn Unnar Stefánsson beit i skjaldarrendur, en dugði ekki til. Lltið lagðist fyrir kappann Björn Jónsson, og léttan sjóð bar hann til dr. Gylfa. var á framboði Samtakanna (var ekkert framboð siðast) tapar listi forsætisráðherrans aðeins 21 atkvæði. I Norðurlandi eystra fer Framsókn niður fyrir 40% at- kvæða, og hafði það ekki gerst þar fyrr. A Austurlandi hafði Fram- sókn stórtapað síðast, eða um 17% af hlutfallslegu atkvæða- magni. Enn rýrnaði heldur fylgi flokksins, en þó varð atkvæða- tap hans minna en nam fylgis- aukningu F-listans undir for- ystu möðruvellingsins Ólafs Ragnars Grimssonar. Atkvæðafælan Jón Skaftason, bæði á hernámssinna og her- námssandstæðinga. Dr. Gylfi Þ. Glslason býr sig nú til að standa yfir höfuðsvörðum jafnaðarstefnunnar á tslandi. Geir Hallgrimsson nýtur jafn mikils styrks og Ólafur Thors gerði 1956, þegar hann þurfti að sætta sig við myndun vinstri stjórnar. SAFROVIM Samtök frjálslyndra og vinstri manna töpuðu als staðar stórmiklu, nema á Austurlandi þar sem bæði unnust atkvæði og hlutfall. Tilfinnanlegast var tapið I Reykjavik, þar sem feng- ust aðeins litlu fleiri atkvæði en sérvitringa- eða gamanframboð hafa áður hlotið. A Vestfjörðum töpuðust yfir 500 atkvæði, enda naut nú ekki lengur atfylgis Hannibals. í Norðurlandi eystra töpuðust yfir 600 atkvæði sem ekki var furða þar sem Björn Jónsson lá sjúkur maður á lista Gylfa suð- ur i Reykjavik. Svo virðist sem fyrrverandi framsóknarmenn eða alþýðu- flokksmenn hafi yfirleitt ekki megnað að styrkja Samtökin, þótt þeir kæmu nú nýir og áber- andi til liðs við þau. Alþýöu- flokkurinn Alþýðuflokknum bættist nú liðsmaður, sem einhvern tima heföi þótt mikill veigur i, Björn Jónsson, en ekki megnaði hann að hressa upp á orðstir dr. Gylfa. 1 Reykjavik tapaði Alþýðu- flokkurinn yfir 400 atkvæðum þrátt fyrir liðsemd Björns Jóns- sonar. Og i Norðurlandi eystra töpuöust um 50 átkvæði, svo að ekki hafi gamlir Björnsmenn hlýtt kalli. Hlutfallslegt fylgistap Al- þýöuflokksins var yfirleitt um 2 prósentustig í Reykjavik, i Reykjaneskjördæmi, á Austur- landi og á Suðurlandi. Hlutfallslega mest er fylgi Al- þýðuflokksins enn þá i Reykja- neskjördæmi, heil 13%. Þar sem annats staðar má þó flokkurinn muna sinn fifil fegri, t.d. hafði hann yfir 26% i kjördæminu i haustkosningunum 1959. Eina kjördæmið þar sem Al- þýöuflokkurinn vinnur á er Vestf jarðakjördæmi, 31 at- kvæði. Má segja að litið dragi þar vesælan, þvi að almælt er að sjálfur Hannibal hafi agiterað fyrir þá Sivhvat, Orðhvat og Fóthvat á bak við tjöldin. Trúlega hefur forysta Alþýðu- flokksins vænt sér einhvers af Suðurlandi, enda höfðu listar jafnaðarmanna fengið yfir þús- und atkvæði i Vestmannaeyj- um, á Selfossi og i þorpunum á Suöurlandi við sveitarstjórnar- kosningarnar i vor. En vl- manninum Unnari Stefánssyni tókst að stugga burt um helm- ingnum af þessu fólki. Kunnugir telja að i pólitiskum efnum falli Unnar að dr. Gylfa eins og flis við r.... 1 kosningunum 1971 hrundu um 4 þúsund atkvæði af Alþýðu- flokknum, sem honum höfðu fallið i skaut 1967. Að þessu sinni losnaði dr. Gylfi við um 700 at- kvæði til viðbótar. Sjálfstæðis- flokkurinn Við þessar kosningar vann Sjálfstæðisflokkurinn alls stað- ar á nema i Norðurlandskjör- dæmi vestra, þar sem fram- boðslistinn fékk 0,1 prósentu- stigi lægra hlutfall atkvæða en siðast. Virðist svo sem bændur þar nyrðra hafi verið að launa Eyjólfi Konráð, 2. manni list- ans, fyrir Moggann sinn! 1 Reykjavik fékk Sjálfstæðis- flokkurinn 50,1% atkvæða.og er hann þar með búinn að yfir- vinna tapið sem hann varð þar fyrir við siðustu tvennar þing- kosningar þar áður. Árið 1963 var flokkurinn með Ivið hærra hlutfall I Reykjavik (50,7%), einnig við fyrri kosningarnar 1959 og 1956. 1 vor fékk Sjálfstæðisflokkur- inn um 3 þúsund atkvæðum fleira I borgarstjórnarkosning- unum i Reykjavik en i alþingis- kosningunum um daginn. Má það raunar furðu gegna, að flokkurinn skuli geta tapað svo miklu á aðeins 5 vikum, og er það varla einhlit skýring að fylgið sé alltaf minna við kjör til þings en borgarstjórnar. I Reykjaneskjördæmi vann Sjálfstæðisflokkurinn umtals- verðan sigur og komst upp i hæsta hlutfall (yfir 47%) sem hann hefur haft þar siðan nú- verandi kjördæmaskipun var tekin upp. Þó má geta þess að flokkurinn hafði yfir 44% kjör- fylgi þar við sumarkosningarn- ar 1959. Á þessari fylgisaukn- ingu eru tvær skýrigar, hvor annarri tengdar. önnur er tap Jóns Skaftasonar i kjölfar her- námsstefnu hans. Hin er ein- faldlega sú, að návist hersins mengi hið pólitiska andrúmsloft byggðanna á Reykjanesskaga og dragi úr viðnámsþrótti fólks gagnvart ihaldinu og öðrum fulltrúum hins „þögla meiri- hluta”. Þrátt fyrir ávinning nú hefur ihaldið aldrei verið lægra á Vesturlandi en i þessum kosn- ingum, sé horft eitthvað til baka. Nú er það með réttan þriðjung, en var t.d. með um 45% á svæðinu i kosningunum 1956. A Vestfjörðum kemst Ihaldið upp fyrir Framsókn og nær tæp- um 36% atkvæða. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði þó verið með þetta hlutfall og hærra á 6. ára- tugnum, t.d. yfir 42% 1956. 1 Norðurlandi vestra hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei verið lægri en nú, þökk sé Eykon! I Norðurlandi eystra er Sjálf- stæöisflokkurinn nú i hámarki, rúmlega hálfu prósentustigi hærri i hlutfallslegu kjörfylgi en 1956. A Austurlandi tapaði ihaldið siðast, en nær nú þeim hlutfalls- lega styrk sem það hefur löng- um haft þar. Þó var árið 1967 með betri útkomu þarna fyrir i- haldið en nú er. Á Suðurlandi stendur Sjálf- stæðisflokkurinn aðeins sterkar að vigi en að jafnaði áður, og yfirvinnur tapið frá 1971. Hlut- fallstalan núna (42,7%) er þó ekki neitt að ráði hærri en t.d. 1967 (42,0) eða sumarið 1959 (42,4). íhaldið er í minnihluta Það sem skiptir mestu máli við úrslit þessara kosninga er þetta: 5 flokkar buðu fram við þessar kosningar og komu mönnum á þing. Einn þeirra er hreinræktaður ihalds- og auð- valdsflokkur, en 4 þeirra eru vinstra megin við hann og sprottnir úr róttækum alþýðu- hreyfingum. Þessir fjórir flokk- ar fengu samtals um 65 þúsund atkvæði, en ihaldsflokkurinn fékk tæp 49 þúsund. bj— HVAÐ GERÐIST FYRIR „AUSTAN SÓL OG SUNNAN MÁNA”?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.